Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 Hringiðan Hljómsveitin Sigurrós hit- aði upp fyrir Gus gus á tón- leikum þeirra á laugardag- inn. Hljómsveitin fékk til liðs við sig Steinþór Ander- sen sem kvað rímur undir leik þeirra í Sigurrós. Jón Þór, söngvari og gítarleik- ari, fylgist með. íslandsmeistarakeppnin í frjálsum dönsum eða „freestyle" eins og það kallast á engilsax- nesku fór fram í Tónabæ á föstudaginn. Það voru þær Unnur, Tinna, Hjördís og Emelía sem skipa hópinn Kristal sem báru sigur úr býtum að þessu sinni. DV-myndir Hari Eyrún Anna Eyjólfsdóttir bar sigurorð af keppinaut- um sínum og er íslandsmeistari einstaklinga í freestyle-dönsum 1999. Eyrún Anna dansaði að vanda sigurdansinn þegar úrslit keppninnar voru kunn. Litir regnbogans, listasýning þroskaheftra og fjöl- fatlaðra var opnuð i Ráðhúsi Reykjavíkur á laugar- daginn. Leiksýningahópurinn Perlan, undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur, sýndi tvö verk á opnuninni, „Mídas konung" og „Ef þú giftist" sem leikhópur- inn sýnir hér. Á föstudagskvöldið opnaði myndlistar- neminn Ingibjörg Magnadóttir sýningu í nemendagalleríi Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, Gall- erí nema hvað. Ingi- björg eða Imma er hér ásamt Ijóðskáldinu Beggu og skiptinemanum Isabellu. Listakonan Steinunn Helgadóttir opnaði sýningu í Gryfju Lista- safns ASI á laugardaginn. Stein- unn er hér ásamt Sveini Lúðvíks- syni sem samdi hljóðverk sem listakonan notar í sýninguna. Þór Eldon og Sjón voru meðal gesta á tónleik- um Gus gus í fiugskýlinu á laugardags- kvöldið. Hljómsveitin Grindverk kom í fyrsta skipti fram opinberlega á laugardaginn. Þá hit- aði sveitin áhorfendur upp fyrir stórhljóm- sveitina Gus gus. Grindverk skipa Einar Örn, Hilmar Örn og Sigtryggur „Bogomil Font“. Einar Örn blés í lúður. Hjónin Steingrím- ur Stefnisson og Sigríður Samson- ardóttir, eigendur veitingastaðarins Catalínu í Kópavogin- um, fögnuðu eins árs starfsafmæli staðarins á föstudagskvöldið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.