Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 Afmæli DV Grímólfur Andrésson Grímólfur Andrésson, fyrrver- andi skipstjóri, Laugarnesvegi 112, Reykjavík, er níræður í dag. Starfsferill Grímólfur fæddist i Hrappsey á Breiðafirði og þar ólst hann upp fyrstu tíu árin. Þá flutti hann ásamt fjölskyldu sinni i Stykkishólm og þegar hann var 19 ára fluttu þau að Hnúki í Dalasýslu. Grímólfur byrjaði strax í æsku að fara á sjóinn á Breiðafirði og 13 ára fór hann fyrst á skútu sem gerð var út frá ísafirði. Árið 1935 tók hann smáskipapróf í Stýrimannaskólanum. Hann var fyrst skipstjóri á mb. Gretti sem var gamalt hákarlaskip. Hann átti síðan tvo báta. Brimnes var gert út frá Stykkishólmi og Reykjavík. Hann keypti síðan Bald- vin Þorvaldsson sem fékk seinna nafnið Brimnes. Grímólfur hætti sjó- sókn 1973 og afgreiddi í fiskbúð í nokkur ár. Fjölskylda Grímólfur kvæntist 23.12. 1935 Þuríði Val- gerði Björnsdóttur, f. 18.6. 1917, frá Arney á Breiðafirði. Hún er dóttir Guðrúnar Egg- ertsdóttur frá Langey og Bjöms Jó- hannssonar frá Öxney á Breiðafirði, bónda í Amey. Börn Grímólfs og Þuríðar eru Alda Hanna, f. 12.9.1936. Hún er gift Valdimar Guðlaugssyni. Börn þeirra em fimm og er eitt þeirra lát- Grímólfur Andrés- son. ið. Þau eiga 5 barnabörn. Andrés Hjörleifur, f. 23.11. 1938. Hann á þrjú börn og þrjú barnabörn. Guðrún, f. 18.8. 1942, gift Jóni Steinari Snorrasyni. Þau eiga tvær dætur og tvö bamaböm. Anna Birna, f. 25.10. 1952, gift Eiríki Steinþórssyni. Þau eiga þrjár dætur og eitt bamabarn. Grímólfur átti 14 eldri systkini og em þau öfl lát- in. Fimm þeirra létust í æsku. Níu náðu fullorðins- árum. Jóhanna átti fyrr Ingjald Guðmundsson og síðar Sig- urjón Jónasson á Stóra-Vatnshorni. Gróa Magndís átti Kjartan Magnús- son á Hraðastöðum í Mosfellssveit. Freyja átti Ebeneser Ebenesersson í Reykjavík. Magnús drukknaði er skipi var sökkt í fyrri heimsstyrj- öld. Bjami yngri dó ókvæntur. Arn- dís átti Sigurjón Kristjánsson og síðar Svein Gíslason Bjarni eldri var skipstjóri í Reykjavík og var kvæntur Karen sem var dönsk. Guðrún átti Þórarin Oddsson í Reykjavík og síðar Dagbjart Sig- urðsson. Guðný átti danskan mann í Kaupmannahöfn. Foreldrar Grímólfs voru Andrés Hjörleifur Grímólfsson, f. 4.9. 1859, d. 27.6. 1929, bóndi í Dagverðamesi og síðar Hrappsey, og Jóhanna Kristín Bjarnadóttir, f. 10.7. 1867, d. 10.12. 1952, frá Bjarneyjum. Foreldrar Andrésar voru Grímólf- ur Ólafsson, hreppstjóri í Mávahlíð á Snæfellsnesi, síðar i Vesturheimi, og fyrri kona hans, Gróa María Jón- asdóttir. Grímólfur Andrésson verður að heiman í dag. Erna Valgeirsdóttir Erna Valgeirsdóttir húsmóðir, Fagrahjalla 22, Kópavogi, er fertug í dag. Starfsferill Erna hóf störf sem klíníkdama þegar hún var 18 ára. Hún gegndi því starfi hjá nokkrum tannlæknum þar til hún eignaðist sitt yngsta bam fyrir tveimur ámm. Fjölskylda Erna giftist 23.9. 1990 Gunnari Pétri Jónssyni múrarameistara. Hann er sonur Jóns Ámasonar læknis og Marles Ámason hús- móður. Böm þeirra em Jón Pétur, f. 1.7. 1990; Bjami Geir, f. 6.7. 1995; Har- aldur Elís, f. 1.5. 1997. Fyrir átti Ema Guðrúnu Lilju Magnúsdótt- ur, f. 28.6. 1980. Systkini Ernu eru Guðlaugur, f. 6.12. 1953, verktaki. Hann er kvæntur Helgu Pálsdóttur húsmóð- ur og eiga þau fiögur böm. Sig- mundur, f. 20.1. 1955, tölvufræðing- ur. Hann er kvæntur Sigurbjörgu Guðlaugsdóttur tölfræðingi og búa þau í Sydney í Ástralíu. Þau eiga eina dóttur. Valrún, f. 9.9. 1966, vinnur á félagsmið- stöð í Bolungarvík. Hún er gift Amari Frey Ingi- mundarsyni vélstjóra og eiga þau tvær dætur. Hálfsystkini Ernu era Brynja Valgeirsdóttir húsmóðir. Hún er gift Viðari Benediktssyni skipstjóra og eiga þau þrjú börn. Ingibjörg Hjartardóttir glerlista- kona er gift Sigurði Ólafs- syni vélstjóra og eiga þau Erna valgeirsdóttir. þrjár dætur. Helga Val- geirsdóttir verslunar- maður á einn son. Foreldrar Ernu eru Guðrún Guðlaugsdóttir, f. 16.8. 32. fyrrverandi símadama í Vélskóla ís- lands, og Valgeir Bjami Helgason, f. 7.4. 1930, d. 1991, verkstjóri í Vél- smiðjunni Héðni. Ema og maður hennar dvelja nú á Kanaríeyj- um. Fréttir Islensk ferðaskrif- stofa opnuð í London Um helgina verður ferðaskrifstof- an Northern Lights Tour Ltd. opnuð í London og mun hún selja ferðir til Islands. Þrettán hluthafar standa að ferðaskrifstofunni og eru þeir allir íslenskir nema einn. Hermann Niel- son er stjórnarformaður en eigin- kona hans, Ingibjörg Ingadóttir, er framkvæmdastjóri. Ferðaskrifstofan verður kynnt á sýningunni Destinations ‘99, sem hefst á fimmtudag og lýkur eftir helgi. Búist er við að um tuttugu til þrjátíu þúsund manns mæti á sýn- inguna. Hermann segir að til að vekja athygli á ferðum nýju ferða- skrifstofunnar verði íslensk menn- ing kynnt á þann hátt að íslenskar sýningarstúlkur kynna föt eftir ís- lenska hönnuði, sem unnin em úr íslensku hráefni. Fötin eru ætluð fyrir erlendan markað. íslensk tón- list verður kynnt og mun Móeiður Júníusdóttir koma fram. Magnús Scheving verður með Latabæ á sviði og boðið verður upp á fleiri at- riði. Hermann segir að ferðir Northern Lights Tour Ltd. til ís- lands innihaldi alla flóruna; allt frá ævintýraferðum til borgarferða. Hann segir að bylting hafi orðið á áhuga Breta á að ferðast til íslands. „Björk og fleiri hafa valdið því - fagrar konur og sterkir menn. í jan- úar voru sex sinnum í röð þættir um ísland á BBC. í Bretlandi virðist vera æði á að fara til íslands." Hermann starfaði sem kennari í um 30 ár áður en hann hélt tfl London. Ingibjörg er hins vegar menntuð sem hótelfræðingur frá Bretlandi og starfaði m.a. um tíma sem ferðamálafulltrúi á Fljótsdals- héraði. „Við höfðum talað um það í fimm ár að gera einhverja svona hluti í sambandi við ferðaþjónustu." -SJ Þeir íiska sem róa... Þeir flska sem róa... Þeir fiska sem róa... Þelr www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRETTIRNAR Til hamingju með afmælið 23. febrúax 90 ára Guðbjört Ólafsdóttir, Njálsgötu 72, Reykjavík. 80 ára Sigríður Kristjánsdóttir, Hamraborg 36, Kópavogi. Sveinn Lýðsson, Snorrabraut 30, Reykjavík. 75 ára Bára Þórðardóttir, Holtsgötu 1, Njarðvik. Ragnhildur Hallgrímsdóttir Vesturlbr., Amarholti. 70 ára Baldur Guðjónsson, Langholti 15, Keflavík. Halldóra Hermannsdóttir, Ofanleiti 7, Reykjavík. 60 ára Auður Þorsteinsdóttir, Fálkakletti 3, Borgarnesi. Heiðar H.B. Þorleifsson, Rjúpufelli 46, Reykjavík. 50 ára Dagný Eliasdóttir, Samtúni 16, Reykjavík. Ragna Kristjánsdóttir, Skarðshlíö 9i, Akureyri. Rósa Kristjánsdóttir, Sörlaskjól 42, Reykjavík. Særún Jónsdóttir, Vogagerði 33, Vogum. Valdimar Elíasson, Álfholti 22, Hafnarfirði. 40 ára Bjami Jónsson, Funafold 81, Reykjavík. Dóra Kristín Emilsdóttir, Reykjavik. Hanna Hauksdóttir, Lambhaga, Hrísey. Hrönn Pétursdóttir, Kjarrmóum 33, Garðabæ. Jóhann Áskelsson, Heydal, ísafirði. Jón Helgason, Vorsabæ 10, Reykjavík. Jón Hróbjartsson, Huldulandi 2, Reykjavík. Pálmi Einarsson Suðurgötu 60, Hafnarfirði. Rúnar Björgvinsson, Sólheimum 3, Breiðdalsvík. Sigríður B. Sigurvaldadóttir Teigagrund 6, Hvammstanga. Svandis P. Kristiansen, Brúnalandi 36, Reykjavík. Svanfríður Þórðardóttir, Vallholti 5, Ólafsvík. SUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.