Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 37 Svala í Gerðarsafni Nú stendur yflr í Gerðarsafni sýning á myndverkum Svölu Þór- isdóttur Salman sem lést í mars sl. rúmlega fimmtug að aldri. Svala var afar fjölhæfur listamað- ur, var prýðilegur teiknari og hafði vald á mörgum stíltegund- um. Hún málaði með vatnslitum og olíu og bjó til klippimyndir. Meðal þeirra sem áhrif höfðu á list hennar má telja Sverri Har- aldsson, Barböru Ámason og austurlenska list en Svala bjó í Kóreu í eitt ár. Sýningin er haldin til minning- ar um Svölu að tilstuðlan vina hennar og eftirlifandi eiginmanns auk einkasonar þeirra. Flestar myndanna voru sendar sérstak- lega frá Bandaríkjunum en nokkr- ar eru úr einkaeign hér á landi. Á 30 ára ferli sínum sem listmálari hélt Svala aðeins tvær sýningar í Reykjavik, hina fyrri árið 1968 að loknu námi í Bretlandi og hina síðari 1971 eftir dvölina í Kóreu. Sýningar Á sýningunni er fyrirferðar- mestur flokkur mynda sem kalla mætti „úr draumheimum" og Svala málaði heltekin af krabba- meini síðustu mánuði ævinnar og nánast allt fram á síðasta dag. Þær voru sýndar á sérstakri minningarsýningu mn Svölu í Washington og vöktu mikla at- hygli, enda einstæðar. Þá eru á sýningunni nokkrar sérstæðar klippimyndir, enn fremur manna- myndir (þ. á m. hin víðfræga mynd í Höfða af Bjama Benedikts- syni), málverk á hrísgrjónapappír og margt fleira sem gefur nokkurt yfirlit yfir verk hinnar fjölhæfu og gáfuðu Svölu Þórisdóttur. Tónleikar í Norræna húsinu Á Háskólatónleikum í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag, leik- ur gitardúettinn Dou-de-mano en hann skipa gítarleikararnir Hinrik Bjamason og Rúnar Þórisson. Tón- leikamir hefjast kl. 12.30 og em um hálftími að lengd. Handhöfum stúd- entaskírteina er boðinn ákeypis að- gangur en fyrir aðra er aðgangseyr- ir 400 kr. Kynning á bahá'í Bahái-samfélagið í Hafnarfirði býður alla velkomna á kynningu á bahá’í-trú á efri hæð Gúttó v/Suður- götu í kvöld kl. 20.30. Samkomur Bókmenntakynning Félag eldri borgara í Reykjavik og nágrenni, Álfheimum 74, heldur i dag bókmenntakynningu. Þar munu nemendur úr framsagnamámskeiði félagsins lesa ljóð Davíðs Stefáns- sonar. Hefst lesturinn kl. 14. Aðalfundur Hreyfils Kvenfélag Hreyfils heldur aðal- fund sinn í Hreyfilshúsinu í kvöld kl. 20. Á dagskrá fundarins era venjuleg aðalfundarstörf og laga- breytingar. Ingi Gunnar Búist er við gífurlegri mætingu á Kafíi Reykjavík í kvöld þegar Ingi Gunnar leikur fyrir dansi. Barn dagsins í dálkinmn Bam dagsins era birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjórn DV, Þverholti 11, merkta Bam dagsins. Ekki er síðra ef barnið á myndinni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir era endur- sendar ef óskað er. Fimmta stefnumótið á Gauki á Stöng: Rafmagn- að hús Fimmtu tónleikamir í tónleikaröðinni Stefnumóti fara fram á Gauki á Stöng í kvöld. Á síðasta Stefnu- móti var það hljómsveitin Sigur Rós sem fór á kost- um á Gauknum en hún hefúr löngum verið talin ein besta tónleikasveit landsins. í kvöld koma ekki síðri tónlistarmenn fram en það era m.a. Móa sem heldur sína lokatónleika áður en hún hefur tónleikferð um Bandaríkin, Northem Light Orchestra, íslenskur house-dúett, Ruxpin, ís- Skemmtanir lenskur raftónlistarmaður, og DJ Grétar, einn helsti house-plötusnúður landsins. Yfirskrift þessa Stefnu- móts er „rafmagnað hús“ og verður vart við öðra að búast miðað við þá flytjendur sem koma fram. Það er tónlistarblaðið Undirtónar sem stendur fyr- ir Stefnumóti en þar er stefnt að því að hafa fjöl- breytilega flytjendur sem flytja frumleg verk og koma á framfæri einhverju af þeirri miklu grósku sem íslensk tónlistarmenning hefur upp á að bjóða. Stefhumót númer fimm hefst stundvíslega klukkan tíu í kvöld og sem fyrr er aðgangseyrir 500 krónur. Móeiður Júníusdóttir syngur á Gauki á Stöng í kvöld. Veðríð í dag Hlýnandi veður Yfir austanverðu landinu er hæð- arhryggur sem þokast austur en um 200 km SA af Hvarfi er vaxandi 978 mb lægð, á hreyflngu norðaustur. Búist er við vaxandi suðaustanátt og snjókomu suðvestanlands en hægviðri og sums staðar léttskýj- uðu norðan- og austanlands. Þá er búist við allhvassri eða hvassri suð- austanátt og viða slyddu eða rign- ingu síðdegis en hægari vindátt og þurrara veðri á Norðurlandi frarnan af degi. Dálítil snjókomu verður öðra hverju á Norður- og Austurlandi í kvöld og nótt en suðvestanstrekk- ingur og skúrir suðvestan til. Verð- ur fer hlýnandi í bili. Sólarlag í Reykjavík: 18:27 Sólarupprás á morgun: 8:53 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16:15 Árdegisflóð á morgun: 04:44 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö -8 Bergsstaöir skýjaö -9 Bolungarvík alskýjaö -2 Egilsstaöir -11 Kirkjubœjarkl. alskýjaö -3 Keflavíkurflv. snjókoma -0 Raufarhöfn léttskýjaö -7 Reykjavík snjókoma -2 Stórhöfði úrkoma í grennd 2 Bergen léttskýjaö -2 Helsinki snjók. á síó.kls. -3 Kaupmhöfn snjókoma 0 Ósló léttskýjaö -9 Stokkhólmur 0 Þórshöfn alskýjaö -2 Þrándheimur snjókoma -5 Algarve heiöskírt 11 Amsterdam snjóél á síö.kls. 4 Barcelona léttskýjaö 12 Berlín snjók. á síö.kls. 1 Chicago alskýjaö -3 Dublin skýjaó 1 Halifax snjóél -17 Frankfurt snjók. á síö.kls. 1 Glasgow skýjaó 1 Hamborg þokumóöa 0 Jan Mayen snjóél -8 Lotidon skýjaö 3 Lúxemborg snjóél á síö.kls. -1 Mallorca súld 10 Montreal léttskýjaó -15 Narssarssuaq snjókoma 0 New York heiöskírt -7 Orlando heiöskírt 5 París léttskýjaö 3 Róm skýjaö 9 Vín léttskýjaö 1 Washington heiöskírt -6 Winnipeg þoka -4 Góð færð en hált Skafrenningur hefur verið í Svínahrauni, á Hellisheiði og i Þrengslum og er búist við versn- andi veðri á Suðvesturlandi. Að öðru leyti er góð Færð á vegum vetrarfærð á þjóðvegum landsins en hálka er þó víðast hvar. Ástand vega m Steinkast 0 Hálka 0 Vegavinna-aðgát 0 Öxulþungatakmarkanir ófært □ Þungfært © Fært fjallabilum Diljá Á myndinni má sjá hana Diljá Ösp sem fædd- ist á Landspítalanum 2. Barn dagsins Ösp janúar. Hún kom í heim- inn kl. 21.54 og var við fæðingu 3.590 g og 52 cm löng. Foreldrar hennar era Helga Björk Pálsdótt- ir og Óli Kárason. Isabella (Julia Roberts) er stjúpmamma tveggja barna í myndinni Stjúp- mamma. Stjúp- mamma Stórmyndin Stepmom eða Stjúpmamma er sýnd í Stjömu- bíói um þessar mundir. Hún fjall- ar um atvinnuljósmyndarann Isa- bellu (Julia Roberts) sem tekur saman við Luke (Ed Harris) en hann á tvö börn frá fyrra hjóna- bandi sem eiga erfitt við að sætta sig við nýju stjúpmömmuna. Stjúpmamman á margt ólært í móðurhlutverkinu en vinnur fúll- an vinnudag og á það til að gleyma því að sækja bömin í skól- ann. Isabella á ekki roð í móður barnanna, Jackie (Susan Sar- andon), sem er engu að síður af- brýðisöm út í Isabellu. Jackie lifír fyrir bömin sín þar sem hún hef- ur hætt að vinna enda 7//////// lagt vel fyrir og svo Kvikmyndir fær hún að sjálfsögðu meðlag frá Luke. Börnin Anna (Jena Malone) og Ben (Liam Ai- ken) reyna hvað þau geta til að fara í taugarnar á Isabellu en hún gefst ekki upp. Það gengur á ýmsu í myndinni og áður en langt um líður fara börnin að meta Isabellu að verðleikum þar sem hún viil auðvitað bara reynast þeim góð stjúpmóðir en ekki alvöra móðir. En reiðarslag dynur þá yfir og þá fyrst reynir á samheldni og skiln- ing nútímafjölskyldunnar. Mynd- in er um lífið sjálft, tilfinningar, gleöi og sorg sem fylgir okkur í gegnum lifsins ólgusjó. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhorgin: Fear Loathing in Las Vegas Bíóhöllin: Hamilton Háskólabíó: Shakespeare in Love Laugarásbíó: Clay Pigeons Regnboginn:Thunder Bolt Stjörnubíó: Chairman of the Board A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA [ ÁSKRIFT í SÍMA 550 5000 Gengið Almennt gengi Ll 23. 02. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgengi Dollar 71,950 72,310 69,930 Pund 116,720 117,310 115,370 Kan. dollar 48,010 48,300 46,010 Dönsk kr. 10,6790 10,7380 10,7660 Norsk kr 9,1580 9,2090 9,3690 Sænsk kr. 8,9060 8,9550 9,0120 Fi. mark 13,3480 13,4280 13,4680 Fra. franki 12,0990 12,1710 12,2080 Belg. franki 1,9673 1,9791 1,9850 Sviss. franki 49,6700 49,9400 49,6400 Holl. gyllini 36,0100 36,2300 36,3400 Þýskt mark 40,5800 40,8200 40,9500 ít. lira 0,040990 0,04123 0,041360 Aust. sch. 5,7670 5,8020 5,8190 Port. escudo 0,3959 0,3982 0,3994 Spá. peseti 0,4770 0,4798 0,4813 Jap. yen 0,596900 0,60050 0,605200 irskt pund 100,770 101,370 101,670 SDR 98,270000 98,86000 97,480000 ECU 79,3600 79,8400 80,0800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.