Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ sIminn sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö T hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR Hvalveiðar að nýju: Óvissa um málið á þingi „Ég veit ekki um önnur mál sem meiri þjóðarsamstaða er um. Það ætti •W því ekki að veijast fyrir flokkum að fara í kosningar með þau,“ sagði Guð- jón Guðmundsson alþingismaður í samtali við DV í morgun um hval- veiðimálið. Enn vefst fyrir sjávarút- vegsnefnd Alþingis að koma sér sam- an um texta á þingsályktunartillögu um að hefja hvalveiðar á ný. Ámi R. Árnason alþingismaður sagði í morg- un að hann hefði haldið þar til í gær að sátt væri orðin í málinu. Svo væri hins vegar ekki. Ámi sagði að þrjú meginsjónarmið væru uppi um málið. Hluti þing- manna vill sjá í væntanlegri þingsá- lyktun að hvalveiðar verði hafnar á þessu ári. Aðrir vilja ekki sjá nein ár- töl eða dagsetningar í ályktuninni. , ^ Þriðji hópurinn vill ekki einu sinni 1 sjá það orðað að hvalveiðar heflist að nýju. Hver niðurstaðan verður í dag kvaðst Árni R. Árnason alls ekki þora að spá um. -SÁ Ágæt loðnuveiði DV, Akureyri: Ágætis loðnuveiði var skammt sunnan við Hornafjörö í nótt og í morgun voru flest skipin sem verið höfðu þar að veiðum á landleið. Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU, sagði að 10 skip hefðu verið á miðunum og fengu þau fuflfermi. -gk Málefni Vatneyrar BA eru til skoðun- ar hjá ríkislögreglu. Vatneyri BA 238: Löggan reiknar Starfsmenn ríkislögreglustjóra hafa setið og reiknað eftir lögum og reglum sem gilda um fiskveiðar hér við land til að undirbyggja ákæm vegna veiða Vatneyrar BA 238 utan kvóta. „Það er meira en að segja það að reikna þetta allt út,“ sagði einn rannsóknarmanna í gær og vonað- ist hann til að útreikningum lyki í vikunni. Þá verður flogið vestur á Patreksfjörð og Svavar Guðnason útgerðarmaður yfirheyrður. Yfir- heyrslum yfir öðrum skipverjum er lokið, að frátöldum tveimur sem líHvom e^ki yfirheyrsluhæfir vegna ölvunar þegar til átti að taka. -EIR Það brýtur á Kristni H. Gunnarssyni, formanni sjávarútvegsnefndar, að finna málamiðlun milli þriggja meginsjónar- miða í hvalveiðimálum íslendinga. Guðjón Guðmundsson alþingismaður, sem hér er með Kristni að glugga í plögg, er talsmaður þess að hvalveiðar hefjist að nýju - strax. DV-mynd Hilmar Þór Fjölmennur fundur um snjóflóöavarnir í Bolungarvík: Það væri nær að færa byggðina - segir sjómaður sem var einn eftir á snjóflóðahættusvæði „Þegar ég fór úr húsinu voru þeir farnir að hóta því að brjótast inn í húsið til mín. Ég þráaðist við að rýma húsið til hálfeitt aðfaranótt fóstudagsins. Ég læsti að mér og fór að sofa eftir miðnættið. Ég gerði það loks fyrir konuna mína að yfirgefa húsið þama um nóttina og fór heim til sonar okkar sem er nýbyrjaður að búa hérna niðri í bæ,“ sagði Guð- mundur Einarsson sjómaður í morg- un. Hann var orðinn einn eftir á yf- irlýstu hættusvæði í Bolungarvík aðfaranótt föstudagsins. Fjölskylda hans var hins vegar farin úr húsinu. Lögreglan og björgunarsveitin höfðu reynt að fá Guðmund til að rýma húsið fyrr um kvöldið en hann neitaði aö flytja sig. „Ég geri ekki lítið úr hættunni af fjallinu, hún er fyrir hendi. En fyrir tveim árum var ekki rýmt, þá kom flóðið. Núna var hættan engin, í norðaustanátt og hvassviðri er engin hætta, þá tollir ekki snjór i fjallinu," sagði Guð- mundur, innfæddur Bolvíkingur og sjómaður á 6 tonna bát. Hann sækir á eitt erfíðasta hafsvæði í heimi, og segist síðan koma heim á kvöldin til að sofa i húsinu sínu og getur ekki verið öruggur þar heldur.„Við eig- um helst að sofa í kjallaranum í framtíðinni, verða kjallarabúar, skildist mér á fundinum í gærkvöld. Mér líst ekki á þetta,“ sagði Guð- mundur. Hann sagði að ekki hefði verið rætt um að setja stafn á húsin, sem gæti verið gott mál. Hins vegar sagði hann að sér litist illa á skurð- inn fyrir ofan byggðina, hann gæti jafnvel orðið til hins verra og ekki annað en verkefni fyrir reykvíska verktaka. Skurðurinn mun kosta um milljarð króna en talið er að kostnaður við uppkaup húsa á hættusvæðinu s'e á bilinu 800 til 900 milljónir króna. „Það er nóg undirlendi héma, það er nær að færa þessa efstu byggð á ömggan stað, það væri mun ódýrara og öruggara," sagði Guðmundur. Guðmundur bendir á að fulltrúi Veðurstofunnar á fjölmennum fundi í gærkvöld hafi viðurkennt að það hafi verið ástæðulaust með öllu að yfirgefa húsin þetta kvöld. „Það var enginn einasti snjór þetta kvöld uppi í fjallinu," segir Guðmundur. - Nánar á bls. 4. -JBP Veðrið á morgun: Rigning síð- degis Á morgun verður suðvestan stinningskaldi og skúrir eða slydduél sunnan- og vestanlands en sunnan stinningskaldi eða all- hvasst og víða rigning síðdegis. Hiti verður á bilinu 1 til 6 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. Símboðar bilaðir: Björgunarsveit- ir svifaseinar „Við notum símboðakerfi Land- símans til að kalla út björgunar- sveitir landsins, allar eða einstakar, og það er að sjálfsögðu mjög slæmt ef þetta kerfi bilar," sagði Gunnar Tómasson, forseti Slysavamafélags- ins, í morgun. Boðtækjakerfi Land- símans hefur nú verið óvirkt vegna bilunar á þriðja sólarhring og Gunnar Tómasson segir að það þýði einfaldlega að verulega dragi úr við- bragðsflýti björgunarsveitanna ef slys beri að höndum. „Við verðum að hringja í hvern einn og einstak- ann björgunarsveitarmann með gamla laginu,“ sagði Gunnar Tóm- asson. Erlendir sérfræðingar reyna nú að gera við bilunina í kerfinu og samgönguráðherra er áhyggjufull- ur: „Ég hef miklar áhyggjur af þessu en ég veit að það era fleiri en ein leið til að kalla út björgunarsveitir ef slys ber að höndum,“ sagði Hall- dór Blöndal. -EIR Sjúkraflutningamenn koma með hinn slasaða á Sjúkrahús Reykja- víkur. DV-mynd S Þyrla sótti tvo DV.Vík: Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær tvær ferðir áleiðis til Víkur í Mýrdal til að sækja slasað fólk. í fyrri árekstrinum, vestan Víkur, rákust saman tveir fólksbílar sem komu úr gagnstæðum áttum. Kona sem ók öðram bílnum slasaðist tölu- vert, marðist og skarst í andliti, en aðrir farþegar sluppu næstum ómeiddir. Þyrlan kom til móts við sjúkra- bílinn og flutti hina slösuðu á sjúkrahús. Skömmu siðar barst tilkynning um að drengur hefði slasast við Grunnskólann í Vík. Hann hafði verið að róla sér og keðjan í rólunni slitnað og drengurinn dottið á frosna jörðina. Sjúkrabíllinn átti stutt eftir til baka þegar seinna ' óhappið varð og því var beðið eftir honum og fór hann með hinn slas- aða á móti þyrlunni sem flutti hann á sjúkrahús. Konan úr bílslysinu er rifbrotin með sár í andliti. Strákm- inn úr róluslysinu var brákaður á allavega einum, trúlega tveimur hryggjarliðum. -NH Ný, öflugri og öruggari SUBARU IMPREZA • Helgason hf. Sævarhöfba 2 Simi 525 8000 wmu.ih.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.