Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir pv Lettneskir sjómenn upp á súpu og brauð í Reykjavíkurhöfn: Launalausir mán- uðum saman - fá greitt í beinhörðum peningum við heimför, segir útgerðarmaður Nítján lettneskir sjómenn eru við knappan kost nú um borð í lett- neska togaranum Odincova í Reykjavíkurhöfn án þess að hafa fengið greidd full laun mánuðum saman. Þegar DV fór um borð í togarann i fyrradag staðfestu fyrstu mennimir sem blaðið hitti að engin laun hefðu verið greidd út í marga mánuði. Togarinn hefur verið meira og minna bilaður síðan í nóvember og lítið sem ekkert veriö við veiðar. Togarinn hefur verið á rækju- veiðum á Flæmska hattinum og í út- gerð íslenskra aðila. Skipið landar á Nýfundnalandi þaðan sem aflinn hefur verið fluttur í gámum til Is- lands, óunninn. Fimm mánaða laun ógreidd Um borð vom misjafnar sögur af því hversu lengi menn höfðu verið án þess að fá full laun greidd frá út- gerðinni en menn höfðu beðið allt frá tveimur mánuðum upp í átta. Um borð nærast menn á núðlusúpu og ristuðu brauði. Mennirnir em nánast aðgerðalausir meðan verið er að taka upp vélina í togaranum. Þeir segjast ekki hafa krónu til um- ráða, aðeins nokkra dollara sem þeir senda heim til Lettlands til að fæða og klæða fjölskyldur sínar. „Við getum ekkert gert héma. Við sitjum um borð og spilum eða glápum á sjónvarpið," segir einn þeirra. En þeir fá ókeypis súpu og það bjargar þeim frá mesta kuldanum en þeir eru öllu vanir enda flestir upphaflega frá Rússlandi og Kanada þar sem kuldinn verður meiri en á íslandi. „Þetta gengur ekki svona. Við fáum ekki krónu borgaða. Ég á inni fimm mánaöa laun. Útgerðarmaður- inn borgar bara yflrmönnunum á skipinu," segir hann. Og fleiri sögðu að langt væri liðið síðan þeir fengu útborgað. Enginn þeirra vissi um leið til að fá kröfum sínum fram- fylgt. Skipverjarnir sögðu þó góðan starfsanda vera um borð en það væri lýjandi að vera aðgerðalaus í svo langan tima. Borga í beinhörðum „Reglan héma hefur verið sú að þegar menn fara til síns heima fá þeir upp gerð öll laun sem þeir eiga inni í Bandaríkjadölum, beinhörðum seðlum. Og hérna em menn sem hafa verið í vinnu hjá mér síðan í júní 1995, mönnum líkar ekki verr en það,“ sagði Sæmundur Árelíusson útgerðarmaður. Hann sagði fimm borð, sem DV ræddi við, höfðu ekki sömu sögu að segja. Kona í hárgreiðslu Skipstjórinn sagði góðan starfsanda um borð. Hann vildi ekkert tala um launamálin enda útgerðarmaðurinn við hliðina á honum allan tímann. Hann segist sjálfur hafa það gott. í matsalnum horfa menn á video og drekka kaffí. Enginn ferneitt að ráði í land. „Það kostar allt svo mikið," sagði einn í matsalnum. Skipstjórinn segir þá þó hafa litið inn á nektar- dansstað og borðdansinn hafi verið mjög dýr á þeirra mælikvarða. Miklu ódýrari í Kanada. Sæmundur útgerðarmaður segist alltaf gera upp við sína menn. „Það hafa stundum verið um borð 10 milljónir islenskra króna í seðlum. Þannig að þeir fá þetta borgað þótt þeir eigi eitthvað inni,“ segir hann. „Ég er ekkert viss um að menn vilji hafa þetta hérna í peningum um borð. Og svo er ekki heldur hægt að leggja launin inn á bankareikninga hjá þeim í Lettlandi. Einn dró mig hérna afsíð- is einu sinni og sagði að eftir því sem hann þénaði meira því meira eyddi konan hans heima. Hún hefði meira að segja farið í hárgreiðslu um dag- inn,“ sagði hann. Sæmundur býst við að að skipið fari aftur til veiða í lok mars. Þá eigi viðgerð að vera lokið. En þangað til verða skipverjarnir 14 sem eftir verða að hírast peningalausir um borð í skipinu í Reykjavíkurhöfn. -hb Það er lítið annað við tímann að gera en að spila. Skipstjórinn og útgerðarmaðurinn. Skipstjórinn er af rússnesku bergi brot- inn en útgerðarmaðurinn ekki. DV-myndir HH vera á leiðinni heim um helgina vegna þess að þeir hefðu ekki fengið neitt útborgað og þeir fengju allir greitt fyrir vinnu sína þegar þeir færu. „Eflaust eru einhverjir héma óá- nægðir með að fá ekki útborgaö fyrr en þeir fara heim. En togarinn hefur verið bilaður síðan í desember og ég hef ekkert getað veitt," segir hann. Odincova siglir undir lettneskum fána og réttindi mannanna em undir þarlendum stéttarfélögum komin. Sæmundur segir það vera ósatt að skipveijar eigi inni margra mánaða laun. Hann kahaði á yfirvélstjóra tog- arans sem sagði að hann fengi ágæt- is laun fyrir vinnu sína á skipinu og hann hefði verið um borð í rúmt ár. En hvað skyldi hafa liðið langt síðan hann fékk útborgað? „Það var í júní,“ segir hann. En skipstjórinn leiðréttir hann og segir að það hafi verið fyrir tveimur mánuðum. Þá man hann það skyndilega. „Já, fyrir tveimur mán- uðum,“ sagði hann. En aðrir um Gallerí Borg endurreist Unnið er að endurreisn Gallerí Borgar eftir bmnann sem þar varð um síðustu helgi. Er stefnt að því að opna galleríið innan mánaðar. „Við emm að spúla allt hér út með þrýstiloftsdælum og stefnum að því og leggjum metnað okkar í að opna einn af fínni sýningarsölum höfuöborgarinnar á næstunni,“ sagði Pétur Þór Gunnarsson, eig- andi Gallerí Borgar, í gær. Rannsókn á eldsupptökum í gall- eríinu stendur yfir og Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn segir rannsóknina meðal ann- ars beinast að því hvort einhverjir hafi veriö á ferð á staðnum eftir klukkan 19 síðastliðið fóstudags- kvöld. Eins og fram hefur komið í DV yfirgaf Pétur Þór þá fyrirtæki sitt og skellti í lás. -EIR gær var unnið hörðum höndum við að hreinsa út eftir brunann í Gallerí Borg um síðustu helgi. Skipta kostnaöi Stýrihópur Samfylkingar, sem í sitja fulltrúar aðildarflokkanna, hefur komist að samkomulagi um fyrirkomulag fjármála í komandi kosningabaráttu. A-flokkarnir axla jafnar byrðar eða samtals 87% útgjaldanna á landinu og Kvennalistinn 13%. Kári á CNN Á CNN-fréttavefnum er nú grein um íslenska erfðagreiningu og erfðafræðirann- sóknir á íslandi. Sagt er frá pró- fessor við lækna- deild Harvard- háskóla sem sneri heim og keypti á útsölu einkarétt á erfða- fræðirannsóknum á löndum sínum á gjafverði. Talað er um hættu slíku einkaleyfi samfara og vænt- anlegan hagnað af því sem með réttu er almenningseign. Nýtt stórveiðifyrirtæki Síldarvinnslan, Kaupfélag Ey- firðinga o.fl. hafa keypt uppsjávar- deild Snæfells ásamt mjölverk- smiðju í Sandgerði og tveimur nótaveiðiskipum og stofnað nýtt fyrirtæki í veiðum og vinnslu upp- sjávarfiska, Barðsnes ehf. Rekstur Barðsness verður í höndum Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstað. Kyoto óundirrituð Ríkisstjórn íslands ætlar ekki að undirrita Kyoto-bókunina um að iðnríkin skuldbindi sig til að draga úr los- un gróðurhús- lofttegunda. Halldór Ás- grímsson utan- ríkisráðherra segir aðalatriði að íslendingar geti nýtt orkulind- irnar með eðlilegum hætti. RÚV greindi frá. Grunur um fjársvik Ungur Nígeríumaður hefur ver- ið úrskurðaður i gæsluvarðhald grunaður um stórfelld fjársvik og skjalafals. í fréttum Ríkisútvarps- ins kom fram að hann var hand- tekinn á hlaupum út í flugvél á Keflavíkurflugvelli i gær. Alþingi æskunnar í tilefni af 50 ára afinæli Evr- ópuráðsins í maí verður Alþingi unga fólksins haldið í Alþingis- húsinu í lok mars eða í fyrstu viku aprilmánaðar. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra tekur við formennsku í Evrópuráðinu í vor og gegnir henni næsta hálfa árið. Bíða veðurs Þegar veður batnar verður kjördæmisráð Sjálfstæðisfélag- anna á Vestfjörðum kallað saman með þriggja daga fyrirvara til að ákveða framboðlista flokksins í kjördæminu. Fundi ráðsins, sem vera átti um síðustu helgi, var ffestað vegna vonskuveðurs. Dag- ur sagði frá. Fleiri án vinnu Atvinnuleysi i janúar var að- eins meira en í desember sam- kvæmt tölum Vinnumálastofnun- arinnar. Atvinnuleysisdagar í janúar voru tæplega 73 þúsund á landinu öllu eða um 1000 fleiri en í desember. Kennaraskortur Björk Vilhelmsdóttir, formaður Bandalags há- skólamanna, tel- ur að fáist ekki menntaðir kennarar á landsbyggðina verði hún sífellt meira láglauna- svæði og leggist loks í eyði. Dagur -SÁ sagði frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.