Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 5 JDV Fréttir Fyrirhugaðar hvalveiðar Islendinga: Náttúruverndarsamtök á verði - litlir burðir í áróðursstríð, segir Árni Finnsson Líklegt verður að telja að samþykkt verði að hefja áróðursstríð vegna hval- veiða á næstunni. Það má búast við að á næstu árum megi sjá sjón sem þessa. „Þjóðréttarleg staða íslands og Noregs í hvalamálinu er á margan hátt ólík. ísland stendur utan Al- þjóðahvalveiðiráðsins. Noregur og Japan eru í ráðinu. ísland mótmælti ekki ákvörðun Hvalveiðiráðsins frá 1982 um að stöðva iðnaðarhvalveið- ar frá og með 1986. ísland er því bundið af þeirri ákvörðun. Noregur mótmælti," segir Árni Finnsson, sem sæti á í stjórn Náttúruverndar- samtaka íslands og vann fyrir Greenpeace á árabOinu 1989 til árs- loka 1995. Hann segir að í þessu ljósi sé ís- lendingum ekki stætt á því að hefja hvalveiðar að nýju, svo sem nú er til umfjöllunar hjá sjávarútvegs- nefnd Alþingis. „Noregur og Japan hafa undir- gengist þá ákvörð- un Hvalveiðiráðsins að hvorki megi flytja inn hvalaafurðir frá ríkjum sem standa utan ráðsins né flytja út til þeirra tæki eða tól til hvalveiða. Hætt er við að hvalveiðar utan Al- þjóðahvalveiðiráðsins og í andstöðu við ákvarðanir þess yrðu skoðaðar sem sjóræningjaveiðar. Góssið yrði illseljanlegt og veiðarfæri fengjust ekki keypt,“ segir hann. Árni segir að ekki sé hægt að líkja saman möguleikum íslendinga og Norðmanna hvað það varðar að kynna málstað varðandi hvalveiðar. Utanrikisþjónusta Noregs sé mun öflugri en sú íslenska. „Sendiráð Noregs í Washington t.d. hefur á að skipa milli 40 og 50 diplómötum. I sendiráði íslands vinna 2-3 sendierindrekar. Hval- veiðar kynnu að valda miklum truflunum á störfum utanríkisþjón- ustunnar - nú þegar landafundaárið mikla nálgast," segir hann. „Norsk stjómvöld vörðu hund- mðum miljónum króna í kynningu á hvalveiðistefnu sinni. Auk þess voru fjárframlög til landkynningar á Noregi í þágu ferðamannaiðnaðar- ins aukin verulega. Ætla má að ís- lenskum stjórnvöldum þyki slíkum fjárhæðum betur variö til annarra nota, nú þegar kosningar nálgast. Auk þess ber að hafa í huga að vægi sjávarafurða er um 7% af verð- mæti vöruútflutnings Norðmanna. Hjá okkur er það 80%,“ segir Ámi. Hann segir að umhverfisverndar- samtök hafi íslendinga undir smá- sjá vegna fyrirhugaðra hvalveiða. Orðstir vegna þess sem vel hafi ver- Árni Finnsson. Snjóflóðahættan í Hnífsdal: Ein fjölskylda býr á bannsvæði - en var ekki heima þegar hættan steðjaði að „Ég veit um eitt tilfelli þar sem viðkomandi íbúi tjáði þá skoðun sína að hann teldi þetta ekki rétt viðbrögð. En hann fór í einu og öllu að fyrirmælum," sagði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði, í gær. Aðgerðir vegna snjóflóða- hættu fyrir og um helgi fóra eins og til stóð að sögn Ólafs Helga. í Hnífsdal á enginn að búa á hættusvæðinu frá því 1. nóvember til 30. apríl á ári hverju. Sýslumaður segist þó vita um eitt tilvik þar sem bann við búsetu hafi verið brotið i vetur. Allar heimildir vantar til að taka á brotum af þessu tagi. Húsin á svæðinu hafa verið seld með áðurgreindum kvöðúm um ■ að búseta er aðeins I heimil frá vori til I hausts. Eigendur HÉá , , ~>jjæ eins húss í Teiga- I hverfi hafa ekki m ■ h| sinnt banninu. Á ^ | Þeir voru reyndar ekki heima á dög- W'* '-------l—i unum þegar snjó- Ólafur Helgi flóðahætta vofði Kjartansson. yfir. „Þama á ekki að þurfa að rýma hús. Varnaðarað- gerðin er fólgin í þvi að byggðin er lögð af yfir veturinn og þar má eng- inn búa á þeim tíma,“ sagði Ólafur Helgi. Húsin á þessu svæði era mörg með ágætum og hafa verið seld fyr- ir ótrúlega lágt verð. „Það er mat allra sem að málum koma að ekki sé hætta á snjóflóðum eins og er,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson. Hann sagði að góðu tíðindi helgarinnar væra að í ljós hafi komið að hugsunin að baki vamargörðunum fyrir ofan Flateyri hafi reynst rétt. „Ég vona að þeir sem hafa til þessa haft uppi efa- semdir um viðbrögð yfirvalda, Veð- urstofu, umhverfisráðuneytis, Al- mannavama ríkisins, almanna- vama í héraði og fleiri, hafi nú öðl- ast nýja sýn,“ sagði Ólafur Helgi. -JBP ^ Einn af vorboöunum: Astarleikir kolla og blika - nokkrir kóngar hafa vetursetu í Reykjavík Stór „flekl" af æðarfugll á sundi vestur á Granda. Innan um eru gestkomandi kóngar og þá væntanlega vinsæiir hjá kollunum. DV-mynd Sveinn Æðarfuglinn er í ástarbríma vestur á Granda í Reykjavík. Starfsfólkið í Faxamjöli segir DV að það fylgist með ótrúlegum ástarævintýrum hjá koll- um og blikum í hinu fjölfuglaða sam- félagi æðurins á útmánuðum ár hvert. Þetta er á sinn hátt vorboði þótt veðr- ið sé ekki vorlegt. Ólafur K. Nielsen líffræðingur sagði að æðarfuglar söfnuðust gjam- an á þessum tíma inni á höfnum og færu þá í stórum hópum. Þetta væri þá tengt loðnugöngum og loðnulönd- un. Fuglinn étur dauða loðnu og loðnuhrogn, falli slikt til. Ljósmynd- ari DV, Sveinn Þormóðsson, fullyrðir að fuglinn nái í smáufsa og éti hann. Ólafur segir að ufsinn sé nokkuð sprettharður og því erfiður sem fæða fyrir æðarfuglinn. Ólafur bendir á að fólk ætti að skoða hópinn vel og gá hvort ekki væri þar að finna kónginn sem er önnur tegund en æðarfuglinn en ná- skyldur. Kóngurinn er eilítið minni en æðarfuglinn, með gríðarmikinn rauðan hnúð á nefi og svarta tigla, eins konar segl, sem standa upp úr baki. Þeir eru bláir á hálsi og með gult nef. Kóngamir hafa vetursetu og finna til skyldleikans við æðarfuglinn. Nokkrir þeirra eru á Reykjavíkursvæðinu núna. -JBP ið gert í umhverfismálum á íslandi kunni að vera i hættu. „Náttúruverndarsamtök á borð við World Wide Fund for Nature (WWF) haifa í síauknum mæli beint sjónum sín að því sem íslendingar gera vel á vettvangi umhverfismála. Einkum hvað varðar baráttuna gegn mengun sjávar og ábyrga stjómun fiskveiða. Ég hygg að þau líti svo á að þessi orðstír sé íslendingum verðmætari en svo að hérlend stjórnvöld ákveði að hefja hvalveiðar við ríkjandi að- stæður. Þessi samtök vilja fyrst og fremst samstarf við ísland í þeim málum þar sem hagsmunir fara saman,“ segir Árni. -rt ' “ÁiSW ' “ lókamarkaður enskra bókaútgefenda nm og á Akureyri Hjó okkur finnur þú m.a. ferðabækur barnabækur • handbækur IjóS • hestabækur spennusögur • ævisögur myndabækur • ættfræðirit fræðsluefni • spennuefni afþreyingu • skóldskap • skemmtun útivist • dulspeki • tækni landkynningarefni • ferSalög • íþróttir matreiSslubækur og margt fleira. Bókamarkaðurinn stendur aðeins yfir i nokkra daga. Ekki láta þetta einstaka tækifæri framhjá þer fara. P E R L A N Hinn árlegi bókamarkaður Félags islenskra bókaútgefenda stendur nú yfir í Perlunni, Reykjavik og Frostagötu 3-c*, Akureyri Simar: 562 9701 Reykjavik og 4614742 Akureyri. *(Áður Plastiðjan Bjarg)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.