Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 Fréttir DV sandkorn 2000-vandinn og glæpir: Neyðarlínan róleg meðan Norðmenn óttast - í Noregi telur dómsmálaráöuneytið hættu á sambandsleysi við lögreglu Neyöarlínan, 112, ætti aö svara kalli næstu nýársnótt. Svokallaður 2000-vandi ætti ekki aö truíla svör- un - nema að til komi ruglingur í rafmagns- eða símakerfi landsins. Neyðarlínan telur sinn búnað stand- ast árþúsundabreytinguna, allt virki ef Landssíminn verði í lagi. Haukur Ingibergsson, sem stýrir starfi nefndar um lausn 2000-vand- ans, segir að eitt aðalviðfangsefnið og forgangsverkefni í sambandi við tölvuvandamálin um árþúsunda- skiptin sé einmitt að orka og sími haldi áfram að vera í lagi. Haukur telur að svo fremi að neyðarlínan og lögreglan verði með allt til reiðu í símsvörun sé ekkert að óttast. í Noregi óttast menn í dómsmálaráðuneyti að tölvurnar geti gert lögreglunni grikk um ára- mótin 1999-2000. Samverkandi þætt- ir muni sjá til þess að fólk nái ekki sambandi við löggæslu og glæpa- menn muni hagnast á 2000-vandan- um. Neyðarlínan, símanúmer 112, sveæar fyrir nánast öll neyðartilvik í landinu. Eiríkur Þorbjörnsson, framkvæmastjóri Neyðarlínunnar, segir að vissulega hafi menn áhyggj- ur af því sem fram undan er. En Haukur Ingibergsson leggur áherslu á að ríkisstofnanir og fyrir- tæki hraði aðgerðum sínum varð- andi 2000-vanda tölvanna. þess beri að geta að Neyðarlínan standi vel að vígi. Fyrirtækið er nýtt og með nýjan búnað. í upphafi var gert ráð fýrir 2000-vandanum. Engu að síður hafa menn sett sig í stellingar gagnvart Landssímanum þar sem búnaðurinn er keyptur. Eiríkur Þorbjörnsson í Neyðarlin- unni, ekkert að óttast standi Lands- síminn sig um áramótin. „Það verður gerð ákveðin prófun á þessum búnaði og hefúr reyndar verið gerð að hluta til. Það er gert þannig að árið 2000 er sett inn í tölv- urnar. Við erum að skoöa ákveðnar útskiptingar á búnaði hjá okkur og gerum það væntanlega strax á þessu ári,“ sagði Eríkur. Hann sagði að hann væri ekki hræddur við búnað Neyðarlínunnar. „En spumingin sem margir velta fyrir sér er hvort Landssiminn nær að klára þetta tímanlega. Þetta er afar flókið mál fyrir símakerfið okk- ar. En auövitað veit ég að þeir hljóta að hugsa fyrir þessu og mað- ur treystir að svo verði,“ sagði Ei- ríkur. Neyðarlínan er sjálfri sér nóg um rafmagn ef það bregst. Þá eru 20 starfsmenn Neyðarlínunnar búnir að fá þjálfun í að taka við símtölum og afgreiða þau handvirkt, upp á gamla móðinn. „Margir eru byrjaðir að táka á vandanum hjá ríkisstofnunum, fimmtungurinn vist búinn, þannig að það er ljóst að vandamálið er komið inn á sjóndeildarhringinn," sagði Haukur Ingbergsson. „Það sem veldur okkur áhyggjum er hins vegar að rúm 28 prósent ætla ekki að klára þetta fyrr en á síðasta fjórðungi ársins. Við höfum skrJað ráðuneytum og stofnunum eg leggjum áherslu á að menn séu búnir i lok september þannig að upp á þrjá mánuði sé að hlaupa,“ sagði Haukur. -JBP Sæplast á Dalvík: Kristján fjarri Vélstjórafélag íslands hélt upp á 90 ára afmæli sitt á laugardaginn með hátíðarfundi í nýja Tónlistarhúsinu í Kópavogi. Fullt var út úr dyrum og menn sammála um að vel heföi tekist til. Margt stórmenna mætti til að sam- fagna Helga Laxdal og félögum hans. Meðal gesta voru Davíð Oddsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Ög- mundur Jónas- son, Guðjón A. Kristjánsson, for- seti Farmannasambandsins, og Sæv- ar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambandsins. Það vakti þó athygli að Kristján Ragnarsson, framkvæmda- stjóri LÍU, var hvergi sjáanlegur með- al gesta. Kristján, sem átt hefur í ili- vígum deilum við sjómannaforyst- una, fékk boðskort og var boðið að skrifa ávarp í afmælisblað Vélstjóra- félagsins en þáði hvorugt... Hydró axlar sín skinn Svo sem fram kom i DV í gær er Norsk Hydro ekki í framboði í kom- andi alþingiskosningum. Þar á bæ gefa menn lítið fyrir yfirlýsingar Halldórs Ásgríms- sonar, utanríkisráð- herra og fyrsta þing- manns Austflrðinga, sem talar um vænt- anlegt álver við Reyðarfjörð sem staðreynd. Þessa vísu heyrði tið- indamaður Sand- korna sungna úti i bæ fyrir nokkrum vikum undir sálmalaginu „Nú árið er liðið...“. Virðist margt benda til að hagyrðing- urinn, áreiðanlega austfirskur vinstri maður, grænn og rauður, hafi orðið forspár: Sveifla upp um 86 milljónir Höfuðstöðvar Sæplasts. DV Dalvik: Á árinu 1998 var Sæplast hf. rek- ið með 55 milljóna króna hagnaði en árið áður var tap af rekstri félagsins 31 milljón krónur. Aðeins einu sinni áður hefur hagnaður af rekstri Sæplasts hf. verið meiri en það var árið 1990. Heildarvelta fé- lagsins var 532 milljónir króna og jókst því um 120 mÚljónir króna á milli ára eða um 28%. í frétt frá fyrirtækinu segir að góð afkoma félagsins skýrist af mörgum samverkandi þáttum. Snemma á árinu var gripið til rót- tækrar endurskipulagningar og að- haldsaðgerða í rekstri sem m.a. fólust i fækkun starfsfólks, sölu eigna og auknu aðhaldi. Steinþór V. Ólafsson verkfræðingur tók við framkvæmdastjóm um mitt árið. Söluaukning varð mikil seinni hluta ársins, bæði innanlands og utan. Árið 1998 var að mörgu leyti nokkuð stormasamt ár fyrir Sæplast hf. og lögðu stjómendur og starfsfólk mikið á sig við breytingar á rekstrinum. Er því niðurstaða árs- ins mikið ánægjuefni og í samræmi við þau markmið sem stjóm og starfsfólk settu sér. Afkoman batn- aði um 86 milljónir króna milli ára sem er meira en 16% af tekjum. Framleiðslukostnaður lækkar um 6% á milli ára sem hlutfall af tekj- um. Sölu- og stjómunarkostnaður var nánast óbreyttur frá fyrra ári eða 116 milljónir króna Framlag tfi afskriftareiknings viðskiptamanna var um 2 milljónir króna sem er um 7 milljónum króna lægri fjárhæð en árið áður. Afskrift- ir vom 35 milljónir króna sem er svipað og árið áður. Fjármagnsgjöld vom 19 milljónir króna og hækkuðu um 9 milljónir króna milli ára. Veltufé frá rekstri var 86 milljónir króna en var 15 milljónir króna á árinu 1997. Efhahagur félagsins um síðustu áramót er traustur. Eignir vora 671 milljón króna og þar af vom fasta- fjármunir 398 milljónir króna og lækkuðu þeir um 38 milljónir frá ár- inu 1998 en röradeild og húseign vom seldar og nam söluhagnaður þeirra eigna 8,8 milljónum króna. Skuldir um síöustu áramót vom 317 milljónir króna og höfðu lækkað um 2 milljónir króna á árinu 1998. Eign- arhlutfall var 53% um áramótin en 49% árið áður. Arðsemi eiginfjár á síðasta ári var um 17%. Framtíðar- horfur félagsins em bjartar og gera áætlanir fyrir árið 1999 ráð fyrir áframhaldandi góðri afkomu. Stjóm félagsins mun gera tillögu um 12% arðgreiðslu til hluthafa á aðalfundi. Gengi hlutabréfa félags- ins hækkaði um 25% á árinu 1998. -hiá by BALIEA Bleksprautuhylki Apple, Canon, Epson Hewlet-Packard Olivetti-Lexicon Tölvuskjásíur • 15”, 17” og 20” • Viöurkennd gæði • IS0-9002 gæðavottun á framleiöslu. Mjög hagstætt verð. J. ÁSTVRIDSSON Hf. Skiphotti 33,105 Reykjavík, sími 533 3535 Loðnuflotinn út af Mýrdal DVVík: Loðnuflotinn var alla síðastliðna viku á veiðum út af Mýrdalnum og er enn - 10-15 bátar Þeir era í þyrpingu yfir loðnugöngunni og draga hver í kapp við annan og nætumar eru misfullar af loðnu. Margur Mýrdælingurinn hefur ef til vill hugsað með sér þegar bátamir hafa einn af öðrum siglt í austur eöa vestur, drekkhlaðnir af loðnu, að gaman væri nú ef hægt væri að vinna eitthvað af þessum verðmætum hér á syðsta þröskuldi fiski- miðanna í staðinn fyrir að sjá á eftir öllu saman til fjarlægra hafna. Bátamfr vom á sunnudag við veiðar út af Dyrhólaey og var ekki annað að sjá frá eynni en sæmi- lega gengi hjé þeim við veiðamar. -NH Loðnuskipin að veiðum úti fyrir Vík. Nú árið er liðið, ég annál þess spinn en eymd þess er vart hægt að lýsa. Það hart hefur leikið þá Halldór og Finn því Hydró við Reyðarfjörð axlar sín skinn og álver þar aldrei mun rísa. Kóngurinn patt Það var ekki ráðaleysið hjá hinum auðuga Jóni Ólafssyni þegar hann varð innlyksa á skíðasvæði í Lech í Austurríki. Hann einfaldlega pantaði þyrlu undir fjölskyld- una og greiddi glaður þá formúu sem kost- aði að fljúga til Múnchen. Það vakti nokkra athygli i fféttum í gær þegar sagt var ffá þvi að Haraldur Noregs- konungur og Sonja kona hans hefðu verið veðurteppt dögum saman í fannfergi á svipuðum slóðum. Það er því ljóst að Jón ráðagóði, eins og hann kallast nú, skaut bæði kónginum og drottn- ingunni aftur fyrir sig og þau era, að því er best er vitað, enn í pattstöðu... Frændur Á ágætum vefsíðum Bjöms Bjamasonar menntamálarðáðherra era regluleg tíðindi af ráðherranum og skoðunum hans. Aðrir stjómmála- menn hafa tekið það upp eftir Bimi að koma sér upp vef í augnablikshrifningu en hafa síðan ekki nennt að uppfæra eins og Björn gerir. Þannig er fjöldinn allur af draugavef- um á Veraldar- vefnum. Það vekur nokkra at- hygli að Björn hefur sérstakan áhuga á blaðamanninum og söngvaranum ástsæla, Sigurdóri Sigurdórssyni á Degi. Slag í slag varar Björn við S.dóri og lýsir honum sem ómerk- ingi. Það skondna við málið er að Björn og S.dór era frændur af Eng- eyjarætt sem styður enn þá kenningu að ffændur ertu frændum verstir... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn ffiff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.