Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 9 i>v Stuttar fréttir Útlönd Ákærður fyrir Omagh írska lögreglan greindi frá því í gær að maður yrði ákærður í dag fyrir sprengjutilræðið í Omagh á Norður-írlandi í fyrra þar sem 29 manns fórust og hundruð slösuð- ust. Allt í góðu gengi Alan Greenspan, seðlabanka- stjóri í Bandaríkjunum, sagði í gær að efna- hagslíf landsins væri svo kröft- ugt og blómlegt að nýleg vaxta- lækkun yrði hugsanlega tek- in til endur- skoðunar. Hann varaði þó við því að ólga í útlöndum kynni að koma niður á hagvexti vestra. Ræningi tekinn Norska lögreglan hefur hand- sarnað manninn sem rændi Óp- inu, málverki Edvards Munchs, þar sem hann var að laumast um borð í lest til Kaupmannahafnar. Útlendingar meösekir írösk stjórnvöld vísuðu í gær á bug fréttum um að ólga væri með- al shítamúslíma í suðri vegna morðsins á helsta klerki þeirra og sögðust gruna Bandaríkin um að vera flækt í morðið. * Buchanan í framboð Búist er við að Pat Buchanan, fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandarikjunum, tilkynni i næstu viku um fram- boð sitt til forsetakosninganna árið 2000. Lifði af 140 m fall Átján mánaða stúlka lifði af er bíll foreldra hennar hrapaði 140 metra fram af kletti. Var telpan fastspennt í barnabílstól. Foreldr- arnir, sem ekki voru í bílbeltum, létust. Frestar yfirlýsingu Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínu, tilkynnti í gær að hann ætl- aði að lýsa yfír stofnun palest- ínsks ríkis um næstu áramót en ekki í maí eins og fyrir- hugað var. Ara- fat kvaðst hafa fengið ráð frá vinum. Margir höfðu bent á að yrði slík yfirlýs- ing gefin út rétt fyrir kosningax- í ísrael yrði hún vatn á myllu frið- arandstæðinga. 12 ára elt af löggu Lögreglan í Manassas í Virgin- iu í Bandaríkjunum elti um götur borgarinnar bíl sem hún taldi drukkinn bílstjóra aka. Undir stýri var hins vegar tólf ára stelpa. Kynþáttahöturum fjölgar Samtökum kynþáttahatara í Bandaríkjunum ijölgar ört og eru þau nú á sjötta hundrað. Ein af ástæðunum er talin vera hversu auðvelt er að ná i félaga á Net- inu. 114 ára vill giftast Áttræður Egypti hefur beðið lögregluna um að koma í veg fyr- ir að 114 ára gamall faðir hans kvænist 17 ára stúlku. Nauðgunarsaga í loftið Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC ætlar að senda út í kvöld fyrsta sjón- varpsviðtalið við Juanitu Broadrick sem fullyrðir að Bill Clinton Banda- ríkjaforseti hafi nauðgað sér fyrir 21 ári. NBC hikaði við að sjónvarpa viðtalinu og var þá sjónvarpsstöðin sökuð um að hafa látið undan þrýstingi frá Hvita húsinu í Washington. 17 daga fundahöld um Kosovo til lítils: Helstu deilumál eru enn óleyst Bill Clinton Bandaríkjaforseti reyndi í gær að gera það besta úr bráðabirgðafriðarsamkomulaginu á ráðstefnunni um framtíð Kosovo- héraðs. Hann kallaði það „mikil- vægt skref fram á við“ í leitinni að friði og hvatti deilendur til að und- irrita það í næsta mánuði. Stórveldin tilkynntu síðdegis í gær, eftir sautján daga linnulaus fundahöld, að Serbar og fulltrúar al- banska meirihlutans, sem berst fyr- ir sjálfstæði Kosovo, hefðu náð sam- komulagi um umtalsverða sjálf- stjórn til handa héraðinu. Mörg helstu ágreiningsefnin eru þó enn óleyst. í yfirlýsingu stórveldanna eru deilendur hvattir til að halda að sér höndum. Þá er þeim hótað sem eiga upptök að ofbeldisverkum að þeir Utanríkisráðherrar Frakklands og Bandaríkjanna greina frá niðurstöð- um Kosovo-fundanna. verði látnir svara til saka. Loks lofa stórveldin því að meiri árangur muni nást í annarri umferð friðar- viðræðnanna sem áformað er að hefja í Frakklandi 15. mars. Albönsku fulltrúarnir féllust á samkomulagið með skilyrðum, sögðust þurfa hálfan mánuð til að ráðfæra sig við heimamenn og skæruliðana uppi í fiöllum. Serbar sögðust geta fallist á sjálf- stjórn í Kosovo en þeir útilokuðu fullt sjálfstæði héraðsins. Þá gáfu þeir ekkert eftir í andstöðu sinni við nærveru friðargæslusveita NATO. Hvorki Albanir né Serbar undirrituðu samkomulagið. „Við björguðum þvi sem við gát- um. Þetta er ekki friður á vorum dögum en ekki algjört klúður held- ur,“ sagði breskur embættismaður. CIA flæktari í vopnaeftirlit en hingað til talið Tengsl bandarísku leyniþjón- ustunnar við vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna í írak voru meiri og hófust fyrr en hingað til hefur verið greint frá. Þetta kem- ur fram í bók sem bandaríski fyrrum vopnaeftirlitsmaðurinn Scott Ritter hefur skrifað. Bandaríska dagblaðið New York Times segir að í bók Ritters komi fram að bandariskir njósn- arar hafi byrjað að starfa með vopnaeftirlitsmönnum aðeins ári eftir að Persaflóastríðinu lauk 1991. Ritter hefur hins vegar neit- að ásökunum íraskra stjórnvalda um að hann hafi sjálfur verið njósnari. Ritter lætur einnig að því liggja að CIA hafi átt þátt í aö tímasetja valdaránstilraun í írak í júnímán- uði 1996. BIFREIÐASTILUNGAR NIC0LAI Félagar í Pegasus dansflokkinum kippa sér ekkert upp við það þótt vegfarendur gjói forvitnum augum á búninga þeirra þar sem þeir ræða saman í helstu verslunarmiðstöð í Meibourne í Ástralíu. Danshópurinn skemmtir borgar- búum á Andfætlingahátíðinni, einhverri stærstu og litríkustu hátíð Ástrala af grískum uppruna. í Melbourne er fjöl- mennasta samféiag Grikkja í Ástralíu. Abdullah Öcalan: Ákærður fyrir landráð Kúrdíski PKK-leiðtoginn Abdullah Öcalan var í gær formlega úrskurðaður í gæsluvarðhald og ákærður um landráð viku eftir að tyrkneskir sérsveitarmenn gripu hann í Keníu og fluttu til Tyrk- lands. Ákæruvaldið gaf í skyn í gær að það myndi krefjast dauðarefsing- ar yfir Öcalan. Fjórir verjendur komu í gær tii hafnarborgarinnar Mudanya við Marmarahaf. Enginn þeirra fékk þó leyfi til að fara til fangaeyjunnar og vera viðstaddur gæsluvarðhaldsúr- skurðinn. Osman Baydemir frá óháðu mannréttindasamtökunum IHD hafði þó verið sagt að hann fengi að vera viðstaddur. Baydemir, sem talaði við nokkra af saksóknur- unum, óttaðist að beitt hefði verið ólöglegum aðferðum við yfirheyrsl- ur yfir Öcalan. Tyrkneskir gölmiðlar hafa gefið í skyn að Öcalan sé hjartveikur og kunni að þurfa að gangast undir að- gerð. Talsmenn Kúrda segja að leið- togi þeirra hafi gengist undir læknis- rannsókn á Ítalíu í nóvember síðast- liðnum og þá hafi ekkert komið í ljós. Tyrknesku sérsveitarmennirnir, sem gripu Öcalan í Keniu, komu þangað í einkaþotu tyrknesks iðn- jöfurs 12. febrúar siðastliðinn. Var þotan dulbúin sem malasísk flugvél, samkvæmt frásögn franska blaðsins Libération. í Herald Tribune er greint frá því að eftir að Öcalan kom til Grikklands 30. janúar síð- astliðinn í flugvél fyrrverandi grísks sjóliðsforingja hafi griskir embættismenn orðið órólegir. Þeir hafi ráðlagt Öcalan, sem verið hafði á flakki síðan hann fór frá Ítalíu 16. janúar, að fljúga til Hollands þar sem hann vonaðist til að fá áheyrn hjá Alþjóðadómstólnum. Yfirvöld i Hollandi hleyptu Öcalan ekki inn í landið og neyddist hann þá til að snúa aftur til Grikklands. Daginn eftir flaug hann með grískum embættismanni og íjórum aðstoðarmönnum til Nairóbi þar sem hann fékk að dvelja i gríska sendiráðinu. Bandariska leyniþjónustan komst fljótt á snoðir um dvalarstað Öcal- ans og lét Tyrki vita, að því er bandarískir embættismenn hafa greint frá. Eftir tveggja vikna dvöl í sendiráðinu var Öcalan tjáð að hann gæti flogið til Amsterdam. Kenískur öryggissveitarforingi átti að aka Kúrdaleiðtoganum í jeppa út á flugvöll en afhenti hann tyrk- nesku sérsveitarmönnunum. Aðalfundur 1999 Aðalfundur Félags fasteignasala og Ábyrgðarsjóðs Félags fasteignasala ur t-eiags rasteignasaia og ADyrgoars|oos reiags tasti verður haldinn í fundarsalnum Hvammi ó jarohæð ó Grand Hótel Reykjavík við Sigtún fimmtudaginn 25. febrúar 1999 kl. 17.00. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 13. gr. laga félagsins. Stjórnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.