Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 13 Fréttir ÍSIENSKU TÓNUSTÁRVERÐLAUNIN 1999 Örfáir vildu ekki rýma húsin: • • Eg kys oryggið - segir húsmóðir, ættuð „Við vorrnn við ágætan aðbúnað í gistihúsinu Finnabæ og höfðum ekki yflr neinu að kvarta. Ég vil frekar fara einu sinni of oft úr húsinu en einu sinni of sjaldan," sagði Rakel Rut Ingvadóttir sjúkraliði sem ásamt fjölskyldu sinni rýmdi húsið að Traðarlandi 18 á fimmtudagskvöldið. Fjölskyldan kom heim í gærmorgun. Rakel segir að hún kjósi öryggið um- fram öryggisleysið og treysti á ráð- leggingar Veðurstofunnar, en eflaust hafi fólk mismunandi skoðanir á þessu sem öðru. Þó sé ljóst að flestir séu á sama máli og hún. Rakel er aðflutt frá Reykjavík og ekki vön fjallinu frá bernsku. „Manni stendur stuggur af því þeg- ar gilin fara að fyllast af snjó af því maður býr hérna beint fyrir neðan. Maður hugsar fyrst og síðast um ör- yggi barnanna," sagði Rakel Rut. “Mín persónulega skoðun var að ekki hefði þurft að rýma á fimmtu- dagskvöldið, þá var fjalliö gjörsam- lega snjólaust, bara snjór í einu gili. En auðvitað verð ég að viðurkenna úr Reykjavík, sem rýmdi húsið með glöðu geði að snjóflóðaeftirlitsmaðurinn veit meira um hvernig snjóalögin eru,“ sagði einn íbúa við götu efst í Bol- ungarvík í spjalii við DV í gær. Hann var þá að moka snjó sem lagst hefur yfir bæinn siðustu dægrin, metri á dýpt að meðaltali. Húseigandinn sagði að öllum hefði verið „hent út“ þarna um kvöldið. Þegar hann kom heim til sin um kvöldið var lögreglan á staðnum og var að rýma húsið. 36 íbúar úr sjö húsum við göturnar Dísarland og Traðarland, efst í Bol- ungarvík, sváfu fjarri heimilum sín- um þá nótt og næstu nætur. Fólkið fór flest til vina og ættingja en tvær fjölskyldur gistu í Finnabæ. Lögreglan þurfti að ýta á eftir fólki í þrem húsanna til að fá það í öruggt skjól en allir gáfu sig að lok- um og fluttu á öruggari staði. -JBP Frá Bolungarvík þar sem skiptar skoðanir eru á því hvort rýma eigi vegna meintrar snjóflóðahættu. Sonvarps - fylgir DV á fimmtudögum Frá og með næsta fimmtudegi mun Sjónvarpshandbókinni verða dreift með DV til allra áskrifenda blaðsins á landsbyggðinni en henni verður áfram dreift í hvert hús á höfuðborgarsvæðinu eins og verið hefur. DV heftir birt vikudagskrá sjónvarpsstöðvanna í Fókusi á föstudögum en með tilkomu DV-Sjónvarpshandbókarinnar fellur dagskráin niður þar. í hennar stað mun nýr efnisþáttur, Lífið eftir vinnu, hefja göngu sína í Fókusi næstkomandi föstudag. Lífið eftir vinnu verður ítarlegur leiðarvísir um alla þá afþreyingu, list- og menningarviðburði sem fólki standa til boða. Fónartb* ox BtaarikhráðÍMm varaðir við vtða uin Iwtd: | Hvalveiðítitringur Með þessum nýjungum í útgáfu DV er stefnt að betri þjónustu við lesendur; aðgengilegri sjónvarpsdagskrá og góðu heildaryfirliti yfir skemmtana- og menningarlífið. ífid eftir vmnu !.<«> *« vmjs&air Tveir í li m Björk i banastuði Lescndur Dv og gestir Vísis.is ráda úrslitum rK5s.*s=- Zrzíz&z? .......-..........-v-. isi \ NSkU ÁtriyBMáöedig. IÓN! ISTARVf.kDlAUNIN 1999 9:... ' 9 9. . ó:- Hér er meirihluti bæjarstjórnar Ár- borgar á fundi 22. febrúar með nýj- um manni frá Z-listanum, Ólafur Grétar Ragnarsson situr fyrir miðju. Árborg: Diskólistinn í meirihlutann Undirritaður var 22. febrúar samstarfssamningur milli B- og D- lista, núverandi meirihlutaflokka í bæjarstjóm Árborgar og Z-listans, ungliðaframboðsins sem kallaðist Diskólistinn. Bæjarstjóm Árborgar er skipuð níu fulltrúum, þremur frá A-lista, tveimur frá B-lista, þremur frá D- lista og einum frá Z-listanum. í yfir- lýsingu frá Ólafi Grétari Ragnars- syni, fulltrúa Z-listans, sem hann lét frá sér fara við undirritun sam- starfssamningsins, segir: „Tel ég að með þessari ákvörðun sé ég að auka möguleika ungs fólks til að hafa enn meiri áhrif á stjórnun bæjarfélags- ins. Ég hlakka til samstarfsins og vænti mikils af því.“ -KE Akureyri: Skautahöll á teikniborðið DV, Akureyri: Framkvæmdanefnd Akureyrar- bæjar hefur itrekað þær bókanir bæjarstjórnar Akureyrar að hönnun- arforsögn vegna skautahallar, sem reisa á 1 bænum í sumar, miðist við að heildarkostnaður byggingarinnar fari ekki yfir 150 milljónir króna. Draumur skautamanna á Akur- eyri, þar sem vagga skautaíþrótta hér á landi stendur, verður að vera- leika í haust þegar ný skautahöll verður tekin í notkun en hún verð- ur á þeim stað þar sem aðstaða skautafélagsins er í dag, í innbæn- um. Verkefnissstjóm með bygging- arframkvæmdum verður í höndum Ópus teikni- og verkfræðistofu, en verkið verður boðið út á næstunni. Bæjarráð hefur samþykkt að þeir bjóðendur sem senda inn tilboð fái samtals eina milljón króna, að við- bættum virðisaukaskatti, og verður upphæðinni skipt milli þeirra sem ekki fá verkið. -gk DV-Sjónvarpshandbókin kemur út á fimmtudögum aðra hverja viku - í fyrsta sinn næstkomandi fimmtudag, 25. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.