Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 17
Iþróttir Dregið í bik- arkeppninni Dregið hefur verið til 1. og 2. umferðar í bikarkeppni karla í knattspyrnu. Þar taka þátt lið 2. og 3. deildar ásamt fjórum neðstu liðum 1. deildar, utan- deildaliðum og liðum skipuðum leikmönnum 23 ára og yngri. Þessi lið mætast: 1. umferð: KVA - Einherji, Neisti H. - Magni, Stjarnan23-Bruni, Grótta-KFR, Reyn- ir S.-Þróttur R.23, GG-Haukar, Bolta- félag Noröíjaröar - Huginn/Höttur, Hvöt - Þór A., Leiknir F. - Þróttur N., KS - Nökkvi, Völsungur - Tindastóll, Njarövík - KR23, Augnablik - ÍA23, FH23 - Breiðablik23, Afturelding- Grindavik23, ÍBV23 - Víkingur R.23, Hamar - Fram23, Valur23 - Þróttur Vogum. 2. umferð: Sindri - KVA/Einherji GG/Haukar - KÍB ÍBV23/Vlkingur R.23 - Selfoss Ægir - Leiknir R. Grótta/KFR - KFS Augnablik/ÍA23 - Valur23/Þróttur V. FH23/Breiðablik23 - Léttir Keflavík23 - Reynir S./Þróttur R.23 HK - Stjaman23/Bruni Njarðvík/KR23 - Víkingur Ó. B.Norð./Hug.Hött.-Leikn.F./Þrótt.N. Neisti H./Magni - Dalvík Hvöt/Þór - Völsungur/Tindastóll KS/Nökkvi - KA Viðir - Fylkir23 Aftureld./Grind.23 - Hamar/Fram23 Sigurliðin í 2. umferð fara í 3. umferð ásamt úrvalsdeildarlið- unum tíu og sex efstu liðum 1. deildar í fyrra. 1. umferð er leikin 24. og 25. maí en 2. umferðin 6. og 7. júní. -VS spænska liðinu Real Madrid en Lorenzo Sanz, forseti Madridarliðsins, geröi til- raun til að fá Capello til að taka við lið- inu i stað Hollendingsins Gus Hiddink. Sanz vildi fá Capello strax til starfa en Capello vildi bíða til loks tímabilsins og þar með fuku viðræðurnar út i sandinn. íslendingaliöid Genk komst í gærkvöld í undanúrslit belgisku bikakeppninnar í knattspymu þegar liðið lagði St.Traiden, 0-1. Þórdur Gudjónsson lék með Genk en bræöur hans Bjarni og Jóhannes Karl komu ekki við sögu. Real Madrid komst í gærkvöld i und- anúrslit spænsku bikarkeppninnar í knattspymu með því að vinna Racing Santander 1-0 og samanlagt, 7-2. Heil umferó veróur leikin i 1. deild kvenna i handknattleik í kvöld. Allir leikirnir heflast klukkan 20 og eru þess- ir: Fram-Valur, FH-Stjarnan, Grótta/KR-ÍR, Haukar-KA og Víking- ur-ÍBV. -GH Sögulegur blaðamannafundur Dennis Rodman í Los Angeles: f MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 Dennis Rodman á blaðamannafundinum. Lengst tii vinstri er systir hans, Debra, og eiginkonan og leikkonan Carmen Electra fyrir miðri mynd. Rodman bugaðist á fundinum og grét er blaðamenn þrengdu að honum með erfiðum spurningum og sökuðu hann um sjáifselsku. Símamynd Reuter Grét eins og krakki Vandræðagemlingurinn Dennis Rodman hélt mjög sögulegan blaðamannafund í Los Angeles í fyrradag. Mikill fjöldi blaðamanna mætti á fundinn og á tímabili grét Rodman eins og krakki. Þetta mikla hörkutól virtist að venju í litlu andlegu jafn- vægi og óþægilegar spurningar blaðamanna köll- uðu fram viðbrögð hjá þessum snjalla körfuknatt- leiksmanni sem ekki hafa sést áður. í fyrstu sagði Rodman að hann ætti í viðræðum við Los Angeles Lakers. Hálfri mínútu síðar þrengdi einn blaðamaúnanna verulega að honum og sakaði hann Rodman um að vera sjálfselskur og hafa dregið Lakers á svari. Rodman brást ævareiur við og sagði: „Þú þarft ekki að vera hér ef þú vilt ekki vera hér. Gakktu bara út um dyrnar og láttu þig hverfa. Allt í lagi, ég mun leika fyrir Lakers. Ert þú ánægður núna. Ef svo er þá getur þú farið.“ Fékk aðeins lágmarkslaun Rodman sagði á fundinum, er tárin streymdu undan svörtum sólgleraugunum, að hann fengi að- eins lágmarkslaun hjá Lakers. „Ég fæ aðeins 495 þúsund dollara (36 milljónir króna) fyrir samninginn. Þegar ég er búinn að borga, skatta og gefa til góðgerðarmála, eins og ég er vanur á ég ekki nema 150 þúsund dollara eftir (10 milljónir króna). Ef þetta er að vera sjálfselskur þá látið mig vita,“ sagði Rodman. Verð aldrei sigurvegari Frákastahetjan mætti til fundarins ásamt eigin- konu sinni, leikkonunni Carmen Electra, og Debru systur sinni. Og Rodman hafði ekki sagt sitt síðasta orð á fundinum og hélt áfram að skamma blaða- mennina: „Þið segið að ég hugsi aðeins um sjálfan mig. f fyrra gaf ég milljón dollara (70 milljónir króna) til góðgerðarmála. Ég lagði mig allan fram í leikjum með Chicago Bulls. Það er hins vegar alveg sama hvað ég geri fyrir deildina eða körfuknattleikinn, ég mun aldrei verða meðhöndlaður sem sigurvegari af ykkur,“ sagði Rodman og bætti því við að hann væri mjög óánægður með samninginn við Lakers. „Ég vil spiia fyrir fólkið" „Það er ekki vegna peninga sem ég fer til Lakers. Ástæðan er eingöngu sú að mig langar til að skemmta fólki og gera eins vel og ég framast get á vellinum. Lið Lakers er kannski ekki nægilega sterkt í dag til að verða meistari en við skulum sjá til hvemig staðan verður í aprU,“ sagði Rodman. Dennis Rodman hefur fimm sinnum hampað meistaratitlinum i NBA-deildinni, þrjú síðustu árin með Chicago og Detroit Pistons 1989 og 1990. Hann sagðist búast við að leika íljótlega með Lakers. „Ég vildi vera í búningi númer 69 en þeir neituðu því. Þá valdi ég númer 73. Ég hef sjö sinnum tekið flest fráköst í deildinni og þrjú síðustu árin orðið meistari. Svo er talan 73 viðsnúningur á árunum 37 sem ég hef lifað," sagði Rodman. Á ferlinum hefur hann skorað 7,5 stig að meðal- tali í leik og tekið 13,2 fráköst. -SK NBA-DEILDM Washington-Miami...........80-96 Richmond 25, Strickland 10, Cheaney 10 - Mourning 29, Hardaway 20. NY Knicks-NJ Nets..........82-74 Ewing 20, Houston 14, Johnson 13, Childs 11 - Cassell 18, Gill 16, Van Horn 13, Kittles 12. Detroit-Toronto...........106-80 Stackhouse 18, Dumars 16, Hill 14, Vaught 14 - Wallace 14, Willis 12. Houston-Seattle ...........98-86 Pippen 19, Olajuwon 19, Mobley 19, Harrington 17 - Payton 26, Schrempf 20, Ellis 12, Hawkins 12. Dallas-Atlanta ............89-85 Finley 22, Pack 15, Trent 12 - Blaylock 22, McLeod 16. Chicago-Milwaukee .........88-90 Kukoc 19, Bryant 16, Barry 15, Harper 11 - Robinson 24, Allen 16, Curry 16. LA Clippers-Golden State . . 89-94 Murray 30, Taylor 23 - Starks 18. Vancouver-LA Lakers.......93-83 Rahim 28, West 16 - O’Neal 26, Jones 15, Bryant 11. -SK Siguröur R. Eyjólfsson: Lagði upp sigur- mark Walsall ísland mætir Bosníu Herzegovínu í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld: Við gerum okkar besta íslendingar mæta Bosníu Herzegovínu I riðlakeppni Evrópu- keppni landshða í körfúknattleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Ljóst er að við ramman reip verður að draga fyrir íslenska liðið en Bosníumenn hafa í dag á að skipa einu sterkasta landsliði Evr- ópu. Bosnía er í efsta sæti í riðlinum og hefur skotið bæði Króatíu og Litháen aftur fyrir sig. íslendingar töpuðu fyrri leiknum ytra fyrir ári síðan með 25 stiga mun. Okkar menn hafa tapað öll- um leikjum sinum í riðlinum en í mörg- um þeirra hefur liðið þó komið mótherjum sínum í opna skjöldu með baráttu og beittum leik. Jón Kr. Gíslason hefúr undirbúið hð- ið eins og kostur er en á laugardaginn mætir íslenska liðið Litháum í Reykja- vik og verður það síðasta leikurinn í riðlinum. - Hvemig skyldi leikurinn í kvöld leggjast í landsliðsþjálfarann. Spennandi verkefni „Þetta er mjög spennandi verkefni að kljást við. Ég á von á hörkuleik en Bosníumenn em geysilega sterkir, en þeir hafa unnið sjö leiki af átta sem seg- ir aht um styrk þeirra. Þeir leika öðra- vísi körfubolta en flest liðin í riðlinum. Bosnía leggur meira upp úr langskotum og er þvi að sumu leyti með svipaðan leikstlíl og við. Ég geri mér alveg ljóst að til að eiga möguleika verðum við að ná toppleik. Við komum Króatíu og Hollandi í opna skjöldu hér heima og erum staðráðnir i þvi að gera okkar besta í kvöld. Það er fm stemning í hópnum og við mætum að sjálfsögðu til leiks með það að markmiði að vinna sigur,“ sagði Jón Kr. Gíslason í samtali við DV eftir æflngu hðsins í gærkvöld. -JKS Siguröur Ragnar Eyjólfsson knattspyrnumaður byrjaði vel með Walsah í ensku C-deildinni gærkvöld en hann lagði upp sigur- mark liðsins í 0-1 útisigri gegn Northampton. Sigurður, sem gert hefur samning við liðið, kom inn á í hálfleik og á 65. mínútu átti hann skalla aö marki Nort- hampton. Markvörðurinn varði en hélt ekki boltanum og félagi Siguröar fylgdi vel á eftir og skor- aði. Bjarnólfur Lárusson lék allan tímann fyrir Walsah, sem er í 3. sæti með 61 stig, en Fulham, sem sigraði Reading, 3-1, er efst með 65 stig. -GH Jón Kr. Gíslason, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, leggur á ráðin með lærisveinum sínum fyrir leikinn gegn Bosníumönnum í kvöld. Aðgangur er ókeypis í Laugardalshöli í kvöid og því upplagt fyrir fólk að styðja við bakið á íslenska iiðinu. E.ÓI. Landsliðshópurinn í körfuknattleik: Fjórir frá vegna meiðsla í 14 manna leikmannahópi, sem Jón Kr. Gíslason, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, valdi fyrir leikinn gegn Bosníu í kvöld, eru fjórir dottnir út vegna meiðsla. Teitur Örlygsson, Njarðvík, hefur um tíma átt við meiðsli að striða i ökkla og var hvíldin því nauðsynleg fyrir hann. Hugsanlegt er að hann verði með gegn Litháen á laugardaginn kemur. Helgi Jónas Guðfmns- son, sem leikur með Groningen í Hohandi, er meiddur á ökkla og verður með í hvorugum leikjanna. Eiríkur Önundarson, KR, og Páh Kristinsson, Njarð- vík, eru báðir frá. Jón Kr. valdi þá Guðjón Skúlason og Kristin Friðriksson í hópinn. Guðjón verður í hópnum í kvöld en Kristinn hvhir. -JKS Gummi þjálfar Dormagen Guðmundur Guðmundsson handknattleiksþjálfari hefur ákveðið að taka tilboði þýska B- deildarliðsins Bayer Dormagen. Eins og DV skýrði frá á mánudaginn hitti Guðmundur forráðamenn þýska liðsins um helgina og eftir viðræður við þá ákvað hann að gera þriggja ára samning við félagið. Guðmundur mun klára tímabilið með Fram og halda svo í sumar th Þýskalands. Hann hefur um árabh verið einn fremsti þjálfari landsins og árangur hans með Fram og Aftureldingu undirstrikar það. Hann er á sínu fjórða ári sem þjálfari Fram og þar á undan þjálfaði hann Aftureldingu. Bæði þessi félög fóru upp úr 2. dehdinni undir hans stjóm og hafa verið meðal bestu liða landsins undanfarin ár. Þrír íslendingar leika með Dormagen, sem er í öðru sæti suðurhluta B-deildarinnar, stigi á eftir Wihstatt. Það eru þeir Héðinn Gilsson, Róbert Sighvatsson og Daði Hafþórsson. -GH HM í norrænum greinum: Frábær endasprettur hjá Thomasi Alsgárd Norðmaðurinn Thomas Alsgárd átti frábæran endasprett í 15 km eltigöngu á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Raumsau í Austurríki í gær. Það benti fátt th annars en að Finninn Mika Myhyla myndi vinna sín þriðju guhverðlaun á mót- inu en hann hafði um tíma mikið forskot á Alsgárd. Norðmaðurinn stal sen- unni með einstökum lokakafla og fagnaði að vonum innhega þegar hann kom í markið. Þriðji í göng- unni varð ítalinn Fulvio Valbusa. Thomas Eins hratt og ég gæti „Ég átti satt best að segja ekki von á þessu en ég hafði frekar hátt rásnúmer. Ég fann mig strax í upp- hafi og hugsaði um það eitt að fara eins hratt og ég gæti,“ sagði Alsgárd sem vann sín önnur verðlaun á mót- inu, þau fyrri voru silfur í 30 km göngunni. Hin 30 ára gamla Stefania Belmundo sigraði i 10 km eltigöngu kvenna og þetta voru hennar önnur guhverð- laun i Ramsau. Rússneska stúlkan Nina Gavrhjuk varð í öðru sæti og þriðja í mark varð Irina Tara- nenko frá Úkraínu. Ég er í góðu formi „Ég er í góðu formi svo árangurinn sem slíkur Alsgárd. kemur mér ekki á óvart,“ sagði Belmudo eftir sigur- inn. í sveitakeppni skíðastökksins fóru Þjóðverjar með sigur af hólmi eftir spennandi keppni við Japana. í þriðja sæti varð sveit Austurríkis- manna. -JKS Iþróttir ENGIAND Wimbledon hefur ekki átt sinn eigin heimavöll i enska boltanum síðan árið 1991. Þá fluttust heimaleikir liðs- ins til Selhurst Park en þar leikur Crystal Palace einnig heimaleiki sína. Nú hefur Sam Hammam, einn æðsti maður Wimbledon, áhuga á að kaupa Selhurst Park. Fjölmiölar í Suður-Kóreu hafa greint frá því að West Ham hafi fest kaup á tveimur þarlendum landsliös- mönnum, Choi Yong-Soo og Kim Doh-Keun. Harry Redknapp, fram- kvæmdastjóri West Ham, sagöi hins vegar í gær að ekkert væri frágengið i málinu en leikmennirnir kæmu til West Ham th æfinga. Atletico Madrid hefur lýst yfir mikl- um áhuga á að kaupa Stan Colly- more frá Aston Villa. Mikil meiðsli era hjá spænska liðinu og telja for- ráðamenn þess að Collymore sé rétti maðurinn fyrir liðið. Talið er að Collymore sjálfur hafi ekki mikinn áhuga á að fara frá Viha til Spánar. Hann neitaði að fara til Ítalíu i síðasta mánuði og sagt er að hann vilji umfram allt sanna getu sinc. hjá Aston Viila. John Gregory, framkvæmdastjóri Viha, er hins veg- ar búinn að fá nóg af stöðugum vand- ræðagangi á pilti. Enskir jjölmiölar telja víst að Gre- gory sé mjög spenntur fyrir þeim möguleika að skipta við AÚetico Ma- drid á Collymore og Brasilíumannin- um Juninho. Reyndar gleðjist hann í hvert skipti sem lið sýna Collymore áhuga því hann vilji ólmur selja hann. Frakkinn Olivier Dacourt er ekki til sölu hjá Everton. Arsenal, Aston Villa og Middlesborough era tilbúin að greiða 5 milljónir punda fyrir miðjumanninn snjaila en Walter Smith, stjóri Everton, segir að málið sé einfalt, Frakkinn sé ekki til sölu. „Oilie er snjall leikmaður og hann er mikilvægur hluti af mínu liði," sagði Smith i gær. Mikil átök virðast fram undan um ungan knattspyrnumann sem fæddur er í Ástralíu. Hann heitir Jamie Mc- Master og er á samningi hjá Leeds United. Á dögunum lék McMaster meö landsliði Englands, skipuðu leik- mönnum 16 ára og yngri, og skoraði hann sigurmark Englendinga í leikn- um sem var gegn Kýpur. McMaster er fæddur i Ástralíu og nú hafa knattspyrnuyfirvöld þar í landi risið upp á afturlappirnar og krafist þess að enskir láti piltinn í friði. „Við skiljum ekki hvaðan Englendingar hafa fengið leyfi til að nota McMaster i liði slnu. Okkur langar að vita hvaö- an það leyfi er fengið, ekki frá okkur. Það verður fróðlegt að heyra svör við þessum spumingum,“ sagði forráða- maður ástralska knattspymusam- bandsins í gær. -SK Liverpool-Everton Úrval-Útsýn og Liverpool-klúbbur- inn á íslandi standa fyrir ferö á leik Liverpool og Everton 2.-4. aprU. Flog- iö verður beint til Liverpool og gist á Crown Píaza. Verö í feröina er frá kr. 39.900. Nánari upplýsingar fást hjá íþróttadeUd Úrvals-Útsýnar í sima 569 9300. Gekk berserksgang og braut sjónvarp - Mike Tyson enn í vandræðum Hnefaleikakappinn Mike Tyson er enn eina ferðina komin í mikil vandræði. Tyson bætti enn einni uppákom- unni við skrautlegan feril sinn á dögunum er hann þeytti sjónvarpi langar leiðir og mölbraut það. Þetta gerðist í dagstofu fangelsins þar sem Tyson hóf afplánun eins árs dóms sem hann hlaut í fyrra. Þá lenti Tyson í smávægilegu um- ferðarslysi. Hann brást hinn versti við, gaf 62 ára gömlum manni hressilega á kjaftinn og sparkaði harkalega í nárann á öðram fimm- tugum. Fyrir þetta var Tyson dæmdur í árs fangelsi og hann var settur í svartholið þann 5. febrúar sl. Tyson hefur verið á geðlyfi sam- kvæmt læknisráði. Skömmu áður en hann barði ökumennina og nokkrum dögum áður en hann stút- aði sjónvarpinu var hann tekinn af lyfinu. Ekki er talið líklegt að Tyson þurfl að sitja lengur inni vegna síð- ustu uppákomunnar. Hins vegar er talið alveg víst að hann hafi ekki lengur möguleika á að losna fyrr úr svartholinu vegna góðarar hegðun- ar. Og þar með er sá möguleiki að Tyson komist í hringinn innan árs úr sögunni. -SK Ölympíunefndin í Chile: Forsetinn og ritar- inn hafa sagt af sér Þeim fjölgar dag frá degi sem segja af sér í kjölfar spillingarmál- anna innan Alþjóða Ólympíunefnd- arinnar. Nú síðast hefur forseti Ólympíu- nefndar Chile og meðlimur í Al- þjóða Ólympíunefndinni sagt af sér embætti en hann hefur verið sakað- ur um að hafa þegið umtalsverðar mútur í tengslum við vetrarleikana í Salt Lake City. Áður hafði ritari nefndarinnar í Chile sagt af sér. Og eins og venjulega neita þeir félagar öllu ósæmilegu. Öflugir styrktaraðilar halda enn að sér höndum hvað leikana næsta sumar í Sydney varðar. Ástralir eru komnir í vandræði því enn vantar milljarða króna til að endar nái saman í íjárhagsáætlun leik- anna. Styrktaraðilar hafa sagt að ekki komi til mála að leggja mikið fé til leikanna á meðan Alþjóða Ólympíunefndin ræður ekki við að taka til heima hjá sér og bregðast af festu við alvarlegum ásökunum um mútur og spillingu. Sem kunnugt er hefur formaður áströlsku undirbúningsnefndarinn- ar sagt af sér eftir að hann viður- kenndi að hafa „keypt“ leikana til Sydney. Það gerði hann með því að múta tveimur meðlimum Alþjóða Ólympíunefndarinnar nokkrum dögum fyrir atkvæðagreiðsluna um keppnisstað leikanna árið 2000. Sydney vann atkvæðagreiðsluna með tveggja atkvæða mun og Pek- ing sat eftir með sárt ennið. -SK Lárus í uppskurð Láras Sigurðsson, markvörður Vals í knatt- spymu, þarf að gangast undir aðgerð á vinstra hné í næstu viku og segja læknar að hann verði frá knattspyrnuiðkun næstu 6-8 vikum- ar. Þetta setur Valsmenn í nokkurn vanda því varamarkvörður liðsins er aðeins 16 ára gam- all og er enn í 3. flokki. Valsmenn hafa verið að leita að markverði til að fylla skarð Lárus- ar en hefur enn ekki orðið ágengt. Vara- markvörður Hlíðarendaliðsins á síðasta tíma- bili var unglingalandsliðsmaðurinn Kristinn G. Guðmundsson en hann hefur ekki skrifað undir nýjan samning við félagið og er sagður á leið til ÍBV. -GH lEIKURINN í KVÖ1D ÞÝSKIHANDBOLTINN í BEINNI Á BREIÐBANDINU Lemgo -Nettelstedt z Þýski handboltinn er sýndur beint í opinni \ dagskrá á Sýnishomarás breiðbandsins á mið- l > vikudögum. Öllum leikjunum er lýst af marg- * w '■< ■ "HimiWÆ reyndum íþróttafréttamönnum Sjónvarpsins. 5 BRMWVARPW SJÓNVAiUfSÞ/ÓmSTA SMONS YIIH 25.OOO HEIMIII Á HÖFUÐBORGAR- SVÆÐINU OG 800 HEIMILI Á HÚSAVÍK EIGA ÞESS NÚ KOST AÐ TENGIAST BREIÐB ANDINU. Hringdu strax og kynmttu ÞÉR MÁLIÐ! V HF^rC>]7474| Liðsauki til Grindvíkinga Gengi Grindvíkingar hefur að undanfórnu verið íremur slakt í 1. deild kvenna í körfuknattleik en nú hafa þeir ákveðið að fá bandaríska stúlku til liðs viö sig á lokasprettinum. Hún heitir E.C. Hill og lék í ABL-kvenna- deildinni fyrir áramót sem bak- vörður og var í byrjunarliði hjá New England Blizzard og var með 9 stig að meðaltali. Árið 1996 lék Hill í Grikklandi og skoraði 25 stig að meðaltali í leik. Hill var nemandi í North- ern Illinois University, skoraði 22 stig að meðaltali á lokaári og varð 16. stigahæsta stúlkan í bandaríska háskólaboltanum það árið. Ef allar upplýsingar um Hill reynast réttar og stúlkan i góðu formi er ekki vafi á að hún styrkir Grindavíkurliðið verulega. -bb Bland i noka Sœnska blaóiö Expressen sagði frá því i gær að sænski landsliðsmaðurinn Hen- rik Larsson hjá Celtic væri á óskalista Manchester United fyrir næsta tímabil. Blaðið sagði enn fremur að forsvars- menn United hefðu átt viðræður við Rob Jensen, umboðsmann Larssons, sem skorað hefur 31 mark fyrir Celtic til þessa í vetur. Óvíst er aö Ronaldo, Brasilíumaðurinn frægi, geti leikið með ] Inter Milano gegn I Manchester i United í 8-liða úrslitum 1 meistaradeildar Evrópu i knattspyrnu í næstu viku. Ronaldo hefur átt við meiðsli í hné að striða i allan vetur og hefur ekki spilað síðustu sjö leiki Int- er. Hann byrjaði að æfa að nýju í gær og er á batavegi en Massimo Moratti, forseti Inter, sagði i gær að afar ólíklegt væri að hann yrði leikfær í næstu viku þegar stórleikurinn fer fram á Old Traf- ford. Arsenal tryggöi sér i gær sæti i 6. um- ferð ensku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu með því að sigra Sheffield United, 2-1, í endurteknum leik á Hig- bury. Hollendingarnir Marc Overmars og Dennis Bergkamp komu meisturun- um í 2-0 eftir 37 mínútna leik en Lee Morris minnkaði muninn þremur mín- útum fyrir leikslok. í 8-liða úrslitunum mætir Arsenal sigurvegaranum í leik Derby og Huddersfield. Hinn brasiliski Rivaldo, sem leikur með Barcelona, staðfesti i gær að Manchester United hefði verið í sam- bandi við umboðsmann sinn. Við sama tækifæri sagði Rivaldo að hann ætlaði sér að verða um kyrrt hjá Barcelona. Hann væri sem sagt ekki á fórum enda ánægður hjá sínu félagi. Fabio Capello mun ekki taka við +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.