Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRUAR 1999 Sviðsljós Allt í fínu lagi með húmorinn Poppgyöjan Madonna ætlar ekki aö gera sér neina rellu út af því þótt hún fái ekki neina Grammy-verðlaunastyttu í kvöld. „Ég get komið auga á það spaugi- lega í öllu sem kemur fyrir mig,“ segir Madonna. Hún vonar þó að sjálfsögðu að hún vinni, hefur enda ekki unnið til neinna al- mennilegra verðlauna allan sinn tónlistarferil. Alexandra hjá foreldrunum Alexandra prinsessa, tengda- dóttir Margrétar Þórhildar Dana- drottningar, er nú í góðu yfirlæti hjá foreldrum sínum austur í Hong Kong. Jóakim eiginmaður hennar er hins vegar heima í Danmörku, þurfti að snúa heim tO að vera æðsti maður ríkisins á meðan mamma er í skíðafríi í Noregi og Friðrik stóri bróðir sinnir starfl sínu í sendiráöinu í París. TRIUMPH-ADLER FX 621 i FAXTÆKI Þýskar gæðakröfur - ítölsk hönnun Tölvutengjanlegt faxtæki fyrir venju- legan pappir með bleksprautuprentun HELSTU EIGINLEIKAR: f • Nýtískulegt útlit • Prentari, PC/Fax, skanni, Ijósriti og faxtæki • 84 númera minni fyrir síma - faxnúmer, • 10 blöð í matara, 70 blöð í blaðabakka • 10 sek. sendingarhraði, prentar 2 blöð á mínútu • Tafin sending úr matara, minni tekur á móti sendingu. Tvöfaldur aðgangur o.fl. Verð kr. 37.900 með vsk J. ÓSTVfllDSSON HF. Skipholtl 33,105 Reykjavík, síml 533 3535 Vill 13 milljarða fyrir brúðkaupið Játvarður prins reynir að selja útsendingarréttinn að brúðkaupi sínu og Sophie Rhys-Jones fyrir um 13 milljarða íslenskra króna. Elísa- bet Englandsdrottning er sögð ösku- reið. Þykja henni kröfur sonarins skammarlegar. Drottningin mun hafa beitt Ját- varð hörðu frá því að hún frétti af tilraunum hans til að láta sitt eigið sjónvarpsfyrirtæki taka myndir af brúðkaupinu. Hafði hann í hyggju að láta hvorki BBC né ITV koma nærri athöfninni 19. júni næstkom- andi, að því er breska blaðið Sunday People fullyrðir. Segir blað- ið ráðabrugg prinsins hafa verið lið í aðgerðum til þess að bjarga slæmri stöðu fyrirtækis hans. Átti fyrir- tæki Játvarðar, Ardent, að sjá um allar sjónvarpsmyndatökur og selja þær síðan erlendum sjónvarpsstöðv- Játvarður prins ætlar að græða á brúðkaupi sínu. Símamynd Reuter um og breskum. Gert var ráð fyrir að með því móti mætti hala inn um 13 milljarða íslenskra króna. Haft er eftir talsmanni drottning- ar að hún hafi viljað að brúðkaup Játvarðar og Sophie yrði til fyrir- myndar í alla staði þar sem svo mikil læti hafa verið í kringum hjónabönd hinna barna hennar. „Ef þetta fer að snúast um pen- inga dregur það úr ljómanum í kringum brúðkaupið. Einkum ef það væri prinsinn sjálfur sem þén- aði peningana," sagði talsmaðurinn. Sagt er að Játvarður standi fast á sínu og að drottningin neiti að sam- þykkja að hann selji útsendingar- réttinn. Samkvæmt frásögn Sunday People hefur þessi deila taflð fyrir öðrum undirbúningi fyrir brúðkaupiö sem Bretar eru famir að hlakka mikið til. Jerry Hall reynir að bjarga lífi systur sinnar Tvíburasystir ofurfyrirsætimnar Jerry Hall er með krabbamein og nú berst Jerry fyrir lífi systur sinn- ar. „Jerry er reiðubúin að gefa Terry beinmerg,“ segir móðir þeirra, Marjorie Hall, í viðtali við breska blaðið The Mail on Sunday. Jerry hefur lagt hjónabandsvand- ræði sín og Micks Jaggers á hilluna. Nú snýst allt um að finna lækningu handa Terry sem hefur ver- ið veik í tvö ár. Það var þó ekki fyrr en í lok síðasta árs sem læknar uppgötvuðu að hún var með brjóstakrabba. Terry, sem býr skammt ffá Dallas í Bandaríkjun- um, hefúr fengið geislameðferð und- anfarna mánuði. Jerry sótti nýlega Terry systur sína til Bandaríkjanna og flaug með hana til London til þess að fara með hana til færustu krabbameinslækna Bretlands. Samtímis undirbýr Jerry sig fyrir rannsóknir til að kanna hvort hún geti gefið Terry beinmerg. Ekki er langt síðan Jerry Hall og Mick Jagger hittust í Aspen í Colorado. Margir héldu að þau væru að sættast. Terry og eiginmaður hennar voru einnig i Aspen og hafði Jerry safnað fjölskyldunni saman til þess að reyna að gleðja tvíburasystiu' sína. Jerry hafði miklu meiri áhuga á heilsuástandi systur sinnar en að reyna að ná sáttum við Mick, að því Tékkneska ofurfyrirsætan Adriana Skienarikova sýndi nýjasta ofurbrjósta- er móðir hennar greindi frá i haldið við upphaf tískuvikunnar í Lundúnum um helgina. Brjóstahald þetta blaðaviðtalinu. heitir því skemmtilega nafni Rauður eða dauður. Barnið bara eins og hundurinn Óskarsverðlaunaleikkonan Jodie Foster hefur höndlað sann- leikann um bamauppeldi. „Það er nákvæmlega eins og að ala upp hund,“ segir leikkonan fræga. Það er netútgáfa hins al- ræmda vikublaðs National Enquirer sem hefur þessi fleygu orð eftir Jodie. Eins og aðrir foreldrar þarf Jodie að berjast við að fá bamið sitt til að sofa í eigin rúmi. Hún segist fara nákvæmlega eins að og þegar hún á í sams konar striði við tíkina Lucy. „Ég læt sem ég sofi hjá henni en laumast síðan burt og skríð upp í mitt eigið rúm,“ segir Jodoe Foster og er bara afskap- lega ánægö með sjálfa sig. Vanessa ekki með Jordan Vanessa Williams hefui- loks gengið fram fyrir skjöldu og vís- að á bug afar þrálátum orðrómi um að hún sé nýja stúlkan í lífi körfuboltahetjunnar fyrrverandi Michaels Jordans. „Það er risaorðrómur á kreiki um að Michael Jordan ætli að yf- irgefa eiginkonuna vegna mín. Mér fmnst það heillandi þar sem ég hef aldrei hitt manninn,“ seg- ir Vanessa, hundfúl. Vanessa er bæði söng- og leik- kona, hálffertug fráskilin þriggja barna móðir. Fréttir herma að hún hafi átt í ástarsambandi við sér yngri mann undanfarið hálft ár, nefnilega körfuboltastjörnuna Rick Fox úr LA Lakers. „Hún er ástrik móðir og sterk kona. Það heillar mig í fari henn- ar,“ segir Fox þessi. Stóra bílablaðið Miðvikudaginn 3. mars mun a.m.k. 36 síðna aukablað um bíla árg. ‘99 fýlgja DV. Meðal efnis í blaðinu verður: Kynning á úrvali nýrra fólksbíla ogjeppa sem í boði eru 1999 Ýmislegt er tengist bílum og bílavörum o.fl. o.fl. Umsjón efnis: Sigurður Hreiðar Jóhannes Reykdal síma 550 5000 Auglýsendur athugið! Síöasti pöntunardagur auglýsinga er fimmtudaginn 25. febrúar. Umsjón auglýsinga hefur Gústaf Kristinsson í síma 550 5731, fax 550 5727, netfang gk@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.