Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 26
42 MIÐVTKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 Afmæli Kjartan Kolbeinsson Kjartan Kolbeinsson brunavörð- ur, Hrafnagilsstræti 23 á Akureyri, er fimmtugur í dag. Starfsferill Kjartan fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lærði húsa- smiði hjá Guðbimi Guðmunds- syni. Eftir að námi lauk 1970 hóf hann störf hjá Breiðholti hf. 1977 hóf Kjartan störf hjá slökkviliði Reykjavíkur. 1988 flutti hann til Akureyrar og hóf störf hjá slökkviliði Akureyrar, þar sem hann starfar enn. Ásamt konu sinni rekur hann einnig Gistiheim- ilið Brekkusel á Akur- eyri. Kjartan hefúr sinnt ýmsum félagsstörfúm. Hann hefur m.a. setið í stjórn Iðnnemasam- bands íslands og hann hefur verið í aðalstjórn og stjórn körfuknatt- leiksdeildar íþróttafé- lagsins Þórs á Akur- eyri. Kjartan var í nokkur ár í Kiwanisklúbbnum Geysi í Mosfellsbæ og er nú í Kiwanis- klúbbnum Kaldbak á Akureyri. Einnig hefur Kjartan verið í nefndum innan landsam- bands slökkviliðsmanna. Fjölskylda Kjartan kvæntist 22.5.1968, Helgu Stefaníu Haralds- dóttur. Hún er dóttir Har- alds Helgasonar, fyrrver- andi kaupfélagsstjóra, og Áslaugar Einarsdóttur, en þau búa á Akureyri. Börn Kjartans og Helgu em: Stefanía, f. 25.5. 1972, og er hennar maður Björn Róbert Jensson; Kjartan Marinó, f. 17.12. 1977, og er sambýl- iskona hans Vala Bjömsdóttir. Kjartan Kolbeinsson. Hálfbróðir Kjartans, sammæðra, er Marteinn Guðlaugsson sem er búsettur í Reykjavík. Albræður Kjartans eru Kristleif- ur Kolbeinsson og Guðmundur Arn- ar Kolbeinsson. Þeir eru báðir bú- settir í Reykjavík. Foreldrar Kjartans em Kolbeinn Guðmundsson, f. 24.10. 1909, frá Kíl- hrauni á Skeiðum, og Amdís Krist- leifsdóttir, f. 26.11.1913, d. 17.5.1993, frá Hrísum í Fróðárhreppi. Kjartan og Helga, sem verður fimmtug 7. mars, taka á móti gest- um í Þórshöll (gamla Þórskaffi), fóstudaginn 26. febrúar kl. 20.30. Albert Eymundsson Albert Eymundsson skólasljóri, Silfurbraut 10 á Höfn í Homafirði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Albert fæddist á Höfii í Homa- firði og ólst þar upp. Hann tók landspróf á Laugarvatni og kenn- arapróf frá KÍ árið 1971. Hann var kennari við Bama- og unglingaskól- ann á Höfn 1971-1972 og 1974-1975, og við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði 1972-1974 og 1981-1985. Hann var skólastjóri Hafnarskóla 1975-1981 og frá 1985. Albert var í hreppsnefnd Hafnar- hrepps 1978-1982. Hann var í sýslu- nefnd A-Skaftafellssýslu 1986-1988, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og forseti bæjarstjórnar Hafnar 1990-1994 og formaður bæjarráðs 1994-1996. Hann baðst lausnar frá setu í bæjarstjóm eftir að gmnn- skólinn var fluttur til sveitatfélag- anna. Albert var oddviti sýslunefndar (héraðsnefndar) 1990-1994. Hann hefur setið í fjölda nefnda á vegum sveitarfélaganna. Hann vair formað- ur Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi í þrjú ár. Albert skipar annað sætið á lista sjálfstæðismanna á Austurlandi fyr- ir alþingiskosningamar í maí. Hann er formaður svæðisráðs um málefni fatlaðra á Austurlandi. Fjölskylda Albert kvæntist 30.8. 1975, Ástu Guðbjörgu Ásgeirsdóttur, f. 19.9. 1951, bankastarfsmanni. Hún er dóttir Ásgeirs Gunnarssonar, f. 1914, d. 1993, skrifstofumanns á Höfn, og Marenar Þorkelsdóttur, f. 1912, d. 1980, húsmóður. Þau bjuggu á Höfn i Hornafirði. Böm Alberts og Ástu eru: Maren, f. 1976, háskólanemi, sambýlismað- ur hennar er Þorvaldur Blöndal, f. 1975, háskólanemi; Anna Kristín, f. 1980, nemi; og Inga Bima, f. 1989. Stjúpsonur Alberts og sonur Ástu er Sævar Þór Gylfason, f. 1969, íþrótta- kennari á Höfn, og er hann kvæntur Sigríði Ömu Ólafsdóttur, f. 1969, íþróttakennara. Þau eiga þrjá syni, Ólaf Albert, Maríus og Trausta. Systkini Alberts eru: Sigurður, f. 1943, umdæmisstjóri RARIK á Aust- urlandi, Egilsstöðum; Anna Mar- grét, f. 1944, húsmóðir í Garðabæ; Agnes, f. 1945, tækniteiknari í Kópa- vogi; Eygló, f. 1947, verslunarmaður í Reykjavík; Ragnar Hilmar, f. 1952, verslunarmaður á Höfn; Brynjar, f. 1953, matreiðslumeistari á Seltjam- amesi; Benedikt Þór, f. 1955, tré- smíðameistari í Osló; Halldóra, f. 1957, yfirsmurbrauðsdama í Reykja- vík; Óðinn, f. 1959, matreiðslumeist- ari á Höfn. Foreldrar Alberts eru Eymundur Sigurðsson, f. 11.8. 1920, d. 16.10. 1987, hafnsögumaður, og Lukka Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 11.12.1920, á Höfn í Homafirði. Andlát Gísli Jónsson Gísli Jónsson, fyrrverandi pró- fessor í raforkuverkfræði, f. 6.6. 1929, lést aðfaranótt 22. febrúar eftir stutta sjúkralegu. Hann var á sjö- tugasta aldursári. Starfsferill Gísli fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi ffá MR 1950, fyrrihlutaprófi i verkíræði frá HÍ 1953, M.Sc. prófi frá DTH i Kaup- mannahöfh 1956, og prófi í ljós- myndun frá New York Institute of Photography 1995. Gísli starfaði hjá áætlana- og mælingadeild Raforkumálaskrifstof- unnar 1956-1958, hann var forstöðu- maður raffangaprófunar Rafmagns- eftirlits ríkisins 1958-1960, hann starfrækti eigin verkfræðistofu 1960-1961, hann var rafveitustjóri Rafveitu Hafnarfjarðar 1961-1969 og jafnframt slökkviliðsstjóri í Hafnar- firði 1961-1965. Gísli var fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra rafveitna 1969-1975, hann var pró- fessor í raforkuverkfræði við HÍ Undur oq stórmerki 4 4 4 1975-1995, prófessor emi- ritus frá 1996, og starfaði við ljósmyndun frá sama tíma. Gisli gegndi fjölda trúnaðarstarfa. Hann sat m.a. í stjóm Sambands ís- lenskra rafveitna, var for- maður Félags rafveitu- stjóra sveitarfélaga, sat í Hitaveitunefnd Hafnar- fiarðar, var formaður Raf- magnsverkfræðideildar Verkffæðingafélags ís- Gfsli Jónsson. www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR lands, forseti Rótary- klúbbs Hafnarfiarðar, formaður verkfræðiskor- ar HÍ, formaður raf- magnsverkfræðiskorar HÍ, varaforseti verk- fræðideildar HÍ, sat í stjórn Verkfræðistofnun- ar HÍ og var um tíma for- maður hennar, hann var í yfirkjörstjóm Hafnar- fiarðar um árabil og sat í stjórn Neytendasamtak- anna. Til dauðadags var Gisli í stjóm Fríkirkjusafhaðarins í Hafn- arfirði, í Ósonlagsnefhd Landlækn- isembættisins, formaður Krabba- meinsfélags Hafnarfiarðar, formað- ur Námssjóðs J.C. Möller, formaður Ljóstæknifélags Islands, forseti Landsnefndar íslands í CIE og for- maður Evrópsku samtakanna LUX Europa. Gísli var kjörinn Paul Harris fé- lagi Rótaryhreyfingarinnar 1988. Gísli vann að rannsóknum á notkun rafbíla á íslandi og var fmmkvöðull á því sviði hér á landi. Allt til dauðadags starfaði hann einnig mikið að ýmsum baráttumál- um neytenda. Eftirlifandi maki Gísla er Mar- grét Guðnadóttir fulltrúi. Gísli læt- ur eftir sig þrjú uppkomin börn og 13 barnabörn. Foreldrar Gísla voru Jón Guðna- son bifreiðasmiður og Elín Gísla- dóttir. DV Tll hamingju með afmælið 24. febrúar 85 ára Haukur Baldvinsson Hvolsvegi 16, Hvolsvelli 80 ára Sigurlaug Guðmxmdsdóttir Reykjamörk 11, Hveragerði 75 ára Friðrik Stefánsson Hvanneyrarbraut 2, Siglufirði Haxmes Gíslason Ásgarði 135, Reykjavík Karl Jónatansson Hólmgarði 34, Reykjavík Ragnhildur Finnbogadóttir Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði 70 ára Guðmundur Magnússon Byggðavegi 86, Akureyri 60 ára Birgir Stefánsson Freyvangi, Akureyri Una Anna Guðlaugsdóttir Smyrlahrauni 50, Hafnarfirði 50 ára Borgþór Ómar Pétursson Vesturvangi 1, Hafnarfirði Elísabet Bjarnadóttir Ásbraut 6, Hvammstanga Hallfríður Ólöf Haraldsdóttir Breiðabólsstað, Selfossi Jakob Már Gunnarsson Álakvísl 24, Reykjavík Magnea Guðfinnsdóttir Skólastíg 18, Bolungarvík Ýr Margrét Lozanov Hlíðarvegi 37, Kópavogui Þorsteinn Magnfreðsson Fjarðarstræti 2, ísafirði Valgerður Magnúsdóttir Byggðavegi 123, Akureyri, félagsmálasfióri ísafiarðar. Hún og eiginmaður hennar, Teitur Jónsson tannlæknir, eru að heiman í dag. Þau munu bjóöa til fagnaðar um Jónsmessuleytið. 40 ára Aðalheiður Birgisdóttir Dofrabergi 19, Hafnarfirði Ágúst Ómar Eyvindsson Brekkum 1, Hellu. Ágúst verður meö opið hús að Laugalandi í Holtum, laugar- daginn 27. febrúar frá kl. 21. Ágústa Salbjörg Ágústsdóttir Heimagötu 28, Vestmannaeyjum Bára Aðalsteinsdóttir Öldugötu 51, Reykjavík Birgir Rögnvaldsson Vesturbergi 26, Reykjavík Björgvin V. Guðmundsson Fjarðarbraut 29, Stöðvarfirði Dóra Kristín Sigurðardóttir Uröarhæð 2, Garðabæ Helga Magnúsdóttir Lautarsmára 41, Kópavogi Gústaf Gústafsson Neðstaleiti 4, Reykjavík Hallgrímur Sverrisson Klettavík 13, Borgamesi Jóhanna Leifsdóttir Reynigrund 5, Kópavogi Júlía Siglaugsdóttir Laufási 4, Egilsstööum Kristín Hlíðberg Smáraflöt 39, Garðabæ María Hildiþórsdóttir Ljósheimum 16a, Reykjavík Ólafur Guðmundsson Eyjabakka 30, Reykjavík Sigurður Hrafn Hauksson Suðurgötu 3, Keflavík Snorri Páll Snorrason Áshamri 21, Vestmannaeyjar Stefán Jónsson Heiðarbakka 8, Keflavík Þórunn Inga Gunnarsdóttir Garöi, Akureyri Bragi Leifur Hauksson Urðarstíg 14, Reykjavík. Bragi tekur á móti gestum í Hraungerði á Eyrarbakka, laugardaginn 27. febrúar kl. 11-23. Hraungerði er lítið viðarklætt hús, 30 metrum vestan við kirkjuna á Eyrarbakka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.