Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 45 Þórir Einarsson. Fundur hjá Vísindafélagi íslands I kvöld kl. 20.30 verður fundur í Vísindafélagi Islendinga í Nor- ræna húsinu. Þar flytur Þórir Ein- arsson, sáttasemjari og prófessor, erindi sem hann nefnir: Á undan sinni samtíð - Guðmundur Finn- bogason og vinnuvísindin. í fyrirlestrinum er sýnt fram á að Guðmundur Finnbogason hafi verið fyrsti boðberi nútíma stjóm- unarhátta hérlendis með út- breiðslu sinni á vinnuvísindum. Rakið er hvernig Guðmundur kynntist kenningum vinnuvísinda og hvernig hann kynnti þau ís- lendingum. Leitt er getum að því hvers vegna hin nýja þekking fékk ekki hljómgrann meðal þjóð- arinnar fyrr en áratugum síðar. Fundurinn er öllum opinn. Samkomur Biblíunámskeið Biblíunámskeið verður haldiö frá 24. febrúar til 10. mars hjá Biblíuskólanum við Holtaveg. Kennt verður á miðvikudögum kl. 20-22 í þjú skipti. Fjallað verður um Rómverjabréf 1.-8. Kennari verður Friðrik Hilmarsson og er námskeiðsgjald kr. 1500. Skráning er í sima 588-8899. Rabb um rannsóknir og kvennafræði Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir lögfræðingur verður með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvenna- fræðum við Háskóla íslands milli kl. 12 og 13 á morgun, fimmtudag, í stofu 201 i Odda. Fyrirlestur hennar ijallar um hvernig fem- inískar lagakenningar endur- speglast í mannréttindaumræð- unni, einkum að því er varðar hvort alþjóðleg mannréttindaá- kvæði gagnist konum í baráttu þeirra. Jafnframt eru fræðimenn ekki sammála um hversu langt eigi að ganga með lagaákvæðum til að mæta þörfum kvenna. Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise í Kvikmyndaklúbbi Alliance Frangaise í kvöld, kl. 21, verður sýnd kvikmyndin On connait la chanson eftir Alain Resnais. Mynd- in hlaut 7 César-verðlaun, þau merkustu innan franskrar kvik- myndagerðar. Alain Resnais leik- stýrði myndunum Hiroshima mon amourr-L’année derniére á Marien- bad, Mon oncle d’Amérique og mörgum fleiri. Nýlega var svo myndin Smoking no Smoking sýnd í Reykjavík og Alliance Frangaise sýndi L’amour á mort. Kvikmyndir Ólíkt mörgum mynda Resnais er On connait la chanson mynd fyrir stóran áhorfendahóp og hefur vakið mikla athygli víða um heim. Gagn- rýnendm hafa lofað myndina mikið og telja hana vera með betri mynd- um Resnais. í myndinni leika Lamb- ert Wilson, André Dussollier, Pierre Arditi, Sabine Azéma og Jane Birk- in, svo einhverjir séu nefndir. Kvik- myndaklúbbur Alliance Frangaise er til húsa í Austurstræti 3 og er geng- ið inn frá Ingólfstorgi. Vetrar- bliká Selfossi Gunnhildur Bjömsdóttir opnaði myndlistarsýningu á Hótel Selfossi fóstudaginn 19. febrúar sl. Myndirn- ar á sýningunnni eru unnar með blandaðri tækni og ber sýningin yf- irskriftina Vetrarblik. Sýningar Gunnhildur stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur og Myndlista- og handíðaskóla íslands, Myndlistarakademíuna í Helsinki og Listaháskólann Valand í Gauta- borg. Þetta er önnur einkasýning Gunnhildar en hún hefur að auki tekið þátt í samsýningum, m.a. í Japan, Makedóníu, Finnlandi og Svíþjóð. Sýning hennar nú stendur í fjórar vikur. Gunnhildur Björnsdóttir viö eitt verka sinna. Nína Marín Hún Nína Marin fædd- ist 5. október sl. á fæðing- ardeild Sjúkrahúss Akra- Barn dagsins ness kl. 15.10. Við fæð- ingu var hún 3.245 grömm og 50 sentímetrar. Nína Marín er fyrsta barn móð- ur sinnar, Bjargar Guð- mundsdóttur. >// /// Veðrið í dag Kólnar ínótt Á Grænlandssundi er 975 mb lægð á norðausturleið en skammt suður af Hvarfi er 985 mb lægð sem fer allhratt norðaustur. Allhvöss eða hvöss suðlæg átt um landið austanvert fram eftir degi en síðan gola eða kaldi. Suðvestan stinningskaldi vestanlands. Víða rigning eða súld en lengst af þurrt á Norðausturlandi. Hiti 1 til 6 stig en kólnar nokkuð í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðvestanstrekkingur og súld en skúrir eða slydduél síðdegis. Hiti 3 til 5 stig í dag en kólnar nokkuð með kvöldinu. Sólarlag í Reykjavík: 18.29 Sólarupprás á morgun: 8.50 Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.11 Árdegisflóð á morgun: 01.55 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri rigning 6 Bergsstaöir alskýjaö 6 Bolungarvík Egilsstaöir alskýjaö 9 Kirkjubœjarkl. rigning 4 Keflavíkurflv. súld 5 Raufarhöfn alskýjaö 3 Reykjavík rigning og súld 4 Stórhöföi súld 6 Bergen léttskýjaó -2 Helsinki snjókoma -5 Kaupmhöfn skýjaö -1 Ósló snjókoma -6 Stokkhólmur -2 Þórshöfn alskýjaó 1 Þrándheimur skýjaö -9 Algarve heióskírt 12 Amsterdam skýjaó 1 Barcelona skýjaö 10 Berlín léttskýjaö -1 Chicago léttskýjaó -4 Dublin rigning 6 Halifax heiöskírt -11 Frankfurt skýjaö 2 Glasgow léttskýjaö 1 Hamborg þokumóöa 1 Jan Mayen alskýjaö -4 London súld 4 Lúxemborg snjókoma -1 Mallorca skýjaö 4 Montreal heiöskírt -13 Narssarssuaq skýjaö -10 New York alskýjaö -3 Orlando hálfskýjaö 11 París rigning og súld 3 Róm léttskýjaö -2 Vín snjóél á síö.kls. 0 Washington snjókma -4 Winnipeg þoka -3 Veruleg hálka á Vestfjörðum í morgun var verið að ryðja þá vegi sem ófærir voru í nótt sem leið og ættu þeir flestir að vera orðnir færir nema ófært er um Mývatnsöræfi vegna Færð á vegum stórhríðar. Veruleg hálka er á flestum vegum á Vestfjörðum og Öxnadalsheiði og hálkublettir á öðrum vegum. Ástand vega Skafrenningur E3 Steinkast 13 Hálka Ófært ii Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir [D Þungfært © Fært fjallabílum Robert De Niro leikur málaliöa sem tekur að sér þjófnað. Ronin Ronin, sem Bíóborgin sýnir, er ný sakamálamynd sem hefur not- ið töluverðra vinsælda að undan- förnu. Það er ein af goðsögnunum í leikstjórastéttinni, John Frankenheimer, sem leikstýrir myndinni, sem þykir sýna einn besta bílaeltingaleik í langan tíma. Aðalpersónan er Sam (Ro- bert De Niro), bandarískur mála- liði sem ráðinn er ásamt alþjóð- legum hópi vafa- Kvikmyndir samra kunnáttu- manna á sviði vopna burðar til að stela vel varinni og dularfullri skjalatösku. Há laun era í boði en enginn veit hver réð fólkið né hvað er í skjala- töskunni og víst er að sumir munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir láta hana af hendi loks þegar þeir hafa komist yfir hana. Auk Roberts De Niros leika í myndinni Jean Reno, Stellan Skarsgárd, Natashcha McElhone, Sean Bean og Jonathan Pryce. V///////A 'Mtíá| Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóborgin: Fear Loathing in Las Ve- gas Bíóhöllin: Hamilton Háskólabíó: Shakespeare in Love Laugarásbíó: Clay Pigeons Regnboginn: Thunder Bolt Stjörnubíó: Chairman of the Board Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 i 17 18 19 20 21 Lárétt: 1 kynstur, 6 öðlast, 8 frjáls- ir, 9 styrkja, 11 mælir, 12 reiðum, 13 næði, 15 böndin, 17 syngja, 19 málm- ur, 20 spyrna, 21 drykkur. Lóðrétt: 1 fæddi, 2 þætti, 3 bátinn, 4 þröng, 5 deila, 6 skjótur, 7 elska, 9 stakt, 10 vesalar, 14 blöskrar, 16 egg, 18 vein, 19 keyri. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 þekk, 5 gjá, 8 vinur, 9 ós, 10 og, 11 árina, 13 hnit, 14 pár, 16 var, 17 elti, 19 æsti, 21 ein, 22 stáss, 23 ís. Lóðrétt: 1 þvo, 2 eignast, 3 knáir, 4 kurteis, 5 grip, 6 Jón, 7 ás, 12 arins, 13 hvæs, 15 áti, 18 les, 20 tá. Gengið Almennt gengi LÍ 24. 02. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 72,140 72,500 69,930 Pund 115,950 116,540 115,370 Kan. dollar 48,140 48,440 46,010 Dönsk kr. 10,6460 10,7050 10,7660 Norsk kr 9,1430 9,1940 9,3690 Sænsk kr. 8,8900 8,9390 9,0120 Fi. mark 13,3170 13,3970 13,4680 Fra. franki 12,0710 12,1440 12,2080 Belg. franki 1,9628 1,9746 1,9850 Sviss. franki 49,7200 50,0000 49,6400 Holl. gyllini 35,9300 36,1500 36,3400 Þýskt mark 40,4800 40,7300 40,9500 it. líra 0,040890 0,04114 0,041360 Aust. sch. 5,7540 5,7890 5,8190 Port. escudo 0,3950 0,3973 0,3994 Spá. peseti 0,4759 0,4787 0,4813 Jap. yen 0,593800 0,59740 0,605200 irskt pund 100,540 101,140 101,670 SDR 98,160000 98,75000 97,480000 ECU 79,1800 79,6600 80,0800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.