Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 4
20 Ferðir DV MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 Heimsklúbburinn á sjó og landi Heimsklúbbur Ingólfs & Príma gera víðreist í ár að venju og hefur í rauninni alla heimsbyggðina undir í sérferðum. Hnattreisa umhverfls jörðina líkt og tvö undanfarin ár er þó ekki á dagskrá fyrr en árið 2000. Umsvif- in hafa stóraukist, einkum í ferð- um til Austurlanda, en þangað hef- ur Heimsklúbburinn haldið uppi reglubundinni áætlun í vetur og selt upp í allar ferðir hingað til. Búist var við verðhækkun í ótrú- lega ódýrum Thailandsferðum vegna hækkandi gengis gjaldmið- ils landsins en því hefur fyrirtæk- ið mætt með nýjum enn hagstæð- ari samningum við glæsihótel. Reynslan af Austurlandaferðunum er slík að fólk getur ekki orða bundist af undrun og ásakar sjálft sig fyrir að hafa ekki gert þessa uppgötvun fyrr. Reynslan af Austur- landaferðunum er slík að fólk getur ekki orða bundist af undr- un og ásakar sjálft sig fyrir að hafa ekki gert þessa uppgötvun fyrr. Farþegafjöldinn hjá Heims- klúbbnum & Prímu hefur meira en tvöfaldast á einu ári og flest bendir til að aukningin haldi áfram jafnt og þétt. Um árabil hélt Heimsklúbburinn úti ferðum til Karíbahafs og tók aftur upp þráð- inn í byrjun þessa árs. Gisting á nýju 5 stjörnu hóteli með fullu fæði, drykkjum, skemmtunum og öllu inniföldu kostar enn tæpar 100 þúsund krónur í 9 daga ferð að fluginu meðtöldu og þykja það reifarakaup. Ferðir þessar halda áfram fram á sumar til eyjarinnar Dóminíkana þar sem veðursæld og fegurð þykir með eindæmum. Stóraukin aðsókn í siglingar Heimsklúbburinn & Príma kynntu siglingar á Karíbahafi með skipafélaginu CARNIVAL fyrir nokkrmn árum og hefur farið með umboð þess slðan. Á þeim tíma voru siglingar nýlunda fyrir fs- lendinga en þátttakan hefur stór- aukist, bæði hjá hópum og ein- staklingum. Heimsklúbburinn nýt- ur enn besta verðs hjá Carnival á alþjóðamarkaði og selur mörgum siglingar í Karíbahafi á Destiny og öðrum glæsiskipum flotans. Nú hefur Heimsklúbburinn bætt við sig tveimur þekktum umboðum fyrir skemmtisiglingar og stefnir að þvi að verða leiðandi fyrirtæki á því sviði. Hjá Heimsklúbbnum getur fólk nú keypt siglingar um víða veröld með skipum hinna þekktu félaga P & O og PRINCESS CRUSIES, sem er dótturfélag P & O og orðið eitt stærsta skipafélag heimsins, sem siglir um öll heims- ins höf og hefúr meira að segja viðkomu á íslandi í sumar. Tveir fyrir einn í siglingu Fyrir skömmu auglýsti Heims- klúbburinn siglingar í Miðjarðar- hafi í sumar og haust á sérkjörum, tveir fyrir einn. Var þetta tilboð skipafélaganna vegna hins nýja umboðs. Var ekki að sökum að spyrja að sigling frá Aþenu um austanvert Miðjarðarhaf með við- komu í Litlu-Asíu, Rhodos, Beirút, hafnarborg í fsrael og heimsókn til Jerúsalem, Kýpur, Kaíró, Krít, Sikiley og Möltu seldist upp á augabragði. Heimsklúbbnum tókst að útvega nokkra viðbótarklefa fyrir fólkið á biðlista en samtals hafa um 70 manns óskað eftir þess- ari ferð sem býðst á ótrúlega lágu verði með fullu fæði um borð í skipinu í tvær vikur og einstöku tækifæri til að kynnast rótum vestrænnar menningar í þessari siglingu sem kallast i kjölfar Oddysseifs og Krossfaranna. Mesta glæsiskip sögunnar í júní á sl. ári fór stærsta farþega- skip sögunnar á flot og er fullyrt að það beri af öllu sem áður hefur þekkst í þægindum og íburði af öllu tagi, Grand Princess, sem er 109 þúsund tonn og tekur 2.600 farþega. Skipið fór vígslusiglingu sína um Miðjarðarhafið en siglir um Karíba- Frá Feneyjum. Engin af ferðum Heimsklúbbsins hefur notið annarra eins vin- sæida og ferðin Listatöfrar Ítalíu. Þræddar eru listaslóðir Ítalíu norðan frá Mílanó.Veróna, Gardavatni og Feneyjum alla leið suður til Kaprí en ferðin end- ar í Róm og er flogið heim þaðan. haf í vetur. í ágúst i sumar gefst ís- lendingum kostur á að njóta þessa ævintýris í 12 daga siglingu um Miðjarðarhafið á sérkjörum, tveir fyrir einn. Þarna er um viðburð að ræða, sem fáir eða engir íslendingar hafa áður kynnst og að jafnaði er aðeins á færi fræga og ríka fólksins. En siglingin með fullu lúxusfæði og öllu, sem þar er innifalið kostar samt ekki meira en hóteldvöl án fæðis á 5 stjömu hóteli í Vestur-Evr- ópu í jafnlangan tíma. Flogið er til Barcelona og lagt upp þaðan í sigl- inguna um Miðjarðarhafið sem með réttu er kölluð „vagga siglinganna". í júní á sl. ári fór stærsta farþegaskip sögunnar á flot og er fullyrt að það beri af öllu sem áður hefur þekkst í þægindum og iburði af öllu tagi, Grand Princess, sem er 109 þúsund tonn og tekur 2.600 farþega. Viðkomustaðir eru margir af fræg- ustu sögustöðum heimsins, þar sem oftast er dvalist daglangt, Mónakó, Livorno á vesturströnd Ítalíu, það- an sem farþegar geta skoðað Toscanahérað og listaborgimar Pisa og Florens. Siglt er um Napólíf- lóann og dvalist í Napóli, Sorrento og Kaprí áður en siglt er um Mess- inasund suður fyrir Ítalíu og norður Adríahaf til Feneyja. Eftir sólar- hringsdvöl þar er siglt suður með Dalmatíuströnd til Píreus við Aþ- enu, þaðan til Kusadasi í Litlu-Asíu afsiöppun á sólarströnd með Heimsklúbbi Ingólfs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.