Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Side 1
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 Newcastle í 8-liöa úrslitin í enska bikarnum bls. 20-21 Svissneska stúlkan Martina Hingis, sem hér sést einbeitt á svip, komst auðveldlega áfram í 3. umferð á opna Parísarmótinu í tennis í gær. Hingis sigraði Söndru Nacuk frá Júgóslavíu f tveimur settum, 6-1 og 6-1. Þá komst bandaríska stúlkan Serena Williams í þriðju umferðina með því leggja Nathalie Tauziat frá Frakklandi, 6-1 og 6-4. Símamynd Reuter ^ Styrkleikalisti FIFA: Islendingar í 61. sæti íslenska landsliðið í knattspymu er í 61. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefinn var út í gær. ísland hefur því lækkað niður um eitt sæti en fyrir mánuði var landsliðið í 60. sæti. Brasilíumenn eru sem fyrr í efsta sæti listans en fast á hæla þeim koma heimsmeistarar Frakka. Efstu þjóðimar á listanum em: 1. Brasilía ......................827 2. Frakkland .....................786 3. Ítalía .......................742 3. Króatía.......................742 5. Þýskaland ....................738 6. Argentína.....................727 7. Tékkland .....................716 8. Holland ......................706 9. Spánn.........................698 10. England ....................695 England er í 11. sæti, Noregur í 13. sæti, Svíþjóð í 14. sæti og Danmörk er í 15. sætinu. -GH Lee áfram með Suhr Kóeramaðurinn Suk-Hyung Lee, fyrrum markvörður FH-inga í handknattleik, hefur framlengt samning sinn við svissneska A- deildarliðið Suhr. Lee gekk í raðir liðsins í sumar og gerði þá eins árs samning við félag- ið og í vikunni skrifaði hann undir nýjan samning. FH-ingar vora i viðræðum við Lee með það J fyrir augum að fá hann aftur til sin fyrir næstu leiktíð en nú er ljóst að svo verður ekki. -GH - stökk 4,30 metra og sigraði á alþjóðlegu móti í Aþenu í gær FH-ingurinn Þórey Edda Elís- dóttir sigraði í stangarstökki kvenna á alþjóðlegu móti í Aþenu í Grikklandi í gærkvöld. Þórey stökk 4,30 metra sem er langbesti árangur hennar frá upp- hafi en best átti hún 4,21 metra sem hún stökk á móti í Svíþjóð fyrir háifum mánuði. Önnur á mótinu í Aþenu í gær varð s- afríska stúlkan Elmarie Gerryts en hún stökk 4,25 metra. Þetta er í fyrsta sinn sem Þórey sigrar á alþjóðlegu móti en mótið í Aþenu er eitt af stóm mótunum á mótaskrá Alþjóða frjálsíþrótta- sambandsins. Með stökkinu í gær er Þórey kominn í hóp þeirra bestu í heiminum og verður fróð- legt að fylgjast með henni í fram- tíðinni. Hún er komin i 8.-12. sæti á heimslistanum en Vala Flosadóttir er fjórða. Keppir í Stokkhólmi í kvöld í gær var Þóreyju boðið að taka þátt í alþjóðlegu stórmóti í Stokk- hólmi sem fram fer í kvöld en það tengist svokölluðum Rioch Tour. Þar mun hún etja kappi við marg- ar af bestu stangarstökkskonum heims þar á meðal Völu Flosadótt- ur sem nýlega vippaði sér yfir 4,40 metra. Um helgina keppir svo Þórey á móti í Sindelfingen í Þýskalandi. -GH John Toshack er aftur kominn til Real Madrid. Toshack aftur til Real Madrid Walesverjinn John Toshack var í gærkvöld ráðinn þjálfari spænska stórliðins Real Madrid. Hann tekur við liðinu af Hollend- ingnum Guus Hiddink sem rek- inn var úr starfi þjálfara í gær- morgun eftir 7 mánaða starf. Tos- hack kemur til Madridariiðsins ffá tyrkneska liðinu Besiktas en þar hefur hann verið óánægður við stjómvölinn síðasta eina og hálfa árið. Toschak er vel kunnugur spænskri knattspymu. Hann þjálfaði lið Real Sociedad 1985-1989 og þaðan fór hann til Real Madrid. Hann stýrði Real Madrid tO sigurs í deildarkeppn- inni tímabilið 1989-90 en fékk að taka poka sinn ári síðar. Tos- hack fór aftur til Sociedad og var þar í 3 ár áður en var síðan rek- inn. Árið 1995 tók hann við liði Deportivo og var þar við stjóm í 2 ár en hélt síðan til Tyrklands. -GH Þýski handboltinn: Tap hjá íslensku liðunum Flensburg heldur sínu striki í þýsku A-deildinni í handknatt- leik. Liðið burstaði Róbert Dura- nona og félaga hans í Eisenach á útivelli í gær, 16-29. Duranona var markahæstur í liði Eisenach með 4 mörk en hjá Flensburg skoraði Jan Fegter 7 mörk. Ólafur Stefánsson skoraði 5 mörk fyrir Magdeburg en það dugði skammt því Magdeburg lá á útivelli fyrir Niederwúrzbach, 25-23. Svíinn Stefan Lövgren var í miklu stuði í liði heimamanna og skoraði 9 mörk. Lemgo hafði betur gegn Nettel- stedt í hörkuleik, 21-20, þar sem Daniel Stephan var markahæst- ur í liði Lemgo með 5 mörk. Þá sigraði Kiel lið Grosswall- stadt, 30-25. Staða efstu liða: Flensburg 21 16 3 2 591-473 35 Lemgo 21 16 0 5 523-455 32 Kiel 21 14 2 5 575-477 30 GrosswaUst.22 11 2 9 578-549 24 Essen 22 10 3 9 523-518 23 Niederw. 22 10 3 9 557-555 23 Nettelstedt 23 10 3 10 550-579 23 Lærisveinar Alfreðs Gíslason- ar í Hameln héldu sigurgöngu sinni áfram í í norðurhluta B- deildarinnar. Hameln sigraði Bremen í gærkvöld, 21-18. Hameln er með 53 stig í efsta sæti en Nordhom kemur í öðm sætinu með 50 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.