Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 2
20 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 21 Iþróttir íþróttir Island (25) 54 Bosnía (45) 83 0-5, 3-5, 7-13, 13-16, 16-18, 16-27, 20-36, 25-39, 24-A3 (2045). 2949, 34-51, 38-62, 43-67, 44-71, 50-78, 54-83. Stlg íslands: Herbert Amarson 16, Falur Harðarson 8, Guðmundur Bragason 5, Páll Axel Vilbergsson 5, Friðrik Ragnarsson 5, Hjörtur Harðarson 5, Fannar Ólafsson 3, Hermann Hauksson 3, Guðjón Skúlason 2, Friðrik Stefánsson 2. Stig Bosniu-Herzegóveníu: Gordan Firic 15, Samir Leric 15, Haris Mujezinovic 13, Dzevad Alihodzic 10, Damir Mirkovic 9, Jasim Hukic 7, Samir Avdic 7, Abdurahman Kahrimanovic 4, Adis Beciragic 3. Fráköst: ísland 22, Bosnía 28. 3ja stiga körfur: ísland 26/8, Bosnía 8/5. Vítanýting: ísland 10/8, Bosnía 26/14. Dómarar: Williams Jones, Wales, og Martin Hehir, írlandi. Dæmdu mjög vel. Áhorfendur: Um 600. Maður leiksins: Gordan Firic, geysilega útsjónarsamur og á framtíðina fyrir sér. Skíðagönguátakið: 700 manns mættu í Laugardalinn Um síðustu helgi var Skíða- helgin í Laugardal haldin þar sem rúmlega 700 manns komu í Laugardalinn og fengu kennslu í skíðagöngu. Veðm- var frábært á laugardeginum en þá skein sólin og aðstæður voru eins og þær gerast bestar. En á sunnudegin- um blés aðeins en þó var aðsókn- in sú sama og daginn áður. Bryddað var upp á óvæntri upp- ákomu á laugardeginum þar sem stjórn og stjórnarandstaða reyndu meö sér í boðgöngu og báru stjórnarliðar sigur úr být- um. Að kennslu lokinni var fólki síðan boðið upp á heitt kakó, flatbrauö, kex og kaldan drykk auk þess sem skíðabúðirnar Fálkinn og Skátabúöin kynntu skíðaútbúnað. Tókst fram- kvæmdin mjög vel og almennt ríkti mikil ánægja meö uppá- komu þessa. Átakið „Skíðagöngukennsla fyrir almenning" heldur áfram og næsta laugardag verður kennt á Selfossi. Hefst kennslan klukkan 14 og stendur til 17. Áframhaldandi dagskrá hljóðar: 27/2 ..............Selfoss kl. 14-17 2/3 ..............Borgames kl. 17.00 4/3 ........Patreksfjörður kl. 17.00 6/3 ...........Bolungarvík kl. 14-17 7/3.................ísafjörður kl. 14-17 8/3 ...............Súöavík kl. 18.00 9/3 Hólmavík kl. 19.00 NBA-DEILDIN Úrslitin í nótt: Boston-Orlando............111-79 Pierce 19, Walker 17, Barros 17 - Austin 13, Grant 12, Doleac 11. 76ers-Sacramento...........94-81 Iverson 36, Lynch 19, Hughes 17 - Webber 22, Divac 10, Williams 10. Indiana-Toronto...........104-84 Smits 22, Rose 16, Best 10 - Carter 28, Willis 14, McGrady 10. Detroit-Cleveland..........89-73 Dumars 26, Dele 13, Hunter 13 - Kemp 24, Henderson 12, Anderson 11. Charlotte-Miami............83-91 Phills 20, Reid 16, Wesley 12 - Mourning 20, Brown 13, Hardaway 13, Strickland 13. NJ Nets-Portland ...........85-94 Murdock 23, Gill 16, Van Hom 15, Williams 15 - Williams 22, Rider 17. SA Spurs-Seattle...........99-81 Robinson 29, Duncan 18, Elie 13 - Payton 20, Williams 10, Polynice 10, Schrempf 10. Denver-Utah Jazz...........97-87 McDyess 24, Van Exel 23, Lafrentz 13 - Malone 22, Stockton 14. „rr Staðan í B-ríðli 1 Ísland-Bosnía . ... 54-83 Litháen-Króatía .. 76-65 Holland-Eistland . . 89-104 Bosnia 9 8 1 704-648 17 Litháen 9 7 2 734-591 16 Króatía 9 6 3 710-638 15 Eistland 9 5 4 750-780 12 Holland 9 5 4 664-738 12 ísland 9 0 9 666-833 9 Hæðarmunur leikmanna var mikill og það reyndist vega þungt þegar upp var staðið. Hér reynir Friðrik Ragnarsson, bakvörður, að finna sér leið fram hjá Gordan Firic sem var bestur manna í leiknum. Síðustu leikirnir í riðlinum verða á laugardag en þá sækja Litháar íslendinga heim en Litháar eru hátt skrifaðir á körfuknattleikssviðinu. Eistar sækja Bosníumenn helm til Sarajevo. DV-mynd ÞÖK fcij ENGLAND Bikarkeppnin 5. umferð: Blackburn-Newcastle..........0-1 0-1 Saha (39.) Derby-Huddersfield...........3-1 0-1 Beech (15.), 1-1 Dorigo (34.), 2-1 Baiano (73.), 3-1 Baiano (82.) xx Tottenham-Leeds..............2-0 1-0 Anderton (59.), 2-0 Ginola (67.) i 8-liöa úrslitunum mætast þessi lið: Newcastle-Everton Bamsley-Tottenham Arsenal-Derby Mancheste United-Chelsea Mörkin sem Anderton og Ginola skomðu fyrir Tottenham voru giæsileg og þá einkum og sér í lagi mark Andertons sem hlýtur að koma sterklega til greina sem mark ársins. Ginola átti frábæran leik með Tottenham og var óheppinn að skora ekki fleiri mörk því í tvígang átti hann þramuskot í tréverkið. Les Ferdinand, framherji Tottenham, eyddi nóttinni á sjúkrahúsi í London en hann fékk högg á höfuðið eftir viðskipti viö David Wetherall, varnarmann Leeds. Frakkinn Louis Saha lék 1 framlínu Newcastle í stað Alan Shearers sem var meö flensu og hann skoraði sigurmark Newcastle á Ewood Park. Verulegar líkur em á þvl að Hol- lendingurinn Michael Mols gangi 1 raðir Sheffleld Wednesday á næstum dögum. Mols hefur verið undir smá- sjá margra liða á borð Derby, Totten- ham, Feyenoord og Ajax en Wednes- day virðist hafa unnið kapphlaupið um þennan markaskorara sem gert hefur 32 mörk í 55 leikjum með Ut- recht. Danny Wilson, knattspymu- stjóri Wednesday, er reiðubúinn að borga 280 milljónir fyrir Mols. Berti Vogts, fyrrum landsliðsþjálf- ari, dvelur þessa dagana hjá Manchester United í boði Alex Ferguson. Vogts er ánægður með margt sem hann hefur séð en hann og Ferguson hafa lengi verið mestu mát- ar. Vogts var spurður að því í gær hvort hann væri tilbúinn að þjálfa lið á Englandi. Vogts svaraði því til að það kæmi alveg til greina eins og hvað annaö. -GH/JKS 1. DEILD KVENNA Stjarnan 16 14 1 1 460-342 29 Fram 16 12 2 2 413-350 26 Haukar 16 11 2 3 381-335 24 Víkingur 16 9 4 3 362-334 22 Valur 16 9 2 5 351-311 20 FH 16 6 2 8 361-339 14 Grótta/KR 16 5 2 9 340-351 12 ÍBV 16 5 1 10 352-370 11 KA 16 1 0 15 274417 2 ÍR 16 0 0 16 267412 0 Hæö og líkamlegur styrkur - skildu íslendinga frá Bosníumönnum sem lögðu okkar menn, 54-83 Islenska landsliðið í körfuknattleik mátti sin lítils gegn himinháum, leiftursnöggum, teknísk- um og þrælsterkum Bosniu-Herzegóvínu-mönn- um í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Viðureign þjóðanna var liður í riðlakeppni Evrópumóts landsliða og hefur íslenska liðinu ekki tekist enn aö vinna sigur i riðlinum. Lokatölur í leikn- um urðu 54-83, eftir að staðan í hálfleik var 25-45 fyrir Bosníu. Það er kannski skiljanlegt að íslendingar séu enn án sigurs þegar horft er til þess hvaða þjóð- ir skipa þennan riðil. íslendingar hafa att kappi við margar af sterkustu þjóðum Evrópu í þess- ari keppni og því ljóst fyrir keppnina að við ramman reip yrði að draga eins glöggt hefur komið á daginn. Bosníumenn stefna hraðbyri að sigri í riðlinum en riðlakeppninni lýkur næsta laugardag. Þá mæta Bosníumenn Eistum heima og íslendingar liði Litháa sem eru engir aukvis- ar í körfubolta. Átakalaus sigur Bosníumanna Það var ljóst stréix í upphafl hvaða verkefni blasti við íslenska liðinu. Bosníumenn höfðu vinninginn á öllum sviðum körfuboltans og hægt er að segja að þeir hafi unnið átakalítinn sigur með hæðinni og miklum líkamlegum styrk. Það eru einmitt þessir þættir sem verða íslenska landsliðinu að falli þegar að leikjum kemur gegn stóru löxunum í körfuboltanum. Styrkur íslenska liðsins hefur legið í sókninni þar sem traust er sett á skyttur þess. Það var í gærkvöld sem sóknin brást og þá fýkur í flest skjól hjá okkar mönnum. Að vísu skoraði íslenska liðið sex þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik sem héldu liðinu á tímabili á floti. Fyrsta tveggja stiga karfan var ekki skoruð fyrr en sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Bosníumenn tóku til bragðs að leika stífan maður á mann og við það hrundi sóknin hjá íslenska liðinu. íslenska liðið komst ekkert áleiðis gegn þessari vöm Bosníumanna en þar var hverki smugu að fmna. 20 stig skildu liðin í leikhléi og ljóst að erfiður síðari hálfleik- ur var fram undan. Bosníumenn drógu úr krafti sínum í síðari hálfleik og gaf þjálfarinn þeirra öllum leikmönn- unum tækifæri til að spreyta sig. Herbert bestur í íslenska liðinu Herbert Arnarson var bestur í íslenska liðinu. Hann hefur reynslu af því að leika erlendis og það kemur í góðar þarfir í leikjum sem þessum. Guðmundur Bragason og Friðrik Stefánsson reyndu hvað þeir gátu í vöminni en urðu oftast að lúta í lægri haldi fyrir hávaxnari mótherjum. íslenska liðið saknaði þeirra Teits Örlygssonar og Helga Jónasar Guðfinnssonar, sem vom fjarri góðu gamni vegna meiösla. Menn em að gera sér vonir um að Teitur geti leikið með gegn Litháum á laugardaginn. í vor tekur síðan við forkeppni þeirra liða sem lentu í neðstu sætun- um í riðlakeppninni sem nú stendur yfir. Bosníumenn hafa á að skipa einu sterkasta liði sem leikiö hefur á fjölum Laugardalshallar- innar. Þar er hverki veikan hlekk að finna og fer þetta lið eflaust langt í úrslitakeppni mótsins. Liðið lék án Nenad Markovic sem er stigahæsti leikmaður liðsins í keppninni og skoraði m.a. 37 stig Lsíðasta leik. Hann lék ekki með vegna meiðsla.: -JKS Sagt eftir leikinn í Laugardalshöll í gærkvöld: Sóknin brást „Liðið náði sér aldrei á strik í sóknarleiknum og því fór sem fór. Styrkur Bosníumanna var alveg eins og ég átti von á. Þetta er geysi- lega öflugt lið, sterkir líkamlega og mjög snöggir. Þeir nýttu sér slakan sóknarleik okkar með hraðaupp- hlaupum en þeir hafa líklega ekki skorað færri en 20 stig upp úr þeim. Ég var nokkuð ánægður með vamarleikinn en það er Ijóst að við verðum að laga nokkra þætti fyrir leikinn gegn Litháum á laug- ardag. Við söknuðum leikmanna sem em meiddir en fjarvera þeima kom helst niður á sókninni. Það tók enginn af skarið í sókninni en við munum slípa hana fyrir laug- ardagsleikinn," sagði Jón Kr. Gíslason, landsliðsþjálfari, í sam- tali við DV eftir leikinn. „Ég er vonsvikinn því ég veit að við getum meira. Sóknin brást en vömin vann vel og það var gott að halda Bosníumönnum í 83 stigum. Þetta er eitt af sterkari liðum sem ég hef leikið gegn. Við höfum tvo daga til að bæta okkur fyrir leik- inn gegn Litháum," sagði Falur Harðarson eftir leikinn. „Við undirbjuggum okkur fyrir þennan leik eins og alla aðra leiki. Við bárum mikla virðingu fyrir ís- lenska liðinu sem hefur innan- borðs góðar skyttur. Þær náðu sér hins vegar ekki eins vel á strik núna og í fyrri leik þjóðanna. Mér fannst Herbert vera bestur í ís- lenska liðinu. Mitt lið er í hópi 10 bestu i Evrópu í dag og ég tel okk- ur vera með lið sem getur farið alla leið í úrslitakeppninni," sagöi Sabit Hadzic, þjálfari Bosníu, við DV eftir leikinn. -JKS 1. deild kvenna í handknattleik: „Þetta eru léleg vinnubrögð" Nýbakaðir bikarmeistarar Fram náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri í bikarkeppninni þegar liðið tók á móti Val í deildarkeppninni. Vals- stúlkur höfðu undirtökin allan fyrri hálfleikinn, þær náðu að klippa rússnesku leikmennina Marinu Zouevu og Olgu Prohonovu út úr leiknum og leiddu í hálfleik, 7-11. Gústaf Bjömsson, þjálfari Fram, messaði hressilega yfir sinum leik- mönnum í leikhléi í fyrri hálfleikn- um: „Þetta em léleg vinnubrögð hjá ykkur,“ glumdi um Framheimilið og í leikhléinu hefúr Gústaf örugg- lega sagt sínum leikmönnum til syndanna og var allt annað að sjá til Framliðsins í seinni hálfleiknum. Þá gerði Gústaf einnig þá breytingu að setja Guðríði Guðjónsdóttur inn í stöðu hægri skyttu og skilaði hún fjórum mörkum í hálfleiknum. í vöminni stóð Fram 6-0 vömina af prýði en þó vamarleikur Fram væri ágætur vora Valsarar svo sem ekki að gera þeim lífið leitt með sterkum sóknarleik. Valur misnot- aði 14 sóknir í röð í seinni hálfleikn- um og skoraði ekki mark í 16 mín- útur. Á þeim tíma breyttu Framar- ar stöðunni úr 9-14 í 15-14 og hefðu hæglega getað farið með bæði stigin út úr leiknum, en þær Alla Gokori- an og Gerður Beta Jóhannsdóttur komu í veg fyrir það með því að skora síðustu fjögur mörk Vals í leiknum. „Það var hrikalegt klúður að missa þetta svona niður, það varð algjört einbeitingarleysi sem kom upp hjá okkur eftir góða byrjun. Það vantaði alla ákveðni í þetta hjá okkur,“ sagði Gerður Beta Jóhanns- dóttir, fyrirliði Vals. Mörk Fram: Marina Zoueva 5/1, Guðríður Guðjónsdóttir 4, Steinunn Tóm- asdóttir 3, Jóna Björg Pálmadóttir 3, Svanhildur Þengilsdóttir 1, Sara Smart 1 og Díana Guðjónsdóttir 1. Varin skot: Hugrún Þorsteinsdóttir 10. Mörk Vals: Gerður Beta Jóhanns- dóttir 8/4, Alia Gokorian 7, Þóra B. Helgadóttir 2 og Ama Grímsdóttir 1. Varin skot: Larissa Zoubar 10/1. Kristín skoraði 11 Grótta/KR sigraði ÍR á Nesinu, 22-16. Heimastúlkur leiddu allan tímann og leiddu í hálfleik, 11-6. Mörk Gróttu/KR: Kristín Þórðardótt- ir 11, Edda Kristinsdóttir 5, Katrín Tóm- asdóttir 3, Ágústa Edda Bjömsdóttir 2, Sigríður B. Jónsdóttir 1. Mörk ÍR: Elín Sveinsdóttir 6, Katrin Guðmundsdóttir 4, Inga Ingimundardótt- ir 2, Ingbjörg Jóhannsdóttir 2, Hrund 1, Heiða Guðmundsdóttir 1. Stórsigur Stjörnunnar Stjaman heldur sínu striki þrátt fyrir að í liðið vanti Herdísi Sigur- bergsdóttur. Stjörnustúlkur gerðu góða ferð í Hafnarfjörð og sigmðu FH, 21-33, en í hálfleik munaði að- eins tveimur mörkum, 10-12. FH skoraði 4 fyrstu mörkin í síðari hélfleik og allt stefndi í hörkuleik en leikur FH hmndi á síðustu 10 mínútunum og Stjaman rúllaði yfir heimastúlkur leiksins. Mörk FH: Þórdls Brynjólfsdóttir 6, Björk Ægisdóttir 5, Guðrún Hólmgeirsdóttir 3, Katrín Gunnarsdóttir 2, Gunnur Sveins- dóttir 2, Dagný Skúladóttir 2, Drífa Skúladóttir 1. Mörk Stjörnunnar: Inga Friða Tryggva- dóttir 10, Ragnheiður Stephensen 8, Guð- ný Gunnsteinsdóttir 3, Inga S. Björgvins- dóttir 3, Margre't Vilhjáhnsdóttir 2, Nína K. Bjömsdóttir 2. Yfirburðir hjá Haukum Haukar burstuðu KA á heimvelli sínum í Strandgötu, 30-16, en í hálf- leik var staðan 20-4. Eins og tölurn- ar gefa til kynna voru yfirburðir Hauka algjörir í leiknum. Mörk Hauka: Thelma Ámadóttir 6, Harpa Melsted 5, Hanna G. Stefánsdóttir 4, Sandra Anulyte 3, Tinna Halldórsdótt- ir 3, Björg Gilsdóttir 3, Hekla Daðadóttir 2, Eva Loftsdóttir 1, Venche Johannesen 1. Mörk KA: Þórunn Sigurðardóttir 4, Jette Walter 4, Heiða Valgeirsdóttir 3, Ama Pálsdóttir 1, Ebab Brynjarsdóttir 1, Ásdís Sigurðardóttir 1, Þóra Átladóttir 1, Martha Hermannsdóttir 1. Kristín í stuði Víkingur sigraði ÍBV i spennandi leik, 19-17, en staðan í hálfleik var, 11-9. Mörk Víkings: Kristín Guðmunds- dóttir 11, Heiðrún Guðmundsdóttir 5, Inga Lára Þórisdóttir 2, Svava Sigurðar- dóttir 1. Mörk ÍBV: Guðbjörg Guðmundsdóttir 7, Ingibjörg Jónsdóttir 5, Amela Hegic 2, Hind Hannesdóttir 2, Elísa Siguröardótt- ir 1. -ih/GH Blcrnd í polca Þrir leikmenn Inter Milan voru dæmdir í leikbann af aganefnd ítalska knattspymusambandsins í gær. Þyngstu refsinguna fékk fyrir- liðinn Giuseppe Bergomi. Hann fékk fjögurra leikja bann og þarf að greiða 430.000 í sekt. Francesco Colonnese fékk tveggja leikja bann og Javier Zanetti eins leiks. Þremenningamir voru allir reknir af leikvelli á sömu mínútu þegar Inter tapaði fyrir Parma í bikarkeppninni í síðustu viku. Aninta Wachter sigraöi í heimsbik- armóti í stórsvigi sem fram fór i Are í Svíþjóð í gær. Andrine Flemmen, Noregi, varð önnur og svissneska stúlkan Sonja Nef varð þriðja. Malmö og Viking Stavanger leika til úrslita á knattspyrnumóti á La Manga á morgun. I undanúrslitunum í gær lagði Malmö danska liðiö Bröndby, 1-0. Ólafur Örn Bjarna- son lék með Malmö en Sverrir Sverr- isson lék ekki með. Þá hafði Viking betur gegn danska liðinu AaB, 64, í vitaspymukeppni en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Barcelona féll í gær út úr 8-liða úr- slitum spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Börsungar töpuðu fyrir Valencia, 4-3, og samanlagt 7-5. Claudio Lopez skoraði tvö marka Valencia og Miguel Angulo og Gaizka Mendieta eitt hver en fyrir Börsunga skoruðu Rivaldo, Oscar Garcia og Frank de Boer. Þá sigraði Atletico Madrid lið Espanyol, 14, og samanlagt 6-2, og Deportivo hafði bet- ur gegn Mallorca, 1-0, og samanlagt, 2-1. ÍS sigraði Stjörnuna, 3-0, í 1. deild karla í blaki í gær. Úrslit i hrinunum voru, 15-9, 15-9 og 15-13. NBA: Harris rekinn frá Lakers Los Angeles Lakers rak í gær Del Harris, þjálfara félagsins. Lakers hefur ekki gengið sem skyldi. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og ósigurinn gegn Vancouver í fyrri- nótt var komið sem fyllti mælinn. Brottreksturinn kom aðeins sólar- hring eftir að frákastakóngurinn og vandræðagemsinn Dennis Rodman hafði gengið í raðir liðsins en hann leikur sinn fyrsta leik i búningi Lakers aðra nótt þegar Lakers fær granna sina í LA Clippers í heim- sókn. Eftirmaður Ellis verður ann- aðhvort Larry Drew eða Kurt Rambis en vora aðstoðarþjálfm’ar hjá Ellis. -GH Lilja Valdimarsdóttir, leikmaður Vals, stekkur hér inn í teiginn en Hugrún Þorsteinsdóttir, markvörður Fram, varði skot hennar. DV-mynd ÞÖK Frábær fæðubótaefni! ALVÖRU ORKA www.itn.ls/leppin Igppm ■fcl Í8PORT. H0LLUSTA ALLA LEIÐ ekkert koffein - enginn hvítur sykur - engin aukaefni nýttogfrábækt TVIST útron/ananas HAGKAUP IMreóntft'tofMMu* M Hollir og bragðgóðir drykkir! SQUEEZY Svaladrykkurfyrir alla og sérstaklega góður í íþróttir og önnur átök. Sportdrykkur fyrir krakka og unglinga, með öllum nauðsynlegum vítamínum og bætiefnum. Aðrar Leppin sport vörur: Training formula: vítamínbættur kolvetnadrykkur, Carbo Lode:„hleðslukolvetni" Hraustur: próteindrykkur. Léttur: næringardrykkur. Amino Lean: fitubrennslutöflur. Energy boost: hressandi kolvetnatöflur. Orkugel. Orkukex. Reykjavík og nágrenni: Aerobic Sport, Baðhúsið, Everest, Fólkinn, GÁP, Gym80, Heilsuhúsið Kópavogi, Hreysti, Hlaupaverslun Gísla Ferdinants, Intersport, Músik & sport, íþrótt, Skátabúðin, Útilff, Veggsport, World Class og Þokkabót. Landið: Ozone Akranesi, Iþróttamiðstöðin Borgarnesi, Verslunin Sport Blönduósi, Vestursport ísafirði, Heilsuræktinni Sauðárkróki, Videoval Siglufirði, Tíska og Sport Ólafsfirði, Böggustaðir Dalvlk, Sportver, 66°N og World Class Akureyri, Verslunin Tákn Húsavík, Táp og fjör Egilsstöðum, Nýjung Neskaupstað, Orkuverið Höfn, Vöruval Vestmannaeyjum, Flúðasport Flúðum, Sportlíf Selfossi, Mónakó Grindavík, íþróttamiðstöðin Garði, K-sport og Lífsstíll Keflavík. Nokkrar tegundir af Leppin sport vörum fást einnig í stórmörkuðum um allt land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.