Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 DV iéttir Óánægja eftir heimsókn skólabarna í Rauöa kross húsiö: Smokkum dreift til 13 ára unglinga - samningur viö landlækni miöar dreifingu viö 15 ára aldur Smokkum var dreift til 13 ára skólabarna úr Álftamýrarskóla þegar þau fóru í heimsókn í Rauöa kross húsið í síðustu viku. Heim- sóknin var liður í þemaviku í skól- anum. Óánægju hefur gætt meðal foreldra vegna smokkadreifingar- innar til svo ungra nemenda. „Þegar dóttir mín kom heim sýndi hún mér tvær lyklakippur sem hún hafði fengið í heimsókn- inni,“ sagði Kolbrún Jónsdóttir, móðir 13 ára stúlku sem var í nem- endahópnum. „Hvor kippa var með tveimur hólfum. Á henni stendur: „Fyrir stráka og steplur sem eru góð við hvort annað“. Framan á þessu er dansandi, bros- andi, vinkandi smokkur. Undir Þorvaldur Þorbjörnsson: Var aö brjóta upp formið „Ég ákvað að láta krakkana hafa smokka og penna þegar þeir voru að fara,“ sagði Þorvaldur Þorbjörns- son, forstöðumaður ungmennadeild- ar Reykjavíkurdeildar Rauða kross- ins, en hann dreifði smokkunum til nemendanna úr Álftamýrarskóla. „Fyrirlesturinn hjá mér gekk ekki út á það að þau væru í vand- ræðum, byrjuð að sofa hjá, heldur gerði ég þeim einungis grein fyrir starfsemi ungmennadeildar Rauða krossins. Þegar þau voru að fara ákvað ég, til að brjóta upp formið, að vera svolítið skemmtilegur og láta þau hafa kippurnar og pennana." Þorvaldur kvaðst ekki hafa vitað það fyrr en eftir á að smokkakipp- urnar ættu ekki að fara til krakka yngri en í 10. bekk. Smokkarnir sem dreift var til unglinganna. því stendur URKÍ, landlæknir. Inni í hylkinu er smokkur. Ég var ekki sátt við að verið væri að dreifa smokkum til 13 ára dóttur minnar né heldur að hún væri með húslyklana sina á smokka- kippu sem hún gengi alltaf með.“ Kolbrún kvaðst telja kynfræðslu í verkahring foreldra en ekki ein- hverra sem tækju á móti ungum skólabörnum í stuttum kynningar- heimsóknum. Þar væru viðkom- andi komnir langt út fyrir sinn verkahring. Þess má geta að samkvæmt sam- starfssamningi sem landlæknis- embættið og Rauði krossinn gerðu með sér um umræddar smokka- kippur skal ekki dreifa þeim með- al unglinga fyrr en þeir eru komn- ir í 10. bekk, eða 15 ára og þá ekki fyrr en eftir áramót, að því er Rannveig Pálsdóttir, sérfræðingur í kynsjúkdómum, sagðist best vita. Hún hefur verið ráðgjafi Rauða krossins í þessum málum. Kolbrún gerði einnig athuga- semdir við myndband frá starf- semi Rauða kross hússins sem krökkunum var sýnt í heimsókn- inni. „Dóttir mín var hugfangin af því sem sem hún sagðist hafa séð á myndbandinu, þ.e. að krakkarn- ir í Rauða kross húsinu fengju að vaka til tólf, horfa á video, borða nammi og popp. Henni fannst þetta toppurinn þar sem hún þarf sjálf að fara upp í rúm kl. hálfell- efu á kvöldin, enda vaknar hún klukkan sjö. Það jaðraði við að hún ætlaði að fara að heiman eft- ir að hafa séð þessa spólu því hún sá dvölina í Rauða kross húsinu í hillingum en ekki sem neyðarat- hvarf.“ -JSS Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, afhendir Helga Kristbjarnarsyni lækni 800 þúsund krónur úr verðlaunasjóði iðnaðarins. DV-mynd Pjetur Iðnaðarmenn verðlauna lækni Helgi Kristbjarnarson læknir hlaut úthlutun úr Verðlaunasjóði iðnaðarins á Iðnþingi sem haldið var í Reykjavík í gær. Viðurkenn- inguna fær Helgi fyrir svefnrann- sóknir sínar og tæki sem fyrirtæki hans hefur hannað til þeirra rann- sókna. Rekur fyrirtæki Helga nú tvö útibú erlendis, annað í París og hitt á Flórída. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, afhenti verðlaunin og gat þess þá að það væri tímanna tákn og gleðilegt þegar vísindi, tækni og iðnaður féllust í faðma eins og gerst hefði í rannsóknum Helga Krist- bjamarsonar. Verðlaunasjóði iðnaðarins var komið á laggirnar af Kristjáni Frið- rikssyni iönrekanda. Verðlaunaféð sem féll Helga Kristbjarnarsyni í skaut nemur átta hundruð þúsund krónum auk verðlaunagrips. -EIR Flugleiöir: Enn ein seinkun Seinkun varð á flugi Flugleiöa til Lundúna í gær. Þetta er fjórða seinkunin á stuttum tíma sem veröur á flugi Flugleiða en síðasta seinkun var á flugi til Atlanta siðasta föstudag. Að sögn Einars Sigurðssonar, að- | stoðarforstjóra Flugleiða, var ástæða seinkunarinnar sú að skipta varð um varahluti í vél- inni sem seinkaði og önnur vél var ekki tiltæk fyrr en nokkru síðar. Hátt í sextíu farþegar áttu bókað flug með vélinni og var hægt að láta hluta þeirra vita í | tæka tíð en aðrir voru ýmist á flugvellinum eða á Flughóteh í Keflavík. Um stöðugar seinkanir á flugi sagði Einar: „Þetta er bara eins og gerist. Stundum úr- eldast hlutir og þá þarf að skipta um þá.“ Seinkun verður á morg- unflugi til Kaupmannahafnar í dag vegna flugsins í gær. -hb Tveir sóttu um Reykjalund: Stjórnin valdi heimamann - formaöur Læknafélagsins þótti þó góður kostur Tveir læknar sóttu um stöðu yfirlæknis Reykjalund- ar, Guðmundur Bjömsson, yfirlæknir hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags ís- lands í Hveragerði og for- maður Læknafélags íslands, og Hjördís Jónsdóttir, endur- hæfingarlæknir á Reykja- lundi. Stjórn Reykjalundar valdi Hjördísi sem hefur starfað á staðnum undanfar- in tólf ár. Yfirlæknisskipti fóru fram í gær. „Hér hefur allar götur ver- ið í gangi mikil þróunar- vinna og hún heldur áfram, það er stöðugt verið að þróa og móta nútímalega endurhæfingu," sagði Haukur Þórðarson læknir sem lét í gær af starfi sem yfirlæknir staðnum á 54 ámm. Manna- skipti hafa því verið lítil. Oddur Ólafsson var fyrsti yf- irlæknirinn en Haukur Þórðarson tók við af honum, kom til starfa 1962 sem fyrsti sérfræðingurinn í endurhæf- ingu og tók við stöðu yfir- læknis 1970. Haukur hefur unnið í yfir 40 ár við endur- hæfingu sjúklinga og vann fyrst í Svíþjóð og í Banda- ríkjunum áður en hann hélt heim. Bjöm Ástmundsson, fram- Hjórdis Jonsdottir endurhæfingarlækmr tekur við sem kværadastjóri Reykjalundar, yfirlæknir af Hauki Þórðarsyni. Starfsfólk kom saman i ði j gær að umsóknirnar gær í tilefni af tímamótunum. DV-mynd Hilmar Þor hefðu verið góðar Qg vandi Reykjalundar eftir 37 ára störf efra. að velja. Niðurstaðan varð að ráða Hjördís Jónsdóttir endurhæfing- heimamanninn. arlæknir verður 3. yfirlæknirinn á -JBP stuttar fréttir íslensk tölvuverðlaun Menntamálaráðherra afhenti íslensku tölvuverðlaunin á Lista- safni íslands í dag. Fyrirtæk- in sem vom tilnefnd eru Hugvit, Opin kerfi og Ný- herji. Einstak- lingar sem voru tilnefndir eru: Friðrik Skúlason, Oddur Benediktsson og Guðjón Már Guðjónsson. Friðrik Skúlason hlaut verðlaunin sem einstak- lingur og Opin kerfi sem fyrir- tæki. Frosti Bergsson tók á móti verðlaununum fyrir hönd Op- inna kerfa. Vísir.is greindi frá. Grandi fái Árnes Stjóm Ámess hf. mælir með því við hluthafa félagsins að þeir taki tilboði Granda í öll hlutabréf fé- lagsins, enda sé tilboð Granda sanngjamt miðað við afkomu Ár- ness síðustu ár og framtíðarhorf- ur félagsins en mikil lægð sé I þeim fiskistofnum sem félagið byggir á. Viðskiptavefur VB á Vísi.is greindi frá. Ummælin illskiljanleg Landbúnaðarráðuneytið sendi frá sér í gær fréttatilkynningu vegna fréttar RÚV þar sem fram kom gagnrýni formanns Dýra- læknafélags íslands, Eggerts Gunnarssonar, á hendur landbún- aðarráðuneytinu vegna fram- kvæmdar nýrra dýralæknalaga. Ráðuneytið sagði ummæli Eggerts illskUjanleg og visaði þeim á bug. Jón hættir Jón Guðmundsson hefur látið af störfum sem formaöur Félags fasteignasala. Jón lét af störf- um á aðalfundi félagsins á fimmtudaginn og þá var nýr formaður, Guðrún Áma- dóttir, kjörinn. Nokkrar breytingar urðu einnig á stjóm félagsins. Börkur aflahæstur Börkur NK-122 er orðinn afla- hæstur á loðnuvertíðinni, var kominn með 26.532 tonn í fyrra- dag, en Víkingur AK, sem hefur lengst af verið aflahæstur, var í 2. sæti með 25.835 tonn. Næstu skip vora Hólmaborg SU með 24.507 tonn, Öm KE með 23.972 tonn og Sigurður VE með 21.016 tonn. Vöruskipti óhagstæð Vöruskiptin við útlönd voru óhagstæð um 2,5 milljarða í jan- úarmánuði. Fluttar voru inn vör- ur fyrir tæpa 10,8 milljarða króna en úr landi voru fluttar vörur fyrir rúma 8,2 milljarða. Til samanburðar var vöraskipta- jöfnuðurinn I janúar árið 1997 óhagstæður um tæpa 5,7 millj- arða króna. Viðskiptavefur VB á Vísi.is greindi frá. Vilja bankaráðsmann Starfsmannafélag Búnaðar- bankans hefúr beint því til við- skiptaráðherra að hann gefi starfsmönnum og öðrum óbreytt- um hluthöfum kost á að kjósa einn fulltrúa í bankaráð bankans og vill að aðalfundi verði frestað og honum fundinn rýmri fundar- staður. Viðskiptavefur VB á VísLis greindi frá. Samtök iðnaðarins Á Iðnþingi í gær var kosin ný stjóm Sam- taka iðnaðar- ins. Haraldur Sumarliðason var í sérstakri kosningu end- urkjörinn for- maður Sam- takanna. Aðr- ir í stjóm eru: Friðrik Andrés- son, Ágúst Einarsson, VOmund- ur Jósefsson, Helgi Magnússon, Geir A. Gunnlaugsson, Örn Jó- hannsson og Eiður Haraldsson. Vísir.is greindi frá. -íbk/-gk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.