Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 %étta!jós Landssíminn að drukkna í klögumálum: Á „tombóluprís" í bullandi samkeppni Arnþór Halldórsson, einn af fram- kvæmdstjórum Tals. „Þannig er fyr- irtækinu hleypt á almennan mark- að á tombóluprís og við þetta eigum við að keppa. Af þessu ranga mati leiðir einnig að arðgreiðslur fyrir- tækisins til rikisins verða allt of litl- ar og hagnaðurinn fyrir bragðið óeðlilega mikill. Þetta veitir Lands- símanum óheilbrigðan samkeppnis- styrk.“ Arnþór segir að Tal hafi ekki hugleitt það í alvöru að kaupa Landssímann þó hann sé á tombólu- prís vegna þess að þegar til sölu komi verði hið rétta og raunveru- lega verð Landssímans uppi á borð- um. Hins vegar gæti verið áhuga- vert að skoða kaup á hluta fyrirtæk- isins: „Hið rétta verð á Landssímanum er svo hátt að ég tel að enginn inn- lendur aðili hafi bolmagn til að kaupa fyrirtækið. Þetta er og verður hausverkur stjórnmálamanna þegar kemur að sölunni. Ég sá í tímarit- inu Economist á dögunum að Geir Haarde fjármálaráðherra staðhæfir að Landssíminn verði seldur eftir næstu kosningar ef framahald verði á núverandi stjórnarsamstarfi," sagði Arnþór Halldórsson hjá Tali. „...hvergi í OECD-löndunum er ódýrara aö hringja en einmitt á íslandi - aö Pól- landi frátöldu... Landssím- inn er gott og vel rekið fyrir- tœki og í takt viö nútim- ann. “ Þrátt fyrir óróatíma og klögumál alls konar sýna opinberar og viður- kenndar tölur að hvergi í OECD- löndunum er ódýrara að hringja en einmitt á íslandi - að Póllandi frá- töldu. Og aðeins Noregur og Finn- land geta státað af lægri GSM-sím- gjöldum en Landssíminn: „Þetta segir allt sem segja þarf um að Landssíminn er gott og vel rekið fyrirtæki og í takt við nútímann," segir Ólafur Stephensen hjá Lands- símanum. Eitt af þeim verkum sem bíða nýráðins upplýsingastjóra Lands- símans er að hressa upp á ímynd Breiðvarpsins sem hefur þurft að taka hverja dýfuna á fætur annarri. Tuttugu og sjö þúsund heimili eiga þess nú kost að tengjast Breiðvarp- inu en þar af er aðeins tæpur helm- ingur tengdur. Áskrifendur Breið- varpsins eru hins vegar ekki nema rúmlega eitt þúsund. Landssíminn ætlaði ná til fjöldans og skapa sér sérstöðu með því að bjóða áskrif- endum upp á norrænar sjónvarps- stöðvar en þurfti að taka þær af dag- skrá vegna samningsklúðurs. Eftir situr Breiðvarpið og endurvarpar erlendum sjónvarpsstöðvum sem flestar má fá á Fjölvarpi Stöðvar 2 fyrir rúmar 600 krónur á mánuði. Ráðning Ólafs Stephensens í starf nýs upplýsingastjóra Lands- símans er liður í þeirri viðleitni fyr- irtækisins að bæta ímynd þess. Hrefnu Ingólfsdóttur sem gegndi þessu starfl áður, var skákað yfir i starf sem forstöðumaður notenda- þjónustu. Eftir að Ólafur Stephen- sen tók við hefur Guðmundur Björnsson, forstjóri Landssímans, ekki sést í fjölmiðlum - hvort sem það bætir ímynd Landssímans eða ekki. Fyrir utan að vera fréttaefni fjölmiðla næstum daglega eru lands- menn að auki minntir á tilvist Landssímans mánaðarlega þegara símreikningarnm detta inn um bréfalúguna. Og notendur skilja ekki hvers vegna reikningarnir þurfi að vera svona háir þegar Landssíminn skilar tveimur millj- örðum í hagnað - ár eftir ár. Það ríður á að stjórnendur Landssímans reyni að útskýra þessa þversögn fyrir símnotendum áður en þeir fjöl- menna á ný niður á Austurvöll. -EIR „Hingað og ekki lengra!“ sagði þjóðin þegar stjórn Pósts og síma kynnti gjaldskrárbreytingar í nóv- ember 1997. Ráðgerð hækkun gjald- skrár var hluti af því að breyta sím- kerfinu í landinu í eitt notenda- svæði og afleggja svæðisnúmer. Fólk fjölmennti á Austurvöll og mótmælti af þvílíkum krafti að það hrikti í ríkisstjórninni. Forsætis- ráðherra greip þá í taumana, kall- aði samgönguráðherra á sinn fund og lét hann draga hækkunina til baka að hluta. Niðurstaðan var sú að mínútusamtal hækkaði úr 1,11 kr. í 1,56 kr. í stað 1,99 kr. eins og upphaflega hafði verið ákveðið af stjórn stofnunarinnar. Á Alþingi hélt Halldór Blöndal því fram að starfsfólk stofnunarinnar bæri ábyrgð á upphlaupinu með því að standa illa að kynningu á gjald- skrárhækkuninni og Pétur Reim- arsson, þáverandi stjórnarformað- ur, tók undir það. Þingmenn kröfð- ust afsagnar ráðherrans en hann lét þær raddir sem vind um eyru þjóta. Um afskipti forsætisráðherra af málinu sagði Halldór Blöndal í DV: „Ég tel afskipti hans hafa verið nauðsynleg og það hafi verið rétt ákvörðun að ganga til móts við þær kröfur sem settar voru fram með því að láta stofnunina sjálfa standa undir þeim tekjumissi sem var af lækkun erlendu símtalanna. Við vorum sammála um það.“ Þá var ráðherrann spurður í DV hvort hann hefði aldrei íhugað að segja af sér eftir að Davíð Oddsson sló á puttana á honum: „Nei, enda tel ég að dómgreind mín hafi ekki brugðist í þessu máli,“ sagði ráðherrann. Og um framtíðaráform sín í póli- tík eftir þessi ósköp sagði Halldór Blöndal í DV 6. nóvember 1997: „Ég hef ekkert hugleitt að hætta í pólitík á næstunni. Stjórnmála- maður, ekki síst ráðherra, verður að vera maður til að endurskoða eigin ákvarðanir og breyta þeim ef þær reynast ekki réttar. í því felst styrkur stjórnmálamanns,“ sagði Halldór Blöndal. „Matsnefndin mat fyrirtœkiö á um 14 milljarða króna en þaö vita allir sem vilja vita aö Landssíminn meö öllu er um 40 milljaröa viröi... Af þessu ranga mati leiöir einnig aö arögreiöslur fyrir- tœkisins til ríkisins veröa allt of litlar og hagnaöurinn fyrir bragöiö óeölilega mik- ill.“ Eftir þetta hefur vart sá dagur liðið að málefni Landssímans hafi ekki á einn eða annan hátt verið í fréttum - og þá oftast vegna ein- hverra vandræða. í kjölfar fjölda- mótmæla á Austurvelli sagði Pétur Reimarsson af sér sem stjórnarfor- maður, Pósti og síma var skipt upp og Landssíminn varð til sem hluta- félag - reyndar í eigu ríkisins. Hall- dór Blöndal samgönguráðherra sat sem fastast með öll hlutbréfin ofan í skúffu hjá sér á ráðherraskrifstof- unni. Þetta gerðist 1. janúar 1998 og nýr stjórnarformaður var sóttur i Vinnuveitendasambandið; Þórarinn V. Þórarinsson. Um brotthvarf sitt úr stóli stjórnarformanns Lands- símans segir Pétur Reimarsson: „Þetta var persónuleg ákvörðun að hætta og ég sé ekki eftir henni.“ Á grýttri göngu sinni úr einok- unarástandi í átt til frelsis hefur Landssíminn orðið „fastagestur" hjá Samkeppnisráði sem hefur vart haft undan að fella úrskurði vegna kvörtunarmála á hendur Landssím- anum. Á síðustu fimm árum hefur Landssíminn verið á borðum Sam- keppnisráðs í tuttugu skipti af ýmsu tilefni. Rauði þráðurinn í umkvört- unum samkeppnisaðila er sá að Landssíminn misnoti aðstöðu sína og láti sem samkeppnislög séu ekki til. Lúðvík Bergvinsson alþingis- maður ræddi málefni Landssímans á Alþingi á haustdögum 1997: „Samkeppnisstofnun hefur nán- ast verið með Póst og síma í fóstri frá því hún tók til starfa, svo oft hef- ur verið fjallað um brot fyrirtækis- ins á samkeppnilögum ... Þetta hefði verið orðað í refsirétti þannig að þar væri einbeittur og harður brota- vilji,“ sagði þingmaðurinn. Á svip- uðum tíma staðfesti Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun að Póstur og sími væri það fyrir- tæki sem hvað oftast væri kvartað yfir eða kært til samkeppnisyfir- valda. Þar kennir ýmissa grasa: Radíómiðun kvartar yfir misnotkun á einkaleyfisstöðu, Póstdreifing kvartar yfir svipaðri misnotkun, Nýherji og Öryggisþjónustan kvarta yfir þvi að Póstur og sími þjónusti aðeins eitt öryggisfyrirtæki, Félag Netverja kvartar yfir gjaldtöku vegna Internetsins, Alnet kvartar yfir því að hafa verið synjað um að- gang að gagnagrunni símaskrárinn- Innlent fréttaljós Eiríkur Jónsson ar, Fjölmiðlun hf. kvartar yfir Breiðbandinu, Islandia kvartar yfir enddurgjaldslausri internetþjón- ustu Landssímans, Tal hf. kvartar yfir lækkun á GSM-þjónustu Landssímans og svo mætti lengi telja. Sjálfur hef- ur Landssíminn hyrjað að kvarta til Samkeppnis- stofnunar og krafist fjárhags- legs aðskilnaðar hjá INTÍS sem hefur einksirétt á úthlutun netléna og Landssíminn hefur einnig kvartað yfir Fjölvarpi Stöðv- ar 2 og telur að sjónvarpsstöðin niðurgreiði kostnað vegna Fjölvarpsins sem sé í samkeppni við Breiðband Landssímans. „Það er að mörgu að hyggja þegar tæknifyr- irtæki eins og Póstur og sími breytist í þjón- ustufyrirtæki eins og Lands- siminn er. Varð- andi öll klögu- málin hjá Sam- keppnisstofnun er ekki nema eðlilegt að látið sé reyna á ýmis álitamál þegar breytingar sem þessar verða,“ segir Ólafur Stephensen, nýráðinn upplýs- ingastjóri Lands- símans. „Breyt- ingarnar hjá fyr- irtækinu á síð- ustu tveimur árum hafa verið gríðarlegar. Hingað hafa komið til starfa fjölmargir ungir og vel menntaðir menn úr einka- geiranum og þeir blandast vel við þá gömlu og reyndu sem hér voru fyrir. ímynd Lands- símans hefur verið að breytast til batnaðar á síðustu misser- um.“ Ólafur Steph- ensen segir að þær hremming- ar sem Lands- síminn hafi gengið í gegnum á síðustu árum séu alls ekki óeðlilegar: „Öll fjarskiptafyrir- tæki í nágranna- löndum okkar hafa gengið í gegnum það sama þeg- ar þeim hefur verið hreytt úr einok- unarfyrirtækjum í einkarekin þjón- ustufyrirtæki. Klögumálin þar eru yfirleitt margfalt fleiri en hér á landi.“ Það vill svo til að einn helsti við- skiptavinur Landssímans er einnig einn helsti samkeppnisaðilinn; Tal hf. Þar á bæ hafa menn ýmislegt við þróun þessa gamla einokunarfyrir- tækis að athuga: „Stóra málið í þessu sambandi er að Landsíminn var allt of lágt met- inn af matsnefnd sem komið var á laggimar þegar ákveðið var að breyta Pósti og síma í hlutafélag. Matsnefndin mat fyrirtækið á um 14 milljarða króna en það vita allir sem vilja vita að Landssíminn með öllu er um 40 milljarða virði,“ segir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.