Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 16
i6 wnennmg LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 UV Listaháskóli íslands. Maður sér fyrir sér glæsilega súlnabygg- ingu með víðum grasflötum og stökum trjám með gróskumiklu laufskrúði. Eða áberandi nýstár- lega byggingu í miðri iðandi borg. Ekki hriktandi þröngan stigann upp á efri hæð í Hlaðvarpanum í Reykjavík og frumstæða skrifstofu með fjalaborðum og tveimur stól- um. En þó að lágt sé undir loft þarna undir þakinu er þar hlýlegt og notalegt, og þar ríkir maður með háleit markmið: Hjálmar H. Ragn- arsson, nýskipaður rektor stofnun- arinnar með hinu stóra nafni. Við heimsóttum Hjálmar einn kaldan febrúardag þegar hann hafði gegnt embættinu í sex vikur til að forvitnast um stöðu skólans. Hann tók okkur vel en honum var ofar í huga að tala um stöðu lista- manna og þau samtök sem hann veitti forstöðu til loka síðasta árs, Bandalag íslenskra listamanna. Við byrjum þar. „Menningin hefur allt annað hlutverk í pólitískri umræðu nú en fyrir bara áratug eða svo,“ segir Hjálmar, „og ég held að Bandalagið eigi mikils- verðan þátt í því að koma henni í brennidepil. Ég get til dæmis nefnt að skömmu fyrir þingkosningar fyrir fjórum árum boðuðum við til fundar á Hótel Sögu með forystu- mönnum stjórnmálaflokkanna. Það komu á sjötta hundrað manns á þann fund og þar voru tekin fýr- ir nokkur þau mál sem heitast brunnu á listafólki í landinu. Fundurinn tókst afar vel og ég er sannfærður um að hann hafði mjög mikil áhrif. Stjómmálamenn- irnir þurftu að taka afstöðu i mál- um sem þeir koma sér oftast hjá að tjá sig um og listamennimir fundu til sín sem afl í pólitískri umræðu.“ Aldamót kalla á framsýni Hjálmar var forseti Bandalags íslenskra listamanna í sjö ár og hafði áður verið varaforseti í tvö ár. í fyrra héldu samtökin upp á sjötugsafmæli sitt en þau voru stofnuð 1928 að frumkvæði Jóns Leifs tónskálds sem Hjálmar hefur líka sinnt vel á undanförnum árum. „Þetta eru elstu og stærstu sam- tök listamanna á landinu og aðal- markmið þeirra hafa frá upphafi verið að vinna að réttindum og hagsmunum listamanna en jafn- framt að efla menningarlífið og vekja athygli á málefnum þess. Menntunarmál voru stofnendum samtakanna líka ofarlega í huga og meðal annars ræddu þeir há- skólamenntun í listum. Þetta voru aldamótamenn og eins og margir aðrir á þeim tima vildu þeir bylta stöðnuðum við- horfum og skapa nýja sýn á fram- tíð lífs í landinu," heldur Hjálmar áfram. „Og mér finnst ekki ólíkt um að litast núna. Það er stórhug- ur i fólki og menn eru aftur að átta sig á hvers virði menntun og menning eru, ekki bara þekking í merkingunni að vita mikið heldur lika hæfileikinn til að hugsa með nýjum hætti. Ég held að aldamótin kalli á þessa framsýnu hugsun. Fólk gerir sér almennt grein fyrir því núna að framtíð þessarar þjóð- ar byggist á kunnáttu og þekkingu og ég er sannfærður um að listir og þjálfun sköpunargáfunnar skipta höfuðmáli. Listmenntun getur haft áhrif á alla þætti mann- lífsins. Hún gerir fólk hæfara til að lifa lífinu." Bandalag íslenskra listamanna óx fljótt að afli og undan vængjum þess spruttu smátt og smátt sjálf- stæð félög listamanna í hverri grein, rithöfundafélög, tónlistarfé- lög og svo framvegis. Bandalagið, sem hafði verið samtök einstak- linga, breyttist þá í regnhlífarsam- tök með aðild einstakra listgreina- félaga. En um leið og aðildarfélög- A iþfÓÐtsa kATTASÝNÍNG 2 7 OG 28 fEBRÚAR í REÍÐhÖLL Qusrs I KÓPAVOGI Dómarar fra fekklandi, Englandi og Hollandi A&gangseyrir: Fullorinir 400 kr. Börn 400 kr. Opib kl. 10-18 iúJ ■ wr m ■ Purina PROFIAN imm -i. ' ö i ' Hjálmar H. Ragnarsson: „Ef okkur tekst að byggja upp raunverulega listaakademíu þá yrðl það ekki aðeins gjörbylt- ing í listalífinu heldur í þjóðlífinu almennt." DV-mynd E.Ót Fyrrskýt ég rektorinn en tónskáldið in urðu sterkari veiktist Bandalag- ið og svo var komið í lok 9. áratug- arins að ja&vel var talað um að leggja það niður. Sem betur fer var það í staðinn stokkað upp. „Mikilvægasta breytingin varð- aði sjálfa stjórn samtakanna," seg- ir Hjálmar, „formenn aðildarfélag- anna fengu þar sæti og beinum samkiptum var komið á milli þeirra sem standa í baráttunni. Forsetinn var áfram kosinn á aðal- fundi og óbundið úr hvaða list- grein hann kom. Sá fyrsti eftir þessa breytingu var Brynja Bene- diktsdóttir leikstjóri og ég varð varaforseti í hennar tíð. Tveimur árum síðar tók ég við af henni." Hjálmar er hugsi um stund og segir svo: „Það merkilega við þessi samtök er að þau bæði vinna með stjórnvöldum og gagnrýna þau. Við erum beðin álits á ýmsu, laga- ffumvörpum og fyrirætlunum af ólíku tagi, en við erum líka and- ófsafl í samfélaginu gagnvart vald- höfum og ríkjandi viðhorfúm." Starf forseta BÍL er í rauninni fúll vinna og ég spyr hvort ekki sé rétt að ráða mann í það starf af öðru sviði. En Hjálmar telur mik- ilvægt að forseti Bandalagsins sé listamaður sem hefur vigt gagn- vart almenningi og stjórnvöldum. „Undanfarið hefur borið á til- hneigingu til að ráða lögfræði- eða viðskiptamenntað fólk til að stýra málum fyrir okkur,“ segir hann. „Þetta fólk hefur vissulega hæfi- leika á sínu sviði en þeir duga ekki til að taka hlutverk í forystu listalífsins. Málin verða að brenna á þeim sem eru í forsvari, annars er hætta á að hugsjónirnar hverfi og þægindalífið taki völdin." Rektor án skóla Hjálmar er viss um að Bandalag- iö eigi sinn þátt í þvi að hugmyndin um Listaháskóla hefur fengið hljóm- grunn. Mótun skólans er þó ennþá á byrjunarreit. „Ég er rektor án skóla,“ segir Hjálmar. „I raun og veru er ég frek- ar í hlutverki arkitekts en rektors. Ekki þannig að ég sé að teikna skólabygginguna heidur er það skól- inn sjálfur, starfsemin og inntak hennar sem er á teikniborðinu mínu. Mikilvægast er núna að móta stefnuna og skilgreina þarfimar. Stjóm skólans starfar eftir sérstakri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.