Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 18
18 Íhfiygarðshornið LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 Í IV Sérstaða íslands Ég hnaut um gamalt blaðadrasl í gær og þar blasti við mér frétt - sennilega í Degi - þess efnis að matstaðurinn Pizza 67 væri að loka síðasta staðnum sínum í Kaupmannahöfn á sjálfu Ráðhús- torginu. Þá rifjuðust upp hátíða- höldin þegar staðurinn opnaði - á sjálfu Ráð- hústorginu - að við- stöddu helsta stór- menni þjóðarinnar því staðurinn átti að heita tákn um stórhug ís- lendinga, viðskiptavit þeirra og djúpa þekk- ingu á launhelgum nú- tímalegrar matargerðar og nútímalegrar mark- aðssetningar. Það var eins og allir héldu að það væru engir pitsu- staðir í Kaupmanna- höfn; Danir kynnu ekk- ert að búa til pitsu, eða kynnu ekkert að mark- aðssetja pitsu, eða kynnu yfirleitt ekki kaupskap. Og nú væri komið að íslendingum að kenna sinni gömlu herraþjóð sitthvað um heimsmenninguna. Til hvers er ég að rifja þetta upp? Til að hlakka yfir óförum landa minna? Nei - en þetta er merkileg saga, þetta er saga um ís- lenskt oflæti Þetta er saga um sérstöðu ís- lands. ****** Þetta er saga um fullkominn mislestur Islendinga á stöðu sinni í heiminum. En þetta er því miður ekki eina dæmið - kannski það spaugilegasta (að ætla að fara að kenna Kaupmannahafnarbúum kaupmennsku) en alls ekki það hrapallegasta. Versta dæmið um þennan mislestur er að gerast fyr- ir augum okkar núna og það er ríkisstjóm íslands sem stendur fyrir því. Kyoto: landinu virðist stjómað af hægri öfgamönnum sem þverskallast við að horfast í augu við að nútímaiðnrekstur og lifnað- arhættir ógna lofthjúpi jarðar. Stefnu landsins virðast stýra öfga- fullir þjóðemissinnar sem þverskallast við að viðurkenna að þjóðríkið á ekki nokkurn rétt þeg- ar kemur að því að vemda lofthjúp jarðar. Framtíð landsins virðist í höndum úrræðalausra manna sem virðast standa í þeirri trú að fólks- flótti frá landsbyggðinni sé af þeim sökum að ekki séu þar nægar verksmiðjur - eins og fiystihús sé eitthvað annað en verksmiöja. * A * * * A Rök íslendinga í þessu máli em fáránleg. Verksmiðja er verk- smiðja hvemig sem hún er knúin, og loftegundir eru lofttegundir hvemig sem þær era búnar tiL Lofttegundir sem ógna lofthjúpi jarðar hætta því ekkert jafnvel þótt þær myndist í verksmiðju- rekstri sem fær vatnsorku. Ógnin við lofthjúp jarðar er söm. Og sú röksemd að íslending- ar séu búnir að menga svo lítið og svo miklu minna en allir hinir - og eigi því eitthvað inni af mengunar- kvóta - er beinlínis ósæmileg. Kalda stríðinu er lok- ið. Þjóðemissinnamir í stjómarráðinu virð- ast enn ekki hafa átt- að sig til hlítar á þvi hvað það táknar fyrir stöðu íslands í samfé- lagi þjóðanna. Enginn virðist hafa leitt hug- ann að því hvað veld- ur að íslendingar sigr- uðu öll þorskastrið sem þeir lögðu í en guldu afhroð í hval- veiðistríðinu - og létu Bandaríkjamenn meira að segja kné fylgja kviði þegar þeir sendu hingað sjálfan Bamba úthafanna í helstu verstöð lands- ins og hjarta íslenska veiðimanna- samfélagsins og gulltryggðu þar með að íslendingar geti ekki hafið þessar þarflausu veiðar á ný. ís- land er sem sé allt í einu í þeirri stöðu að geta ekki hundsað al- þjóðasamfélagið, eða öllu heldur verið nokkurs konar laumufarþeg- ar í velferðarhraðlestinni. Á áran- Guðmundur Andri Thorsson um áður nægði utanríkisráðherra landsins á erfiðum fundum að rölta sér upp að næsta landakorti og benda og segja: Sjáiði hvar við erum? Við tölum þá bara við Rúss- ana. Og Rússamir keyptu baki brotnu úldinn ufsa af okkur undir nafninu gaffalbitar, stingunærfót og annan slíkan vaming í von um að vinna hylli okkar. Með rússnesku ógninni hvarf þessi sérstaða íslands. Eftir er að- eins sú sérstaða að halda að við séum á sérsamningi í heiminum. ****** Það var eitthvað táknrænt við það að umhverfisráðherra skyldi vera veðurtepptur í Austurríki á meðan alvöru-ráðherramir ákváðu stefnu landsins í stærsta umhverfismáli allra tíma. Á með- an hann var að kúldrast þama hef- ur hann eflaust getað hugleitt áhrif loftslagsbreytinga á líf sitt. Einhvern veginn hefúr Guðmund- ur Bjamason verið veðurtepptur í þessari ríkisstjóm frá því að hann tók við embætti - veðurtepptur í landbúnaðarráðuneytinu. dagur í lífi Dagur í lífi Melkorku Teklu Ólafsdóttur: Með hugann við Halldór Laxness Meikorka Tekla Ólafsdóttir hefur viðað að sér efni um Halldór Laxness og Sjálfstætt fólk fyrir leikskrá Þjóðleikhússins. DV-mynd E.ÓI Bakgarðar húsanna við Brávalla- götu og Ásvallagötu era þaktir snjó þegar ég lít út um svefnherbergis- gluggann um morguninn. Hjólið verður að bíða heima enn um sinn og fyrir liggur að ganga í vinnuna. Við Kristján maðurinn minn borð- um saman morgunverð og svo legg ég af stað. Gönguleiðin niður í Þjóð- leikhús er skemmtileg. Hún liggur fyrst í gegnum þetta gróna hverfi sem þiggur tignarlega ró sína frá gamla kirkjugarðinum en segja má að hjarta þess slái í hverfisverslun- inni Kjötborg á homi Blómvalla- götu og Ásvallagötu. Gamli kirkju- garðurinn er fallegur í vetrarkyrrð- inni og svo er alltaf gaman að ganga í gegnum miðbæinn. Innsýn Halldórs í mannssálina Sem leiklistarráðunautur Þjóð- leikhússins sinni ég margvísleg- um verkefhum en leiklistarráðu- nautur er aðstoðarmaður þjóðleik- hússtjóra í listrænum efnum. Starfið felst m.a. í því að lesa leik- rit, íslensk sem erlend, vegna vals á verkum til sýninga, vera íslensk- um höfundum til ráðgjafar sem og leikstjóram sem eru að setja upp sýningar í húsinu og síðast en ekki síst hafa umsjón með leik- skrám en leikskrárvinna er meg- inverkefni þessa dags. Næsta verkefni á Stóra sviðinu er einstaklega viðamikil sýning; leikgerð af Sjálfstæðu fólki Hall- dórs Laxness í tveimur hlutum sem Kjartan Ragnarsson leikstýrir eftir handriti þeirra Sigríðar Mar- grétar Guðmundsdóttur. Ég hef viðað að mér efni um Halldór Lax- ness og þetta stórbrotna verk hans úr ýmsum áttum. Það er maka- laust hve mikla innsýn Halldór hafði í mannssálina. Áhugaverð námskeið Að vinnudegi loknum þegar ég kem heim borðum við Kristján kótelettur sem hann hefur grillað. Eftir kvöldverð fer ég á námskeið hjá Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands sem er haldið i sam- vinnu við Þjóðleikhúsið. Halldór Guðmundsson mag. art. flytur fjórða og síðasta fyrirlestur sinn um Sjálfstætt fólk. Þetta er sjötta námskeiðið af þessu tagi og sjálf hef ég verið fyrirlesari á hinum fimm. En í þetta skipti er ég bara einn af umsjónarmönnunum og get því tekið mér sæti meðal áheyrenda og notiö þess að hlusta á fyrirlesturinn. Á námskeiðum EHÍ og Þjóðleikhússins hlýða þátt- takendur á fyrirlestra um tiltekin verk sem leikhúsið sýnir og höf- unda þeirra, koma í heimsókn á æfingu, sjá svo sýninguna full- búna og ræða að lokum við að- standendur hennar. Fjöldi þeirra sem sækja þessi námskeið hefur farið sívaxandi og nú þurfti að skipta þátttakendum í tvo hópa, því að þeir era nálega 180. Þegar ég kem heim spjöllum við Kristján saman yfir tesopa. Áður en við göngum til náða glugga ég í franska leikhúsfræðibók sem ég er að lesa um þessar mundir. Einn af kennurum mínum í leikhúsfræði við Sorbonne í París, Georges Banu, tók þessa bók saman. Hún er safn stuttra frásagna af því hvemig ýmsir fremstu leikstjórar tuttugustu aldarinnar vinna og er ákaflega fróðleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.