Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 20
20 ennmg LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 JD"V Sinfóníuhljómsveit íslands: Menningarleyndarmál norðursins „Ég byrjaói aö fara á sinfóníu- tónleika fyrir rúmum tuttugu árum, “ sagói Jónas Sen, gagnrýn- andi DV og formaður tónlistar- nefndar, „og man vel eftir því hvernig hljómsveitin var þá. Sjálf- sagt hefur sumum ekki fundist hún merkilegri en hvert annaö bílskúrs- band. Munurinn á hljómsveitinni í dag og fyrir tuttugu árum er því kraftaverki líkastur. Kannski er þaó mikió framboó af ungu og hœfu tónlistarfólki sem hef- ur gengiö til liös viö hljómsveitina og Ijáö henni krafta sín sem fyrst og fremst gerir hljómsveitina aö því sem hún er í dag því þaó er sama hversu hljómsveitarstjórinn er góö- ur hann getur aldrei búiö til silki- poka úr svínseyra. Þess vegna er þaö hljómsveitin sjálf en ekki hljóm- sveitarstjórinn sem hlýtur verölaun- in aö þessu sinni. “ „Þaö er mjög ánægjulegt að menn skuli með þessum hætti virða starf Sinfóníuhljómsveitar íslands og þann gífurlega árangur sem hún hefur náð hér heima og erlendis,“ segir Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands, aðspurður um gildi Menn- ingarverðlauna DV fyrir hljómsveit- ina. „Einleikari sem kom hingað sagði að hljómsveitin væri best varðveitta menningarleyndarmál Norður-Evrópu. Það vissi enginn að hér væri svo góð hljómsveit. Það er mjög ánægjulegt að nú hafa íslend- ingar tekið eftir þvi líka.“ Af hverju búast útlendingar ekki við því að íslendingar eigi jafngóða Sinfóníuhljómsveit og raun ber vitni? „Ég held að það sé ekki síst vegna einangrunar okkar. Við erum held- ur ekki nema 270 þúsund. Það eru ekki margir með slíkt ímyndunarafl að svo lítil þjóð geti búið til hljóm- sveit sem nýtur alþjóðlegrar viður- kenningar og búið þannig að henni að hún dafni á sama tíma og það reynist 5-6 milljóna þjóðum erfitt að gera slíkt hið sama.“ Góðir dómar Hvað finnst þér að hafi staðið upp úr á síðasta ári? „Ég held að áskriftartónleikar sveitarinnar hafi staðið upp úr og einnig þeir hljómdiskar sem við höf- um gert. Þeir hafa almennt fengið mjög góða dóma. Við erum í miklu verkefni við að gera hljóðupptökur af öllum hljómsveitarverkum Jóns Leifs. Því verður fram haldið á næstu árum. Það er mjög erfitt að tína til ein- staka tónleika og þá væri verið að mismuna að ósekju ef einhverjir sérstakir yrðu nefndir." Viðhorfsbreyting Hljómsveitin verður hálfrar aldar gömul á næsta ári og þá hefur margt breyst frá stofnun hennar. „Tilverugrundvöllur hljómsveit- arinnar var mjög óljós framan af en fyrst var hún sem deild innan Ríkisútvarpsins. Hún fékk ekki lagagrundvöll fyrr en árið 1982 sem sjálfstæður aðili og eftir það hefur hún styrkt sig í sessi og sannað sig. Núna held ég að enginn geti ímyndað sér íslenskt tónlistarlíf án Sinfóníu- hlj ómsveitar innar. Fyrir nokkrum árum voru raddir á lofti um að hætta þessu „bölvaða sin- fóníugauli" í útvarpinu. Þá þótti mörgum kvöl að þurfa að hlusta á slíka tónlist. Þær raddir heyr- ast ekki lengur og er það gott dæmi um þá viðhorfsbreyt- ingu sem hefur orðið hér heima gagnvart sinfónískri músík og einnig gagn- vart hljóm- sveitinni." Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, segir að staða Sinfóníuhljómsveitar íslands í íslensku tónlistarlífi verði ekki ofmetin. DV-mynd ÞÖK Sinfóníuhljómsveitin á tónleikum. Kiarni íslensks tónlistarlífs Hvernig myndirðu lýsa stöðu hljómsveitarinnar í islensku tónlist- arlífi? „Ég myndi segja að hljómsveitin væri kjarninn í íslensku tónlistar- lífi. Ef hljómsveitarinnar nyti ekki við þá væru ekki jafnmargir frábær- ir tónlistarmenn hér á landi eins og raunin er og í öðru lagi væru hér ekki jafngóðir tónlistarskólar því að stór hluti tónlistarkennara hér á suðvesturhominu eru í hljómsveit- inni. Ef þeirra hefði ekki notið við í gegnum árin væra tónlistarskólam- ir miklu minni og fátækari af lista- mönnum en þeir eru í dag. í þriðja lagi era tónlistarmenn úr hljóm- sveitinni uppistaðan í mörgum hljómsveitum sem leika um allt land. Staða Sinfóníuhljómsveitar- innar í íslensku tónlistarlífi verður ekki ofmetin." -sm Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri: Oskaplega glaður Þaö er ekki nema fyrir höröustu menn aö standa í kvikmyndageró á íslandi og einn þeirra sem hefur haft seiglu og dug til að standa í þessu allan þennan tíma er Ágúst Guömundsson, sem fœr Menningar- verólaun fyrir árið 1998. Ágúst er einn af frumherjunum sem blés lífi í íslenska kvikmynda- gerö á vordögunum um og kringum 1980 og fyrsta mynd hans í fullri lengd, Land og synir, var frumsýnd 1980. Ágúst fylgdi henni eftir meó Útlaganum áriö eftir, svo kom Meö allt á hreinu, áriö 1982, sem enn þann dag í dag er vinsœlasta ís- lenska kvikmyndin sem gerö hefur verió, og loks kom Gullsandur árið 1984. Síöan höfum vió þurft aó bíöa í fjórtán ár og þótt ekki passi í þessu tilfelli aö segja aö biöin hafi veriö þess virói, því ég veit aó heföu aó- stœöur og tœkifœri skapast, þá heföi Ágúst fyrir löngu verió búinn aö senda frá sér kvikmynd, þá er Dans- inn sterk og ánœgjuleg innkoma Ágústar á ný inn í islenska kvik- myndagerö og er myndin lýsandi dœmi um styrk Ágústar sem kvik- myndageröarmanns, kröftug í myndmáli og allri umgjörö og nœm á mannlegar tilfinningar. „Óskaplega glaður, er lýsingin á því hvemig mér líður við að fá þessi verölaun," segir Ágúst Guðmunds- son kvikmyndaleikstjóri þegar hann er inntur eftir því hvernig honum líði að taka á móti Menning- arverðlaunum DV. „Ég er líka mjög ánægður með val þeirra sem tilnefndir vora. Ég hef mikið álit á þeim sem kepptu við mig um þessa útnefningu. Ég hafði mjög gaman af Slurpinum & Co og Valdís Óskarsdóttir er komin með stórmerkan feril við kvik- myndagerð." Ágúst hóf feril sinn sem kvik- myndaleikstjóri með myndinni Land og synir sem hann gerði árið 1980 eftir sögu Indriða G. Þorsteins- sonar. Útlaginn sem gerð var eftir Gísla sögu Súrssonar kom strax árið eftir, síðan Stuðmannamyndin sívinsæla, Með allt á hreinu árið, 1982 og Gullsandur árið 1984. Eftir það tók við skeið þar sem Ágúst kom ekki að gerð kvikmynda heldur einbeitti sér að sjónvarpinu. Þar liggja meðal annars eftir hann þættina um Nonna og Manna og víkingamyndina Sædrekann. Hylling til Heinesens A síðasta ári lauk 14 ára bið kvik- myndaáhugafólks eftir mynd frá Ágústi. Hann boðaði endurkomu sína á glæsilegan hátt með kvik- myndinni Dansinn. Líkt og Land og synir og Útlaginn er Dansinn gerð er eftir sögu. í þetta sinn var það smásaga eftir hinn færeyska Willi- am Heinesen. Sagan gerist á af- skekktri eyju á Norður-Atlantshafi árið 1913. En hvað kom til að Ágúst valdi þessa sögu? „Sagan hentaði mjög vel til kvik- myndunar," segir Ágúst. „Ég hefi lengi haft mikið dálæti á William Heinesen og þessi kvikmynd er þannig eins konar hylling til Heines- ens.“ Listrænar sálir ímynd kvikmynda- gerðarmanna hefur oft á tíðum verið frábrugðin ímynd annarra listamanna. Rithöfundar, skáld og leikritahöf- undar era oftast álitin bóhem en kvikmyndagerðarmaðurinn er „bissnessmaður" öðra fremur. Skyldi það vera raunin eða eru kvikmyndagerðarmenn „brothætt- ar“ listrænai' sálir eins og hinir? „Já, við erum - listrænar sálir. Munurinn er bara sá að það er töluvert dýrara að gera kvikmynd en að gefa út ljóðabók. Umræðan um það fjármagn sem þarf til kvikmyndagerðar hefur ver- ið til staðar frá fyrstu tíð og skapað þessa ímynd kvikmyndagerðar- manna. En við erum listamenn.“ Hundadagakonungurinn Ágúst er kominn aftur og það þarf ekki að bíða í 14 ár eftir næstu mynd hans. Næsta verk- efni er kvikmynd um Jörand hundadagakonung og verður hún unnin í samvinnu við ensk- an meðframleiðanda Dansins og er Ágúst um þessar mundir að undirbúa gerð hennar. Undir- búningurinn er ekki enn kominn á það stig að hann geti sagt hverjir leiki aðalhlut- verkin. Það verða væntanlega ein- hverjar alþjóð- legar stjömur og má í því sambandi benda á að framleiðand- inn hefur fengið tvenn Ósk- arsverð- laun fyrir myndir sínar auk þess sem leikkon- umar Em- ily Watson og Rachel GrifFiths eru báðar tilnefndar til óskarsverðlauna fyrir leik I nýjustu mynd hans. Næstu skref á ferli Ágústs verða því forvitnileg. -sm „Er myndin lýsandi dæmi um styrk Ágústar sem kvikmyndagerö- armanns, kröftug í myndmáli og allri umgjörð og næm á mannleg- ar tiifinningar,“ segir meðal annars í niðurstöðu dómnefndar um Dansinn. DV-mynd ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.