Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 27. FEBRUAR 1999 enmng Sigurður Guðmundsson myndiistarmaður: Lanuaði að verða Sigurður Guðmundsson var sautján eða átján ára þegar hann byrjaði í Myndlista- og handíðarskól- anum, en 26 ára þegar hann hélt fyrstu sýninguna. Hún var í Gallerí Súm. Hann segist ekki minnast neins sérstaks atviks úr lífi sínu sem olii því að hann gerðist myndlistarmað- m-. „Fólk sem er í myndlist hefur oft- ast reynt eitthvað annað og strandað, ekki náð prófum, fengið í bakið í verkamannavinnu, sofið yfir sig og verið rekið. Þegar öll von er úti um að virka innan samfélagsins þá ligg- ur beint við að athuga listimar. Svona var þetta líka hjá mér.“ Sig- urður segir að honum hafi samt aldrei dottið í hug af alvöru að gera neitt annað en að verða myndlistar- maður, nema ef til vill að æfa grinda- hlaup. Það höfðaði sterkt til hans þegar hann var krakki, en nú er Sig- urður 56 ára og hefur aldrei stokkið yflr alvöragrind. Verðlaunin fær Sigurður fyrir sýn- ingu í Galleríi Ingólfsstræti 8 og gjöminginn Brúneygður jökull sem hann framdi í Nýlistasafninu. Þegar Sigurður er beðinn að lýsa þeim verkum sínum segir hann að sér þyki leiðinlegt að gera slíkt: „Get ég ekki sloppið með það að segja að þetta hafi verið sýning á skúlptúrum, teikningum og graflk, einn per- formans í Nýlistasafninu - já og ein lítil ópera. Dýraóperan frá 1974.“ Að- spurður hvort þær sýningar hafl á einhvern hátt verið frábrugðnar fyrri sýningum hans segir Sigurður að þetta þyki honum líka afspyrnu leið- inleg spuming. Eitthvað hafl sýning- amar verið öðmvísi en aðrar sýning- ar en annars hafl formbreytingar verið rólegar hjá sér og hann hafi lagt meiri áherslu á breytingar sem leynast innan formsins en ætlist ekki til þess að fólk reki augun í þær. En hvemig líst honum annars á að fá verðlaunin? „Inni i stofu hjá foreldrum mínum í Reykjavík er stórt sjónvarp sem auk þess að láta horfa á sig er pallur fyrir verðlaun og medalíur sem við Kristján bróðir minn höfum fengið gegnum árin. Vinstra megin á pallin- um rís DV verðlaunagripur (ca 20 cm) sem Kristjáni bróður mínum var veittur fyrir mörgum árum hæst en svo rennur þetta orðulandslag út í hálfgert flatlendi hægra megin og minnir helst á Holland. í hvert skipti sem ég horfi á sjón- varp hjá foreldrunum renna augu mín ósjálfrátt upp fyrir myndskerm- inn og verð ég þá alltaf óþægilega minntur á yfirburði Kristjáns á sviði DV-verðlauna. Núna mun þetta breytast og jafnvægi skapast uppi á pallinum. Þetta gleður mig.“ Um þessar mundir dvelur Sigurð- ur í Kína. Hvað er hann eiginlega að gera þar og hvenær kemur hann heim? „Ég hef verið með annan fótinn í Kína undanfarin tvö ár og er aðallega að skrifa. Þetta er skáldsaga sem tengist kyngreiningu á sjálfum mér og vestrænni menningu. Svo vinn ég að gerð óperu, skrifa líbrettóið og hugsa um strúktúr hennar. Ég verð á íslandi í sumar, en er með húsaleigu- samning í Xiamen til 1. desember. Meira veit ég ekki um framtíðina." segir menningaverðlaunahaflnn að lokum. -þhs Sigurður Guðmundsson fær menningarverðlaunin fyrir myndlist. „Verk hans einkennast umfram allt af góðlátlegum húmor og einlægri hlýju," sagði meðai annars í umsögn dómnefndar. Sigurði þykir gleðilegt að fá verðlaunin þar sem Kristján bróðir hans hefur hingað til átt stærri verðlaunagripi en hann. Nú telur Sigurður metin hafa verið jöfnuð. Gísli Sæmundsson og Ragnar Úlafsson arkitektar: Hugmynd sem verður að veruleika starfsemi frá orkuverinu sjálfu yflr í nýbyggingu. Möguleikar á samnýt- ingu vora miklir og í tillögu Ragn- ars og Gísla era starfsmannaðstað- an og kynningarstarfsemin saman í einni lausn. Er Eldborg það verk sem þið eruð hvað stoltastir af, eða lumið þið á öðra? „Já, ætli Eldborg standi ekki upp úr,“ segja Ragnar og Gísli báðir. „Verðlaun og jákvæð viðbrögð auka mönnum líka trú á starfið. DV-verð- launin eru ánægjuleg og sér- lega athyglisvert að DV er eini vett- vangurinn sem verðlaunar verk í arkitektúr og um- hverfismótun. Það er gleðilegt, því það er ekki oft sem þessar grein- ar eru dregnar frarn í dagsljósið. Við arkitektar get- um verið með fag- lega umræðu inn- byrðis, en það er líka gott að hinn almenni borgari fái upplýsingar um það mótandi starf sem við erum að vinna.“ -þhs Gísli Sæmundsson og Ragnar Ólcifsson hófu samstarf sitt 1993 en þá voru þeir í „óbeinu samstarfi" eins og þeir orða það sjálflr. Rekst- urinn varð síðan meira og meira sameiginlegur þar til í byrjun árs 1996 þegar þeir stofnuðu saman fyr- irtæki. En af hverju starfa arkitekt- ar saman? Er ekki best að eiga einn heiðurinn af því sem gert er? „Það er auðvitað langbest," segja Ragnar og Gísli með bros á vör. „En styrk sinn í samstarfi fá menn ef þeir geta skipst á hugmyndum sem ekki er síður gefandi en að sitja einn með hugmyndimar í kollinum. Lifandi umræður um arkitektúr skipta miklu máli þar sem ólík sjón- armið fá notið sín.“ Hvernig kviknaði hugmynd- in að Eldborgu? „Eldborg var samkeppn- isverkefni sem við fóram að velta fyrir okkur og athuga hvort við fengj- um einhverja hugmynd sem mætt gæti kröfum verksins. í slíkri sam- keppni þarf alltaf að upp- fylla einhverjar kröfur með tilliti til innri starfsemi o.fl. Það þróaðist síðan í lausn sem við töldum ástæðu til þess að vinna meira með. Auðvitað er alltaf heil- mikil vinna í kringum það að útfæra slíkt verk- efni. Það þarf að stilla sam- an ólík armið og sam- ræma Gísli Sæmundsson og Ragnar Ólafsson hlutu menningarverðlaunin fyr- ir byggjngarlist. Verðlaunin fengu þeir fyrir þjónustumiðstöð Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Byggingin hefur fengið nafnið Eldborg. væntingar margra aðila. Endanleg útkoma er vissulega samstarf arki- tekta, verkkaupa, tæknimanna og verktaka." Þið þykið hafa náð vel samspili umhverfis og byggingar. Hvað lá þar að baki? „Við leituð- umst við að fá hraunið í um- hverfinu inn í bygginguna. Það gerðiun við með því að nýta okk- ur stóra glerfleti sem opna húsið út í hraunið. Sá sem gengur inn í bygg- inguna skynjar umhverfið og lands- lagið mjög.“ Það sem félagarnir segja skemmtilegt við bygginguna í Svartsengi er að þar er blandað saman starfsmannaaðstöðu í orku- verinu; gistiaðstöðu, mötuneyti og setustofu - og ráðstefnu- og kynn- ingarhluta sem opnaður er fyrir al- menningi eftir þörfum. Yfirmenn orkuversins vildu beina kynningar- MMMMNÉkJKMKfetfkaAíhCfc&CttMSMCt i-i-)-1*/í íiíHC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.