Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 22
22 frtenn/ng LAUGARDAGUR 27. FEBRUAR 1999 Sigfús Bjartmarsson, bókmenntir: Hefur þýðingu fyrir sálartetrið Sigfús Bjartmarsson. Hann hlýtur menningarverðlaunin í bókmenntum. Bók hans Vargatal þótti besta bók síðasta árs en meðal annars segir í umsögn dómnefndar: „Hér er í raun verið að fjalla um frumeðlið sjálft, þetta grimma, svarta, óþjála afl sem siðmenningin hefur hamast við að útrýma alla tíð með litlum árangri." DV-mynd ÞÖK „Eg hafði nýlega sagt við ein- hvern að nokkuð yrði liðið á næstu öld áður en ég fengi svona verðlaun. Ætli innsæið hafi ekki brugðist mér,“ segir Sigfús Bjartmarsson rit- höfundur en hann fékk menningar- verðlaunin fyrir bók sína Vargatal sem út kom hjá Bjarti fyrir jól. - Er það ekki af því að þú ert að reyna að vera flók- inn höfundur og býst ekki við að neinn skilji þig?. „Ég er ekkert að reyna að vera flók- inn,“ segir Sigfús í allnokkurri vörn. „Ég er orðinn leiður á þeim merkimiða. Mér þóttu einfald- lega aðrir líklegri." Sigfús segist hafa byrjað að skrifa um tvítugt. Áður hafi hann stundum ort níðvísur. „Það er því sem seinna kom alger- lega óviðkomandi og frekar algengur kveðskapur en góður," segir Sigfús. „Ég var utanskóla seinni hlutann af menntaskóla en aðallega var ég að leggja jám. Þegar ég fór síðan í há- skólann lenti ég í hópi manna sem hafði verið lengur að fást við skáld- skap en ég. Það var mjög gagnlegur sjálfsstyrkingarhópur eins og þeir gerast hjá mönnum sem eru að byrja.“ Jámabindingar og skriftir hefur Sigfús svo stundað jöfnum höndum um dagana. - Vargatal er nokkuð frábrugðið þinum fyrri verkum, einkum þar sem þú hefur einbeitt þér að ljóða- gerð hin síðari ár. „Það er mikið til í því,“ segir Sig- fús. „Þó eru tengsl við aðra prósa- bók sem ég skrifaði fyrir nokkmm árum og heitir Mýrarenglarnir falla. Vargatalið er eins konar blendingsbók, t.d samsett úr sögu- legum þáttum og náttúrufræðileg- um, en kannski mætti segja að hún sé umfram allt af þeim mjög svo for- smáða meiði „þjóðlegs fróðleiks" og vonandi þá dæmi um að sú grein sé ekki alveg jafn feyskin og margir vilja meina. Auðvitað eru þetta bara bókmenntir og aukaatriði hvað menn vilja kalla það.“ - Hvaða gildi hafa verðlaun af þessu tagi fyrir listina og þig? „Verðlaun eru voða fín fyrir litla krakkann sem er inni í öllum og finnst gott að láta klappa sér á koll- inn. Er það ekki líka í samræmi við nýjustu stefnur í uppeldis- og kennslufræðum að það sé um að gera að umbuna öllum sem mest. Nei, grínlaust held ég að menn séu sammála um að verðlaun séu hvatn- ing sem skiptir máli, notalegur vindur í seglin. „ Sigfús segist ennfremur vera ánægður að fá DV-verðlaunin vegna þess hvemig þau hafi þróast. „Und- anfarin ár hafa fengið þau margir sem hafa verið svona að færa út kví- ar bókmenntanna, ef svo mætti segja - meðan íslensku bókmennta- verðlaunin hafa þróast yfir í að vera virðuleg framar öðru, verið að verð- launa æviverkið öðrum þræði. Ég gagnrýni það ekki, en það er þess vegna fínt að þeir sem veita DV- verðlaunin taki svolítið annan pól í hæðina." -þhs Elva Úsk Ólafsdóttir leikkona: Margir fletir manneskjunnar „Listi verólaunahafa í leiklist er oróinn langur eftir 21 ár og aö þessu sinni bœtist viö hann nafn glœsilegr- ar leikkonu, Elvu Óskar Ólafsdóttur, sem hlýtur verölaunin fyrir persónu- lega og nútímalega túlkun á einu stórbrotnasta hlutverki leikbókmennt- anna, Nóru í sýningu Þjóöleikhússins á Brúöuheimili Ibsens. Á síðasta leikári lék hún tvœr geró- líkar manneskjur, Bryndísi í Óska- stjörnunni, sem brosandi stígur yflr lík annarra í firrtri sjálfselsku sinni, og Nóru, sem skilur ekki hvers vegna lög eiga aö vera ástinni sterkari. Tvœr óskyldar manneskjur, túlkaöar af djúpu innsœi af sömu leikkon- unni. “ „Ég neita því ekki að ég er afskap- lega stolt yfir að fá þessi verðlaun," segir Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona, aðspurð hvaða þýðingu þessi verð- laun hafi fyrir hana. „Það er alveg nauðsynlegt að fá umbun fyrir störf sín og Menningarverðlaun DV eru mjög virt. Ég veit ekki hversu mikið þau gera fyrir mig en vissulega eru þau ákveðinn gæðastimpill. Það er líka ánægjulegt að ungar leikkonur skuli fá athygli. Það er lítið um stór hlutverk fyrir okkur. Ef ég fengi svona verðlaun í útlönd- um veit ég að ég yrði bókuð næstu árin. En því miður búum við í svo litlu landi.“ Elva Ósk Ólafsdóttir hefur lengi vakið mikla athygli fyrir leik sinn og var tilnefnd til Menningarverðlauna DV árið 1992 fyrir leik sinn i hlut- verki Bellu í verkinu Heima hjá ömmu eftir Neil Simon sem sýnt var í Borgarleikhúsinu auk þess sem hún lék i verkinu Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín sem hlaut Menn- ingarverðlaun DV árið 1991. Ólíkar manngerðir Elva Ósk útskrifaðist sem leikari fyrir réttum tíu árum. Hlutverkin sem hún hefur leikið hafa verið fjöl- breytt. „Það er draumur leikarans að fá að prófa sem flest og jafnframt að vinna með leikstjórum sem treysta leikur- unum fyrir því að skapa ólíkar mann- gerðir. Ég hef sem betur fer verið svo heppin að fá mjög fjölbreytt hlutverk. Ég hef leikið eiturlyfjaneytanda, píu, íþróttafrík, pillusjúkling, karlmenn, þroskaða konu, misþroska manneskju og svo framvegis. Ég hef fengið aö snerta á mörgum flötum manneskj- unnar. Ég er meðvituð um að hver leikari er takmarkaður í sínu starfi. Það er nauðsynlegt að vera meðvitaður um það til að ná að brjótast út úr ákveðnu fari.“ Gæti ekki hætt að leika Leikarar þurfa umfram allt að stóla á sjálfan sig og mætti ætla að það reyndi mjög á. Skyldi einhvem tíma hafa hvarflað að Elvu Ósk að hætta að leika? „Ég hef hugsað það en ég gæti ekki hætt. Ég tók mér eins árs leyfi frá leiklistinni fyrir skömmu og undir lok þess tímabils var ég gjörsamlega að fara yflr um af leikþörf. Ég saknaði vinnunnar óskaplega. En það á víst aldrei að segja aldrei. Það kemur fyrir alla að hugsa að kannski hefði leiðin átt að liggja í annað nám, annað starf, en ég veit al- veg að ég er góð leikkona og á heima i leikhúsinu. En það er aldrei að vita, kannski á ég eftir að vinna við eitt- hvað annað.“ Einlægni er styrkur Hver heldurðu að sé helsti styrkur þinn sem leikkona? „Það veit ég ekki,“ segir Elva Ósk en eftir umhugsun segir hún: „Ég held ég eigi auðvelt með að setja mig í spor annarra, Ég er einlæg í því sem ég geri og ætli það hjálpi mér ekki. Ann- ars er ekki mitt að dæma um það.“ Hvað er næst á dagskrá hjá þér? „Það eru fjórar sýningar á Brúðu- heimilinu í mars en svo veit ég ekki meir. Það er því miður þannig í ís- lensku leikhúsi að leikarar vita lítið hvað framtíðin ber í skauti sér.“ -sm ; „Ég tók mér eins árs leyfi frá leiklistinni fyrir skömmu og undir lok þess tímabils var ég gjörsamlega að fara yfir um af leikþörf. Ég saknaði vinnunn- ar óskaplega." DV-mynd Hilmar Þór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.