Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 54
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 I IV ★ * ee tynyndbönd MYNDBAHDA GA6NRYNI Kissing a Fool: ★★★ Erfitt val... eða þannig # Vinurinn David Schwimmer skýtur upp kollinum í hverri myndinni á fætur annarri þessa dagana. I síðustu viku var fjallað hér um Since You¥ve Been Gone, þar sem hann leikstýrði og lék eitt hlutverkanna, og í síðasta mánuði sást hann í Six Days, Seven Nights. Svo var líka verið að gefa út aðra seríuna af Fri- ends, þannig að það streymir inn á myndbandaleigurnar efni með honum um þessar mundir. Hér er hann í rómantískri gamanmynd um drullusokk sem er að fara að gift- ast. Hann hefur verið fjölþreiflnn í kvennamálum og efast því um að hans til- vonandi geti verið honum trú. Hann ákveður því að leggja fyrir hana próf og biður besta vin sinn, tilfmningaflæktan rithöfund í ástarsorg, að reyna að fá hana til lags við sig, með fremur fyrirsjáanlegum afleiðingum. Schwimmer er greinilega umhugað um að festast ekki í hlutverki góðhjört- uðu lúðanna og leikur drullusokka, bæði í þessari mynd og Since You¥ve Been Gone, og ferst það bara vel úr hendi. Jason Lee og Mili Avital ná líka vel sam- an. Við vitum auðvitað allan tímann hvemig þetta endar, en það skiptir svos- um ekki miklu máli. Aðalatriðið er að þetta er rómantísk gamanmynd sem tekst að vera bæöi fyndin og rómantísk allan tímann, og foröast að leiðast út í væmni. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Doug Eliin. Aðalhlutverk: David Schwimmer, Jason Lee og Mili Avital. Bandarísk, 1998. Lengd: 89 mín. Öllum leyfð. -PJ Palmetto: Ýktur noir-þriller ★★★ Harry Barber (Woody Harrelson) losnar í upphafi mynd- arinnar úr fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki. Stuttu síðar býður tálkvendiö Rhea Malroux (Elizabeth Shue) honum fimmtíu þúsund dollara fyrir að aðstoða hana við sviðsetningu á mannráni fósturdóttur hennar (Chloe Sevigny). Faðir hennar er moldríkur og elskar dótt- ur sina heitar en nokkuð annað, og þykir þeim því ljóst að hann muni greiöa lausnargjaldið hikstalaust. Að vísu hafa þau rétt fyrir sér með það en flest annað gengur Harry í mót. Það er Þjóðverjinn Volker Schlöndorff sem leikstýrir myndinni og fetar með því í fótspor þeirra fjölmörgu kvikmyndahöfunda er gert hafa eigin noir-mynd. Að íráskildum litnum er allt útlit myndarinnar í takt viö noir-tegundina og gild- ir það sama um frásagnaruppbyggingu hennar. Þá býr myndin yfir sögumanni og vísunum í sígildar noir-myndir á borð við The Woman in the Window (1944) og Sunset Boulevard (1950). Þrátt fyrir augljósa virðingu leikstjórans i garð slíkra mynda er afstaða hans einnig nokkuð írónísk. Birtist það í vægast sagt fjarstæðu- kenndri atburðarás og persónugerð, en leikarar myndarinnar setja söguhetjum- ar fram á mjög ýktan máta. Ekki kæmi mér á óvart þótt afstaða áhorfenda til myndarinnar velti einmitt á þeim þáttum. Sjálfur hafði ég gaman af. Útgefandi: SAM-myndbönd. Leikstjóri: Volker Schlöndorff. Aðalhlutverk: Woody Harrelson, Elizabeth Shue og Gina Gershon. Bandarísk, 1998. Lengd: 109 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Fallen Angels: Meiningarlaus FALLEII ALIOELS r. - Ein Hong Kong er núorðið einna frægust fyrir stíl- færðar ofbeldismyndir með yfirgengilegum skotbardög- um, en þessi stefna hefur m.a. haft mikil áhrif á hasar- myndagerð í Hollywood. Aðrir leikstjórar í Hong Kong og reyndar víðar í Suðaustur-Asíu aðhyllast hins vegar stefnu, sem á það sameiginlegt með hasarmyndunum að stílfæra myndimar mikið, en er öllu hæggengari, enda er meiningin sú að gera listrænar myndir, ekki að skemmta áhorfandanum. Fallen Angels er grein af þessum meiði. Hún fjallar um tilviljanakennd tengsl nokkurra ólikra persóna i Hong Kong, en þó öðra fremur um einangrun þeirra. Myndin teflir oft saman annarlegri tónlist og myndatöku á áhrifaríkan hátt, sér- staklega í atriðum þar sem leigumorðingi undirbýr og framkvæmir fiöldamorð, atriði sem eru jafnvel glæsUegri en í öllum nema bestu hasarmyndunum. Þá era margar skrýtnar og skemmtUegar hugmyndir í myndinni sem fanga athyglina skamma stund, en breyta þó ekki þeirri staðreynd að myndin er yfir heUdina langdregin og hundleiðinleg. Sagan er aUt of veikburða og innUialdsrýr tU að lUa það af að vera drekkt í stUbrögðunum. Persónumar era aUar að farast úr einhverjum tUvistarkreppum, en persónusköpunin er aUt of grunn tU aö ég gæti fengið einhvem áhuga á fiarrænni sálarangist þeirra. Fólki sem viU þykjast hafa mennmgarlegan kvikmyndasmekk er velkomið að þreyja þessa mynd. Aðr- ir ættu frekar að tékka á Hardboiled eða The KUler eftir meistara John Woo. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Wong Kar-Wai. Aöalhlutverk: Leon Lai, Michele Reis, Takeshi Kaneshiro, Charlie Yeung og Karen Mok. Hong Kong, 1995. Lengd: 96 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ The Second Arrival: Hrikalega lélegt 0 ^ Þetta er óbeint framhald sæmUegs vísindaskáldskapar er hét Arrival og skartaði Charlie Sheen í aðalhlutverki. Hann lék vísindamannirm Zane Zaminski sem samkvæmt ffamhaldinu sendi mikilvægar upplýsingar tU aðalper- sóna þess áður en geimverurnar drápu hann. Fremstar þeirra era bróðir hans Jack (Patrick Muldoon) og blaöa- konan Bridget (Jane Sibbett). í sem skemmstu máli fer frammistaða þeirra á spjöld sögunnar sem ein sú allra versta er nokkra sinni hefur sést. Handritiö er ekki síður vonlaust auk þess myndin býr yfir tUgangs- lausustu tæknibreUum allra tíma (t.d. hátækni“sporðdreka“ sem býr yfir inn- byggðum miði og veitir fómarlömbum hjartaáfaU með augnstungum). Hversu iUa sem menningarvitar kunna að fiaUa um HoUywood er ljóst að hún á heiðurinn af fiölmörgum af bestu myndum sögunnar. Aftur á móti koma einnig frá Bandaríkjunum fiölmargar af verstu myndum sem gerðar era. Und- anfarið hafa myndbandaútgefendur pínt upp á áhorfendur myndir á borð við Traitor within, A Bright Shining Lie og Yesterdayis Target. Varla draga þess- ar arfaslöku myndir að sér marga áhorfendur og því veltir maður fyrir sér hvort útgefendur geti ekki sýnt eilítið frumkvæði og leitað uppi myndir hand- an Bandaríkjanna tU að fyUa upp í bilið á miUi „alvöra" HoUywood-mynda. Það á ekki að gera nokkram manni þann grikk að sóa peningum sínum og tima i The Second Arrival. Útgefandi: SAM-myndbönd. Leikstjóri: Kevin S. Tenney. Aðalhlutverk: Patrick Muldoon, Michael Sarrazin og Jane Sibbett. Lengd: 96 mín. Bandarísk, 1998. Bönnuð innan 12 ára. -bæn Sir Anthony Hopkins: Leikari áratugarins Upphafsár Philip Anthony Hopkins fæddist á síðasta degi ársins 1937 í Port Talbot í suðurhluta Wales. Hann var eina bam foreldra sinna og kaus að láta kaUa sig Tony. Hann hafði lítinn áhuga á hefðbmidnu námi og hóf að lokinni tveggja ára herskyldu nám í Tónlistar- og leik- listarskólanum í Cardiff. Vegnaði honum vel og hlaut því námsstyrk við Konunglegu leiklistarakademí- una í London. Árið 1963 útskrifað- ist hann þaðan með miklum ágæt- um. Tveimur árum síður tók eng- inn annar en Sir Laurence Olivier hann inn í þjóðleikhús þeirra Eng- lendinga. Þar með var hafinn glæsilegur feriil á sviðinu og sér- hæfði Hopkins sig i Shakespeare og annarri klassík. Til Bandaríkjanna Árið 1974 tók Hopkins í fyrsta skipti þátt í uppfærslu á Broad- way og vakti mikla lukku. Líkt og í Englandi lék hann einnig í sjón- varpsmyndum auk einstaka kvik- mynda. Hann tók að sér ólíkleg- ustu hlutverk í sjónvarpi og má sem dæmi nefha Othello, Adolf Hitler og Quasimodo. Helstu kvik- myndir hans fram að tíunda ára- tugnrnn voru The Elephant Man The Edge. Anthony Hopkins og Alec Baldwin. Surviving Picasso. Anthony Hopkins í hlutverki Picassos. Klassísk myndbönd The Onion Field ^ ★★★ Rykfallin Rithöfundurinn Joseph Wam- baugh var ekki ánægður með nokkr- ar myndir sem gerðar höfðu verið eftir sögmn hans og ákvað því að skrifa sjálfur handrit eftir bók sinni, The Onion Field. Hann krafðist þess að farið yrði í einu og öllu eftir hand- ritinu við gerð myndarinnar - kvik- myndaverið fékk ekki að gera neinar breytingar til að myndin gengi betur í áhorfendur. Myndin byggir á sönnum atburð- um, morðmáli frá 1963 í Los Angeles, og eftirmálum þess. Ian Campbell (Ted Danson) og Karl Hettinger (John Savage) eru lögreglumenn sem þykir tveir menn á ferð í bíl grun- samlegir og ákveða að stöðva þá. Mennimir tveir eru smáglæpamenn- imir Gregory Powell (James Woods) og Jimmy Smith (Franklyn Seales). Powell og Smith draga upp byssur og afvopna lögreglumennina. Þeir fara síðan með þá út á laukakur í ná- grenni borgarinnar þar sem Camp- bell er myrtur en Hettinger kemst undan á hlaupum. Hann getur sagt til þeirra og þeir em fljótlega teknir höndum. Það er þó ekki glæpurinn sjálfur sem hér er fyrst og fremst til umfiöll- unar heldur eftirleikur hans, sem er tvíþættur. Annars vegar er deilt á réttarkerfið í endalausum réttarhöld- um yfir Powell og Smith þar sem báð- ir segja hinn bera ábyrgðina á verkn- aðinum. Þeir nýta sér allar brotala- mir í kerfinu til að tefia fyrir og snúa málinu við, þannig að þeir séu fóm- arlömbin. Þeim tekst þó ekki að sleppa við refsingu en ná að milda hana úr dauðadómi í fangelsisvist (Jimmy Smith var látinn laus á ní- unda áratugnum). Hins vegar er síð- an fiallað um andlegt niðurbrot Hett- inger, sem er þjakaður af samvisku- biti vegna dauða félaga síns og síend- urteknar vitnédeiðslm gera illt verra. Hann leiöist út í stelsýki, þunglyndi og sjálfsmorðshugsanir. Með einstrengingshætti sínum hef- ur Wambaugh tryggt að myndin hef- ur á sér mikinn raunsæisblæ sem er sjaldséður í Hollywood. Um leið verð- ur ffásögnin auðvitað svolítið hæg- geng og dramatískir möguleikar tak- markaðir. Myndin nær sér þó oft vel á strik, sérstaklega í átakanlegum at- riðum sem lýsa persónulegri neyð Hettingers. Ádeiluþátturinn er ekki alveg eins áhrifamikill, en þó athygl- isverður. Leikhópurinn er fimasterk- ur og sérstaklega er gaman að fylgj- ast með James Woods ungum og þvengmjóum . Þetta er svo sem ekk- ert meistarastykki en engu að síður vel gerð og athyglisverð mynd. Því miður virðist hún hafa fallið í gleymsku en spólan sem ég fékk á myndbandaleigunni var bókstaflega rykfallin og plastið á hulstrinu farið að morkna. Fæst í Vídeóhöllinni. Leikstjóri: Harold Becker. Aöalhlutverk: John Savage, James Woods og Frank- lyn Seales. Bandarisk, 1979. Lengd: 122 mín. Pétur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.