Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 60
 FRETTASKOTIÐ SIMINN sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö 1 hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 Það var líf og fjör hjá krökkunum í Hamraskóla í Grafarvogi í gær en svokölluð þemavika hefur verið þar í vikunni. Krakkarnir klæddu sig af því tilefni í hin ýmsu gervi. DV-mynd Hilmar Þór Hæstiréttur hunsar for- setaúrskurð í dómsal númer 1 í Hæstaréttar- húsinu við Lindargötu hefur verið málað yfir íslenska skjaldarmerkið í trássi við forsetaúrskurð frá 1944. I —"ísrsetaúrskurðinum segir að skjaldar- merkið skuli vera í lit, blátt, rautt og úlfurlitað. „Ef skjaldarmerkið birtist í svart- hvítu á prenti segja alþjóðlegar skjald- irmerkjareglur að rauði liturinn ;kuli táknaður með lóðréttum línum, alái liturinn með láréttum línum og jilfurlituðu fletirnir skulu vera ófyllt- ir,“ sagði Kristján Andri Stefánsson í brsætisráðuneytinu. „í raun og veru er þetta skjaldar- nerkið í innsiglisformi eins og við lotum á áfrýjunarstefnur sem við ;endum út. Merkið er greypt inn í /egginn og hvítmálað eins og veggur- nn sjálfur," sagði Símon Sigvaldason, skrifstofustjóri Hæstaréttar. Ekki eru uppi neinar ráðagerðir, ívorki í Hæstarétti né í forsætisráðu- íeytinu, um að mála skjaldarmerkið á lómsalnum í sínum réttu litum. -EIR Skjaldarmerkið í Hæstarétti. DV-mynd Pjetur Hlutabréf deCode skjótast upp í verði: Stofnfjárfestir 20-faldar eign sína Hlutur í fyrirtækinu deCode Genetics, móðurfélagi íslenskrar erfðagreiningar, kostaði 5 dollara fyrir ári þegar hlutabréfin voru í fyrsta sinn seld á íslenskum markaði. Síðan hafa þau hækkað um 300%, þar af um 90% á þessu ári, að sögn Almars Guðmunds- sonar, verðbréfamiðlara í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins. Fjárfestar hafa verið að fjórfalda eign sína á einu ári. Slík hækkun er nánast öfgadæmi í íslenskum verðbréfaheimi. Gengi bréfanna nú er 20,1. Almar sagðist ekki hafa bréf undir höndum fyrir þá sem vildu kaupa, eftispurnin væri mjög sterk og unnið væri við að kaupa bréf. Til FBA komu fyrst stórir fjárfestar, lífeyrissjóðir, verð- bréfafyrirtæki og fleiri og keyptu og hafa hagnast vel. Núna eru ein- staklingar komnir inn í myndina og vilja kaupa. Bréf deCode verða skráð á erlendum verð- bréfaþingum á næstunni. Fjöldi útistandandi hluta mim vera fyrir um 25 millj- ónir dollara. Hér á landi eru ef til vill 3-4 milljónir dollara á ferð- inni. Afgangurinn er þá hjá Kára Stefánssyni og öðrum stofníjár- festum og áhættufj ármagnssj óö- um. Ernir K. Snorrason geðlæknir var einn stofnenda deCode og á góðan hlut í fyrirtækinu. Hann segist hafa fengið bréfin á geng- inu 1,0, gaf dollar fyrir hvern hlut - hlutur hans hefur 20-faldast á stuttum tíma. „Ég hef tröllatrú á fyrirtækinu, þetta verður gott fyrirtæki. En ég gagnrýndi gagnagrunninn og einkaleyfið en ég vona að það muni ekki skaða fyrirtækið. Að minnsta kosti virðast fjárfestar hafa trú á því,“ sagði Ernir K. Snorrason í gær. Aðrir stofnfjár- festar auk Kára og Emis eru Kristleifur Kristjánsson, Hjálmar Kjartansson, Guðmundur I. Sverrisson, Signrður Helgason, JefEfey Gulcher og Cynthia Baily. -JBP Ernir Snorrason geðlæknir. Stórkarlar frá Ericsson í heimsókn: Ræddu við forseta og ráðherra „Það er stöðugt verið að semja," sagði Skúli Mogensen, framkvæmda- stjóri Oz hf., í samtali við DV í gær. Samstarf L.M. Ericsson og Oz byrjaði smátt fyrir tveim árum og hefur vax- ið mjög síðan og heldur áfram að vaxa. Einn af forstjórmn sænska fyrir- tækisins L.M. Ericsson, Rolf Erics- son, kom í fyrradag til landsins til að heimsækja samstarfsaðila sinn hér á landi, Oz hf., og skoða starfsemi fyr- Skúli Mogensen. irtækisins. Raunar voru tveir hópar frá fyrirtækinu í heimsókn í einu, úr ýmsum deildum. Viðdvöl Ericssons var stutt en auk þess að ræða við þá Oz-menn um verkefnin og hugsanlega aukningu þeirra heimsóttu forstjórinn og fylgd- arlið forseta íslands og forsætisráð- herra. Skúli Mogensen sagði að fund- ur með Davið Oddssyni og hádegis- verður með Ólafi Ragnari Grímssyni hetðu verið mikilvægir. -JBP Veðrið á sunnudag og mánudag: Bjart fyrir sunnan og vestan Á sunnudag og mánudag verð- ur norðaustankaldi og éljagang- ur norðanlands og austan en lengst af bjart veður sunnan- lands og vestan. Frost verður á bilinu 0 til 5 stig. Veðrið í dag er á bls. 65. 60 manns missa vinnuna DV, ísafjarðarbæ: Sextíu manns hafa fengið upp- sagnarbréf á síðustu vikum í ísa- tjarðarbæ. Siðast í gær var 28 manns sagt upp störfum hjá tshúsfé- lagi ísfirðinga. Þá var tilkynnt í fyrradag að fyrirtæki með 25 starfs- mönnum yrði lokað í Hnífsdal og tlytti starfsemi sina í Kópavog. Básafell sagði svo upp fyrir skömmu 5 starfsmönnum í rækju- vinnslunni eftir að hætt var starf- semi annarrar af tveimur rækju- verksmiðjum fyrirtækisins. -HKr. Staðgreiðir 1,2 milljarða „Ég treysti því að viðskiptavinir Áburðarverksmiðjunnar haldi áfram að skipta við fyrirtækið þótt það kom- ist í einkaeign," sagði Haraldm- Har- aldsson í Andra eft- ir að tilboð í Ábrn-ð- arverksmiðjuna í Gufúnesi voru opn- uð hjá Ríkiskaup- um í gær. Þrjú til- boð bárust og var hæsta tilboðið frá Haraldi og félögum hans, einn millj- arður og tvö hundruð flmmtíu og sjö milljónir króna. Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn bauð einn milljarð og tvö hundruð og tuttugu milljónir og KEA, Gufunes ehf. og Sölufélag garð- yrkjumanna buðu einn milljarð eina milljón eitt þúsund og eina krónu, skrifað: 1.001.001.001 kr. Ríkiskaup gengu til samninga við Harald Haraldsson strax eftir helgi en í útboðsgögnum var það skilyrði að Áburðarverksmiðjan yrði stað- greidd og þarf Haraldur að reiða fram féð fyrir klukkan 14 næstkom- andi miðvikudag. -EIR Ný, öflugri og öruggari SUBARU IMPREZA Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfba 2 Stmi 525 8000 www.ih.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.