Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 32 Reynsluakstur Ford Focus: Líflegur, rúmgóður og liggur vel Einn þeirra smábíla sem beðiö hefur verið með hvað mestri for- vitni er nýi bíllinn frá Ford sem hlotið hefur nafnið Focus. Þetta er bill sömu stærðar og Escort sem framleiddur er jafnhliða Focus enn um sinn og sýnir kannski mikil- vægi þess stærðarflokks fyrir bíla- framleiðendur. Focus hefur fengið býsna góða dóma þeirra fjöliniðlamanna sem um hann hafa fjallað og það leynir sér ekki að Ford hefur lagt mikinn metnað í þennan bíl. Hann er afar vel búinn og mikið lagt upp úr ör- yggi. Virkt öryggi kemur fram í því hve frábærlega ökuhæfur þessi bíll er en hið óvirka má sjá í nýlegri NCAP (New Car Assessment Program) könnun en þar fékk Ford Focus fjórar stjörnur sem er topp- gjöf fyrir öryggi þeirra sem inni í bílnum eru og ágætiseinkunn líka fyrir þá sem fyrir honum kunna að Mælaborð og miðstokkur einkenn- ast af þessum bogadregnu línum. Uppsetningin er hagnýt og venst vel. Honda Aero deck, mikill aukab.'98, rauður, ek. 2 þ. V. 1.750.000. Suzuki Vitara JLXi ‘97 grænn ek. 31 þ. V. 1.620.000. Honda Aerodeck, 5 d. ‘98 2þ. 1.750 þ. Honda CR-V,5d. ‘98 19 þ. 2.420 þ. Honda Accord Si, 4 d. ‘95 67 þ. 1.470 þ. Honda Accord LSi, 5 d. ‘96 31 þ. 1.600 þ. Honda Civic 1,4Si, 4 d. ‘98 25 þ. 1.390 þ. Honda Civic 1,4 si, 5 d. ‘95 36 þ. 1.050 þ. Honda Civic 1,4si, 4 d. ‘96 47 þ. 1.150 þ. Honda Civic 1,4 si, 5d. ‘96 31 þ. 1.150 þ. Honda Civic 1,5 Si, 4 d. ‘95 40 þ. 1.050 þ. Toyota 4Runner, 5 d. ‘92 65 þ. 1.290 þ. Toyota Corolla, 4 d. ‘96 47 þ. 1.080 þ. Toyota Corolla, 4 d. ‘96 48 þ. 990 þ. Toyota Touring, 5 d. ‘96 52 þ. 1.320 þ. Toyota Carína E, 4 d. ‘97 32 þ. 1.440 þ. Toyota Carína ,1.8,4 d. ‘97 22 þ. 1.470 þ. MMC Space Wagon ,5 d. ‘98 5þ. 2.150 þ. MMC Galant GLSi, 4 d. ‘96 34 þ. 1.680 þ. MMC Galant GLS,4d. ‘93 106 þ. 1.190 þ. MMC Pajero langur, 5 d. '93 110 þ. 2.250 þ. MMC Lancer SL, 5 d. ‘97 28 þ. 1.190 þ. MMC Lancer St, 5 d. ‘97 40 þ. 1.190 þ. MMC Lancer, 5 d. ‘93 89 þ. 950þ. Opel Astra GL, 4 d. ‘97 20 þ. 1.190 þ. Opel Vectra GL, 4 d. ‘95 81 þ. 1.100 þ. Suzuki Baleno St., 5 d. ‘97 18 þ. 1.270 þ. Subaru Legacy st, 5 d. ‘97 67 þ. 1.690 þ. Nissan Almera, 5 d. ‘97 51 þ. 960 þ.stgi Nissan Prímera, 4 d. ‘91 137 þ. 690 þ. Volvo 460 GLE, 4 d. ‘96 30 þ. 1.270 þ. Whonda NOTAÐIR BÍLAR Vatnagörðum 24 Sími 520 1100 verða - því nú er farið að mæla það líka. Menn deila um útlit Ford Focus, hversu fallegur hann sé, eða hvort hann sé kannski bara alls ekkert fallegur. Aðalútlitseinkenni bera mjög sterkan keim af „New Edge Design“-línu Ford sem gengur eins og rauður þráður í gegnum fólks- bílaframleiðsluna um þessar mund- ir. New Edge Design einkennist af bogadregnum línum sem ganga ým- ist hver undan annarri eða hver móti annarri ef menn eru nokkru nær við þvílíka lýsingu. Sjálfum finnst mér þessi hönnun ganga upp í Focus, mun betur en í Ka sem mér finnst enn vera hálfgerð pennaglöp teiknarans, sérstaklega séður aftan frá. Það sem helst lýtir Focus eru breiðar hálfhringlaga brúnir yfir hjólunum sem minna á bretti eða brettakanta og verða of fyrirferðar- miklir fletir fyrir minn smekk í annars heldur fínlegum línum bíls- i,ls Nettur bíll sem er stærri en hann sýnist - jafnvel stærri en málin gefa til kynna. Myndir DV-bílar, Teitur því þar sem það gengur í boga fram undan þeim sem frammi í sitja. Raunar er fótarými aftur í líka með því besta sem gerist í þessum stærð- arflokki bíla og Focus er afar góður fyrir tvo að ferðast aftur í. Hins veg- ar þrengir allnokkuð að hliðum þeg- ar þrír fullvaxnir eru sestir þar, eins og gjarnan gerist í bílum í þess- um stærðarflokki, og væri ekki góð tilhugsun fyrir þá að eiga þannig langa ferð fyrir höndum. Þó er það einn af plúsum Focus að miðfarþeg- inn aftur i hefur líka þriggja punkta belti, eins og hinir. Upprunalegt útvarp Farangursrýmið í hlaðbaknum er svona miðlungs stórt, 350 lítrar, en hægt er að leggja aftursætisbökin nið- ur 40/60 eða hvolfa öllu sætinu fram. Ég þurfti að flytja tvo stóra kassa meðan ég var með bílinn og ætlaði að spara mér að fella sætið; það gekk með því að leggja framsætisbakið aft- ur og spenna stærri kassann í belti þar. Minni kassanum kom ég í skott- ið þegar ég var búinn að losa hatta- hilluna úr. StaUbakurinn er með 140 lítrum stærra skott að rúmtaki, svo ekki sé minnst á langbakinn. Ökumannssætið er fjölstillanlegt á ýmsa vegu og auðvelt að flnna still- ingu á hæð og halla sem hæfir hverj- um einum. Ekki eru ailir á eitt sáttir um þægindi framsætanna en ég átti ekki í neinum vandræðum með að finna stillingu sem mér hentaði vel og með réttum halla á setunni studdi ökumannssætið vel við lærin. Innrétting og frágangur eru snotur í Ford Focus. Mælaborð og einkum miðstokkur eru með nokkuð nýtísku- legu útliti. Umboðið tók þann kost að taka bílana með útvarpi frá verk- smiðju en með því vinnst það að útlit útvarpsins fellur alveg inn í útlit mið- stokksins og tryggt er að það er af hámn gæðastaðli. Vel búinn Línan gengur upp líka að aftan og gefur Focus rennilegan svip. Ljósin eru í stíl við hönnunina í heild - einhver myndi kannski segja að Focus væri skáeygður! Fyrirhafnarlaus akstur Það sem fyrst og fremst situr eft- ir í huganum eftir reynsluakstur á Ford Focus er hversu liflegur og snarpur bíllinn er. 1,6 lítra vélin skilar 100 hestöflum sem nýtast afar vel vegna þess hve léttur bíllinn er. Jafnframt liggur hann mjög vel og ökumaðurinn hefur á tilfinning- unni að hann geti hvenær sem er brugðist fyrirhafnarlaust við þeim kringumstæðum sem upp kunna að koma. Focus er svo aflmikill að hann spólar sig upp á malbiki þegar tekið er af stað ef maður hefur ekki á sér sérstakan vara og man eftir þessum krafti. Þetta er þó ekki varasamt nema í þeim tilvikum sem maður er að fara inn á aðra götu í 90 gráða beygju eða svo - þá er betra að ætla sér ekki of mikið og slaka dálítið betur á hægri fætinum. Fjöðranin í Focus er nánast í sér- flokki. Hann er lúsþýður og um leið mjög rásfastur á holum, auk þess sem hann er afar vel hljóðeinangr- aður þannig að afar litið veghljóð er í honum eða dynur í fjöðrun. Þetta meðal annars gerir það að verkum að hann leynir hraða svo að manni verður kannski um og ó - þegar ökumaður heldur að hann sé kannski á 80-90 sýnir hraðamælir- inn væna þriggja stafa tölu. Þrátt fyrir aflmikla vél (100 hö.) er þessi útfærsla Ford Focus ekki Allar hurðir opnast vel þannig að auðvelt er að umgangast Ford Focus, líka í aftursæti. Afturhlerinn - stundum kallaður 5. hurðin - opnast vel upp en farang- ursrýmið í hlaðbaknum er aðeins í meðallagi. Meðan ég hafði bílinn með hönd- um fannst mér ég vera með lítinn bíl, kannski minni en hann er. Þó er innanrými yfrið í þessum bfl, eink- um frammi í. Þar er hann ágætlega rúmgóður til hliðanna og fótarýmið gott. Sérstök New Edge Design- hönnun mælaborðsins á sinn þátt í Þegar vélarhúsinu hefur verið lokið upp kemur 1600 cc 100 ha. Zetec- vélin í Ijós. bensínfrek. Meðaleyðsla samkvæmt Evrópubandalagsstaðli er 6,8 lítrar en fer niður í 5,4 lítra. Seinna á ár- inu verður fáanleg 1,4 lítra vél, 75 hestafla, sem ef til vill dugar þess- um bil alveg, en eyðslumunur er ekki verulegur; sambærileg meðal- eyðsía minni vélarinnar er 6,4 og 5,2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.