Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 7
JjV LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 Prótun á dekkjum trá Uick Uepek: Naglarnir bíða enn - nýja AS-mynstrið eykur aksturseiginleika í bleytu og dugar dável í snjó og hálku Á liðnu hausti kom á markaðinn ný lína af jeppadekkjum frá Dick Cepec. Nýtt fimm bita mynstur er á dekkjunum, svonefnt AS-mynst- ur, sem ætlað er til notkunar allt árið, en dekkin þykja sérlega hljóð- lát. AS-mynstrið er með „laser“- skomum vatnsraufum sem auka aksturseiginleika í bleytu og nú er hægt í fyrsta sinn að negla Dick Cepec-dekk með jeppanöglum fyrir þá sem það vilja. Koma vel út Erlendis eru dekk tekin í um- fangsmiklar prófanir af þeim sem sjá um bOaskrif í blöð og tímarit. Oftar en ekki er fjöldi mismunandi dekkja reyndur við sömu aðstæð- ur, grip og hemlunarhæfni sann- reynd. Smæð markaðarins hér á landi ásamt þeirri staðreynd að bílaskrif eru hér hlutastarf eða íhlaupavinna gerir það að verkum að slík próf eru ekki möguleg hér og því verður að grípa þau tæki- færi sem gefast til að reyna ný dekk þegar þau koma á markað. Sett vom 31 tommu Dick Cepeck-dekk undir Cherokee-jeppa í vetrarbyrjun og síðan hafa verið eknir um 2500 kílómetrar. Ætlunin var að aka fyrstu vikumar án nagla og reyna dekkin vel við mis- munandi aðstæður, þurrt vegyfir- borð, í bleytu og síðast en ekki sist snjó og hálku, að því loknu stóð til að negla þau til að fá samanburð. Það gekk vel að reyna dekkin við bestu aðstæður, þurra vegi og góða og nóg voru tækifærin til aksturs í bleytu. Minna varð um raunverulegan snjóakstur, en ekki var lagt upp í sér- stakar langferðir til að ftnna snjó. Síðustu vikur hefúr þó verið meira af snjó og hálku og því verið hægt að reyna þau við slik- ar aðstæður líka. Naglarnir bíða enn í stuttu máli er niður- staðan af þessum reynslu- akstri þessi: Dekkin era ótvírætt hljóðlátari en þau dekk sem notuð vom áður. Veg- grip er ágætt og það kemur verulega á óvart hve vel þau standa sig varðandi hliðar- skrið í bleytu og hálku. Þau grípa vel í þegar tekið er af stað í snjó og stöðvunarvegalengdin er ótrúlega stutt þegar hemlað er í jöfnum og þurmm snjó. Þegar hemlað er í hálku rennur bíllinn vissulega áfram en stöðvast nokkuð fljótt. Við þessar aðstæður hefði þurft að vera með góða jeppanagla til að fá styttri stöðvunarvegalengd. Sömu- leiðis hefðu naglamir þurft að vera til staðar þegar ekið var í góðri hálku og hláku á fáfomum vegi í nágrenni höfuðborgarinnar, því þar var greinilegt að bíllinn átti það til að renna til ef dregið var úr aðgát við aksturinn. Þessi niðurstaða hefur orðið til þess að enn er beðið með að negla þessi dekk. Naglamir kosta sitt og einnig er það óþarfi að vera að negla dekk ef ekki er ástæða til því slíkt kallar á óþarfa slit á gatna- kerfinu. Hins vegar er næsta ör- uggt að ef langferðir út úr bænum hefðu verið fleiri væri sennilega búið að negla dekkin, því við þær aðstæður verður að fá fram allt það öryggi sem vetarhjólbarðar geta kallað fram. Lítið hefur verið reynt á það að minnka loft í dekkjunum til akst- urs í snjó. Minni háttar tilraunir sýndu þó að dekkin hafa gott flot Dick Cepek-dekkin eru með nýju mynstri, svonefndu AS- mynstri, fimm bita, sem ætlað er til notkunar allt árið um kring. Hér má sjá 31 tommu dekk sem við höfum reynt und- anfarna tvo mánuði með dágóðum árangri. Hægt er að negla Dick Cepek-dekkin með jeppanöglum og þau hafa komið mjög vel út í snjóakstri. þótt þau séu ekki stærri og mynstr- ið hreinsar sig vel. Það reynir hins vegar mun meira á þetta þegar dekkin em orðin stærri, 33 eða 35 tommur. Það skiptir greinilega nokkru máli að vera með rétta loftþyngd í dekkjunum þegar kalla á fram mesta veggrip og hemlunarhæfni í hálkunni og eftir nokkrar tilraunir kom það í ljós að besta gripið fékst fram þegar búið var að minnka loftið í dekkjunum úr 26 niður í 22 pund, sem sleppur vel fyrir þenn- an bíl, alla vega þegar henn er ekki fullhlaðinn í langferð. Það eru Cooper-verksmiðj- urnar sem framleiða munu þessi dekk fyrir Dick Cepek, eftir því sem við komumst næst, og þar hafa menn vandað sig því mjög lítið þurfti til að jafnvægisstilla dekkin þegar þau voru sett undir, sem i sjálfu sér era ágæt meðmæli með dekkj- unum. Samkeppnisfært verð Að sögn Lofts Ágússonar hjá Toyota aukahlutum era þessi heilsársdekk frá Dick Cepek fáanleg í stærðunum 235/75R15, 265/75R16, 30x9,5R15, 31/10,5R15, 32/11,5R15, 33/12,5R15 og 35x12,5R15. Einnig er komin ný gerð dekkja með grófu mynstri til frá 31 upp í 35 tommur. Dekkin era á ágæt- lega samkeppnisfæra verði og sem dæmi um það kosta heilsársdekk- in frá kr. 12.839 í stærð- inni 235/75R15 og grófu dekkin kr. 15.980 í 31 tomma stærð. 31 tomma AS-dekkið eins og við vorum með í reynslu kostar á útsölu- verði kr.15,332 stykkið. -JR Sýna fjórar gerðir af Bravo/Brava Núna um helgina ætlar fstraktor að sýna nýju Bravo/Brava-bílana frá Fiat í húsakynnum sínum í Garðabænum. í grundvallaratriðum er þetta sami bíllinn og var kosinn bill ársins 1996 en hefur fengið and- litslyftingu, einkum að framan, ásamt breyttu áklæði og mælaborði. Miklu máli skiptir að nú eru bílarn- ir líka komnir með fjóra líknarbelgi sem staðalbúnað. Álls eru endur- bæturnar öðram hvoram megin 2000 talsins þó ekki láti þær mikið yfir sér. Á sýningunni um helgina verða sýndar fjórar gerðir af Bravo/Brava-bílunum, tvær SX- gerðir, ein HSX og ein GT-gerð. Bravo (tveggja dyra) og Brava (4 dyra) hafa notið mikilla vinsælda í Evrópu sem rúmgóðir, kraftmiklir og hagkvæmir heimilisbflar á góðu verði. Vatnskassar • Vatnskassaviðgerðir Millikælar • Iðnkælar • Skiptivatnskassar Miðstöðvarelement • Olíukælar Fyrir fólksbtla, vörubíla, vinnuvélar, tæki og báta. Vöncfuð vara vonduð vinna’» 9066

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.