Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 1. MARS 1999 Spurningin Verður þú oft ástfangin(n)? Erla Kristinsdóttir nemi: Ég er ástfangin. Sóley Jónsdóttir vegfarandi: Bara einu sinni. Marion Scobie verslunarmaður: Ég er ástfangin af lífinu. Anna Svava Sívertsen nemi: Ég er það núna. Lesendur Ríkisútvarpið og rekstur þess - hreinsunar er sannarlega þörf Magnús Sigurðsson skrifar: Það er ekki af engu að margir hafa tekið sig til og sent greinar og pistla til fjölmiðla þar sem þeir gagnrýna Ríkisútvarpið, rekstur þess og dagskrá, almennt talað. En það er fyrst og fremst rekstur og til- vera Ríkisútvarpsins og hin óút- skýranlegu afnotagjöld sem enn tíðkast þegar komið er að nýju ár- þúsundi. Engin rök geta sannfært okkur að ríkið eigi að halda úti neins konar dagskrá í ljósvakamiðli fyrir landsmenn. - Allra síst skemmtidagskrá eða afþreyingu eins og tíðkast í Ríkissjónvarpinu. Þetta skýrist auðvitað allt þegar fólk er spurt hvort það myndi sjálf- viljugt greiða fyrir ríkisdagblað þeg- ar nóg er af öðrum prentmiðlum sem keppa á frjálsum markaði. Úr því að ríkisstjórn, Alþingi og ráðherrar á hverjum tima meðtaka þá skynvillu að halda endalaust úti ríkisfjölmiðli þá verða aðrir að halda uppi andspymu gegn þessum óþarfa ríkissrekstri. Nú siðast eru það upprennandi stjómmálamenn er tilheyra Heimdalli sem setja á fót uppákomu undir slagorðinu „Kauptu RÚV-brauð, annars inn- siglum við brauðristina þína“. Þetta er tímabær vakning en stjórnmála- menn þráast samt enn við. Auðvit- að á ekki aö kjósa neinn annan stjórnmálamann en þann sem lofar „Sjónvarpið er sú stofnun sem fyrst af öllu ætti að leggja af, það er dýrast í rekstri og mesta kvöðin gagnvart neytendum." - Frá upptöku ára- mótaskaups Sjónvarpsins. stuðningi við afnám RÚV. En það er ekki allt sama tóbakið, eins og þar stendur. Sjónvarpið er sú stofnun sem fyrst af öllu ætti að leggja af, það er dýrast i rekstri og mesta kvöðin gagnvart neytendum. Hljóðvarpið er þó vinsælt á sinn hátt vegna prýðílegrar dagskrár að öllu jöfnu. En þar þarf að hreinsa út og afnema spillingu sem þrifst í gegnum pólitík og ættartengsl sem aldrei virðast rofna ásamt bitling- um sem ná langt út yfir starfslok sumra starfsmanna þar á bæ. - Þetta er yfírgripsmikið mál sem stjómmálamenn verða að axla og taka á. Nauðungaráskrift og þving- un RÚV gegnum persónulegar eigur (útvarps- og sjónvarpstæki) verður ekki liðin öllu lengur. Eignatengsl ÍÚ við Tal Hjalti skrifar: Tal hf. er nýtt fyrirtæki á íslandi sem kemur inn á fjarskiptamarkaö- inn tU að veita Landssímanum verð- uga samkeppni. Að vísu finnst mér þeir hjá Tali hf. kvarta alltof mikið yfir samkeppninni sem þeir sjálfir komu til að veita. En látum það vera. Það sem veldur áhyggjum er samkruU Tals hf. við íslenska út- varpsfélagið hf. í ljósi þess í hvaða viðskiptum hið síðarnefnda er, en þau innifela m.a. rekstur frétta- stofu. Nú hef ég ekki skráð hjá mér ná- kvæmlega fjölda þeirra frétta sem fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafa flutt af málefnum Tals en var- lega áætlað hefur verið einhver fréttaumtjöUun af félaginu í hverri viku, frá því það hóf starfsemi. Ekki man ég á þessu tímabUi eftir nei- kvæðri frétt um Tal. Vera kann að fréttamat ráði þessu en bendi þó á að fréttastofur RÚV hafa ekki séð tUefni til umfjöllunar af málefnum Tals, nema e.t.v. í helmingi þeirra skipta sem Stöð 2 og Bylgjan gerir. Ég bendi á tvær staðreyndir sem gætu varpað ljósi á þessa þver- stæðu. Tal hf. fjármagnar veður- fréttir á Stöð 2. Og það sem meira máli skiptir, íslenska útvarpsfélagið hf. á yfir 30% eignarhlut i Tali hf. - er með öðrum orðum ráðandi aðili. Gæti það verið að svo stórfellda hagsmuni hafi ÍÚ af hagstæðum rekstri Tals að fréttamat fréttastof- anna sé látið taka mið af þeim? Hagsmunir fréttastjórans, forstjór- ans og stjórnarformannsins fara þá saman. Maður spyr sig þvi hvers vegna þeir stjórnendur fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar sjái ekki sóma sinn í því að geta þess í lok hverrar frétt- ar af málefnum Tals hf. að Islenska útvarpsfélagið hf. eigi þriðjung í fé- laginu. Morgunblaðið sá til saman- burðar sóma sinn í því að greina frá eignaraðUd sinni að Stöð 3 í öllum fréttum sem blaðið flutti af félaginu á sínum tíma. Væntanlega til að vekja athygli á þeim hagsmunaá- rekstrum sem voru tU staðar og þeir áttu þó mun minna en þriðjung í því félagi. SAS millilendi á íslandi Birgir Sigurðsson skrifar: Eftir aö hafa heyrt í fréttum að flugfélag, sem tengist hinni nýju samsteypu Crysler-Daimler, ætli að he{ja flug miUi Detroit og Stuttgart í Þýskalandi næsta vor meö miUi- lendingu á Keflavíkurflugvelli varð mér næst að hugsa tU þess hvort við íslendingar ættum þess kost að fá flugfar með þessu félagi yfir hafið til Ameriku. Að eftirgrennslan lok- inni er mér tjáð að svo verði ekki því það verði að sækja um sérstakt leyfi tU að taka hér farþega miUi þessara heimsálfa. Nú viU svo til að SAS er hér með aðsetur eða a.m.k. söluskrifstofur og flýgur hingað til lands, alla vega yfir sumarið. SAS flýgur líka til Ameríku og því kemur mér í hug hvort íslendingar ættu ekki að fara þess á leit við stjórnendur SAS að flfl@fll^1[g)Æi þjónusta allan sólarhringinn 39,80 mfmrtat. — eða hringíð í síma 5000 Ámllli kl. 14 og 16 íslendingar ættu að fara þess á leit við SAS, sem flýgur daglega yfir hafið, að millilenda hér og bjóða íslenskum farþegum annan valkost á flugi til Ameríku. mUlilenda hér og bjóða íslenskum farþegum að kaupa sér far vestur um haf. Engin samkeppni er á þessari leið svo ég viti og því er hér prýði- legt tækifæri tU að brjóta upp fá- keppnina í fluginu yfir hafiö. Það er meira en nóg komið af einokun eða fákeppni í miUUanda- flugi héðan frá íslandi. Með fuU- tingi stjórnvalda hér og samgöngu- ráðherrum, núverandi og fyrrver- andi, hefur aðeins eitt ílugfélag notið þeirra réttinda að fljúga héð- an tU Ameríku með farþega. Það er löngu tímabært að bjóða - eða jafn- vel biðja - önnur flugfélög að kanna þann möguleika að koma við á íslandi á leiðinni yfir Atlants- hafið, í austur- og vesturátt. DV Forhertirá hættusvæðum Ó.P.S. hringdi: Mér þykja þessir sem búa á hættusvæðum vegna snjóUóðanna á VestQörðum vera forhertir að hlýða ekki þeim reglum sem settar eru af almannavörnum og sýslumönnum. Og nú bætast sjálf yfirvöldin í hóp- inn. Sveitarstjórnarmenn eru sagðir búa á snjóUóöasvæðum eins og ekk- ert sé. - Og eru í þann veginn að byggja þar í þokkabót. Þarna verðui' engu bjargað ef Ula fer, og engin ástæða kannski til heldur. Óskiljanleg lán Reynir hringdi: Ég tók líkt og ef til vill margir aðrir lán til húsnæðiskaupa í árs- byijun árið 1994. Ég er nú búinn að greiða talsverða upphæð af þessu láni en samt er mestur hluti þess eins og upphaflega, lánið stendur sem sé í stað eða svo til. Og það merkilega er að það er lítil sem eng- in verðbólga og lágir vextir tU þess að gera, eða milli 5 og 6%. Þessir verðbótaþættir og kostnaður sem maður er að greiða eru sýnUega ekki annað en tUbúnir kostnaðarlið- ir sem bankar og lánastofnanir taka fyrir sig til að hagnast á. Algjörlega tilbúið „trix“. Þetta eru óskUjanleg lán, en enginn getur gefið greinar- góð svör. Við erum varnarlausir, ís- lenskir lántakendur. Prófkjör á Norð- urlandi vestra Siglfirðingur skrifar: Mikil umræða varð í fjölmiðlum um prófkjör Samfylkingar á Norður- landi vestra og meint bolabrögð Sigl- firöinga og Alþýðuflokksins í próf- kjörinu. Voru Siglfirðingar vændir um að hafa smalað flestu kosninga- bæru fólki tU að kjósa frambjóðanda frá Siglufirði, Kristján Möller, í fyrsta sæti. Það hefur hins vegar hvergi komið fram að frambjóðend- ur Alþýðubandalagsins úr Skaga- firði smöluðu yfir 800 manns tU að kjósa sig á Sauðárkróki eða jafn- mörgum og kusu á Siglufirði. í kjöl- farið fylgdi símaat um aUt kjördæm- ið þar sem jafnvel var margsinnis hringt á heimUi sama daginn og fólki ráðið frá því að kjósa Siglfirð- inga í prófkjörinu. Það er því ekki nema von að Siglfirðingar hafi þjappað sér saman um sitt fólk. Löggubankar fyrir nýríka Svana skrifar: Ég varð orðlaus af undrun yfir fréttinni í Morgunblaðinu um Ni- geríumanninn sem var grunaður um tékkafals. Þar kom fram að sam- kvæmt lögum um peningaþvætti beri bönkunum að láta vita (líklega lögregluna) um „óvenjulegar“ inn- lagnir á bankareikninga. Er þetta nú ekki fulUangt gengið? Ef ég kem með, segjum 2 miUjónir, nú eða 10 í beinhörðum peninginum (að ekki sé talað um ávísun) og vil stofna reikn- ing, er þá bankanum skylt að láta lögreglu vita? Ég býð ekki í það! Við erum nú algjörir amatörar í fjármál- um, það vissi ég. En ekki að nú væru bankarnir orðnir eins konar löggubankar fyrir nýríka eða vegna skyndiinnlagna fiár til geymslu. Þingkona þjóðarinnar Albert Jensen skrifar: Enginn íslendingur hefur sagt af sér ráðherradómi tU að geta verið sínum skoöunum trúr nema Jó- hanna Sigurðardóttir sem fór úr gamla, þreytta flokknum og stofnaði nýjan. Og á ferlinum hefur þessi al- þýðuhetja verið að draga spiUingar- gemsa í dagsljósið og þorir - ásamt Margréti Frímannsdóttur - að hætta miklu tU að renna stoðum undir stóran jafnaðarmannaflokk. Þær eru ánægjulega margar konurnar sem nú telja sinn tima kominn, og að margur karlinn þurfi hvíldar við. Þjóðin þarf sannarlega að fá hæfi- leikakonur í forystu stjórnmálanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.