Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 1. MARS 1999 15 Lífeyrissjóðirnir kaupi Landsbankann „Það má mikið vera ef evran verður ekki tekin upp hér á landi fyrr en nokkurn grunar. Okkar króna er að falla með sama áframhaldi og vinnu- brögðum." lægra verðs á olíu. Samt verða Norðmenn að teljast rík þjóð. Svo getur farið að Norðmenn og íslendingai- óski eftir viðbót eða viðauka við EES-samninginn sem geri þessum tveim löndum, þ.e. ís- landi og Noregi, fært að taka upp evruna í stað krónunnar. Því ekki það? Lúðvík Gizurarson Kjallarinn bankans munu auka þá miklu þenslu sem nú er enn frekar. Krónan okkar mun falla og verðbólga aukast aftur ef er- lendri vöru er dælt hér inn fyrir erlent lánsfé og aukið framboð innlendra lána hefur sömu áhrif. Evran Þessa dagana eru sjö lífeyrissjóðir að leggja fram 2000 milljónir sem Landsbankinn mun síðan endurlána til húsakaupa. Betra hefði verið ef þessir sömu lífeyrissjóðir hefðu sett þessar 2000 miljónir í hlutabréf í Landsbankanum og tekið þá stefnu að verða þar ráðandi hluthafi. Innflutningur. Á árinu 1998 voru kaup okkar á erlendri vöru miklu meiri en það sem við fluttum út. Þessar 2000 milljónir sem Landsbankinn ætlar að lána út munu enn auka á þenslu í þjóðfélaginu og þá vænt- anlega líka óhagstæðan viðskipta- jöfnuð. Þessi nýju lán fara í eyðslu hjá mörgum og kaup á erlendri vöru. Ef þessir sjö lífeyrissjóðir hefðu á hinn bóginn keypt hlutabréf i Landsbankanum fyrir 2000 miljón- ir hefðu þær runnið í ríkissjóð. Ríkissjóður hefði þá getað greitt erlendar skuldir sínar enn frekar niður en ella með þessu fé. Þessar 2000 milljónir hefðu þá dregið úr þenslu og verðbólgu en lán Lands- Það má mikið vera ef evran veröur ekki tekin upp hér á landi fyrr en nokkurn grunar. Okkar króna er að falla með sama áframhaldi og vinnubrögðum. Það er falskt „góð- æri“ þegar erlend lán fjármagna innflutning. Bankar og lánafyrir- tæki hrósa sér af miklum hagnaði.' Hann er að hluta fenginn með er- lendum lánum sem tekin eru á lægri vöxtum og síðan endurlán- uð hér með margföldu álagi. Ríkissjóður lækkar í dag sínar erlendu skuldir en það verður varla til góðs ef innlend- ir bankar o.fl. taka svo bara enn meiri er- lend lán til eyðslu og þenslu hér. Þá fellur krónan og við stöndum frammi fyrir gengislækkun. Noregur Eins og kunnugt er er Noregur með okkur í EES. Norðmenn hafa áhyggjur af sinni norsku krónu en hún er núna veikari en áður vegna Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður „Efþessir sjö lífeyríssjóöir hefðu á hinn bóginn keypt hlutabréf í Landsbankanum fyrir 2000 millj- ónir hefðu þær runnið í ríkissjóð. Ríkissjóður hefði þá getað greitt erlendar skuldir sínar enn frekar niður en ella með þessu fé.“ Skálar á Langanesi - mótvægi viö Akureyri? Samhljóma kór frambjóðenda og valdsmanna, já meira að segja sveitarstjórinn á Seltjarnarnesi, kyrjar nú söng um bráðnauðsyn- legt mótvægi við Reykjavík! Af hverju við eigum að vera á móti Reykjavík vill enginn útskýra, hvað þá hvaða vægi hér er verið að tala um?Ef menn halda að land- ið gangi á einhverjum öxli þannig að þungi landsmanna á hverjum stað ráði því hvort landið sporð- reisist eða ekki, ja, þá erum við vondum málum. Er fallþungi manna svona mikill á Akureyri? Sveitarstjórinn á Seltjamarnesi telur það snilldarlausn að styrkja og styðja Akureyri sem rambar á 15.000 íbúa markinu sem eitthvert mótvægi við Reykjavík. Þingmenn Akureyrar taka undir og Akureyr- ingar sjálfir em þvi miður orðnir fullmektugir fulltrúar kjökursins í grátkór byggðavandans. Akureyri er yndislegur bær, líklegast sá fal- legasti á landi hér. Þar er vissu- lega miðstöð menntunar og þjón- ustu á Norðurlandi. - Þar er fram- tíð ferðamennsku. En Akureyri er engin Reykjavík. Og Akureyri verður engin önnur höfuðborg ríkisins. í fyrsta lagi er hún of smá til þess, í öðm lagi höf- um við ekki efni á annarri höfuð- borg (hin er alltaf svöng) og í þriðja lagi er Akureyri best ef hún nær að þroskast eðlilega en kjökrar sig ekki út í kuldann og styrkina í skjóli sveitarstjórans á Seltjamar- nesi og þingmanna Akureyrar eða annarra falsspá- manna byggða- lausnanna. Akureyringar vega almennt ekkert meira an annað fólk og þungavigt þeirra getur því varla talist innlegg í byggðamál. Ak- ureyri er mikil- væg eins og sér- hver staður á ís- landi sem hefur mannauð og mögu- leika, býr yfir tækifærum. Mótvægi hvers við hvað? Með sömu rökum og þingmenn Akureyrar beita mætti halda því fram að lausn byggða- vandans væri að efla og styrkja Skála á Lariganesi til mót- vægis við hina sterku og voldugu Akureyri. Þar þyrfti ekki annað en nokkrar málning- arrendur á hús og þar væri komin menning- arhöllin merkilega. Alþýðusamfylkingin gæti sem best klínt á annan kofa og kallað það alþýðuhöllina. Þeir félagar Don Camillo og Peppone myndu brosa og allir yrðu kátir. Þar væri hægt að leggja fram yndisleg- ar áætlanir um rann- sóknir og hafnarframkvæmdir, fjölþjóðafyrirtæki og fangelsi, ferðamennsku og faglega ráðgjöf. Háskólinn að Skálum yrði mið- stöð rannsókna í héraðinu og bandaríski herinn á Gunnólfsvík- urfjalli gæfi svæðinu alþjóðlegt yfirbragð. Og eina vandamálið í öllu þessu innihaldslausa byggðahjali er ekki til staðar að Skálum! Þar er ekkert fólk! Þetta er eyðibyggð. Draumur græningjanna. Draumur stjórn- málamannanna. Draumur Byggðastofnunar. Hugsið ykkur öll vandamálin sem eru sjálfleyst í eyðibyggðinni að Skálum á Langa- nesi! Ræðum byggð af alvöru Mikilvægast er að fólk hafi tækifæri til að ákveða örlög sín sjálf. Hafi það hvorki til þess getu né burði er niður- staðan sjálfgefin. Hlutverk stjórn- valda getur ekki ver- ið að ákveða hvar fólk eigi að búa. Hlutverk stjórn- valda er að tryggja jafnan rétt og sömu möguleika. Að leik- reglurnar séu virt- ar. Annað sér mannfólkið um sjálft og þau fyrirbæri sem kall- ast aðlögun og þróun. Ef einhver hefur áhuga á al- vöru byggðaumræðu þá ræða menn um skólamál og heilbrigð- isþjónustu, sjálfstæði sveitarfé- laga og sameiningu þeirra. En til- lögur um ríkisforsjá og lausnir Byggðastofnunar skulum við setja í gömlu Mjólkurstöðina við Laugaveg. Þar er nú þjóðskjala- safn sem geymir upplýsingar, til dæmis um hina tvö hundruð íbúa Skála á Langanesi sem hjuggu þar fyrrum. Sigurjón Benediktsson „Akureyringar vega almennt ekk- ert meira an annað fólk ogþunga- vigt þeirra getur því varla talist innlegg í byggðamál. Akureyri er mikilvæg eins og sérhver staður á íslandi sem hefur mannauð og möguleika, býr yfír tækifærum.“ Kjallarinn Sigurjón Benediktsson tannlæknir Með og á móti Er í lagi að sakfella á verulegum líkum í fíkniefnamálum? Kolbrún Sævars- dóttir, fulltrúi ákæruvalds hjá Lögreglunni í Reykjavík. Fólk ber ábyrgð á eigin farangri „í ljósi fikniefnamála þar sem sakborningar hafa til dæmis hor- ið því við að þeir hafi ekki vitað um efni sem fundust í fórum þeirra er af- staðan skýr - fólk verður að bera ábyrgð á sínum far- angri. Það væri lífsins ómögulegt fyr- ir lögreglu að afsanna full- yrðingu ferða- manns ef hann segðist ekki vita um tilvist einhvers varnings í farangri sín- um. Ef það væri alltaf talið nægi- legt fyrir dómi að menn segi bara: „Ég vissi ekkert um þetta“ - hvernig ættum við þá að geta sannað sekt í fikniefnamálum. Á flugvöllum erlendis er gjarnan sagt í hátalarakerfi að fólk eigi að passa upp á farangur sinn, ekki vikja frá honum. Með þessu ei*u tollayfirvöld að koma því til skila að fólk beri ábyrgöina sjálft. Varðandi mál Bretans í e- töflumálinu að undanfornu tel ég það nú þannig komið að sýnt hafi verið fram á að hans saga sé ólíkleg. Þess vegna er enn þá meiri ástæða til að hann sanni sína sögu, sakleysi sitt, sem ég tel hann ekki hafa gert. í fikni- efnamálum eru oft lausir endar, við náum ekki yfir alla sem mái- unum tengjast. í seinni tíð hafa einungis burðardýr gjarnan ver- ið tekin en þau sjá sér oft hag í að upplýsa um aðra til að fá mildari refsingu. Ég tel að Bret- inn sjái sér ekki hag í því úr sem komið er að breyta framburði sínum. Að öðru leyti tel ég að hin gamla góða regla sé að frekar megi tiu sekir sleppa en aö einn saklaus verði dæmdur.“ Dómstólar of fúsir að sak- fella án lögfullr- ar sönnunar „í sakamálum gildir sú þýð- ingarmikla grunnregla að sönn- unarbyrði um sekt sakbornings hvílir á ákæruvaldinu. Þessi regla telst vera mannréttinda- regla og nýtur viðurkenning- ar í stjórnar- skrá íslands og einnig í þeim mannréttinda- sáttmálum sem ísland á aðild að svo sem Mannrétt- indasáttmála Evrópu. í reglunni felst að ekki skuli refsa mönnum nema refsi- verð háttsemi sé sönnuð lögfullri sönnun, vafa lun sekt ber að túlka sökunaut í hag. Líkur fyr- ir sekt geta verið svo sterkar að í þeim teljist felast lögfúllar sannanir. Hins vegar ber að fara mjög varlega við sakfellingar byggðar á líkum. Þessar megin- reglur gilda í öllum sakamálum, hvort sem um ræðir fikniefna- brot eða önnur refsiverð brot. Það er skoðun min að íslenskir dómstólar hafi verið of fúsir til þess að telja sök sannaða í tilvik- um þar sem sönnun hefur ekki verið lögfull að mínum dómi. Ég tel brýnt að þeir taki sig á í þessu efni og virði hér mannrétt- indi til fulls.“ -Ótt Jón Steinar Gunn- laugsson hæsta- róttarlögmaöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.