Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 16
16 íenmng MANUDAGUR 1. MARS 1999 How do you like Iceland? í Listasafni ASÍ eru nú tvær sýningar í gangi. Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir skúlptúra i Ásmund- arsal, á gangi og á þaksvöl- um en niðri í Gryfjunni er innsetning eftir Steinunni Helgadóttur og Svein Lúð- vík Björnsson tónskáld. Stofudrama Stein- unnar og Sveins Þáttur Steinunnar nefn- ist „Uppstilling“ og sam- anstendur af stól, sjón- varpstæki og útsaumuöum myndum með textum. Framsetningin er ekki ólík hinu hefðbundna „Drottinn blessi heimilið" en textarnir eru sóttir i hinn auðuga klisjusjóð sem tengist ferðamennsku og landkynningu. Auk þess sýnir Steinunn nokkrar grafík- myndir á veggnum í efri hluta salarins. Þáttur Sveins Lúðvíks, tónverkið „How Do You Like Iceland", er fluttur af félögum í Caput-hópnum ásamt upplesurum og er textinn sömuleiðis kunnuglegir frasar um Island og íslendinga: Við íslendingar búum við hreinasta loftið, eigum fallegustu stelp- urnar o.s.frv. Einmitt eins og það er: Allt er svo einfalt og gott og auðskilið hjá okkur, vandamálin eru annars staðar og koma okk- ur ekki við. Það er heilmikill húmor í verkinu en um leið mjög óþægilegur og harmrænn sann- leikur. Manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds - tví- skinnungurinn og sjálfsblekkingin sem einkennir sam- skipti okkar íslend- inga við náttúruna verða nánast áþreif- anleg í verkinu og þessi kjánalega, óraunverulega mynd sem við drög- um upp af okkur sjálfum og landinu til að sýna útlendingum - allt er þetta svo grátlega pínlegt! Myndlist Áslaug Thorlacius Sem myndlist er sýningin enginn stórvið- burður. Útsaumsstykkin eru falleg en graf- íkmyndunum er að mínu mati ofaukið. Þær tengjast innihaldinu of lausum böndum og ættu betur heima i einhverju öðru sam- hengi. Hins vegar er sýningin gott innlegg I umræðuna um náttúruvernd, virkjanir og stóriðju sem verður stöðugt almennari og öflugari. Tímasetningin er góð en í fréttum síðustu viku bar það einna hæst að íslend- ingar ætli ekki að skrifa undir Kyoto-bókun- ina að sinni. Hrollurinn sem sú ákvörðun yfirvalda olli kristallast einmitt í þessari litlu sýningu. Landslagspersón- ur Brynhildar Sýning Brynhildar kem- im ekki sérlega á óvart. Hún er í hennar eigin anda, skúlptúrar með margfalt eðli. Titlarnir vísa flestir til landslags en það leynir á sér því jafnframt er hvert verk, fyrir utan geim-steinana svonefndu, persóna úr plöntu- eða dýraríkinu, ýmist af landi eða úr sjó þó ekki sé beinlínis unnt að nefna tegund- ir. Þetta eru ósköp „sætir“ einstaklingar en virðast samt vera úlfar í sauðargærum því allir eru vopnaðir, hver með sinu lagi. Beittar tennur, hvassar brúnir eða langir armar. Sennilega þurfa þeir eins og aðrir að geta bjargað sér í hörðum heimi. Ég fæ ekki séð að verk Brynhildar inni- haldi neinn sérstakan boðskap eða mein- ingu. Þetta eru frumstæðar og mállausar persónur, holdtekningar (eða steingervingar en verkin eru úr gleri og steypu) óræðra til- finninga mun fremur en meitlaöra hug- mynda. Spurningin er bara hvemig manni líkar við persónurnar. Persónulega þykja mér portrettin tvö á ganginum mest aðlaðandi, sem og hluturinn úr undirdjúpunum sem bæði gæti verið ein- hvers konar kuðungur og djúpsprengja eða tundurdufl um leið og hann er í laginu eins og óútsprungið blóm. Það er yfir þeim ein- hver mjúkur þokki en margir þessara ein- staklinga eru ákaflega stirðlega vaxnir. Sömuleiðis eru glæru geim-steinamir falleg- ir því innan í köntuðum formunum eru loft- bólur eða misfellur sem gera þá mjög lifandi á að horfa. Og þaksvalirnar eru skemmtileg- ur sýningarstaður, ekki síst fyrir glerverk. Sýningarnar i Ásmundarsal standa til 7. mars. Opið alla daga nema mán. kl. 14-18. Þegar allt gengur upp Síðdegisstund í g-moll var yfirskrift tón- leika sem fram fóra í Kirkjuhvoli í Garðabæ á laugardaginn. Þetta voru fimmtu og næst- síðustu tónleikarnir í metnaðarfullri kamm- ertónleikaröð sem Menningarmálanefnd Garðarbæjar stendur fyrir þar sem píanó- leikarinn og listrænn stjórnandi hátíðarinn- ar, Gerrit Schuil, hefur fengið tO liðs við sig góða gesti. Gestirnir að þessu sinni vora þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Helga Þórarinsdóttir víóluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. Á efnisskrá voru tvö verk, bæði i g-moll, píanókvartett nr. 1 K478 eftir Mozart og píanókvartett ópus 25 eftir Johannes Brahms. 1 tengslum við tónlist Mozarts hefur g-moll stundum verið nefnd örlagatóntegund en fyrsti þáttur píanókvart- ettsins, likt og þeirra stærri verka sem hann samdi í sömu tóntegund (sinfóníur nr. 25 K183 og nr. 40 K550 og strengjakvartettsins K 516) ber vott um mikla geðshræringu. Verkið var gefið út tveimur mánuðum eftir að Mozart lauk við það af Hoffmeister í Vín- arborg sem kvartaði sáran yfir því að verkið seldist illa en vanda- málið lá að sjálfsögöu í því að kvartettinn var óaðgengilegur og erfið- ur fyrir viðvaninga, ekki síst vegna feiknar- mikils píanóparts sem jafnast á við marga konserta hans og flétt- ast fagurlega inn í ekki siðri strengjapartana. Flutningur verksins var allur hinn vandað- asti og jafnvægið gott milli þeirra allra, þau náðu vel dramatík fyrsta þáttar án þess að skjóta yfir markið og var sérlega Ijúft að hlýða á vel heppnaða úrvinnsluna, annar Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir þáttur var leikin af miklum þokka en hann er alger andstæða, ljúfur og ljóðrænn, en samt virðist honum vera mikið niðri fyrir undir fjölbreytilegum tóntegundaskiptum, þriðji þáttur var svo bjartur og fluttur af miklu fjöri. Gerrit fór á kostum í glitrandi píanópartinum og lék, líkt og þau öll, af miklu öryggi. Með fallegum dýnamískum breytingum Seinna verkið, pianókvartett Brahms ópus 25, er mikilfenglegt og voldugt verk og má segja að það sé eitt samfellt tilfinninga- Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gerrit Schuil, Helga Þórarinsdóttir víóiuleikari og Gunnar Kvaran seilóleikari. gos. Schoenberg var t.d. svo heillaður af verkinu að hann gerði af því hljómsveitarút- setningu en sú hugmynd hans kviknaði vegna þess að honum fannst hann allt of oft heyra það illa leikið og kvartaði yfir því að því betri sem píanistinn væri því sterkar léki hann þannig að ekkert heyrðist í strengjunum. Ég leyfi mér að efast um að hann hefði getað kvartað mikið undan flutn- ingnum á laugardaginn. Fyrsti þátturinn er voldugur og greinilega enginn hugmynda- skortur sem hrjáð hefur Brahms við tilbún- ing þessa dökka og ófyrirsjáanlega þáttar sem leikinn var af miklum tilfinningahita með fallegum dýnamískum breytingum sem þau voru svo samtaka í að það var líkt þau væru ofin inn í hvert annað. Samleikur strengjanna í upphafi annars þáttar var svo einkar falleg- ur sem og kaflinn í heild þar sem hvert hljóðfæri fékk að njóta sín. 1 hinum fallega og Ijóðræna þriðja þætti fer heldur ekki á milli mála hver er á ferð, leik- urinn var dásam- legur og þéttur, hver hending full- komlega mótuð og miðkaflinn kraft- mikill. 1 lokaþættin- um, sem er villtur sígauna- dans, var svo sett í fjórða gír og var flutningurinn gott dæmi um það þegar frábærir spilarar koma saman og gefa allt og allt gengur upp. Maður hrein- lega átti bágt með að sitja kyrr undir æsingslegu hljóðfallinu. Áheyrendur spruttu líka úr sætum sín- um að leik loknum og fögn- uðu ákaft enda ekki oft sem maður verður vitni að sliku neistaflugi. Síðasta kvöldmáltíðin og Andy Warhol Sigurður Örn Brynjólfsson (SÖB) heldur fyr- irlestur í húsnæði MHÍ í Laugamesi í dag kl. 12.30 um eigin teiknimyndagerð og hugmynda- fræði hennar. Á miðvikudaginn heldur séra Gunnar Krist- jánsson prófastur fyrirlestur í Barmahlíð, Skip- holti 1, kl. 12.30. Hann nefnist „Síðasta kvöld- máltíðin og Andy Warhol". Eftir viku byrjar námskeið hjá Ríkharði Valtingojer í grafik þar sem kenndar verða að- ferðir í málmgrafik með notkun sýru. Leiðsögn um H. C. Andersen Á morgun, miðvikudaginn og fimmtudaginn verður skólanemendum og kennur- um þeirra boðin leiðsögn um H. C. Andersen-sýninguna í sýningarsal Norræna húss- ins. Jon Hoyer sendikennari og nemendur hans í dönsku við HÍ aðstoða við verkefna- vinnu, meðal annars með notkun margmiðlunarefnis. 1 fundarsal Norræna hússins verða ævintýrin Prinsessan á bauninni og Eldfærin sýnd á stóra tjaldi. Einleikstónleikar Annað kvöld kl. 20.30 heldur Þorsteinn Gauti Sigurðsson fyrstu píanótónleikana í Salnum í Kópavogi. Þeir hefjast á þremur skemmtilegum smástykkjum eftir G. Gershwin sem hann kall- ar prelúdíur, þá leikur Þorsteinn Gauti Gnoss- íu eftir Eric Satie og hina víðfrægu Tunglskins- sónötu Beethovens. Eftir hlé verða fluttar Etýður eftir Fr. Chopin op. 10 nr. 4, 6 og 8 og tónleikunum lýk- ur með sónötu op. 26 eftir S. Bar- ber. Það eru tíðindi þegar íslenskur pianóleikari tekur sér fyrir hendur að flytja sónötuna eftir Samuel Barber, eitt glæsdegasta píanóverk samið á þessari öld. Sónatan var skrifuð 1948 og Vladimir Horovitz frumflutti hana 9. desember 1949 í Havana á Kúbu. Sónatan er tímamótaverk nýrra strauma, áhrifamikið skáldverk. Miðasalan verður opin tónleikadaginn frá kl. 14.00 i anddyri Tónlistarhúss Kópavogs, s. 570- 0404, og er miðaverð kr. 1.200. Kórsöngur í Norræna húsinu Háskólakór frá The University of Minnesota- Crookston heimsækir ísland um mánaðamótin á tónleikaferð sinni til Lundúna. Hann heldur tónleika ásamt Háskólakórnum og kammerkór Háskóla íslands, Vox Academiae, í Norræna húsinu annað kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá kórsins eru einkum trúarleg kór- lög frá Ameríku en einnig lög eftir Schumann og fleiri. Stjómandi kórsins er George French en stjórnandi íslensku kóranna beggja er EgUl Gunnarsson. Þeir munu einkum flytja íslenska tónlist. Aðgangur er ókeypis og öUum heimill. Guðríður á Grænlandi Brynja Benediktsdóttir fór með Ferðir Guð- ríðar tU Grænlands í febrúar. Þar var verkið leikið á ensku (ekki sænsku, eins og sagt var i Morgunblaðsfrétt). Höföu Grænlendingar sér- staklega beðið um ensku gerðina, sem Tristan Gribbin leikur, vegna þess að skólar buðu upp á sýninguna sem hluta af enskukennslu. Leiknum var tekið með kost- um og kynjum en verra var að hópurinn varð veðurtepptur vegna ísingar í þíðviðrinu og mátti þreyja þorrann í heUa viku eftir að skylduverkum var lokið. Erik Lund skrifar lofsamleg- an leikdóm um sýninguna í In- formation og fagnar þvi að Guð- riður skuli hafa komist aftur til landsins þar sem svo mikill hluti sögu hennar gerist, en hann er svolítið sár yfir því að sýningin skuli að minnsta kosti verða sýnd i höfuðborgunum Reykjavik, Þórshöfn, Stokkhólmi, Dublin og Nuuk áður en kemur að Kaupmannahöfn, og hvetur Brynju og hópinn hennar til að skilja Danmörku ekki útundan. Það er hollt gömlum nýlenduherrum að vera skákað út í horn öðra hverju, segir hann. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.