Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 1. MARS 1999 Hringiðan Freestyle-dansinn er alltaf jafnvinsæll. Á laugardaginn fóru fram úrslit í aldursflokknum 10-12 ára. Hildur, Guðný, Thelma og Hugrún skipa hópinn Eldmóð sem bar sigurorð af um þrjátíu öðrum hópum í keppninni um íslandsmeistaratitilinn. DV-myndir Hari íslandsmeistarakeppnin í erótískum dansi var haldin í Þórskaffi á föstudaginn. Þetta er í fyrsta sínn sem slík keppnl fer fram á íslandi. Kynnir kvöldsins var Rósa Ing- ólfsdóttir og voru herlegheitin send beint út á sjón- varpsstöðlnni Sýn. Jóna Líf Yngvadóttir, sem hér sést, stóð uppi sem sigurvegari og ber nú titilinn íslands- meistari í erótfskum dansi. Það var Miami-kvöld á Astro f tengslum við útvarpsstöð- ina FM 957 á föstudags- kvöldið. Vigdís Kristjáns- dóttir, Natalie Antonsdóttir, Ólöf Einarsdóttir, Jóa Harð- ardóttir og Halldóra Einars- dóttir voru f sólskinsskapi þetta kvöld. Rósa Ásgeirsdótt- ir, Helgi Þórisson, Arndís Jóna Páls- dóttir og Eva Björk Magnúsdóttir fylgdust með fyrstu íslands- meistarakeppninni f erótfskum dansi sem haldin var í Þórskaffi á föstu- daginn. Listamennirnir Halldór Ásgeirsson og Harald- ur Jónsson rabba saman og skoða sýn- ingarnar sem opnaðar voru í Listasafni ís- lands á laugardaginn. Listamaðurinn Ómar Stefánsson opnaði sýningu á nýjum verkum í Gallerf Fold á laugardaginn. Ómar er hér ásamt konu sinni, Helgu Völundardóttur, á opnunar- daglnn. Félagsmiðstöðv- ar landsins sendu bestu plötusnúða sfna í Frostaskjólið á föstudaginn. Þar fór fram keppni unglinga í 8., 9. og 10 bekk grunnskóia um hver sneri skíf- um best. Hlut- skarpastur varð Einar Óli Sigurð- arson úr félags- miðstöðinni Mið- bergi. Svandís Ósk Jónsdóttir varð í öðru sæti í keppninni um íslands- meistaratitilinn f erótískum dansi. Hún mun fylgja Jónu Líf í keppnina Scandinavian Superstrip og jafnvel vfðar á komandi misserum. Stórsveit Reykjavíkur hélt tónleika f Ráðhúsi Reykvfkinga á laugardaginn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri skrifaði undir samning um samstarf vfð sveitina og ný söngkona, Kristjana Stefánsdóttir, gekk til liðs við strákana. Hér leikur sveitin lög eftir tónskáldið Neal Hefti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.