Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 1. MARS 1999 29 Fréttir J;, j : ■ iid K g Frá stofnfundinum. Við háborðið frá vinstri. Sveinn Sæland, Helgi Guð- mundsson, Guðrún Jónsdóttir og Reynir Ingibjartsson. DV-mynd Eva Stofnfundur Búmanna á Suðurlandi: Félagar 1500 á landsvísu DV, Hveragerði: Búmenn heitir landsfélag sem hef- ur að aðalmarkmiði að auka jöfnuð í húsnæðismálum þannig að félags- mönnum verði aflað gott og hag- kvæmt húsnæði með því að byggja eða kaupa, eiga og hafa yfirumsjón með rekstri íbúðarhúsnæðis. Félags- mönnum er látið húsnæðið í té með búseturétti sem tryggir ótímabundin afnot af íbúðunum gegn kaupum á eignarhluta i þeim. Allir landsmenn geta orðið félagar hafi þeir náð 50 ára aldri. í inngangsræðu á fundi í félaginu sagði Guðrún Jónsdóttir, formaður félagsins, að við hönnun húsnæðis Búmanna yrði sérstök áhersla lögö á að innréttingar væru þannig að fólk gæti búið þar sem lengst. Sem dæmi um það sem huga þyrfti sérstaklega að, væri aðgengi fyrir hjólastóla, baðinnréttingar, eldhúsinnréttingar og'rafmagnstenglar, þ.e. að allt væri í réttri hæð. Hér væri ekki um svo- kallaðar „elliíbúðir“ að ræða heldur íbúðir fyrir fólk, yfir fimmtugt sem sumt ynni sína vinnu heima við. Guðrún tók einnig fram að aðild að félaginu væri ekki bundin við ein- staklinga - kom enda í ljós síðar á fundinum að Styrktarfélag aldraðra á Selfossi gerðist félagi á þessum fundi. Með stofnun Suðurlandsdeildar- innar eru deildir innan félagsins orðnar tvær en sú fyrsta var stofnuð á Akureyri í desember 1998. Félagar í Búmönnum eru nú þegar orðnir yfir 1500 á landsvísu. Á stofnfundinum var kjörin stjóm Suðurlandsdeildarinnar. Kosin voru í aðalstjóm: Lísbet Sigurðardóttir, Stokkseyri, Loftur Þorsteinsson, Hrunamannahreppi, Sigríður Kol- brún Guðjónsdóttir, Selfossi, Snæ- björn Sigurðsson, Laugardal, og Þor- finnur Þórarinsson, Biskupstungum. í varastjórn: Eva Hreinsdóttir, Hverageröi, Helgi Guðmundsson, Biskupstungum og Ragnar Sær Ragnarsson, Biskupstungum. í lok fundarins kynntu Ragnar Sær sveit- arstjóri og Pétur H. Jónsson skipu- lagsfræðingur framtíðarmöguleika Búmanna á byggingarsvæðum á Suðurlandi. -eh Ólafsvík: Blómaverslun á betri stað DV, Snæfellsbæ: Blóma- og gjafavöruverslunin Blómaverk í Ólafsvik hefur flutt í nýtt og betra húsnæði á Ólafsbraut 24 og var opnuð laugardaginn 20. febrúar. Eigandi er Friðgerður Pét- ursdóttir en hún fluttist ásamt fjöl- skyldu sinni til Ólafsvíkur fyrir nokkrum árum frá Bolungarvík. Friðgerður sagði hún hefði byrjað með starfsemi sína fyrir þremur árum á Grundarbraut 10 en sér hefði boðist þetta húsnæði tii kaups fyrir stuttu og slegið til. Húsnæðið væri mun betur staðsett og talsvert rýmra en það fyrra eða alls 72 fermetrar. Mikið var að gera um helgina hjá Friðgerði og íbúar Snæfellsbæjar. tóku þessari nýju aðstöðu Bióma- verks mjög vel. Henni bárast hlýjar óskir frá bæjarbúum sem hafa notið góðrar þjónustu i versluninni. Frið- gerður hannaði sjálf innréttingar í verslunina og ekki hefm- hún gleymt sinni fyrri heimabyggð því blóma- Friðgerður Pétursdóttir verslunar- eigandi. kælirinn heitir Meiri-Hlíð en það var æskuheimili hennar fyrir vest- an. Blómaverk annast allar skreyt- ingar við hvers konar tækifæri sem varða bæði gleði og sorg. -PSJ Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn frmintudagimi 18. mars 19 9 91 efri þingsölum Hótels Loftleiða og hefst kl. 14:00 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundaistörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild til félagsstjómar til kaupa á eigin hlutum skv. SS.gr.lagam. 2/1997. 3. Önnur mál, löglega upp borin. TiIIögur frá hluthöfum, sem bera á upp á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjómarinnar eigi síðar en 7 dðgum fyrir aðalfund. Flugleiða Aógöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent í hlutabréfa- deildFlugleiðaá 1. hæð á aóalskrifstofu félagsins á Reykjavíkurflugvelli dagana 15. til 17. mrs frá kl. 09:00 til 17:00 ogfundardagtilkl. 12:00. Dagskrá, endanlegar tiUögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfúm til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Stjóm Flugleiða hf. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskurferðafélagi “ Mltöl JfnrcKL Knöl V Bi Uf.í léuöi 3 HI CU-. Knöl ; % BccKv léllol afmæltóbetöla Rauða ljónsins 1.-7. mars 1/2 lítri 250 kr - 33 cl flöskur 210 kr. Rauða ljónið er engu líkt. MMC Lancer 1600 2wd 5 d., '97 silfur ek. 41 þ. km, ssk V. 1.290.000. VW Golf 1400 GL 3.d.'95, blár ek. 50 þ. km, bsk. V. 900.000. Honda Civic 1500 LSI VTEC 3.d.'98, Subaru Impreza 1600 4x4 5 d.,'96, hvítur. ek. 3 þ. km, bsk. álf. sóll. spoil. rauður ek 76 þkm. bsk. fjarst. V. 1.550.000. læs. V. 1.150.000. Hunday Sonata 2000 GLSI 4.d.'96, hvítur, ek. 26 þ. km, ssk. V. 1.190.000, MMC L-300 4x4 2500 DT, 5.d.'91, grár, ek. 122 þ. km, bsk 8.manna V. 1.030.000. Gott úrval bíla á skrá og á staðnum Opið virka daga 10-12 og 13-18, laugardaga 13-17. m m f BÍLASAUNNj tööldur ehf. B í L A S A L A Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020 - 461 3019 MMC Pajero 2800 DT 5.d. '98, blár ek. 21 þ, km, ssk, intercooler, 31“ álf. V. 3.190.000. Vantar MMC Pajero dísel 3 d. '95-'96.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.