Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 34
42 MÁNUDAGUR 1. MARS 1999 Fólk í fréttum Sigfús Bjartmarsson Sigfús Bjartmarsson rithöfundur hlaut Menningarverölaun DV fyrir bókmenntir. Starfsferill Sigfús fæddist að Sandi í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu 19.7. 1955. Hann flutti til Reykjavikur þegar hann var fimm ára og hefur búið þar síðan. Hann lauk stúdentsprófi frá ný- máladeild MR 1975. Næstu tvö ár stundaði hann nám í sagnfræði og bókmenntafræði við Háskóla fs- lands. í fjögur ár ferðaðist hann um heiminn en vann á íslandi á milli ferða. Hann vann um tíma á togara og á báti auk þess að vera með gulrótar- rækt í tvö ár. Auk þess að stunda rit- störf vinnur hann við jámbindingar. Bækur Sigfúsar eru sex. Út um lensportið, 1979. Hlýja skugganna, Sigfús Bjartmarsson. 1985. Án fjaðra, 1989. Mýrarenglarnir falla, 1990. Speglabúð í bænum, 1995. Vargatal, 1998. Fjölskylda Sambýliskona Sigfúsar er Lóa Áldísardóttir, f. 6.4. 1970, blaðamaður. For- eldrar hennar era Aldís Guðmundsdóttir deildar- stjóri og stjúpfaðir henn- ar er Jörgen Pind prófess- or. Dóttir Sigfúsar er Kolbrún Björt, f. 11.11. 1985. Fóstursonur hans er Tumi Bjartur Valdimarsson, f. 6.12. 1990. Systkini Sigfúsar eru Guðrún kennari og er hún látin. Hjördís handavinnukennari. Bryndís Hall- dóra aðstoðarskólastjóri. Hólmfríð- ur kennari. Guðmundur kvik- myndagerðarmaður, Hlaðgerður kennari. Foreldrar Sigfúsar eru Bjartmar Guðmundsson, f. 5.5.1900, d. 1982, og Hólmfríður Sigfúsdóttir, f. 25.7.1911, húsmóðir. INNKAUPASTOFNUN REYKJA VIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 -101 Reykjavík-Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 - Netfang: isr@rhus.rvk.is ÚTBOÐ Rh. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í rafskautsketil ásamt tilheyrandi búnaði og uppsetningu. Ketilkerfið miðast við 12 bara yfirþrýsting og 3 MW afköst.Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar.Opnun tilboða: 18. mars 1999, kl. 11.00, á sama stað. ovr 19/9 F.h. Orkuveitu Reykjavíkur, Gatnamálastjóra og Landssímans hf. er óskað eftir tilboði í verkið: „Endurnýjun gangstétta og veitukerfa, 1. áfangi 1999, Breiðholt." Endurnýja skal dreifikerfi hitaveitu og síma og gangstéttir í Bökkum og Vesturbergi. Helstu magntölur: Skurðlengd 3.500 m Lengd hitaveitulagna í plastkápu alls 4.400 m Lengd plaströra fyrir LÍ 4.500 m Lengd strengja fyrir LÍ 19.300 m Malbikun 2.100 m2 Steyptar stéttir 1.700 m2 Hellulögn 1.500 m2 Þökulögn 1.400 m2 Utboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 17. mars 1999, kl. 14.00, á sama stað. ovr 20/9 SPARTAN SCHOOL OF AERONAUTICS, U.S.Ar álormar að halda lund um störl við llug! 6. mars á Hótel Sögu í Reykjavík Gefið ykkur tíma til að mæta Kl. 18.00 fyrir þá sem hafa áhuga á að læra flug. Kl. 20.00 fyrir þá sem hafa áhuga á flugvirkjun og rafeindafræði. Hittíð alþjóðlegan námsráðgjala Spartan, Mr. Stan Gardner! Þeim sem vilja prófa nýjan starfsvettvang eða skipta um störf er boðið! Fræðist um flugheiminn eins og hann er, íslensk námslán, það nám sem er [ boði hjá skólanum og aðstæður í Tulsa f Oklahoma. Þeir sem hafa áhuga á að komast í skólann á næstu önn eru beðnir að hafa með sér afrit af þeim skólaþrófum sem þeir eiga. Krafist er 100 dollara aðgangseyris og yfirlýsingar um fjárhagsstuðning. Þeir sem hafa áhuga vinsamlega látið okkur vita um ratpóstinn:spartan@mail.webtek.com eða með faxi+918-831-5234 eða ísíma +918-836-6888. Heimsæktu okkur á heimasíðuna: wwvu.spartan.edu FYRSTUR MED FRETTIRNAR Fréttir Dalvíkurbyggð: Atvinnuástandið er heilt yfir gott - segir bæjarstjórinn Rögnvaldur Skíði Friðbjömsson DV, Akureyri: „Við höfum lengi getað státað af því að hér hafi verið atvinna fyrir alla þótt atvinnuleysi hafi verið í nágrannabyggðunum. Nú örlar hins vegar á atvinnuleysi hér en heilt yfir er ástandið í atvinnumálunum hins vegar gott,“ segir Rögnvaldur Skíði Friðbjömsson, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð. Atvinnulífið á Dalvík varð fyrir áfalli í vetur þegar Samherji hætti rækjuvinnslu þar í bæ vegna skorts á hráefni og þar fengu 32 uppsagn- arbréf. Rögnvaldur Skíði segir að flest af því fólki sé enn á launum á uppsagnarfresti en í lok janúar voru 14 manns á atvinnuleysisskrá í bænum. Hins vegar segir bæjarstjórinn að nýjustu fréttir af Snæfelli séu þær að ákveðið hafi verið að selja veið- ar- og vinnsluþáttinn varðandi upp- sjávarfiska og leggja aukinn kraft í vinnslu á bolfiski sem muni styrkja starfsemi Snæfells á Dalvik og ef eitthvað hafi verið þá hafi vantað fólk þar til starfa frekar en hitt. „Það getur vissulega tekið tíma að jafna sig þegar til uppsagna kem- ur eins og hjá Samherja og einhverj- ir munu eiga erfitt vegna þess eins og alltaf er þegar uppsagnir eru annars vegar. Það er hins vegar alls ekki neitt svartnætti hér fram und- an, við viljum ekki hugsa þannig. Fyrirtæki í fiskvinnslu hér hafa verið að eflast og nýir aðilar að koma inn og rekstur Sæplasts hefur gengið mjög vel og það fyrirtæki er alltaf að styrkja sig. Þá er ástandið í byggingariðnaði ágætt þannig að það er ekki svo dauft í okkur hljóð- ið þegar allt kemur til alls,“ segir Rögnvaldur Skíði. -gk Hönnun og ráðgjöf á Höfn DV, Höfn: Fyrirtækið Hönnun og ráðgjöf á Reyðarfirði hefur opnað skrifstofu á Krosseyjarvegi 17 hér á Höfn í Hornafirði. Starfsmaður og stjórn- andi skrifstofunnar verður Gunnar Ellert Geirsson en hann er nýráð- inn til fyrirtækisins. Gunnar Ellert er byggingarverkfræðingur og kem- ur til Hafnar frá Kaupmannahöfn, þar sem hann vann sem verkefna- stjóri. Fyrirtækið Hönnun og ráðgjöf ehf. var stofnað 1990 og er með skrif- stofur og þjónustu á Reyðarfirði, Eg- ilsstöðum, Akranesi og í Reykjavík. Um 20 starfsmenn á ýmsum sviðum verkfræði, rekstrarráðgjafar og ann- arrar sérþjónustu eru starfandi hjá því. Framkvæmdastjóri er Jóhann- es Pálsson á Reyðarfirði. -JI Til hamingju með afmælið 1. mars 70 ára Haukur Runólfsson, Hafnarbraut 41, Höfn. Hákon Torfason, Birkigrund 19, Kópavogi. 60 ára Guðlaug H. Þorbergsdóttir, Löngubrekku 15a, Kópavogi. Herbert Ármannsson, Nýbýlavegi 40, Kópavogi. Marla Ármannsdóttir, Hlíðargötu 34, Sandgeröi. 50 ára Dan Valgarð S. Wiium, Grundarstíg 23, Reykjavík. Friðrik Gylfi Traustason, Gásum, Akureyri. Hafberg Þórisson, Lambhaga, Vesturlbr., Reykjavík. Hafdís Guðmundsdóttir, Túngötu 4, Seyöisfiröi. Helgi Haukdal Jónsson, Hnjúkabyggð 27, Blönduósi. Hulda Leifsdóttir, Brekkubyggð 24, Blönduósi. Sigurður Glsli Ringsted, Spónsgerði 6, Akureyri. Sigurður Sveinbjömsson, Vogalandi 10, Reykjavík. 40 ára Ámi Kristinn Einarsson, Laugavegi 18, Reykjavík. Benedikt Þorbjörn Ólafsson, Fannafold 91, Reykjavík. Chumphon Chumphoo, Túngötu 30, Grenivík. Elísabet Hálfdánardóttir, Hlíðarstræti 11, Bolungarvík. Friðrik Jón Amgrímsson, Unnarbraut 1, Seltjamarnesi. Guðmundur Jón Sigurðsson, Krummahólum 4, Reykjavík. Malgorzata Budkiewicz, Grundargötu 7, Grundarfirði. Sveinbjöm U. Sigmundsson, Vallholti 3, Vopnafirði. Trausti Ragnar Tryggvason, Þverholti 10, Akureyri. U^FERÐAR aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.