Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 36
44 MÁNUDAGUR 1. MARS 1999 DV nn Ummæli Ráðast á sjómenn þegar illa gengur „Þaö er nú þannig með þessa menn sem stýra t sjávarútvegsfyrir- , tækjum sem eru á hlutabréfamarkað- inum að þeir þurfa * að réttlæta það 1 þegar reksturinn hjá þeim gengur ekki sem skyldi og þá finnst þeim liggja beint við að ráðast á laun sjómanna." Grétar Mar Jónsson, form. skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Vísis, í DV. Ekki einhver gömul lumma „Það er ekki hægt að afgreiða þessi ummæli þannig að þetta sé einhver gömul lumma sem ekki megi ræða... Vilja menn að sam- skipti aðila verði bara stál í stál og harkan sex áfram eða komast að einhverri niðurstöðu." Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastj. ÚA, um umæli sín um laun sjómanna, í DV. Viðskiptahagsmimir ofar öllu „Það eru viðskiptahagsmunir helstu stórvelda sem ráða þvi á hverjum tíma hvernig sagt er frá morðum og kúg- un, hvort þagað er um stórglæpi og hver er borinn saman við hvern.“ Árni Bergmann rithöfundur, ÍDV. Kvóti á ferðamenn „Það mætti hugsa sér að tak- marka aðgang ferðamanna að Gullfossi og Geysi og fyrirtæki í ferðaiðnaði hefðu síðan ákveðinn kvóta ferðamanna að þessum stöð- um á ári. Þessir kvótar gætu auð- veldlega verið framseljanlegir. Ragnar Árnason, prófessor i hagfræði, í DV. Að verjast Kyoto fram í rauðan dauðann „Einn hópur manna ætlar að verjast, fram i rauð- an dauðann, yfir- gangi Kyoto-sam- \ komulagsins og þeirri ógnun sem það er við lífs- hætti okkar og hamingju. Einn hópur mann er tryggur og trúr - íslenska rikisstjórnin. Illugi Jökulsson, á rás 2. Virðið krotið „Foreldrar bera ekki allir næga virðingu fyrir kroti og krassi barnanna sinna.“ Ólína Geirsdóttir, leikskóla- og myndmenntakennari, í Morgun- blaðinu. Skíðasvæði landsins ,vík > Siglufjörður Ólafsfjörður •* I >- 6 • **Hú Seljalandsdalur, 1 \ \ V Tungudalur Dalvík y * Akureyri > Húsavík Kerlingar- fjöll Seyðisfjörður Egilsstaðir # Neskaupstaður ^ Bláfjöll, Skálafell, ^ Hengilssvæðið V DV Freyr Sverrisson, þjálfari ársins í yngri flokkum: Þjálfun er forvarnarstarf og upp- bygging í heilbrigðu starfi og aga DV, Suöurnesjum: „Þetta er mikil viðurkenning og hvetur mann áfram á sömu braut," segir Keflvíkingurinn Freyr Sverris- son sem útnefndur var þjálfari ársins í yngri flokkum 1998 af Knattspyrnu- þjálfarafélagi íslands. Þrír aðrir ein- staklingar af landinu voru einnig út- nefndir. „Ég hef starfað við þetta í 18 ár og það er síður en svo að maður sé far- inn að slaka á. Að sjálfsögðu lít ég líka á þetta sem viðurkenningu fyrir knattspyrnudedd Njarðvíkur sem ég þjáifa fyrir. Ég byrjaði að þjálfa hjá Knattspyrnufélagi Keflavíkur árið 1980 og þjálfaði þá bæði yngri flokka stúlkna og stráka i knattspymu og handbolta til ársins 1990.“ Jafnhliða þjálfarastarflnu lék Freyr í meistaraflokki með Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Reyni í Sand- gerði. Árið 1991 tók hann að sér þjálf- un meistaraflokks Hattar á Egilsstöð- um og var þar í tvö ár og ákvaö í framhaldi af því að hætta að leika sjálfur og varð árið 1993 liðsstjóri meistaraflokks Keflavíkur ásamt því að þjálfa 2. flokk félagsins. Síðustu Fimm ár hefur hann verið yfirþjálfari yngri flokka hjá knattspymudeild Njarðvíkur. „Þetta er orðinn langur tími, ég var aöeins 17 ára þegar ég byrjaði og er farinn að þjálfa böm margra þeirra sem ég þjálfaði í upphafi fer- ilsins. Ég hef átt mjög gott samstarf við stjórn deildarinnar hér í Njarð- vik, formann hennar og eins við for- eldra. Það má segja að knattspyrnu- deild sé samansett af þjálfara. stjóm deildar og foreldrum bamanna. Mér fmnst viðhorf- DV-mynd Arnheiður in hafa breyst mikið á þessum árum. Þjálfun bama- og unglinga er í raun- inni forvamarstarf og uppbygging í heilbrigðu starfi og aga. Þjálfunin er orðin miklu tæknilegri og markviss- Maður dagsins ari núna en þegar ég var að byrja og þátttaka foreldra hefur líka aukist. Það hefur oft verið talað um að það sé dýrt að borga æfmgagjöld fyrir börnin en þegar upp er staðið eru þetta um 300 krónur á viku en það er minna en einn sígarettupakki kostar svo ég held að þetta sé afstætt og þetta skilar sér marg- falt til baka.“ Freyr er sannfærð- ur um það að fyrir- huguð bygging fjöl- nota íþróttahúss í Reykjanesbæ eigi að breyta miklu hvað varðar iþróttaiðkun á svæðinu. „Það er enginn vafl á því að æfingar við bestu hugsanlegu aðstæður munu skila okkur enn betri knattspyrnumönn- um. Ég hef áhyggjur af þvi að allt of fáir fyrr- verandi knattspymu- menn skili sér í þjálfun en þessir menn hafa yfrr mikilii reynslu og þekkingu að ráða. Þá vona ég að þess verði ekki langt að bíða að Keflavík og Njarðvík hefji samstarf í knattspyrnumálum sem verður þeim báðum ávinningur. Eins hef ég velt því fyrir mér hvenær bæjaryfirvöld muni fara að greiða laun yngri flokka þjálfara. Það mundi breyta öllu, æfingagjöld yrðu lægri og fleiri hefðu þá aðstöðu til íþróttaiðkunar. Þótt íþróttir taki mikinn tíma hjá Frey segist hann hafa fleiri áhuga- mál: „Fjölskyldan og ferðalög með henni eru ofarlega á lista og öll mannleg samskipti og sem stendur er ég einmitt á ræðunámskeiði hjá Kiwanisklúbbnum Keili. Þá eram við þrír fyrrum knatt- spyrnumenn úr Keflavík í matar- klúbbnum Grand ásamt mökum og það er oft glatt á hjalla þegar við komum saman.“ Eigin- kona Freys er Þórdís Björg Ing- ólfsdóttir úr Njarð- vík. Hún starfar í versluninni Leonard í Leifsstöð og eiga þau tvö börn, Andra Fannar sem er sex ára og Ásdisi Völu, fjögurra ára. -AG Atvinnulífið á landsbyggðinni og alþjóðavæðing Verslunarráð íslands stendur fyrir hádegisverðar- fundi á Akureyri á morgun. Yfirskriftin er Atvinnu- lífið á lands- byggðinni og alþjóðavæð- ing. Fram- sögumenn eru Andri Teitsson, fram- kvæmda- Þróunarfélag íslands Vilhjálmur Egilsson. stjóri hf., og Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður og--------------------- framkvæmdastjóri Camknmur Verslunarráðs ís- ðdm"omur lands. Á fundinum ars þessari: Verður lands- byggðin hálauna- eða lág- launasvæði? Dreififræði og starfsbræðralag í stjórnun háskóla í dag kl. 17 mun skoski lagaprófessorinn og vara- rektor háskólans í Edinborg, Neil MacCormick, halda fyr- irlestur um dreififræði og starfsbræðralag í stjórnun háskóla. í fyrirlestrinum gagnrýnir MacCormick þá útbreiddu skoðun að háskól- um skuli stjórnað eins og at- vinnufyrirtækjum og leiöir líkum að því að dreifræðis- --------og starfsbræðra- reglan hæfi aka- demískum stofn- unum betur. Myndgátan Lausn a gatu nr. 2341: verður leitað svar við ýms- um spurningum, meðal ann- Fyr- irlesturinn er í hátíðasal Há skóla íslands. Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. 0 Felix Bergsson bregður sér í mörg gervi í leikritinu. Hinn fullkomni jafningi Nú er hver að verða síðastur að sjá ieikrit Felix Bergssonar, Hinn fullkomna jafningja, í íslensku óp- erunni. Aðeins eru tvær sýningar eftir og i kvöld verður sérstök aukasýning kl. 21. Verkið fjallar um líf fimm samkynhneigðra karl- manna í Reykjavík samtímans. Þeir eru eins ólíkir og þeir eru margir en eiga það eitt sameigin- legt að vera allir að reyna að lifa lífmu á sínum forsendum og reyna að brjótast út úr þögninni. Verkið er dramantískt og spennandi en jafnframt bráðfyndið. Öll umgjörð sýningarinnar er hin glæsilegasta og er sýningin nýstárleg, þar sem kvikmynd, hljóð og ljós leika stórt hlutverk. Þannig hefur sýningin vakið mikla athygli og umræður og er óhætt að segja að sjaldan hafi umræða um stöðu samkyn- hneigðra verið meiri en í tengslum við Hinn fullkomna jafningja. Dómar hafa verið lofsamlegir: Leikhús „Beint frá hjartanu.... er sérstök ástæða til að hvetja gagnkyn- hneigða til fara á sýninguna, þarna gefst tækifæri til að sjá inn í menningarkima sem flestum er hulinn.“ - Sveinn Haraldsson, Morgunblaðið „Leikrit með erindi... Margt var bráðfyndið í Hinum fullkomna jafningja.“ - Halldóra Friðjónsdótt- ir, DV. Bridge Sagnhafi þarf að sýna vandvirkni til að finna vinningsleiðina í þessu spili. Vestur hefur gefið upplýsingar um hönd sína í sögnum og sagnhafi á að geta fundið vinningsleiðina. Spilið kom fyrir í sveitakeppni BR síðastlið- ið miðvikudagskvöld og það var Hrólfur Hjaltason sem var sagnhafi i 4 spöðum. Sagnir gengu þannig, suð- ur gjafari og allir á hættu: 4 KG7 Á1094 ♦ 732 * 965 4 4 V D72 ♦ KDG109 * ÁD72 N V A S 4 HBb * G853 ♦ 854 4 1043 4 ÁD10632 V K6 4 Á6 * KG8 Suður 1 4 1 4 2 4 4 4 vestur norður 1 4 dobl 2 4 2 4 pass 3 4 p/h austur pass pass pass Laufopnunin var sterk (16+ punkt- ar) og dobl norðurs átti að sýna 5-7 punkta. Útspil vesturs var tígulkóng- ur og fyrsta skrefið var eðlilega að gefa þann slag. Austur henti tíguláttu til að gefa talningu (oddatöluíjölda spila). Vestur hélt áfram tígulsókn- inni, Hrólfur tók á spaðaásinn í þriðja slag og spilaði spaða á kóng. Vestur henti tígli. Hrólfur gat nú nánast talið upp skiptinguna. Vestur átti 1-3-5-4 skiptingu því ef hann hefði átt 1-2-5-5 skipt- ingu hefði hann sagt eitt gi-and í upphafi (sem sýnir lágliti). Með þær upplýsingar í hönd- unum trompaði prólfur tígúl heima, spilaði hjartakóng, hjarta á ásinn og trompaði hjarta heima. Að því loknum var laufkóngurinn lagður niður. Vestur lenti inni og varð að spila frá laufinu eða upp i tvöfalda eyðu í tígli. Hrólfur taldi sig reyndar geta spilað þetur eftir á. í stað þess að trompa þriðja hjartað heima átti hann að gefa vestri slaginn á hjartadrottn- ingu og henda laufi heima. Sami samningur fór einn niður á hinu borð- inu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.