Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 1. MARS 1999 45 Ein ijósmynda Inez Lamsweerde í Listasafni íslands. Mannslíkaminn með augum ljósmyndarans í Listasafni íslands stendur yfir sýning á verkum hollenska ljós- myndarans Inez Lamsweerde. í verkum hennar, sem nú eru til sýnis, er það einkum mannslík- amanum sem er umbreytt í tákn sem afhjúpar duldar merkingar og spyr áleitinna spurninga um mót- sagnakennt inntak hugtaka eins og sakleysis, feguröar, kvenleika eða karlmennsku og þá fyrst og fremst frá þeirri sýn sem ímynd- anir tískuheimsins skapa í sam- tímanum. Myndaröðin Ég (Me) var frumsýnd í New York í árslok 1998 en hún er meðal mynda á sýningunni. Sýningar Inez Lamsweerde er fyrst þriggja heimsþekktra listakvenna á sviði ljósmyndunar sem Lista- safn íslands ætlar að kynna á ár- inu, hinar tvær eru Janieta Eyre og Nan Goldin. Með þessum sýn- ingum vill Listasafnið ekki aðeins leggja áherslu á mikilvægi ljós- myndarinnar sem tjáningarmiðils heldur líka með vali þessara lista- manna sýna breiddina og fjöl- breytileikann sem einkennir ljós- myndina í dag. Sýning Inez Lamsweerde stendur til 14. mars. Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Harmoníkan í eina öld dagaffflii Það verður menningarkvöld í Listaklúbbi Leikhúskjallarans í kvöld þegar þess verður minnst að harmoníkan er eitt elsta hljóðfærið sem hér á landi hefur verið spilað á. Tónlist, dans og saga tvinnast sam- an í sérlega skemmtilega og fróðlega dagskrá þegar félagar úr Harm- oníkufélagi Reykjavíkur gefa inn- sýn í það hlutverk sem harmoníkan hafði um langt árabil í dansmenn- ingu á íslandi. Ungt fólk tekur þátt í dagskránni og sýnir Listaklúbbs- gestum að harmoníkutónlistin lifir enn góðu lífi. Talið er að harmoníkur hafi fyrst komið til íslands með frönskum sjó- mönnum upp úr 1840. Þetta voru einfaldar og tvöfaldar harmoníkur en fljótlega upp úr aldamótum fara krómatískar harmoníkur að bætast í hópinn. Þeir sem spiluðu á harm- oníkur í fyrstu voru sjálfmenntaðir og höfðu í besta falli horft á ein- hvern sjómanninn spila á þær. í byrjun aldarinnar hlustuðu svo spil- ararnir eftir lagi og undirröddum af grammófónplötum og í höndum þeirra bestu var ótrúlegt hvað hægt var að spila á þessi einfóldu hljóð- færi. Dansarnir voru oftast hefð- bundnir evrópskir dansar, s.s. vals- ar, rælar, polkar, marsúkkar, mars- ar, o.fl. Skemmtanir Þó svo íslendingar hafi farið að spila sveiflu um 1920 er það vera Breta og Bandaríkjamanna hér á landi í seinna stríði sem hafði hvað mest áhrif á dansmenninguna. Unga fólkið drakk i sig nýtt hljómfall og skyndilega urðu til nýju og gömlu dansarnir. Smám saman upp úr 1960 verður allur tónlistarflutning- ur margraddaðri og harmóníkan missir mikilvægi sitt, þó svo hún hafi verið mikið notuð til dans- leikjahalds víða úti um land. Húsið verður opnað kl. 19.30 en dagskráin hefst kl. 20.30. Góugleði á Gauknum Góugleði verður á Gauknum 1. til 7. mars í tilefni 10 ára afmælis bjórsins. Efnt verður til bjór- þambkeppni kl. 22 á hverju kvöldi undir styrkri stjórn, fyndnasta manns íslands, Sveins Waage Sigurvegari kvöldsins hlýtur að launum málsverð fyrir tvo á Amigos. Sunnudaginn 7. mars keppa þeir bestu til úrslita. Hljóm- sveit kvöldsins í kvöld og annað kvöld er stuðsveitin Papar. Harmoníkumúsíkin veröur allsráöandi í Leikhúskjallaranum í kvöld. É1 norðan- og norðaustanlands Norðaustan gola eða kaldi. É1 norð- sunnanlands og vestan. Hiti nálægt an- og norðaustanlands en léttskýjað frostmarki víðast hvar. Veðrið í dag Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri snjókoma 1 Bergsstaðir hálfskýjað -1 Bolungarvík snjóél 1 Egilsstaðir 0 Kirkjubœjarkl. léttskýjað 0 Keflavíkurflv. léttskýjað -3 Raufarhöfn alskýjaó 1 Reykjavík léttskýjaö -2 Stórhöfði léttskýjaó 0 Bergen skýjað 3 Helsinki snjókoma -3 Kaupmhöfn skýjaó 5 Ósló skúr á síó. kls. 3 Stokkhólmur 3 Þórshöfn úrkoma í grennd 3 Þrándheimur léttskýjaó 4 Algarve heiðskírt 18 Amsterdam léttskýjað 9 Barcelona þokumóóa 13 Berlín léttskýjaó 9 Chicago alskýjaó 2 Dublin skúr 9 Halifax héiðskírt -3 Frankfurt hálfskýjaó 9 Glasgow rigning 6 Hamborg skýjað 8 Jan Mayen skýjaó 2 London skýjaö 12 Lúxemborg skýjaó 5 Mallorca alskýjaó 17 Montreal léttskýjað -1 Narssarssuaq léttskýjaó -18 New York alskýjaö 5 Orlando þokumóöa 16 París skýjaó 7 Róm hálfskýjað 15 Vín skýjaó 11 Viktor Freyr Myndarlegi drengurinn á myndinni heitir Viktor Freyr. Hann fæddist á Fjórðungshúsinu á Akur- eyri 6. nóvemher síðast- Barn dagsins liðinn. Við fæðingu var hann 4510 grömm að þyngd og 56 sentímetrar. Foreldrar hans eru Júlía Gunnlaugsdóttir Poulsen og Heiðar Gunnólfsson og er hann fyrsta barn þeirra. Dennis Quaid hefur fengiö lof fyr- ir leik sinn í Savior. Bjargvætturinn Savior, sem Stjörnubíó sýnir, er framleidd af Oliver Stone og leik- stýrð af júgóslavneskum leik- stjóra, Predrag Antonijevic. Savior gerist í fyrrum Júgóslavíu og er aðalpersónan Joshua (Denn- is Quaid), fyrrum bandarískur diplómat sem hættir störfum fyrir utanríkisþjónustuna þegar eigin- kona hans og barn ferst í árás hryðjuverkamanna og gerist málaliði í fyrrum Júgóslavíu og berst við hlið Serba gegn múslímum. í Bosniu kynnist hann ungri konu, Veru, sem er á vergangi með Kvikmyndir barn sitt og hjálpar henni að komast í flóttamannahúðir. Auk Dennis Quaid leika í Savior Natassja Kinski, Stellan Skarsgárd og ný- liðinn Natasa Ninkovic sem leik- ur Veru. Dennis Quaid hefur feng- ið mikið lof fyrir leik sinn í mynd- inni. Kvikmyndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Pöddulíf Saga Bíó: Hamilton Bióborgin: Fear and Loathing in Las Vegas Háskólabíó: Shakespeare in Love Háskólabíó: Pieasantville Kringlubíó: Last Days of Disco Laugarásbíó: Ciay Pigeons Regnboginn: The Thin Red Line Stjörnubíó: I Still Know What You Did Last Summer Krossgátan H 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 Lárétt: 1 heigull, 8 útdráttur, 9 kusk, 10 erta, 11 dæld, 13 gæfa, 15 nudds, 17 fuglar, 19 sting, 20 band, 22 auli, 23 gráta. Lóðrétt: 1 stöng, 2 siða, 3 undirstaða, 4 lokki, 5 ávöxtur, 6 gangflötur, 7 kað- all, 10 díl, 12 nýlega, 14 geislabaugur, 16 riftun, 18 rennsli, 21 skóli. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 synjun, 8 eljan, 9 ei, 10 grös, 12 dys, 13 ger, 14 suða, 16 ón, 17 vær- ir, 19 stal, 20 org, 21 kar, 22 afli. Lóðrétt: 1 segg, 2 yl, 3 njörvar, 4 jass, 5 undur, 6 neyðir, 7 fis, 11 renta, 15 argi, 16 ósk, 18 æla, 10 of. Gengið Almennt gengi LÍ 26. 02. kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tullqenqi Dollar 72,110 72,470 69,930 Pund 115,400 115,990 115,370 Kan. dollar 47,670 47,970 46,010 Dönsk kr. 10,6770 10,7360 10,7660 Norsk kr 9,1210 9,1720 9,3690 Sænsk kr. 8,8160 8,8650 9,0120 Fi. mark 13,3510 13,4310 13,4680 Fra. franki 12,1020 12,1740 12,2080 Belg. franki 1,9678 1,9797 1,9850 Sviss. franki 49,9900 50,2700 49,6400 Holl. gyllini 36,0200 36,2400 36,3400 Þýskt mark 40,5900 40,8300 40,9500 ít. líra 0,041000 0,04124 0,041360 Aust. sch. 5,7690 5,8040 5,8190 Port. escudo 0,3960 0,3983 0,3994 Spá. peseti 0,4771 0,4800 0,4813 Jap. yen 0,598200 0,60180 0,605200 irskt pund 100,790 101,400 101,670 SDR 98,270000 98,86000 97,480000 ECU 79,3800 79,8600 80,0800 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.