Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 1
MANUDAGUR 1. MARS 1999 ÍÞRÚTTIR Einvígi í Englandi Bls. 26 Lottó: 18 25 32 35 36 B: 26 Enski boltinn: 1112x1 Ixxx2x2 Þjálfari frá Kúbu kominn til starfa Þjálfari frá Kúbu er mættur til starfa hjá frjálsí- þróttadeild Fjölnis í Grafarvogi og frjáls- íþróttadeild Aftur- eldingar í Mosfellsbæ, Þjálfarinn sem hér um ræðir er mjög þekktur og hefur þjálfað margt besta frjálsíþróttafólk Kúbu sem * jafnan er í fremstu röð í heim- " inum. Deildirnar hjá Fjölni og Aft- ureldingu unnu saman að því verkefni að fá Kúbumanninn til landsins og má víst telja að starf hans skili miklum árangri þeg- ar fram líða stundir en hann mun einkum þjálfa yngri kynslóðina hjá félögun- um. -SK o XL Jón Arnar sveifl- ar sér í köðlun- um í Baldurs- haga í gær. Hann lætur mjög vel af sér og segist vera í mjög góðri æf- ingu. HM innan- húss í Japan er fram undan og þar ætlar Jón Arnar sér stóra hluti. sterkari - Jón Arnar mætir sterkur til leiks á heimsmeistaramótið innanhúss í frjálsum íþróttum í Japan. Bls. 23 Skoraði fimm og jafnaöi markametið Robert Taylor, ungur leikmaður með Gillingham í C- deild ensku knattspyrnunnar, stal senunni i enska bolatanum um helgina. Taylor lék með félögum sínum á heimavelli Burnley. Leiknum lyktaði með sigri Gillingham, 0-5, og skoraði Taylor öll mörkin. Hann skoraði fjögur markanna í fyrri hálfieik en það fimmta á þriðju mínútu síðari hálfleiks. Þar með skráði Robert þessi Taylor nafn sitt á l spjöld sögunnar í ensku knattspyrnunni. Hann "¦¦* varð áttundi leikmaðurinn í sögu ensku íj| knattspyrnunnar til að skora fimm mörk í leik. Sjö leikmönnum hafði tekist það áður og léku þeir allir í gömlu 3. deildinni sem nú heitir 2. deild eða C-deild eins og sumir vilja nefna hana. Þess má geta að einum íslenskum knattspyrnumanni hefur tekist að skora fimm mörk í einum og sama leiknum á erlendri grund. Atli Eðvaldsson skoraði fimm mörk í leik með Dusseldorf í þýsku knatt- spyrnunni er hann var þar atvinnumaður. -SK íárs fangelsi vegna ásta- funda viöl5 ára stúlku Graham Rix, aðstoðar- maður Gianluca Vialli, framkvæmdastjóra Chel- sea, á yfir höfði sér árs dvöl í fangelsi vegna ástafunda við 15 ára gamla srúlku. Mál þetta hefur vakið mikla f athygli á Englandi og Rix hefur ' viðurkennt að hafa átt í ástarsam- bandi við stúlkuna. Mál hans verður teMð fyrir fljót- lega og er fastlega reiknað með því að Rix verði dæmdur í eins árs fangelsi þegar mál hans verður tekið fyrir í þessum mánuði.' Il Wilkins aftur til Chelsea? H^. Þegar er farið að ræða um eft- irmann Rix og þar ber nafn Rays Wilkins hæst. L Wilkins var síðast að- ^. stoðarmaður Kevins Keegans hjá Fulham en þar áður var hann framkvæmdasrjóri hjá QPR. Wilkins varð ungur hetja í augum aðdáenda Chelsea. Hann varð á sínum tíma yngsti fyrirliði fé- lagsins, var síðan seldur til Man- chester United og gerði garð- inn frægan í ítölsku knatt- spyrnunm. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.