Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 4
24 MÁNUDAGUR 1. MARS 1999 MÁNUDAGUR 1. MARS 1999 25 Iþróttir Þýski handboltinn um helgina: Wuppertal vann úti - Páll skoraði 4 mörk fyrir Essen íslenskir handknattleiks- menn voru í sviðsljósinu um helgina í þýska handknatt- leiknum. Wuppertal, sem ekki hefur unnið marga sigra í vetur, gerði sér lítið fyrir og vann góðan útisigur á hinu sterka liði Gummersbach. Lokatölur urðu 15-19 en staðan í leikhléi var 8-11 Wuppertal í vil. Valdimar Grímsson var markahæsti maður Wuppertal og skoraði fimm mörk og eitt þeirra úr víti. Dimitri Filipov og Rösler skoruðu fjögur mörk, Dagur Sigurðsson þrjú og Geir Sveinsson skoraði eitt mark. Hjá Gummersbach var Suður- Kóreumaðurinn Yoon marka- hæstur að venju en hann skor- aði átta mörk í leiknum. Ama- lou kom næstur með 4 mörk. 2100 áhorfendur fylgdust með leiknum. Páll stóð sig vel Tusem Essen tók á móti Sig- urði Bjamasyni og félögum í Bad Schwartau. Essen vann auðveldan sigur, 28-22, en staðan í leikhléi var 12-10 Essen í vil. Patrekur Jó- hannesson lék ekki með Essen vegna meiðsla sem enn setja strik í reikninginn hjá honum. Páll Þórólfsson fékk hins vegar að spreyta sig í sóknarleiknum og stóð sig mjög vel. Páll skor- aði fjögur mörk í leiknum og hlýtur hann að fá meiri tæki- færi í næstu leikjum. Sigurður Bjarnason átti ágætan leik fyrir Bad Schwartau og skoraði þrjú mörk. -SK Góður árangur fimleikafólks heima og erlendis: Rúnar bætti fyrri árangur í hringjum - Elva Rut í sérflokki á þorramóti í Höllinni Rúnar Alexanderson sigraði glæsilega í fjölþraut á fimleikamóti í Los Angeles í Bandaríkjunum um helgina. Rúnar hlaut 54,575 stig í fjölþrautinni og hefur hann aldrei áður fengið fleiri stig í þrautinni. Rúnar bætti fyrri árangur sinn í æfmgurn á hringjum þar sem hann hafnaði fjórða sæti og fékk einkunnina 9,35. Rúnar var hæstur á bogahesti með 9,75, annar á tvíslá með 9,20, þriðji á svifrá með 8,80 og þriðji í gólfæfingum með 8,80. Dýri Kristjánsson, félagi Rúnars í Gerplu, keppti einnig á mótinu. Hann varð í 9. sæti í íjölþrautinni og bætti einnig fyrri árangur sinn. Dýri hlaut 47,975 stig. Hann fékk 7,90 fyrir gólfæfingar, 8,45 fyrir æfingar á bogahesti, 7,85 Rúnar Alexanderson fyrir æfingar í vann í Bandaríkjunum. hringjum, 8,425 fyrir stökk, 7,95 fyrir æfingar á tvíslá og 7,40 fyrir æfingar á svifrá. Árangur þeirra Rúnars og Dýra er mjög góður og lofar góðu fyrir framtiðina. Elva Rut var í algjörum sérflokki Liðlega 30 stúlkur tóku þátt í Ribena-þorramóti í frjálsum æfingum stúlkna sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. Keppt var i þremur aldursflokkum. Elva Rut Jónsdóttir hafði mikla yfirhurði í elsta flokknum en þar voru keppendur 11 talsins eða fleiri en oftast áður. Elva Rut setti persónulegt met í fjölþraut og fékk 35,733 stig. Jóhanna Sigmundsdóttir, Gróttu, varð önnur með 32,675 stig. Harpa Hlíf Bárðardóttir, Gróttu, varð í þriðja sæti með 31,225 stig. Elva Rut Jónsdóttir -AIÞ/-SK var í sérflokki. íþróttir TTV Pall Þorolfsson, til vinstri, fekk loksins að spreyta sig í sókninni hjá Essen og j skoraði fjórum sinnum. Páll hefur ekki Jk verið í náðinni hjá þjálfara Essen fj undanfarna mánuði en nú hefur vonandi orðið breyting þar á. Hbernan Fjör í Nissandeildinni í handknattleik í gærkvöld: Glasgow Rangers lék í gærkvöld gegn Kilmarnock 1 skosku úrvalsdeildinni og sigraði, 5-0. Rangers hefiu- mikla yfirburði í deildinni og virðist stefna hraðbyri að enn einum meistaratitlinum. Merlene Ottey frá Jamaíka hefur engu gleymt á hlaupabrautinni. Ottey sigraði í 60 metra hlaupi kvenna á alþjóðlegu móti í Þýskalandi og fékk tímann 7,05 sekúndur. Fanney aftur i Stjornurnar? Norska dagblaðið Bergens Tidende sagði frá því í vikunni að svo kunni að fara að Fanney Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður i handknattleik, snúi heim til íslands. Tertnes, sem Fanney leikur með í norsku Elite- seríunni, hefur að undanfómu verið á markmannsveiðum og hefur nú þegar haft samband við fimm markverði. „Það er nú ekki alltaf að marka allt sem þetta blað segir og ég hef ekki fengið nein formleg tilboð, hvorki frá íslandi né héðan Noregi. Samningur minn við Tertnes rennur út í maí og ég er ekki viss um hvað ég kem til með að gera. Félagið hefur aðeins tvo markverði í dag svo að þegar meiðsli hafa komið upp þá höfum við þurft á þriðja markverðinum að halda. Þetta er enn allt óljóst og ég er ails ekki búin að pakka," sagði Fanney Rúnarsdóttir við DV. Samkvæmt heimiidum DV hefur k Stjaman mikinn áhuga á að fá - Fanneyju heim. Það er heldur óliklegt að Lianne Sadson, sem hefur staðið á milli stanganna í Stjömumarkinu sl. tvö ár, verði áíram í herbúðum, Stjömunnar. skoraði 14 gegn Ólafur Gottskálksson og félagar hans í Hibemian eru enn í algjörum sér- flokki í B-deild skosku knattspyrnunnar og aðeins náttúruham- j farir virðast geta / komið í veg fyrir að liðið fari beint í A-deild. Um helgina vann Hi- bemian Bjarki Sigurðsson og félagar hans f Aftureldingu iéku á als oddi á Akureyri í gærkvöld og unnu öruggan sigur á KA. Bjarki átti stórleik og skoraði 14 xnörk gegn KA. „Við ætluðum okkar að klára deildina með þessum leik. Við látum hér ekki staðar numið heldur verð- Ayr, 1-3 og er Hi- bernian með tuttugu stiga forskot á toppi deildarinnar. Næst á eftir kemur Falkirk. Ayr komst yfír í leiknum en Hibemian svaraði með þremur mörkum. -SK Kjus Skíði: Lasse veikur heima Norski skíðakóngurinn Lasse Kjus var fjarri góðu gamni um helgina þegar keppt var í svigi og risasvigi í heimsbik- arnum. Kjus, sem setti nýtt met þegar hann vann til fimm gull- verðlauna í alpagreinum á nýafstöðnu heimsmeistaramóti, var með flensu og varði helginni heima í Noregi. Austurríkismaðurinn Stephan Eberharter vann glæsileg- an sigur í risasviginu. Hann fékk tímann 2:17,79 mínútur. í öðra sæti varð landi hans, Hans Knauss, á 2:18,06 mínútum. Bronsverðlaunin komu í hlut Svisslendingsins Michaels von Grúningen en hann kom í mark á 2:18,07 mínútum. -SK haldið áfram og við ætlum að klára deild- ina með sæmd. Leikgleðin er í fyrrirúmi hjá okkur og samheldn- in í liðinu er einstök," sagði Bjarki Sigurðsson sem fór á kost- um í gærkvöld og skoraði 14 mörk fyrir Aftureldingu sem sigraði KA, 28-25, og varð um leið deild- armeistari. Afturelding hafði tögl og hagld- ir allan tímann. KA-menn reyndu allt hvað þeir gátu, reyndu t.d. að taka Bjarka Sigurðsson úr umferð en allt kom fyrir ekki. Liðsheild Aftureldingar er mjög sterk og skóp þennan sigur. Bjarki var sterkur og Bergsveinn varði vel, alls 22 skot, og þar af 17 í síðari hálfleik. KA-menn fundu aldrei taktinn og markvarslan var slök. Þriðja heimatap Fram í röð í Nissandeildinni Það fylgja Frömurum vissir áhyggjustraumar þessa dagana. Fyrrum sterkasti heimavöllur landsins, Framhúsið, mátti þola sitt þriðja tap í röð er HK kom í heimsókn og vann 20-18. Nú hélt HK út allan leikinn og hetja þeirra var Hjálmar Vilhjálmsson sem stal boltanum af Frömumm í sjötta skiptið í leiknum þegar 40 sekúndur voru eftur og innsiglaði síðan sigurinn 10 sekúndum fyrir leikslok. Hjálmar átti einnig sjö stoðsendingar og þannig var hann HK mjög mikilvægur þrátt fyrir að hafa sjálfur ekki skorað nema tvö mörk. Sigurður Sveinsson hefur átti betri daga, skoraði aðeins 3 mörk utan af velli úr 8 skotum og tapaði 3 boltum en átti eina galdra- sendingu inn á Alexander Amarson sem skapaði 19 markið mínútu fyrir leikslok. Þá hafði HK ekki skorað í 5 og hálfa mínútu og leikurinn virtist vera að renna frá þeim. Sóknarleikur Fram var þeirra banabiti í gær eins og oft áður í vetur. Það dugði lítið fyrir Guðmund Guðmunds- son þjálfara og Sebastian Aiex- andersson markvörð, sem var frá- bær og varði 22 skot, að öskra á sóknarleikmenn liðsins. Eini leik- maður sem skilaði sinu var Ró- bert Gunnarsson á línunni sem gerði 5 mörk úr 5 skotum i fjar- vem Olegs Titovs. Hinir leikmenn liðsins nýttu aðeins 13 af 41 skoti (32%) og töpuðu 10 boltum. Hraðaupphlaupsmörkin hjá Fram urðu 7 og því litu aðeins 11 mörk dagsins ljós úr uppsettum Afturelding deildarmeistari i handknattleik. Bjarki KA. Grótta/KR og Selfoss féllu í 2. deild 18. Nú hélt sóknum og breytist það ekki á ákváðum að gera okkar besta í Mikil spenna að Hlíða i og hetja Framliðið ekki möguleika í að þessum leik og sjá hvað það gerði Haukar náðu strax yf sóknum og breytist það ekki á Framliðið ekki möguleika í að gera eitthvað í úrslitakeppninni. Grótta/KR féll á Seltjarnarnesinu Leikmenn Gróttu/KR máttu sætta sig við fall úr 1. deild þrátt fyrir baráttusigur, 27-26, gegn ÍBV I gærkvöld. Það var alveg greinilegt að leik- menn beggja liða lögðu allt kapp á að sigra í þessum leik, enda mik- ið í húfi. Með sigri og hagstæðum úrslitum í leik Fram og HK gátu leikmenn Gróttu/KR haldið í von- ina um að halda sæti sínu í deild- inni og Vestmannaeyingar fengu þama sitt næstsíðasta tækifæri til að sigra í leik á útivelli í vetur og laga stöðu sína fyrir úrslitakeppn- ina þar sem þeir eru í bullandi samkeppni um 3ja sætið. Leikurinn var mjög jafn allan fyrri hálfleikinn en Vestmannaeying- ar, sem höfðu tveggja marka for- skot í hálfleik, héldu eins til þriggja marka forystu nær allan seinni hálfleikinn. Gríðar- legur baráttu- og sigurvilji Gróttu/KR undir lok síðari hálf- leiks færði þeim þó sigur og tvö stig. En, sem fyrr segir, var það leikur Fram og HK sem varð þeirra örlagadómur, HKvann og þar með féll Grótta/KR í 2. deild. „Ef Fram hefur unnið HKþá höfum við ennþá möguleika, ann- ars ekki, þá eram við fallnir. Við ákváðum að gera okkar besta i þessum leik og sjá hvað það gerði fyrir okkur. Málið var einfalt, ef við töpuðum þessum leik þá emm við fallnir í 2. deild, svo þetta var bara spurning um líf eða dauða,“ sagði Magnús A. Magnússon, leik- maður Gróttu/KR. Magnús A. Magnússon og Zolt- an Belany léku best í liði Gróttu/KR en hjá ÍBV var Sigmar Þröstur Óskarsson bestur. Selfoss féll og tapaði stórt í Kaplakrikanum FH-ingar halda enn í vonina um að komast í 8-liða úrslitin eft- ir stórsigur á Selfyssingum í Kaplakrika, 27-16. Selfyssingar féllu þar með endanlega í 2. deild- ina ásamt Gróttu/KR en bæði þessi lið komu upp úr 2. deildinni síðastliðið vor. FH-ingar höfðu ekki mikið fyrir því að innbyrða sigurinn. Selfyssingar voru búnir að sætta sig við fallið löngu áður en leiktíminn var úti og gáfust hrein- lega upp. Hjá FH var Magnús Árnason snjall á milli stanganna en annars var liðsheildin jöfn hjá liðinu. Úrslitin í gær voru FH-ing- um hagstæð. ÍR og Valur töpuðu bæði leikjum sínum svo munur- inn á milli þeirra og FH er aðeins 1 stig en FH á eftir að leika gegn Val og Stjörnunni í lokaumferð- unum. Selfyssingar voru ákaflega daprir og virtust ekki hafa neina trú á að geta innbyrt sigur og hvað þá að forðast fall. Hinn ungi og efnilegi Valdimar Þórsson stóð upp úr i liðinu og var eiginlega sá eini sem gat komið almennilegum skotum á markið. Mikil spenna að Hlíðarenda Haukar náðu strax yfirhönd- inni á Hlíðarenda og sigruðu að lokum, 23-24. Sterk sókn Haukanna skipti sköpum í fyrri hálfleik. Að sama skapi var sókn- arleikur Valsmanna í molum. Haukar náðu fimm marka for- skoti og héldu því til leikhlés. í síðari hálfleik var munurinn mestur 8 mörk en þá tók Sigfús Sigurðsson af skarið hjá Val og raðaði inn mörkum. Valsmenn söxuðu jafnt og þétt á forskot Haukanna og voru síðan rétt bún- ir að jafna úr aukakasti í blálokin, skot Júlíusar Gunnarssonar lenti á slánni. „Það er gaman að vera kominn heim en það hefði verið gaman að vinna sigur. Við köstuðum frá okkar leiknum í fyrri hálfleik," sagði Sigfús Sigurðsson hjá Val. Öruggt hjá Stjörnunni sem er í 2. sæti Stjaman vann öruggan sigur á ÍR í Garðabæ í gærkvöld, 28-24. Stjarnan er í öðru sæti Nissandeildarinnar og verður þar og er þetta hesti árangur liðsins frá upphafi. Garðbæingar geta verið stoltir af sínum mönnum sem komið hafa verulega á óvart í vetur. Stjarnan hefur þegar tryggt sér annað sætið og þar með heima- leikjaréttinn í átta liða úrslitun- um. Það var aðeins í byrjun leiksins að ÍR-ingar veittu Stjörnunni mót- spyrnu með sterkum vamarleik. Smátt og smátt náði Stjarnan góð- um tökum á leiknum og sigur liðsins var öruggur. -BB/-ÓÓ J/-ih/GH/-HI/ÖB Stjarnan (15)28 ÍR (11) 24 1-0, 3-4, 6-6, 12-8, 14-10, (15-11). 15-13, 26-13, 24-16, 25-20, 28-23, 28-24. Mörk Stjörmmnar: Heiðmar Felixsson 8, Konráð Olavsson 6, Jón Þórðarson 5, Sæþór ólafsson 3, Bjami Gunnarsson 2, Amar Pétursson 1, Einar Einarsson 1, Aliksand Shamkuts 1, Viðar Erlingsson 1. Varin skot: Ingvar Rabnarsson 157, Birkir ívar Guðmundssoin 2. Mörk ÍR: Róbert Rafnsson 5, Ragnar óskarsson 5/1, Ólafur Sigurjónsson 4/1, Finnur Jóhannsson 2, Ingimundur Ingimudarsson 2, Brynjar Steinarsson 2, Bjami Fritzson 1, Bjartur Sigruðsson 1, Björgvin Þorgeirsson 1, Andri Úlfarsson 1. Varin skot: Hallgrímur Jánsson 8. Hrafn Margeirsson 7. Brottvisanir: Stjaman 6 mín, ÍR 2 min. Dómarar: Einar Hjaltason og Ingvar Reynisson, ágætir. Áhorfendur: Um 100. Maður leiksins: Ingvar Ragnarsson, greinilega orðinn leiður á bekknum. . Valur (9) 23. Haukar (14) 24 1-0, 2-7, 4-8, 5-10, 8-11, (9-14). 11-15, 12-20, 17-21, 19-22, 20-24, 23-24. Mörk Vals: Sigfús Sigurðsson 7, Bjarki Sigurðsson 4, Kári Guðmunds- son 3, Ari Allansson 3, Erlingur Ric- hardsson 2, Júl'+ius Gunnarsson 1, Einar Örn Jónsson 1/1, Markús Michaelsson 1, Theodór Valsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkels- son 15, Axel Stefánsson 1. Mörk Hauka: Óskar ármansson 5, Einar Gunnarsson 5, Ketil Ellertsen 3, Jón Karl B jörnsson 3/3, Þorkell Magnússon 2, Einar Jónsson 2, Jón Freyr Egilsson 2, Halldór Ingólfsson 2. Varin skot: Magnús Sigmundsson 13, Jónas Stefánsson 5. Brottvísanir. Valur 6 mín, Haukar 10 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, ágætir. Áhorfendur: Um 400. Maöur leiksins: Sigfús Sigurðsson, Val. . Grótta/KR (14) 27 ÍBV (16) 26 0-1, 3-3, 4-7, 8-7, 10-10, 12-12, (14-16), 15-18, 17-20, 20-23, 22-25, 26-25, 27-26. Mörk Gróttu/KR: Zoltán Belánýi 9/8, Magnús A. Magnús- son 6, Davíð Gíslason 5, Gylfi Gylfason _3, Armands Melderis 2, Einar B. Ámason 2. Varin skot: Sigurgeir Höskulds- son 8, Sigtryggur Dagbjartsson 1. Mörk ÍBV: Valgarð Thorodd- sen 9/8, Sigurður Bragason 4, Svavar Vignisson 3, Guðfinnur Kristmannsson 3, Daði Pálsson 3, Giedreus Gernauskas 3, Haraldur Hannesson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Oskarsson 16. Brottvísanir: Grótta/KR 14 mín., ÍBV 14 mín. Dómarar: Bjami Viggósson og Valgeir Smárason. Ahorfendur: 350. Maður leiksins: Sigmar Þröst- ur Óskarsson, markvörður iBV. FH (14) 27 Selfoss (10) 16 2-0, 4-3, 7-4, 7-7, 11-7, (14-10), 15-13, 18-14, 26-15, 27-16. Mörk FH: Lárus Long 5, Valur Arnarson 5/1, Hjörtur Hinriksson 4, Guðmundur Pedersen 4, Guðjón Árnason 4, Gunnar Beinteinsson 2, Hálfdán Þórðarson 2, Gunnar N. Gunnarsson 1. Varin skot: Magnús Árnason 22/2. Mörk Selfoss: Valdimar Þórsson 7/3, Björgvin Rúnarsson 3, Robert- as Pauzolis 2, Arturas Vilimas 2, Ágúst Ketilsson 1, Sigurjón Bjama- son 1. Varin skot: Gísli Guðmundsson 12. Brottvísanir: FH 6 mín, Selfoss 2 minútur. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson, góðir. Áhorfendur: Um 300. Maður leiksins: Magnús Árna- son, FH. Bandaríska stúlkan Derena Williams fagnar glæsilegum sigri á opnu tennismóti í París í gær. Williams sigraði Amelie Mauresmo frá Frakklandi í úrslitum, 6-2, 3-6 og 7-5. Símamynd Reuter 1. DIILD KARLA Afturelding 20 15 2 3 535-483 32 Stjaman 20 13 1 6 495-487 27 Fram 20 11 0 9 516-488 22 KA 20 11 0 9 523-505 22 Haukar 20 10 2 8 537-521 22 ÍBV 20 9 2 9 471^460 20 Valur 20 9 1 10 454—439 19 ÍR 20 9 1 10 492-512 19 FH 20 8 2 10 482^475 18 HK 20 6 5 9 475495 17 Grótta/KR 20 4 4 12 477-522 12 Selfoss 20 4 2 14 462-532 10 Nœstu leikir fara fram næsta sunnudag. Þá leika ÍR-Grótta/KR, HK-Haukar, FH-Valur, KA-Fram, Selfoss-Stjarnan og ÍBV- Afturelding. Fram (9)18 HK (10) 20 2-0, 2-2. 4-4, 5-6, 9-6, (9-10), 11-10, 11-13, 13-15, 14-17, 15-18, 18-18, 18-20. Mörk Fram: Róbert Gunnarsson 5, Njörður Árnason 4, Magnús Arnar Amgrímsson 4, Kristján Þorsteinsson 2, Gunnar Berg Viktorsson 2, Andrei Astafejv 1. Varin skot: Sebastian Alexander- son 22. Mörk HK: Sigurður Valur Sveins- son 5/2, Alexander Amarson 4, Helgi Arason 4, Óskar Elvar Óskarsson 3, Hjálmar Vilhjálmsson 2, Jón Bersi Ellingsen 1, Stefán Freyr Guðmunds- son 1. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 16. Brottvísanir: Fram 10 min., HK 6 mín. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmars- son og Arnar Kristinsson. Áhorfendur: Um 200. Maður leiksins: Hjálmar VU- hjálmsson, HK. Aftureld. (15)29. KA (13) 25 2-2, A4, 7-5, 9<-6, 11-8, 13-10, 14-11, (15-13). 16-13, 18-14, 19-16, 21-16, 21-18, 26-21, 28-23, 29-25. Mörk Aftureldingar: Bjarki Sig- urðsson 14/6, SDigurður Sveinsson 4, Galkauskas Gintas 3, Magnús Már Þórðarson 2, Salvukynas Gintatars 2, Jón Andri Finnsson 1, Hafsteinn Haf- steinsson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinson 22/4. Mörk KA: Sverrir Björnsson 7, Lars Walther 5/2, Guðjón V. Sigruðssion 5, Halldór Sigfússpn 3, Léo öm Þorleifs- son 2, Sævar Ámason 1, Jóhann G. Jóhannsson 1. Jónatans Magnússon 1. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 6, Hafþór Einarsson 4. Brottvísanir: Afturelding 6 mín, KA 6 mín Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Einar Sveinsson, góðir. Áhorfendur: Um 400. Maður leiksins: Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu. Tertnes vann Volgograd Norska liðið Tertnes, setr. Fanney Rúnarsdóttir landsliðs- markvörður leikur með, sigraöi í gær rússnesku meistarana AKVA Volgograd í fyrri leik lið- anna i EHF Evrópukeppninni, 27-22. Staðan í hálfleik var 11-10. Fanney, sem hefur verið meidd í nára sl. viku, kom inn á síöustu 10 mínútur leiksins, stóð sig vel og varði m.a. úr þremur dauða- fæmm á síðustu minútu leiks- ins. „Leikurinn var mjög jafn allan tímann en við náðum góðum endaspretti sem skilaði okkur fimm marka sigri,“ sagði Fann- ey í samtali við DV. -ih

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.