Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 7 Coca Cola og sýra Það er fullyrt að markaðsmenn Coca Cola á hljómleikum hinna verð- andi heimsfrægu Gusgus á dögunum hafi folnað þegar söngvarinn snjalii, Daníel Ágúst Har- aldsson, hrópaði út í salinn: „Fáið ykk- ur sýru!!“ á hljóm- leikum í flugskýli flögur. Mörgiun viðstöddum fannst ósmekklegt af söngvaranum að hvetja fólk til að nota eiturlyf. Coca Cola er styrktar- aðili og eflaust þykir það ekki fínt á þeim bæ að samstarfsmenn séu að hvetja til notkunar á eitri. En þess ber að geta að hann var að kynna lagið Acid Rain, súrt regn, þegar hann hvatti til sýrunotkunar. Óheppileg kynning sem fáir skildu... Kúagerði til Kanada Gamall kommi úr Rangárþingi orti þessa ágætu vísu i tilefni af sinna- skiptum Svavars Gestssonar og því að nú gerist hann ambassador í Kanada. Eins og menn muna væntanlega lögðu menn í Keflavíkur- göngu frá Kúagerði og það er mat margra að Svavar sem einn af fóstu punktunum þar hverfi úr íslenskri pólitík genginn upp að hnjám.. Frá Kúagerði til Kanada á kortinu er langur vegur. í hemámsgöngunni sunnan með sjó var Svavar forystulegur. Hann heimtaði í Þjóðvilja herinn á brott frá heimsveldi öðra verra, Nato, EFTA og auðveldið gott og alsæU varð sendiherra. Allir vildu Lilju kveðið hafa Hvorki meira né minna en fjórir fréttamenn Stöðvar 2 komu að elds- voðamun sem varð þegar Gallerí Borg brann á dögunum. Það var fréttakonan funheita Hulda Gunnarsdóttir, en ekki hin eldklára Telma Tómasson, sem fyrst tilkynnti um eldinn eins og sagt var í Sandkomi á dögunum. Fréttamennirnir hringdu í hvelli á tökumann sem kom strax og hóf að mynda. Þá gerðist það að hver frétta- maðurinn eftir annan stökk fram fyr- ir myndavélina til að lýsa því hvað hefði gerst og væri að gerast í málinu og hvernig atburðimir kæmu þeim fyrir sjónir. Þá kom sá næsti og ýtti þeim sem fyrir var frá og þannig koll af kolli. Þegar að því kom að klippa myndefnið varð að leita með logandi ljósi á myndbandinu eftir mynd- skeiðum af eldinum þar sem ekki væri fréttamaður að skyggja á at- burðinn. Árshátíð Stöðvar tvö var haldin um helgina og framlag töku- manna til skemmtiatriða var að sýna myndbandið frá brunastað óklippt... Hætt í bróðerni Bæði þeir Jón Guðmundsson, frá- farandi formaður Félags fasteigna- sala, og framkvæmda- stjóri félagsins, Sveinn Skúlason, mótmæla því harð- lega við Sandkorn að ósamkomulag þeirra í miilum hafi verið orsök þess að Jón lét af formennsku í félaginu. Báðir segjast aldrei hafa eldað grátt silfur saman, eins og sagt er í Sandkorni í gær. Þvert á móti hafi samstarf þeirra all- an þann tíma sem Jón hefur gegnt for- mennskunni verið með miklum ágæt- um og þeir séu miklir vinir. Þeir fé- lagar undrast mjög yfir þessu og hver það sé sem hafi lekið þessari gróu- sögu i Sandkorn. Ljóst hljóti þó að vera að tilgangurinn sé ekki af góðum hvötum runninn. Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkorn @ff. is Fréttir Vél frá íslandsflugi i vandræðum á Reykjavíkurflugvelli: Nauðlenti eftir flugtak Flugvél íslandsflugs lenti aftur á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir flugtak í gær. Vélin, sem var á leið til Bíldudals, hafði farið ofan í holu eða ójöfnu á flugbrautinni og þurfti að lenda aftur þar sem flugstjórinn vildi vera viss um hvort sprungið hefði á hjóli vélarinnar. Gífurlegur viðbúnað- ur var á flugvellinum vegna atviksins og lokaði lögreglan vellinum, auk þess sem fjölmennt lið slökkviliðs var kall- að út. Ellefu farþegar voru um borð í vélinni auk þriggja manna áhafnar en engum varð meint af og vélin lenti heilu og höldnu. Sigfús Sigfússon, markaðsstjóri ís- landsflugs, sagði í samtali við DV að ljóst væri að ástand flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli væri mjög slæmt og þess væri beðið að endurbætur á vellinum hæfust. „Það er búið að taka ákvörðun um að laga flugvöllinn og það er beðið eftir að framkvæmdir hefjist. Það er svo spurning hvort um- ræður um fyrirhugaðan flutning á flugvellinum á landfyllingu í Skerja- frrði hafi einhver áhrif þar um. Menn frá mínu fyrirtæki, Flugmálastjóm og fleiri aðilum hafa þrýst á að fram- kvæmdir hefjist en ekkert hefur gerst,“ sagði Sigfús. Hann sagði að skipt hefði verið um bæði framdekk vélarinnar en hún flaug svo til Bíldu- dals um hálftíma síðar. Vélin eftir að hafa lent aftur á Reykjavíkurflugvelli. DV-mynd ÞÖK Dvöl unglinga í Rauöa kross húsinu: Þrautalending segir Edda Hrafnhildur Björnsdóttir forstöðumaður í grein sem birtist í DV sl. laugar- dag um dreifingu smokka til 13 ára unglinga var ranghermt að það hefði átt sér stað i Rauða kross húsinu. Hið rétta er að verið var að kynna börn- unum starfsemi sjálfboðamiðstöðvar Rauða krossins. Þá féll niður viðtal við Eddu Hrafn- hildi Björnsdóttur, forstöðumann Rauða kross hússins, þar sem hún svaraði fram kominni gagnrýni for- eldris vegna videospólu um unglinga- athvarf Rauða krossins sem ungling- unum var sýnd í heimsókninni. Var haft eftir móður eins bamsins að spól- an hefði gefið til kynna að börnin í Rauða kross húsinu fengju að vaka til tólf, horfa á video, borða popp o.fl. „Börn eru ekki hér að gamni sínu. Þau líta á það sem þrautalendingu að þurfa að leita til okkar. Við lítum sömu augum á það,“ sagði Edda Hrafnhildur Björnsdóttir, forstöðu- maður Rauða kross hússins, við DV. Edda sagði að í Rauða kross húsinu giltu nákvæmlega sömu útivistarregl- ur og lögregluembættið gefur út, þ.e.a.s. börn ættu að vera komin inn fyrir kl. 10. „Vissulega horfa krakkar á sjónvarp hér og borða popp en það er bara eins og á hverju öðm heimili og alls ekki fram eftir allri nóttu. Hér mega þau ekki kveikja á sjónvarpi fyrr en á ákveðnum tíma dagsins," sagði hún. „Þá er slökkt þegar dag- skrá ríkissjónvarps lýkur á virkum dögum en þau mega horfa eitthvað að- eins lengur um helgar. Hingað til hef- ur krökkunum þótt þessar reglur of stífar því þau eru ekki vön þessu heiman frá sér.“ -JSS SKEIFIiNN117 • 108REYKJAVIK SÍMI 5B1-4515 • FAX 581-4010 Skíðaslysið í Skálafelli: Eðlileg viðbrögð starfsmanns Ingvi Ágústsson, tæknifulltrúi hjá Vinnueftirliti ríkisins, telur að starfsmaður í Skálafelli hafi bmgðist rétt við og i tæka tíð þegar kona festist í skíðalyftu í Skálafelli í gær og féll svo þrjá metra til jarðar með þeim afleið- ingum að hún hryggbrotnaði. Að sögn Ingva var ekkert að finna athugavert við skíðalyftuna og tilviljunarkennt hvemig atvikið átti sér stað. Hann sagði að mæl- ingar hefðu farið fram í gær á þvi hversu langur tími hefði lið- ið þar til lyftan stöðvaðist frá því að ljóst var að konan var flækt í henni. Ekkert óeðlilegt hefði komið fram enda tæki um 10 metra fyrir lyftuna að stöðvast eftir að þrýst er á neyðarhnapp. Ingvi sagði að nauðsynlegt væri að brýna fyrir fólki að hafa ekki trefla eða annað lauslegt hang- andi utan á sér. Að sögn læknis á vakt á gjörgæsludeild i gær er ástand konunnnar eftir atvikum gott. Hún gekkst í gær undir að- gerð sem tókst vel. -hb '// u w Li ri <1 I) á rj V i i Aðalfundur i Landsbanka Islands hf. Aöalfundur Landsbanka íslands hf. veröur haldinn í Borgar- leikhúsinu, mánudaginn 22. mars 1999, og hefst kl. 17:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum. 3. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlut samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 4. Önnur mál sem eru löglega upp borin. Tillögurfrá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi skulu hafa borist í hendurstjórnar með skriflegum hætti, eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, að Laugavegi 77, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu Landsbankans, Laugavegi 77, frá 15. - 22. mars til kl. 15:00. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við upphaf fundarins. Reykjavík, 2. mars 1999 Bankaráð Landsbanka íslands hf. Landsbanki íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.