Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 9 Utlönd Réttarhöldum yfir fjórum andófsmönnum á Kúbu lokið: Sakborningarnir eiga ekki von á sýknudómi Eins dags réttarhöldum yflr fjór- um þekktustu andófsmönnunum á Kúbu lauk í höfuðborginni Havana í nótt. Embættismenn sögðu að dómurinn yfir flórmenningunum, sem eru ákærðir fyrir undirróðurs- starfsemi, yrði kveðinn upp síðar. Saksóknari hefur krafist sex og fimm ára fangelsisdóma. Fjórmenn- ingamir hafa setið inni frá 1997. Kúbversk stjómvöld hafa verið mjög iðin við að handsama and- stæðinga sina að undanfómu og sitja nú um níu tugir manna í varð- haldi, ýmist í þar til gerðum búðum eða á heimilum sinum. Svo virðist sem með þessu hafl stjórnvöld verið að reyna að koma í veg fyrir mót- mæli. Fjölskyldur fjórmenninganna sem voru viðstadar réttarhöldin i gær, mestu pólitísku réttarhöld á Kúbu á þessum áratug, sögðu sak- bomingana ekki eiga von á sýknu. „Frænka mín hélt ákveðið fram Magaly de Armas, eiginkona eins andófsmannanna sem réttað var yfir á Kúbu f gær, og dóttir hennar koma til dómhússins. Á myndinni er einnig full- trúi bandarískra stjórnvalda á Kúbu. friðsamlegri andstöðu sinni við kerfið," sagði Joel Alfonso Roque, systkinabam hinnar 53 ára gömlu Mörtu Beatriz Roque sem er hag- fræðingur að mennt. Hann og átta aðrir úr fjölskyldum andófsmannanna fengu að vera við- staddir réttarhöldin. Aðrir í réttar- salnum eru taldir hafa verið stuðn- ingsmenn stjómvalda. Fjórmenningarnar fengu hver um sig 15 til 20 mínútur til að flytja mál sitt. Saksóknari spurði þá síðan spjörunum úr. Roque neitaði hins vegar að svara nokkram spuming- um, að sögn ættingjanna. Magaly de Armas, eiginkona ann- ars fjórmenninganna, sagði að sér hefði sárnað málflutningur sak- sóknara. Ræða hans hefði ekki ver- ið annað en pólitísk skammaræða þar sem hinir ákærðu vora útmál- aðir sem gagnhyltingarsinnar og skemmdarverkamenn á mála hjá bandarískum stjómvöldum. Grænlendingar vilja fá milljarða í skaðabætur Tæplega sjö hundruð Grænlend- ingar krefjast næstum tveggja milljarða íslenskra króna í skaða- bætm frá danska ríkin vegna nauðungarflutninga sem íbúar í Thule máttu sæta fyrir 45 árum þegar Bandaríkjamenn þurftu meira land undir mannvirki í her- stöð sinni. Málið var tekið fyrir 1 Eystri-landsrétti í Kaupmannahöfn í gær. Thulebúarnir fengu aðeins fjóra daga til að hafa sig á brott frá heimilum sínum og veiðistöð- um og fara mörg hundruð kíló- metra lengra í norður. Að baki skaðabótakröfunni standa 80 manns sem bjuggu í Thule árið 1953 og 610 manns sem búa þar nú. Bush yngri er skrefinu nær forsetaframboði George Bush yngri, ríkisstjóri 1 Texas, tilkynnir í dag stofhun sér- stakrar nefndar sem á að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að hann sækist eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir for- setakosningamar á næsta ári. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtm Bush yngri meira fylgis nú en aðrir flokksbræðm hans sem hafa verið orðaðir við forseta- framboð. Námsmenn í Jakarta í Indónesíu umkringdir óeirðalögreglu. Námsmennirnir efndu í gær til mótmæla og kröfðust af- sagnar ráðherra sem stjórnar opinberri rannsókn á auðæfum Suhartos, fyrrverandi Indónesíuforseta. Símamynd Reuter Clinton vildi kikja undir pils Monicu „Mig langar að sjá hvað er und- ir pilsinu þínu, sagði forsetinn. Svo að ég lyfti því og sýndi hon- um. Flott, sagði hann.“ Þetta samtal var upphaf sam- bands Monicu Lewinsky og Bills Clintons Bandaríkjaforseta, að því er Monica sagði í viðtali við breska blaðið Sunday Mirror. Viðtalið var tekið fyrir nokkram mánuðum þegar blaðamaðm Mir- rors kynnti Monicu fyrir rithöf- undinum Andrew Morton. Bók Mortons, sem er höftmdur ævi- sögu Díönu prinsessu, um Mon- icu og ástarsambandið kemm út núna í vikunni. Monica vildi láta Morton skrá sögu sína þar sem hún flnnm til samkenndar með Díönu. Hún hafi einnig verið svikin. „Ég er ekki prinsessa en ég var einnig svikin af manni sem kvaðst elska mig.“ Lewinsky neyðist til að græöa peninga á þvi að selja sögu sína. Reikningamir frá lögmönnum hennar eru háir. Samkvæmt Mir- ror vill Monica einnig verða fræg. „Ég vil verða kvikmynda- stjama eða þekkt fjölmiðlakona. Ég vil ekki bara láta muna eftir mér sem konunni sem leiddi til falls forsetans. Ég á betra skilið," á Monica að hafa sagt við vini sína, samkvæmt frásögn Mirror. ésCHWAB Eldtraustir öryggisskápar ✓ Nýtísku hönnun ✓ Margargerðir ✓ Hagstæðverð = J. ASTVfllDSSON HF. '£=J Skiphotti 33,105 Reyfcjavðc, simi 533 3535 Snjógallái frá 3.595,- SPAR SPORT TOPPMERKI A LÁGMARKSVERÐI aukaafsláttur af útsöluverði Ulpur frá 1.795,- Nóatún 17 T sími: 511 4747

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.