Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 13 Eru konur annars flokks vinnuafl? Konur óstöðugra vinnafl? Rannsóknir hafa leitt í ljós að atvinnurekendur hafa að jafnaði önnur viðhorf til kvenna en karla sem vinnuafls. Konurnar eru tald- ar „óstöðugra“ vinnuafl sökum fjölskylduábyrgðarinnar sem þær axla í mun ríkari mæli en karlarn- ir. Þeir þykja fyrir vikið áreiðan- legra eða stöðugra vinnuafl í þeim skilningi að þeir eru fúsari til að „Konurnar eru „óstöðugra" vinnuafl sökum fjölskylduábyrgðarinnar sem þær axla í mun ríkari mæli en karlarn- ir,“ segir m.a. í greininni. Ýmis teikn eru á lofti um að kynbund- inn launamunur sé að aukast. Helstu vísbendingu þess getur að líta í launa- skriðinu svokallaða sem virðist aðallega skila sér til karla. Sé það rétt er launa- skriðið að bætast við þann 10 til 15% kyn- bundna launamun sem er fyrir á vinnu- markaðnum, þ.e. þau 10 til 15% hærri laun sem karlar hafa umfram konur í sömu eða sambæri- legum störfum. Þessi þróun er jafnframt vísbending um að staða kvenna sé að veikjast enn frekar á vinnumarkaðnum. Harðnandi samkeppni Að konur standi höllum fæti gagnvart körlum á vinnumarkaðn- um er gömul saga og ný. En að staða þeirra fari hugsanlega versnandi eiga menn erfltt með að kyngja og það einmitt nú þegar hlutur kvenna á vinnumarkaði hefur aldrei verið jafnmikill bæði í ^ölda eða menntagráðum talið. Það má hins vegar færa fyrir því gild rök að agaðra og hert sam- keppnisumhverfi íslenskra fyrir- tækja veiki fremur en styrki vinnuframboð kvenna. vinna yfirvinnu, eru sjaldnar frá vegna veikinda barna o.s.frv. Þessi ólíku viðhorf eru taliit meginástæða þess að konur verða frekar undir í sam- keppninni á vinnu- markaðnum um betri störf og betri laun. Ójöfn staða á vinnumarkaði Alþjóðavæðingin svo- nefnda ásamt hertu samkeppnisumhverfi virðist hafa skerpt enn frekar á að- stöðumun kynjanna á vinnumarkaðnum. Ástæðan er hvorki flókin né torskilin. í harðnandi samkeppni verða fyrir- tæki varkárari í starfsmannamál- um sínum; taka síður þá „áhættu“ að ráða mæður eða verðandi mæð- Kjallarinn Helga Guðrún Jónasdóttir Skrifstofu jafnréttismála ur í ábyrgðarstörf. Jafnframt leggja þau töluvert í sölurnar til að halda í hæfa stafsmenn af karl- kyni. Verður eitthvað að gert? Eins og svo oft áður erum við i þessum efnum um 10 til 15 árum á eftir nágrannlöndum okkar. ESB glímir um þessar mundir við þær heldur óskemmtilegu langtimaaf- leiðingar sem ójöfn staða kynj- anna á vinnumarkaði hefur, í s.s. minnkandi framboði vinnuafls og lélegri nýtingu mannauðs kvenna á vinnumarkaði, svo að ekki sé minnst á þá neikvæðu togstreitu sem kynbundinn launamunur hef- ur í fór með sér á vinnumarkaðn- um. Flest bendir til að við munum standa í sömu eða svipuðum spor- um og aðildarríki ESB á fyrri hluta næstu aldar verði ekkert að gert. Nema við berum gæfu til að draga lærdóm af reynslu þessara þjóða, en það er býsna margt sem stjómvöld geta í samvinnu við að- ila vinnumarkað- arins gert til að spoma gegn þess- ari þróun án þess að það komi nið- ur á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Okkar er valið! Helga Guðrún Jónasdóttir „Ástæðan er hvorki flókin né torskilin. í harðnandi samkeppni verða fyrirtæki varkárari í starfs- mannamálum sínum; taka síður þá „áhættu“ að ráða mæður eða verðandi mæður í ábyrgðar- störf.u Eiturlyfin flæða Þrátt fyrir endalausar bollalegg- ingar um hvernig bregðast skuli við böli eiturlyfjanna eykst fram- boðið stöðugt á Vesturlöndum og ísland hefur ekki farið varhluta af þeirri þróun. Bróðurparturinn af ópíumrækt heimsins ásamt vax- andi heróínframleiðslu fer fram í Afganistan og Burma (Myanmar) og er stjórnað af æðstu ráðamönn- um landanna. Rússneska maflan og Triad-mafían kínverska fram- leiða um 70% af öllu ólöglegu am- fetamíni heimsins og yflrvöld gera lítið til að stöðva þennan arðvæn- lega útflutning. Loks herma nýjustu fréttir að ríkisstjórn Norður-Kóreu sé byrj- uð að framleiða eiturlyf til útflutn- ings í miklu magni. Þessi svelt- andi þjóð er byrjuð að rækta flkni- jurtir á stórum landsvæðum og hefur líka flutt inn feikilegt magn efedríns sem er uppistaða am- fetamins. Það er deginum Ijósara að aldrei verður hægt að stöðva framleiðslu og dreiflngu fíknilyfja. Eiturlyfja- viðskipti eru einfaldlega of arð- vænleg og heil ríki stóla orðið á þessa tekjulind. Þegar upp er stað- ið geta Vesturlandabúar aðeins gripið til tveggja úrræða í stríðinu við eitrið. Þau verða að reyna að koma í veg fyrir að fólk kaupi dóp- ið og stöðva peningaþvott. Ég ætla ekki að fjalla um það í þessari grein hvemig heimili landsins og stofnanir samfélagsins gætu skilað okkur kynslóðum sem leita ekki á náðir eiturlyfja í slík- um mæli heldur aðeins benda á að ekki er von á góðu þegar skóla- kerfið er látið sigla sinn sjó og launastefnan ger- ir ekki ráð fyrir að fagfólk í lífs- tíðarstarfi upp- lýsi ungviðið. Seðlafjall Eiturlyflasalar heimsins eru taldir þéna um $500 milljarða (brúttó) á ári og 35.000 tonn i pen- ingaseðlum streymir til þeirra! Flestir sem kaupa flknilyf í smá- sölu borga með $10 eða $20 seðlum eða samsvarandi upphæð í annarri mynt. Eiturlyfjakóngarnir troða þessum peningum ekki i milljón stóra plastpoka og rogast með á milli landa. Pening- arnir eru að mestu leyti látnir renna í gegnum bankakerfi heimsins gegn hæfi- legri þóknun. Þrátt fyrir ný lög um peningaþvætti í Evrópu þá virðast bankarnir geta haldið þessum viðskiptum ótrauðir áfram því varla er nokkur mað- ur handtekinn. Er tæplega von á góðu þegar lögin, bæði hér og víða í Evrópu, áskilja bankamönn- um aðeins að vera á verði gagnvart „grun- samlegú' fólki. Það má hártoga endalaust hvort einhver er grunsamlegur eða ekki. Kurteisir og vel klæddir dópsalar geta líka verslað við marga banka í senn. Bandaríkja- menn hafa farið einu skynsamlegu leiðina og tölvufæra allar færslur í beinhörðum peningum yfir $10.000. Algjör bankaleynd ríkir í mörg- um löndum austan jámtjaldsins sál- uga og verslun með eiturlyf blómstrar. Á eyjunum í Karíbahafi eru hundruð banka sem gera ekkert annað en taka við vafasömum pen- ingum og búa til órekjanleg hlutafé- lög fyrir eiturlyfjasala og aðra skuggabaldra. Sami leikurinn end- urtekur sig síðan i Hong Kong og víðar í Asíu. Á meðan þessi svikamylla fær að starfa óáreitt þá geta eiturlyflakóng- amir soflð í friði. Enda feluleikinn Það er ekkert sér- staklega erfltt að breyta þessu fárán- lega fyrirkomulagi og slá vopnin úr hönd- um eiturlyfjakóng- anna. Vesturlönd þurfa ekki annað en að banna þegnum sínum að stofna er- lend hlutafélög eða banka sem ekki er hægt að rekja til réttra eigenda. Lönd sem héldu þessum feluleik áfram yrðu sett á bann- lista og refsað á viðeigandi máta. ísland gæti stutt slíkar tillögur á alþjóðlegum vettvangi. Enginn veit með vissu hvernig íslenskir dópsalar þvo peninga en þó hefur spurst að spilakassarnir hafi verið notaðir. Þrátt fyrir mik- il afföll er hermt að einn „heildsal- inn“ hafi t.d. keypt stærri vinn- inga af mönnum og líka gert fólk út á kassana. En á meðan ekkert tölvuyflrlit er til um færslur á stórum seðlafúlgum þá ætti hver sem er að geta þvegið illa fengið fé í íslenska bankakerfmu án telj- andi áhættu. Jóhannes Björn Lúðvíksson „Enginn veit með vissu hvernig ís- lenskir dópsalar þvo peninga en þó hefur spurst að spilakassarnir hafi verið notaðir. Þrátt fyrir mikil afföll er hermt að einn „heildsal- innu hafí t.d. keypt stærri vinn- inga af mönnum og líka gert fólk út á kassana. “ Kjallarinn Jóhannes Björn Lúðvíksson rithöfundur Með og á móti Hertar refsingar við fíkniefnabrotum Gísli S. Einarsson alþingismaöur. Ráðist að upp- tökum vandans Eiturlyfin eru að mínu mati mesti þjóðfélagsskaðvaldur frá upphafi íslandssögunnar og því þarf að herða verulega refsingar gagnvart þeim sem ábyrgir eru fyrir eiturlyfja- vandanum; sölumönnunum og innflytjend- unum. Besta leiðin til að koma í veg fyrir starfsemi slíkra manna er hrein- lega að taka þá úr umferð hvernig og hvenær sem til þeirra næst. Hér á ég ekki við svonefnd burðardýr, sem oft eru þvinguð til aðgerða, né neytendur því þeim þarf að hjálpa. Hert löggæsla og hert eft- irlit með þessum málum, ásamt harðari refsingum gagnvart fíkni- efnasölunum sjálfúm, skipta mestu máli í baráttunni við eitur- lyfin. Ef menn ætla að uppræta flkniefhaneyslu þá er nauðsynlegt að ráðast að upptökutn vandans. Upptökin eru að mínu mati inn- flytjendumir, þeir sem hafa ágóða af fíkniefnasölu, en ekki ógæfufólkið sem hefur ánetjast efnunum. Því þarf að rýmka veru- lega heimildir lögreglunnar til að fara í aðgerðir gegn þessum lýð sem eiturlyfjasöluna stundar, öðruvísi munum við ekki ná að minnka þann gríðarlega vanda sem af eiturlyfjunum stafar í þjóðfélaginu í dag. Gerir illt verra Reynslan erlendis sýnir að hörð refsipólitík gegn fíkniefna- vandanum hefur ekki skilað til- ætluðum árangri. Óvíða á Vestur- löndum er meiri útbreiðsla ólög- legra fíkniefna en í Bandaríkj- unum og hvergi er beitt eins hörðum viðurlögum og þar. Upp úr miðjum níunda áratugnum var ________ stærsta skrefið Helgl Gunnlaugs- í þyngingu son, dósent í fó- dóma tekið þar lagsfræöi víö Hi- með tilkomu hárra lágmarksrefsinga og lífstíð- ardóma fyrir alvarleg flkniefna- brot. Síðan hefur fangafjöldi meira en tvöfaldast og er hlutfall fíknifanga nú komið yfir 60 pró- sent allra fanga. Á sama tíma hef- ur vandi vegna fíkniefna ekki minnkað heldur þvert á móti vax- ið, ekki síst meðal minnihluta- hópa sem í ofanálag sjá á eftir æ fleiri 1 fangelsi meðan svokallaðir fíkniefnabarónar hafa að mestu sloppið. Norðmenn hafa sömu- leiðis fýlgt harðri refsistefnu og uppskeran birtist í einna hæstri tíðni dauðsfalla vegna heróíns í Evrópu. Hollendingar hafa fylgt annarri stefnu og skv. nýjustu mælingum er útbreiðsla kanna- bisefna, sem margir telja vísustu leiðina í þyngri efnin, þó umtals- vert minni en í Bandaríkjunum. Vandinn vegna fíkniefna, sem er fyrst og fremst félags- og heil- brigðisvandi, verður því ekki leystur með þyngri dómum held- ur væri skynsamlegra að verja fjármunum skattborgaranna með öðrum hætti. -KJA Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.