Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 15 í tónlistarnámi Á fimmta hundrað nem- endur stunda tónlistarnám við Tónlistarskólann á Ak- ureyri og njóta tilsagnar á fiórða tug kennara. Skólan- um er skipt niður í 8 deildir en auk þess starfar kór við skólann og Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands starfar í nánum tengslum við skól- ann. Tilveran hitti þrjá nemendur við skólann að máli ísíðustu viku. Vilhjálmur Hilmar Sigurðarson er einn af nemendum við slagverks- deild Tónlistarskólans á Akureyri. Hann er 12 ára og hefur lagt stund á nám í spilverki á marinba sem er tréverks- hljóðfæri og víbrafón sem er sömuleið- is tréverkshljóðfæri en á bæði hljóð- færin er spilað með litlum „kjuð- um“. „Ég er búinn að vera að læra síð- an ég var 6 ára. Fyrst spilaði ég mest á sílófón en valdi síðan hin hljóð- færin tvö vegna þess að mér leist best á þau. Marinba og víbrafónn eru mest not- uð í jass og blústónlist og ég er t.d í tveim- ur hjómsveitum núna sem eru í samstarfi við Tónlistarskólann, en við leikum reyndar alls konar tónlist, m.a. rokk og bítlatónlist. Ég er alveg ákveðinn í að halda áfram að læra eins lengi og ég get og hef gaman af þessu,“ sagði Vilhjálmur Hilmar. -gk DV-mynd gk þeir virðingu fyrir hljóðfærinu. „Þegar ég kynntist fiðlunni og klassískri tónlist opnuðust fyrir mér dyr og ég hafði fundið þá tón- list sem mig langaði til að spila. Ég er á sjöunda stigi af átta sem eru hér við skólann og á tónlistar- braut við Menntaskólann. Ég veit ekki hvort ég fer í frekara tónlist- amám þegar ég lýk náminu hér, en það er alveg öruggt að ég ætla aldrei að hætta að spila," sagði Kristín Þóra. -gk - segir Kristín Þóra Haraldsdóttir Gerir lífið skemmtilegra — - segir Hulda Björk Snæbjörnsdóttir g er búin að vera í námi í fiðluleik síðan var segn ar, Kristin Þóra Haraldsdóttir sem stundar nám undir stjóm Önnu Podhajsku frá Póllandi. „Ég átti heima í Svíþjóð þegar ég fékk áhuga á fiðlunni, en í Sví- þjóð var vinsælt að spila þjóðlög á fiðlu. Ég komst þó ekki í nám þar úti en byrjaði að læra þegar fjölskyldan fluttist aftur heim til Akureyrar," seg- ir Kristín Þóra. Hún segist ekki hafa orð- ið vör við það að jafnaldr- ar hennar líti niður á fiðluna sem hljóðfæri, þvert á móti beri vildi gera líf mitt skemmti- legra. Amma min, sem á heima í Reykjavík, kom með píanó norður til Akureyrar og óskaði þess að eitthvert okk- ar barnabama hennar lærði að spila. Bróðir minn spilaði svolítið og svo ákvað ég að læra að spila líka. Ég ætla að halda áfram í átta ár til við- bótar,“ sagði Hulda Björk, ákveðin í ná langt á tónlist- arbrautinni. Hulda Björk Snæbjörns- dóttir er 9 ára hnáta sem hef- u r stundað tónlistarnám frá 5 ára aldri. Fyrstu tvö árin var hún í svokölluðum forskóla en nú er hún á þriðja ári við píanónám. Hún var ekki feimin, sú stutta þegar Tilveran hitti hana í Tónlist- arskólanum og spil- aði af krafti fyrir blaðamann. Að því loknu orðaði hún það svo skemmti- lega að ástæðan 53 ára Tónlistarskólinn á Akureyri var stofnaður 20. janúar árið 1946 og er hann einn af elstu tón- listarskólum landsins. Fyrsta veturinn vora nemendur 27 tals- ins og lögðu allir stund á píanó- nám. í upphafi yfirstandandi skólaárs voru nemendur 420 talsins og kennarar í vetur em 32. í skólanum er boðið upp á kennslu fyrir alla aldurshópa, en auk þess kenna kennarar skólans nemendum tónlistarfor- skóla í öllum grunnskólum bæj- arins. Núverandi skólastjóri er Atli Guðlaugsson. Átta deildir Skólanum er skipt í 8 deildir en þær eru: alþýðutónlistar- deild, blásaradeild, gítardeild, píanódeild, slagverksdeild, strengjadeild, söngdeild og tón- fræðadeild. Tónlist sem valgrein Tónlistarskólinn og Mennta- skólinn á Akureyri starfrækja í sameiningu tónlistarbraut sem brautskráir stúdenta samkvæmt námskrá menntamálaráðuneyt- isins. Hljóðfæranám og nám í öðrum tónlistargreinum fer fram í Tónlistarskólanum en annað bóklegt nám í Mennta- skólanum. Tónlistarnemendur geta hafið nám á tónlistarbraut um leið og þeir byrja í Mennta- skólanum. Námsskipan Við Tónlistarskólann á Akur- eyri er kennt á flest hljóðfæri klassískrar tónlistar og alþýðu- tónlistar. Jafnhliða námi í hljóð- færaleik og söng býðst nemend- um nám í ýmsum tónfræða- greinum. Auk þess er mikil áhersla lögð á samspil og hljóm- sveitarleik. Kórstjórn Haustið 1997 var tekin upp kennsla í kórstjóm við skólann. Nemendur í kórstjóm þurfa að hafa lokið hljómfræði 2 eða hafa reynslu í kórstjóm. Öllum er velkomiö að taka þátt í þessum tímum sem kórsöngvarar. Ætla aldrei að hætta að spila Vilhjálmur Hilmar við víbrafóninn. DV-mynd gk Spila í tveimur hljómsveitum - segir Vilhjálmur Hilmar Sigurðarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.