Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 17 I miklu betra formi en áður - segir Einar Jóhannsson Það er alveg meiri háttar að stunda þessa líkamsrækt og ég legg allt á mig til að missa ekki af tíma. Ég er búinn að stunda þetta af og til und- anfarin ár en af nokkrum krafti i allan fyrravetur og núna í vetur,“ segir Einar Jóhannsson. „Ég finn mikinn mun á mér eft- ir þessar æfíngar, er í miklu betra formi en áður og það skemmir svo ekki fyrir að maður hefur lagt nokkuð af. Guðbrandur setti okkur það takmark að léttast um 10 kíló fyrir sumarið og ég hef þegar losn- að við 5-6 kíló frá áramótum. Svo ber líka að líta til þess að maður er að skipta á fitunni og vöðvum sem er einnig hið besta mál. Við æfum skipulega; upphitun, förum síðan í tækjahring og loks í teygjuæfingar í lokin. Þetta tekur svona eina og hálfa klukkustund í hvert skipti og er hverrar minútu virði,“ sagði Einar. -gk uuooranaur lynir looum og reiagarmr uisii oragi og cmar ryigjasi meo. DV-mynd gk Þetta tekur stressið úr manni segir Guðbrandur Sigurðsson g hef alltaf stundað lik- amsrækt af og til en síðasta eina og hálfa árið hef ég verið duglegri en áður. Ég finn að ég er mun þróttmeiri en áður og líður bet- ur að öllu leyti og svo tekur þetta stressið úr manni,“ segir Guðbrandur Sigurðsson. „Markmiðið með þessu er fyrst og fremst að ráðast á aukakílóin og fjarlægja þau, en ég þurfti i haust að taka af mér um kíló. í haust byrj uðum við í æf- ingum sem mið- uðu að því að byggja upp styrkinn en frá áramótum tóku við aðrar æf- ingar sem mið- uðust við að létta mann og það eru farin 5-6 kíló hjá mér. Þetta veitir manni líka að- hald á öðrum sviðum og ég 1 neita mér t.d. um allt sæl- gæti. Ég er menntaður mat- vælafræðingur og ætti því að vita hvað manni er hollt að íatt. 0fan j sig En ég get ekki annað en ég sé býsna ánægður með gang mála, Einar í „aksjón". DV-mynd gk Fer í „skurðinn" í lokin - segir Gísli Bragi Hjartarson aður hýr við allt aðra heilsu eftir að maður fór að stunda þetta, það er ekki neitt líkt því sem áður var. Markmiðið er auðvitað að losna við aukakílóin en það gengur hægt enn sem komið er, þetta fer allt i vöðvana enn þá,“ segir Gísli Bragi Hjartarson. Hann er 59 ára og gamall íþrótta- maður sem keppti lengi í flestum greinum iþrótta sem stundaðar voru á AkureyrL Síðustu árin hefur hann stundað golfið af krafti á sumrin en unnið skrifstofuvinnu og kílóin hafa verið óæskilega mörg. „Ég þyngdist um 8 kg frá því golf- ið hætti í haust og til áramóta. Það var því fínt að komast í þennan hóp því það er auðvitað miklu betra að stunda svona nokkuð með öðrum, það veitir manni aðhald og við fylgj- umst vel hver með öðrum. Því mið- ur eru ekki farin nógu mörg kíló hjá mér, en ég lít svo á að ég æfi eins og atvinnumennimir, byggi fyrst upp vöðvamassa og svo fer ég í „skurð- inn“ undir lokin. Við mætum þrisvar í viku og svo lauma menn í sér aukalega um f ;v helgar, það er svo þessu,“ sagði Gísli Bragi. -gk Gísli Bragi með lóðin, lang- sterkastur! DV-mynd gk i likamann hefur maður til að hreyfa sig og það er um að gera,“ sagði Guðbrandur. -gk <*>«> to*** Hörð keppni fjórmenn- inganna Þrisvar sinnum í viku storma fjórmenningarnir inn á líkamsræktarstöðina World Class á Akureyri og „taka á því“. Þetta eru þeir Gísli Bragi Hjartarson, fyrrum bæjarfulltrúi og umboðsmaður Tryggingamiðstöðvarinnar á Akureyri, Einar Jóhannsson, byggingafræðingur hjá Akur- eyrarbæ, Ámi Pálsson lögmað- ur og Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfé- lags Akureyringa. Þeir hyrjuðu að æfa saman um áramótin og mæta þrisvar í viku sem fyrr sagði. Þeir byrja á að fara í 20 mínúta upphitun en síðan taka við strangar æf- ingar i tækjum eftir sérstakri æfingaáætlun sem lögð var fyr- ir þá. Þeir taka svo sannarlega vel á og svitinn lekur af þeim. Markmiðið er ekki síst að losna við eitthvað af aukakíló- um, og einu sinni í mánuði stíga þeir á vigtina til að mæla árangurinn. Þessi keppni mun standa yfir fram á sumar, en þá hverfa menn til annarra tóm- stundastarfa, s.s. í golf og lax- veiði. Tilveran fylgdist með þremur fjórmenninganna I síð- ustu viku, en Ámi Pálsson var forfallaður þennan dag, var með flensu. -gk Puð og púl og kílóin fjúka Líkams- og heilsurækt almennings hefurfærst mjög í aukana undanfarin ár ogfólk á öllum aldri leggur leið sína í heilsuræktarstöðvar víða um land, fyrir utan það að stunda slíkt utan- húss á ýmsan hátt. Tilveran leit inn í líkamsræktarstöðina World Class á Akureyri í síðustu viku, aðallega íþeim tilgangi að fylgjast með fjórum fullorðnum mönnum „að störfum" þar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.