Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 37
DV ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 37 Málverkin eru á Sjúkrahúsi Akra- ness um þessar mundir. Lífæðar 1999 íslenska menningarsamsteypan Art.is gengst fyrir myndlistar- og ljóðasýningu á sjúkrahúsum víðs vegar um landið og er hún þessa dagana á Sjúkrahúsi Akraness og verður þar til 12. mars en fer það- an á ísafjörð. Sýningin mun síðar fara á hvert sjúkrahúsið af öðru og lýkur göngu sinni á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. desember næst- komandi. í fyrstu var áætlað að sýna á átta sjúkrastofnunum en áhuginn reyndist svo mikill að beiðnir fóru að berast víða að um að fá sýninguna á staðinn og nú eru sýningarstaðirnir orðnir eUefu. Sýningar Tólf myndlistarmenn sýna sam- tals þrjátíu og fjögur myndverk og tólf ljóðskáld birta átján ljóð. Listamennirnir eru á ólíku reki en allir leggja þeir út af lífínu og tilverunni. í raun endurspegla þátttakendur helstu strauma og stefnur í myndlist og ljóðagerð frá síðari heimsstyrjöldinni til dags- ins í dag. Sýningunni fylgir vegleg litprentuð sýningarskrá sem dreift verður ókeypis í boði styrktaraðila sýningarinnar, Glaxo Welcome. Þar er að fmna ljóðin ásamt stuttri umfjöllun um hvern listamann. Skákkeppni stofn- ana og fyrirtækja Skákkeppni stofnana og fyrir- tækja 1999 hefst í kvöld, kl. 20, í fé- lagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Tefldar verða níu um- ferðir eftir Monrad-kerfinu með 30 mín. umhugsunartíma. Teflt verður næstu þrjú þriðjudagskvöld. Græna smiðjan Fyrsti fræðslufundurinn á vegum Grænu smiðjunnar verður í kvöld, kl. 20.30, í Miðstöð VG að Suðurgötu 7 og fjallar um málefni sem tengjast hafinu. Erindi flytja Gunnar Stef- ánsson tölfræðingur og Kristín Ólafsdóttir lífefnafræðingur. Fjallkonurnar Kvenfélagið Fjallkonumar heldur aðalfund í kvöld, kl. 20.30, í safnað- arheimili Fella- og Hólakirkju. Að loknum aðalfundarstörfum verður spilað bingó. Samkomur Samanburðarsaga og þjóðerni í dag, kl. 12.05, flytur Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur fyrir- lestur í boði Sagnfræðingafélags ís- lands í fyrirlestraröð sem nefnd hef- ur verið: Hvað er félagssaga? Fyrir- lesturinn nefnist Samanburðarsaga og þjóðerni. Aglow Fundur verður á vegum Aglow í kvöld, kl. 20, í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Erindi flytur Sheila Fitzgerald. Háskólafyrirlestur Martin Paldam, University of Aarhus, flytur fyrirlestur sem nefn- ist: Is Social Capital an Efiective Smoke Condenser? á málstofu við- skipta- og hagfræðideildar. Málstof- an fer fram á kafíístofu á 3. hæð í Odda og hefst kl. 16.15. Salurinn: Tunglskinssónatan og fleiri píanóverk í kvöld, kl. 20.30, verða tónleikar í Salnum í Tónlist- arhúsi Kópavogs en þá heldur píanóleikarinn Þorsteinn Gauti Sigurðsson sína fyrstu píanótónleika í þessu glæsilega tónleikaihúsi. Þorsteinn Gauti Sigurðsson hóf ungur tónlistamám og lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík. Framhaldsnám stundaði hann við Juilliard School of Music i New York og í Róm á Ítalíu. Þorsteinn Gauti hefur víða komið fram á tónleikum, svo sem í Banda- ríkjunum, Kanada, Rússlandi, á Norðurlöndunum og í mörgum öðrum Evrópulöndum. Einnig hefur hann komið fram sem einleikari með hljómsveitum á Norður- löndum og oft með Sinfóníuhljómsveit fslands. Jafn- framt hefur hann komið fram á Gala-konsert í Hvíta húsinu í Washington og leikið einleik í norræna spum- Tónleikar ingaþættinum Kontrapunkti. Hann hefúr einnig tekið þátt í frumflutningi samtímatónlistar og hafa nokkur verk verið skrifuð sérstaklega fyrir hann. Þorsteinn Gauti hefur m.a. sigrað í keppni einleikara og einsöngv- ara, hinum samnorræna Biennal og komið þar fram sem fulltrúi íslands. Árið 1993 sigraði Þorsteinn Gauti í keppni Ríkisútvarpsins, Tónvakanum, sem haldinn er fyrir einleikara og einsöngvara. Tónleikar Þorsteins Gauta í Salnum í kvöld hefjast á þremur skemmtilegum prelúdíum eftir George Ger- shwin. Þá leikur Þorsteinn Gauti Gnossíu eftir Eric Satie og hina víðfrægu Tunglskinssónötu Beethovens. Þorsteinn Gauti Sigurðsson leikur í Salnum I kvöld. Eftir hlé verða fluttar Etýður eftir Fr. Chopin, op. 10, nr. 4, 6 og 8, og tónleikunum lýkur með sónötu op. 26 eftir Samuel Barber. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Veðrið í dag Frostlaust með suðurströndinni Yfir Skandinavíu er minnkandi 985 mb lægð en yfir Norður-Græn- landi er 1027 mb hæð. Um 1000 km suður af landinu er vaxandi 977 mb lægð á austurleið. í dag verður norðaustangola eða kaldi og sums staðar stinnings- kaldi. E1 um norðanvert landið, en skýjað með köflum og úrkomulaust sunnan til. Frostlaust með suður- ströndinni í dag, en annars 0 til 8 stiga frost. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustangola eða kaldi og skýjað með köflum en úrkomulaust. Norð- lægari og léttskýjað í nótt. Hiti um frostmark í dag, en vægt frost í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 18.48 Sólarupprás á morgun: 8.30 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.58 Árdegisflóð á morgun: 07.11 Stórstreymi (4,1 m) Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma -1 Bergsstaðir skýjaö -2 Bolungarvík skýjaö 0 Egilsstaðir -1 Kirkjubœjarkl. léttskýjaó -1 Keflavíkurflv. hálfskýjaö -1 Raufarhöfn alskýjaó -1 Reykjavík hálfskýjaö -1 Stórhöfói alskýjaö 2 Bergen skúr á síð. kls. 1 Helsinki snjókoma 0 Kaupmhöfn léttskýjaö 3 Ósló léttskýjaö -1 Stokkhólmur 0 Þórshöfn léttskýjað -1 Þrándheimur skýjaó -3 Algarve heiöskírt 12 Amsterdam þoka á síö. kls. 7 Barcelona heiöskírt 7 Berlín léttskýjað 4 Chicago skýjaö 0 Dublin rigning 11 Halifax rigning 3 Frankfurt rigning 9 Glasgow rigning og súld 5 Hamborg skýjaö 4 Jan Mayen skafrenningur -2 London súld 11 Lúxemborg rigning 8 Mallorca léttskýjaö 1 Montreal þoka 0 Narssarssuaq alskýjaö -14 New York skýjaö 3 Orlando heiöskírt 11 París rigning 10 Róm þokuruöningur 2 Vín skýjaó 10 Washington alskýjaö 4 Winnipeg -4 Steinunn Anna Þessi glaðlynda stúlka heitir Steinunn Anna Eg- ilsdóttir og er frumburð- ur Klöru ísfeld Ámadótt- Barn dagsins ur og Egils Vignissonar. Steinunn Anna fæddist 25. nóvember siðastliðinn kl. 23.11 og var við fæð- ingu 3680 grömm að þyngd og mældist 51 sentímetri. Fjölskyldan býr í Flórída. Góð vetrarfærð á aðalvegum Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði og skafrenn- ingur á Öxnadalsheiði. Þæfingsfærð er á Mývatns- öræfum og til Borgarfjarðar eystri. Möðrudalsöræfi eru aðeins fær jeppum og stórum bílum. í morgun Færð á vegum var ekki vitað um færð á Vopnafjarðarheiði. Að öðru leyti er góð vetrarfærð á öllum aðalvegum landsins, en talsverð hálka er þó víðast hvar. b- Skatrenningur m Steinkast E1 Hálka C^j) Ófært 0 Vegavinna-aögát 0 Óxulþungatakmarkanir m Þungfært © Fært fjallabílum Ástand vega Johnny Depp leikur kexruglaðan blaðamann, sem „skemmtir" sér í Las Vegas. Ótti og viðbjóð- ur í Las Vegas Fear and Loathing in Las Veg- as, sem Bíóborgin sýnir, er gerð eftir sögu Hunster S. Thompson, þar sem hann rifjar upp í skáld- söguformi villta ferð til Las Vegas ásamt vini sínum. Aðalpersónurnar í myndinni eru tvær, Raoul Duke (Thompson) og Dr. Gonzo, félagi hans í ólifnað- inum, en sú persóna er byggð á Oscar Zeta Acosta, lögfræðingi og áberandi persónu á þeim árum sem myndin gerist, og er fylgst með þeim félögum á LSD-trippi í Las Ve- ’///////// Kvikmyndir 'jgM gas þar sem þeir hættu mjög fljótlega að gera greinarmun á hvað var veruleiki og hvað ekki. Fjöldi þekktra leikara kemur fram í myndinni. Má þar nefna Cameron Diaz, Christina Ricci og Gary Bus- ey. Leikstjóri er Terry Gilliam. Kvikmyndir í kvlkmyndahúsum: Bíóhöilin: Pöddulíf Saga Bíó: Hamilton Bíóborgin: Fear and Loathing in Las Vegas Háskólabíó: Shakespeare in Love Háskólabíó: Pleasantville Kringlubíó: Last Days of Disco Laugarásbíó: Clay Pigeons Regnboginn: The Thin Red Line Stjörnubíó: I Still Know What You Did Last Summer Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Lárétt: 1 staða, 8 karldýr, 9 hress, 10 ímyndunin, 11 ávinning, 12 sáð- land, 14 kveikurinn, 16 ástfðlgna, 18 fæðu, 19 flas, 20 mæni. Lóðrétt: 1 brún, 2 skógur, 3 ljómar, 4 áformar, 5 álít, 6 ófúsar, 7 eðli, 11 úrgangsefni, 13 skot, 15 klók,17 bar- dagi. Lausn á sfðustu krossgátu: Lárétt: 1 raggeit, 8 ágrip, 9 ló, 10 baun, 11 lág, 13 lán, 15 niðs, 17 ern- ir, 19 al, 20 taum, 22 áni, 23 tárast. Lóðétt: 1 rá, 2 aga, 3 grunnur, 4 ginni, 5 epli, 6 il, 7 tóg, 10 blett, 12 áðan, 14 ára, 15 slit, 18 rás, 21 MA. Gengið Almennt gengi LÍ 02. 03. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 72,300 72,660 69,930 Pund 116,060 116,660 115,370 Kan. dollar 47,370 47,660 46,010 Dönsk kr. 10,5880 10,6460 10,7660 Norsk kr 9,0730 9,1230 9,3690 Sænsk kr. 8,7350 8,7830 9,0120 Fi. mark 13,2320 13,3120 13,4680 Fra. franki 11,9940 12,0660 12,2080 Belg. franki 1,9503 1,9621 1,9850 Sviss. franki 49,4300 49,7000 49,6400 Holl. gyllini 35,7000 35,9200 36,3400 Þýskt mark 40,2300 40,4700 40,9500 ít. lira 0,040630 0,04088 0,041360 Aust. sch. 5,7180 5,7520 5,8190 Port. escudo 0,3924 0,3948 0,3994 Spá. peseti 0,4729 0,4757 0,4813 Jap. yen 0,599700 0,60330 0,605200 írskt pund 99,900 100,500 101,670 SDR 98,240000 98,83000 97,480000 ECU 78,6800 79,1500 80,0800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.