Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 40
_ , .. ... i Titff- II V í K I N G gm . iíA • Halldór Blöndal. ■rt-a vintfai tmær^ fýrirkl 17 ájnorgun |_ Ferðamálaráðstefna: Blöndal hittir jólasveininn Halldór Blöndal samgönguráðherra situr þessa dagana ráðstefnu í Rovaniemi í Finnlandi þar sem fjallað er um ferðamennsku að vetri til og ráðstafanir til að auka hana. Hér á landi hefur ferða- mennska að vetri til aukist á síðustu árum án þess að mik- ið hafi verið gert til þess. Jólasveinabær- inn í Lapplandi er í einu úthverfa Rovaniemi og þar eru jólin allt árið og trekkja að ferðafólk allt árið. Hafa Finnar markaðssett sveinka um heim allan og hafa miklar tekjur af. -JBP D-listinn í Reykjavík: Vinnu hraðað Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kemur saman annað kvöld til að staðfesta að í 9. og 10. sæti lista flokksins fyrir þingkosningar muni sitja þau Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir en eins og DV greindi frá í gær sigraði Vilhjálmur í atkvæðagreiðslu milli þeirra á fundi á sunnudag. Þá er einnig búið að ákveða að allir þing- menn flokksins færist upp um eitt sæti og mun þá Bjöm Bjamason að öllum líkindum skipa annað sætið og Geir H. Haarde þriðja. Skv. upplýs- ingum DV var upphaflega áætlað að ákveða framboðslistann fyrir lands- fúnd flokksins sem haldinn verður aðra helgi í mars en nú lítur allt út fyrir að reynt verði að hraða vinn- unni sem mest og ákvörðun jafnvel tekin fyrir landsfund. Enn eitt hassmálið DV, Akureyri: Rannsóknarlögreglan á Akureyri upplýsti í gær þriðja hassmáhð i bæn- um á jafnmörgum dögum. Þá vora 7 ungmenni á aldrinum 15-17 ára tekin til yfirheyrslu og játuðu þau neyslu auk þess sem einn úr hópnum játaði dreifmgu. Almenna lögreglan á Akureyri hafði hins vegar í nógu að snúast í gær vegna umferðarinnar, en þá urðu 7 árekstrar í bænum með mjög miklu eignartjóni. í einu tilfellinu var um meiðsli að ræða en þau vora ekki tal- in alvarleg. -gk Loðnu mokað upp DV, Akureyri: Mjög mikil loðnuveiði hefur verið síðustu sólarhringana og virðist ekk- ert lát á. Löndunarbið er í þeim höfn- um sem næstar era miðunum en veiðisvæðið þessar stundimar er reyndar með fram allri suðurströnd- inni og jafnvel vestur fyrir land. -gk FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 Nokkuð eru menn á öndverðum meiði um ágæti þess að leyft var að brugga og selja sterkan bjór á íslandi fyrir rúmum áratug. í áratugi hafði bjórinn verið bannaður á íslandi, en var þó til á öðru hverju heimili - oftar en ekki smygiaður. Templarar halda því fram að bjórinn hafi leitt hörmungar yfir unga fólkið í landinu, en meðmælendur bjórsins segja að áfengismenning landsmanna sé öll betri í dag en á dögum sterku drykkjanna. í gærkvöldi var bjórfrelsi í tíu ár fagnað á öldurhúsum borgarinnar. Hér eru nokkrir ungir menn á Gauki á Stöng sem áttu góða stund saman. DV-mynd Teitur ^ Hellu- og rörakaup borgarinnar án útboös: Olesinn borgarfulltrúi hallar réttu máli - segir Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri BM Vallár Borgarfulltrúinn Eyþór Amalds fór ólesinn í fiölmiðla og fór með rangt mál. Annaðhvort var hann óupplýst- ur, sem ég vil ætla honum frekar en að hann hafi vísvitandi hallað réttu máli,“ segir Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri BM Vallár, í tilefni af frétt DV um viðskipti borgarinnar og fyrirtækis hans án útboðs. Víglundur segir að í gildi séu tveir samningar milli BM Vallár og Reykja- víkurborgar um hellukaup. Stærri samningurinn er um eigin fram- leiðslu BM Vallár á vörum sem BM Vallá á eitt framleiðslurétt á og eng- inn annar. Sá samningur heíði verið gerður árið 1991, að ósk þáverandi borgarstjómarmeirihluta Sjálfstæðis- flokks. Samningurinn snýst um að Reykjavíkurborg kaupir þessa sér- vöra fyrirtækisins og nýtur bestu- kjaraafsláttar. Borgin er því ekki háð því að fyrirtækið geti nánast ráðið verðinu á hveijum tíma. Allt tal um útboð á þessum viðskiptum sé einfald- lega bamalegt því að enginn annar aðili hafi getað selt borginni þessa vöru. Eng- inn annar fram- leiði hana. „Svo einfalt er það og þetta átti Eyþór Amalds að vita,“ segir Víglundur. Þá segir Víglundur að í öðra lagi sé það Víglundur Þorsteinsson. Eyþór Arnalds. ári. Hundrað milljóna sé fjarri öllu lagi. Áður en þessi sala fór fram seg- ir Víglundur að Pipugerðin hafi verið búin að lækka mikið verð á þessum við- haldsheflum til borgarinnar og ekki rétt að BM Vallá eigi pípugerð. Fyrirtækið framleiði engin rör. Allt tal um hundraða milljóna viðskipti án útboðs sé því rugl. í þriðja lagi segir Víglundur að BM Vallá hafi keypt helluframleiðsludeild Pípugerðar Reykjavíkurborgar. Pipu- gerð Reykjavíkur hafði fram til þess tíma verið lægstbjóðandi í framleiðslu á svokölluðum hellum til viðhalds og viðgerða. Það séu gamlar hellugerðir af t.d. stærðinni 50x50 sm. Verðmæti þess viðhaldssamnings segir Viglund- ur vera í kringum fimm milljónir á þar hafi hreinlega ekki verið feitan gölt að flá og einmitt þess vegna hafi af hálfu borgarinnar verið lagt á það ofúrkapp, þegar BM Vallá keypti tækjabúnað Pípugerðarinnar til helluframleiðslu, að fyrirtækið und- irgengist það að framleiða upp í viö- haldssamninginn á því verði sem Pípugerðin hafði áður boðið borg- inni. Það hafi síðan orðið niðurstað- an. „Síðan gatnamálastjóri náöi hin- um hagstæðu bestukjarasamningum fyrir hönd borgarinnar árið 1991 og síðar að fá okkur til að yfirtaka við- haldssamninginn upp á 5 milljónir á ári hefúr hann alltaf þrýst því í gegn í endumýjun samninganna að við gengjumst undir það, jafiihliða því sem við vorum að endumýja og end- urskoða hann - og stundum að auka afslætti á stóra samningnum frá 1991 til hans - að við kyngdum viðhalds- samningnum samhliða. Þetta er veruleikinn í málinu. í stað 400 millj- óna þá hefúr viðhaldssamningurinn verið í kringum 5-7 milljónir á ári og hvað varðar sérvöruviðskipti BM Vallár og borgarinnar þá era þau 20-28 milljónir á ári. Hins vegar, eins og borgarfulltrúinn á að vita, þá seldi Reykjavíkurborg Pípugerðina til annarra aðila en okkar. Henni fylgdi framleiðslusamningur fyrir borgina á rörum um tiltekinn tíma en það mál er BM Vallá óviðkomandi. Ég skora á Eyþór Amalds borgarfull- trúa að leiðrétta mistök sín og rang- færslur sínar og biðjast afsökunar á þeim. -SÁ VAR ÞETTA ÆTTAR- MÓT í LAPPLANDI? Veörið á morgun: Él fyrir norðan A morgun verður norðankaldi og él um norðanvert landið, en skýjað með köflum og þurrt sunnan til. Frost verður á bilinu 0 til 8 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. brother PT-550 ný vél tengjanleg við tölvu 8 leturgerðir, 8 stærðir, 15 leturútlit úrval strikamerkja 6 til 36 mm boröar prentar í 7 línur Nýbýlavegi 28 Slml 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.