Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 Fréttir íslenska útvarpsfélagið kærir mann fyrir upptökur úr sjónvarpi: Seldi skipum upp- tökur úr sjónvarpi - skýlaust lögbrot, segir lögmaður ÍÚ - þegar keypt dagskrá, segir lögmaður kærða íslenska útvarpsfélagið hf. hefur kært íbúa á Eskifirði til lögreglu fyrir þá háttsemi að taka upp í leyf- isleysi dagskrá Stöðvar 2 og Sýnar og selja áhöfnum skipa á Eskifirði til sýningar um borð í þeim. Þetta telur ÍÚ að sé brot á útvarpslögum. Maðurinn hóf að taka upp dagskrá fyrir fjögur skip á staðnum 18. sept- ember á síðasta ári en starfsemin vatt svo upp á sig og þegar hún var stöðvuð nú fyrir um hálfum mánuði voru tíu skip í viðskiptum við manninn og hið ellefta var á leið- inni. Maðurinn var svo handtekinn í síðasta mánuði og færður í yfir- heyrslu hjá lögreglunni á Eskifirði. Þá voru 15-20 myndbandstæki, sem notuð voru til upptökunnar, gerð upptæk. Maðurinn starfaði fyrir fé- lög sem áhafnir bátanna eiga og eru m.a. notuð til að kaupa mat um borð og borga skipverjar fasta upphæð til félaganna. Vitað er að þessi iðja er stunduð víða um land en enginn hef- ur áður verið kærður fyrir þessa háttsemi. Skýlaust lögbrot Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður íslenska útvarps- félagsins, sagði í samtali við DV að íslenska útvarpsfé- lagið liti málið alvarlegum augum enda væri um lögbrot að ræða. „Samkvæmt útvarpslögum er bann- að að taka upp efni úr sjónvarpi og útvarpi og það er alveg ljóst að um lögbrot er að ræða í þessu tilviki,“ sagði hann. „Þetta er alveg klárt hvað þetta atvik varðar að maður- inn er að taka upp dagskrá sjón- varpsstöðva og selja gegn gjaldi og það er óheimilt. Það má líkja þessu við það að efni úr dagblaði sé fjölfaldað og selt gegn gjaldi." Sigurður sagði að ekki hefði komið til greina að semja við manninn um greiðslur. „Við getum ekki samið um það sem við eigum ekki. Það eru rétthafar efnisins sem eiga það og við greið- um þeim á hvem áskrif- anda. Þetta er ekki eins og það sé verið að taka upp á eina spólu og senda á skip. Þetta er skipulögð starfsemi og það er verið að brjóta bæði á RÚV, Stöð 2 og Sýn,“ sagði hann. Hvað skaðabótakröfu varðaði á hendur kærða fyrir atvikið sagði Sigurður að ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um hvernig hún yrði sett fram. Nauðsyn að taka upp Gísli M. Auðbergsson, verjandi mannsins, sagði í samtali við DV að skipin greiddu afnotagjald til Ríkissjónvarpsins og að skipin mörg hver greiddu einnig afnota- gjald af Stöð 2 og Sýn og þau væru með afruglara. „Stöð 2 og Sýn nást ekki nema i höfnum og því hafa áhafnir ekki tækifæri til að fylgj- ast með dagskránni nema að taka upp efni á myndband. í höfundar- lögum er auk þess gert ráð fyrir því að upptaka til eigin nota sé góð og gild og þetta emm við að reyna að fá íslenska útvarpsfélagið til að fallast á,“ segir hann og bætti við að íslenska útvarpsfélagið hefði neitað kærða að fallast á að greiða gjald fyrir athæfið. -hb Sigurður G. Guðjónsson. Hellu- og rörakaup: Án útboða frá 1991 1200 einstaklingar og fjölskyldur bíða eftir leiguhúsnæði á landinu öllu i dag, segir Jóhanna Sigurðardóttir al- þingismaður. Aðeins fimmta hver um- sókn sem íbúðalánasjóði hefur borist fyrstu tyo mánuðina hefur verið af- greidd. í utandagskrárumræðu á Al- þingi í gær gagnrýndi Jóhanna félags- málaráðherra, Pál Pétursson, fyrir Samkvæmt minnispunktum sem gatnamálastjóri hefur tekið saman fyrir Sigrúnu Magnúsdóttur borgar- fulltrúa um kaup Reykjavíkurborgar á hellusteinum og rörum án útboðs kemur fram að gerður var samningur árið 1991 um kaup á hellum til að endurnýja yfir- borð gatna i Kvos- inni og á Lauga- vegi langleiðína að Hlemmi. Samning- urinn var gerður án undangengins útboðs og hefur Sigrún verið endumýjað- Magnúsdóttir. ur nokkrum sinn- um og gerðir við hann viðaukar, sið- ast 1996. t minnispunktunum kemur einnig fram að holræsarör hafi nær ein- göngu verið keypt af Pípugerð Reykjavikur og pípugerð Óss M. Eftir að Ós og röraframleiðsludeild Pípu- gerðarinnar sameinuðust hafa rörin verið keypt af hinu sameinaöa fyrir- tæki, einnig án útboða. Samtals hafa þessi viðskipti numið um 100 milljón- um króna á ári samkvæmt minnis- blaði gatnamálastjóra. í fundargerð stjómar Innkaupa- stofnunar borgarinnar 16. febrúar sl. er bókað að stjómin telji almennt séð að útboð á þessum vörum séu æski- leg. Sama dag fékk gatnamálastjóri verkfræðistofuna Línuhönnun til að leita upplýsinga hjá helluframleið- endum um framleiðslugetu þeirra og gæðaeftirlit. Frestur sem framleið- endunum var gefmn var aðeins tveir dagar, eða til 18. febrúar. -SÁ Jeppabifreið valt með þessum afleiðingum í Kollafirði á níunda tímanum í gærkvöld. DV-mynd S Harður árekstur varð á mótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar í gær. Lögregla var að hefja rannsókn þegar myndin var tekin. DV-mynd S Jóhanna gagnrýndi Pál: Ráðherrann er að hækka vextina - með röngu greiðslumati sem mun leiða til gjaldþrots Qölda fjölskyldna ófremdarástand sem nú ríkir á íbúðamarkaði og fyrir margháttað klúður og seina- gang, óraunsætt greiðslumat og fleira. Jóhanna segist ekki ein hafa áhyggjur af Jóhanna Sigurðar- íbúðalánasjóði dóttir, neyðará- sem ógni stöðug- st®[ld 1 búsnæðis- leika húsbréfakerf- ma um’ isins, greina megi áhyggjur Þjóðhags- stofnunar. „Rýmkað greiðslumat hefur þá hættu í for með sér samkvæmt Þjóð- hagsstofnun að margir muni reisa sér hurðarás um öxl, að það verði notað til að fjármagna aðra neyslu, sem er ekki skynsamleg ráðstöfum í þensluástandi. Þetta gæti að mati stofnunarinnar sett aukinn þrýsting á vexti í landinu og þar með leitt til verðhækkunar á hús- næði. Þetta er dómurinn," sagði Jó- hanna Sigurðardóttir í gær. Hún segir að nýja kerfið, sem ráð- herrann kom á fót til að koma tveim eða þrem krötum úr starfi, eins og hún orðar það, sé orðið bert að klúðri og seinagangi. Óraun- sætt greiðslumat muni valda mikl- um greiðsluerfið- leikum og gjald- þroti heimila sem aldrei fyrr. Jó- Páll Pétursson, hanna segir að fékk til tevatnsins í íbúðalánasjóður þinginu í gær. hafi ýtt upp húsa- leigunni og leitt til langra biðraða eftir leiguhúsnæði. Ekki síst sé ástandið ljótt meðal ein- stæðra foreldra, í röðum þeirra ríki gífurleg reiði. Margt af því fólki sé hreinlega á götunni. Páll Pétursson félagsmálaráðherra sagði að íbúðalánasjóður væri kominn yfir byrjunarörðugleika og fúllyrti að nýtt greiðslumat væri áreiðanlegra og raunsærra en hið fyrra. Fleiri þingmenn stjómar og stjóm- arandstöðu tóku þátt í utandag- skrárumræðunum. Stjómarandstaðan gagnrýndi ráðherrann en þingmenn Sjálfstæðisflokksins vörðu gerðir ráð- herra Framsóknarflokksins. -JBP Stuttar fréttir x>v Oþolandi framkoma Valdimar Jó- hannesson íhug- ar að kæra sjáv- arútvegsráðu- nejdið til um- boðsmanns Al- þingis fyrir óþol- andi framkomu í sinn garð. Valdi- mar vann veiðileyfamál gegn sjávar- útvegsráðuneytinu fyrir Hæstarétti 3. desember sl. og hefur engin svör fengið við þriggja ára gamalli um- sókn um veiðOeyfi. Krefst milljónabóta Fyrrum starfsmaður viðskipta- stofú fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins og þar áður forstöðumaður fjár- reiðu- og alþjóðasviðs Fiskveiðasjóðs hefur stefnt FBA til greiðslu alls 48 milljóna króna skaða- og miskabóta. Starfsmaöurinn, Ásbjörn Þorleifsson, heldur því fram að Bjami Ármanns- son, forstjóri FBA, hafi þröngvað sér til að undirrita starfslokasamning og borið upp á hann alvarleg mistök. Dagur sagði frá. 160 útstrikanir í kringum 160 manns hafa óskað eftir því að upplýsingar um þá verða ekki skráðar í gagnagrunn á heil- brigðissviði. Þetta kom fram í frétt- um Sjónvarpsins. Þá segir aö marg- falt fleiri hafi óskað eftir upplýsing- um um málið hjá landlækni. Englar í 13 löndum Skáldsaga Ein- ars Más Guð- mundssonar, Englar alheims- ins, hefúr verið seld til 13 landa þar sem hún er ýmist komin út eða væntanleg. RÚV segir að mikið hafi verið fjall- að um bókina í ítölskum fjölmiðlum. Gullplata Alda Björk fékk um daginn afhenta guilplötu fyrir lag sitt Real Good Time. Lagið hafði þá selst í 1.500.000 eintökum í Bretlandi. Nú styttist i að stóra platan hennar komi út ytra og hafa brot úr öllum lögunum á plöt- imni verið sett á heimasíðu hennar. Árshátíðabær Sprenging hefur orðið í árshátíð- arferðum fyrirtækja frá höfuðborg- arsvæðinu til Akureyrar. Árshátíð- arferðir eru orðnar uppistaðan í vetrarrekstri hótelanna í bænum. Hættir hjá Jökli Jóhann Magnús Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Jökuls hf., hefur sagt starfi sínu lausu. Ásbjöm Ólafur Ás- bjömsson, fjármálastjóri félagsins, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri í stað Jóhanns og mun hann taka við starfmu 15. mars. Landsfundur á Netinu Dagskrá 33. landsfundar Sjálf- stæðisflokksins, ályktanir og fund- argögn em komin á heimasíðu Sjáif- stæðisflokksins. Landsfundurinn fer fram dagana 11.-14. mars í Laugar- dalshöllinni. Næturlíf og bjór í áfangaskýrslu um stefnumótun í ferðaþjónustu Reykjavíkurborgar er m.a. lögð áhersla á að borgin verði þekkt sem borg upplifunar. Miðborg- in bjóði upp á spennandi næturlíf og vetrarfríi verði komið á í skólum og á vinnustöðum. Dagur segir frá. Þras um Klsiliðju Stjóm Verkalýðsfélags Húsavíkur undrast sinnu- leysi í málefnum Kísiliðjunnar við Mývatnogaðekki sé rætt við inn- lenda og erlenda fjárfesta sem lýst hafi yfir áhuga á að kaupa meiri- hlutaeign ríkisins í Kísiliðjunni. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra átelur Verkalýðsfélagið fyrir orða- gjálfur og mgl. Dagur segir frá. SH rétt ofán við núllið Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, ásamt dótturfélögum, hagnaðist um 16 milljónir króna á síðasta ári. Heildarveltan var 33,6 milljarðar króna. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.