Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 11 Staða Samfylking arinnar er sterk Staöa Samíylkingar félagshyggju og jafnrétt- is í íslenskum stjórn- málum er að verða ljós- ari dag frá degi. - And- stæðingarnir nota nú alla sína krafta til að vinna gegn henni vegna þess að þeir óttast að hún verði öflug i kosn- ingunum í vor og nái þar með fótfestu til framtíðar í íslenskum stjórnmálum. Umræðan og þróunin sem hefur verið sam- fara tilkomu Samfylk- ingarinnar er þó í min- um huga fullkomin sönnun þess að hún muni verða áhrifamesta stjórnmálaaflið í land- inu um langa framtíð. Grundvöllur hennar til að festa sig í sessi er fyrir hendi. Hann ligg- ur í þeim mikla fjölda fólks sem að- hyllist félagshyggju og jafnrétti. Kjallarinn ,Jóhann Ársælsson fyrrverandi alþingismaður „Þegar Samfylkingin hefur yfír■ fffifi/ð þá byrjunarörðugleika sem hljóta að fylgja þeirri uppstokkun markmiða og hugmynda sem fylgja því að samræma þrjú stjórnmálaöfl, munu þeir sem þótti of hratt farið væntanlega endurskoða hug sinn..." Sá stóri hópur fmnur nú vax- andi þunga í kröfunum um að hlutur sjúklinga, öryrkja, aldr- aðra, barnafólks, láglaunamanna og námsmanna verði réttur eftir úrslitaáhrif hægri manna á samfé- lagið síðustu árin. Mikilvægið fer vaxandi Grunnurinn að framtíð Sam- fylkingarinnar varð ekki síst Ijós í sveit- arstjórnarkosning- unum í vor, þá urðu til sameigin- legir listar samfylk- ingaraflanna um allt land. Fólkið sem tekur þátt í hinu félags- lega starfi fyrir sitt samfélag á vegum sveitarstjórnanna er að taka þátt í afar mikilvægu stjórnmálastarfi. Mikilvægi þess hef- ur farið enn vax- andi með nýjum verkefnum sem hafa verið færð frá “““ríkinu til sveitarfé- laganna. Samfylkingarlistarnir allt í kringum landið voru undanfari samstöðu um samfylkingu í lands- málum. Fylgi þeirra fjögurra ____________, flokka sem hafa tekist á í lands- málunum hefur mjög greinilega endurspeglað styrk þeirra í hin- um ýmsu sveitar- félögum vítt og breitt um landið. Þau stjómmálaöfl sem ekki hafa átt bakhjarl í fylgi sveitarstjómar- framboðanna hafa ekki náð að festa sig i sessi til lengri framtíðar. Þrjár meginfylkingar Aðeins þrjú stjómmálaöfl eiga nú marktækan stuðning í fylgi sveitarstjómarframboðannna. Samfylkingin, sem eftir síðustu sveitarstjómarkosningar hefur grandvöll að byggja á ef fulltrúar hennar fylgja staðfastlega fram í huga greinarhöfundar er umræðan og þróunin sem hefur verið samfara tilkomu Samfylkingarinnar sönnun þess að hún verði áhrifamesta stjórn- málaaflið í landinu um langa framtíð. baráttumálum hennar, Sjálfstæð- isflokkurinn og Framsóknarflokk- urinn. Þessi staða boðar hina nýju framtíð í íslenskum stjórnmálum. Hún mun byggjast á þessum þrem meginfylkingum, önnur stjórn- málaöfl munu koma og fara eins og fjölmörg dæmi sanna úr stjóm- málasögu undangenginna ára. Þetta á við Frjálslynda flokkinn enda hefúr hann komið inn á stjómmálasviðið sem baráttutæki fyrir nánast einu máli, þ.e. afhámi á séreignakvóta í útgerð. En þetta á líka við um Vinstri græningja en sá flokkur varð til vegna þess að forgöngumönnum um stofnun hans þótti of hratt farið við mynd- un Samfylkingarinnar. Þeir vildu stofna til samfylkingar en lögðu til að öðruvísi yrði unnið að málinu. Málefnaágreiningurinn varð ekki til fyrr en síðar. Þess vegna má gera ráð fyrir því að ýmsir þeirra sem hafa ekki tek- ið þátt í að mynda Samfylkinguna nú komi til liðs við hana síðar enda hafa forystumenn þeirra lýst því yfir að þeir vilji vinna með henni. Ailt ber að sama brunni Þegar Samfylkingin hefur yfir- unnið þá byrjunarörðugleika sem hljóta að fylgja þeirri uppstokkun markmiða og hugmynda sem fylgja því að samræma þrjú stjórn- málaöfl, munu þeir sem þótti of hratt farið væntanlega endur- skoða hug sinn og ganga til liðs við meginfylkingu íslenskra fé- lagshyggjumanna. Málefni umhverfisverndar mega heldur ekki lokast inni sem sérverkefni lítils flokks. Allt sem hér er sagt ber að sama branni. Málefni félagshyggju, jafhréttis og umhverfisvemdar kalla okkur til samstöðu. Því fyrr því betra. Jóhann Ársælsson Óvinur númer eitt Við sem fæðumst á íslandi meg- um teljast nokkuð heppin. Hér er enginn harðstjóri né herforingja- stjórn með tilheyrandi pyntingum og látum. Við eigum eitt elsta lýð- veldi heimsins ef undan er skUið nokkurra alda hlé þegar við beygðum okkur undir konungs- stjóm svo að hinir ríku gætu orð- ið ríkari. Endaði þó allt í basli og flestir urðu fátækir og hungur- morða fyrir vikið. Þetta skrambans lýðveldi... Jón og félagar heimtuðu sjálf- stjóm og að endingu endurheimt- „Jón og félagar heimtuðu sjálf- stjórn og að endingu endurheimt■ um við lýðveldið fyrir rúmum 50 árum. Það er þokkalega langur tími, alla vega virðast allir orðnir dauðþreyttir á þessu lýðveldi og því veseni sem því fylgir.u um við lýðveldið fyrir rúmum 50 áram. Það er þokkalega langur tími, alla vega virðast allir orðnir dauðþreyttir á þessu lýðveldi og því veseni sem því fylgir. Það er t.d. erfítt að fá hæft fólk inn á Al- þingi af því að kaupið er svo lé- legt. Hæft fólk hugsar nefnilega bara um sig og hvað hentar því best, kjaftæði eins og hugsjónir og það sem er landinu fyrir bestu er ekkert að angra það. Ef það vantar peninga fyrir þessum hækkunum þá er öragglega hægt að taka þá af launum fiskvinnslukvenna. Snið- ugast væri þó að leggja stétt fisk- vinnslukvenna niður og flytja fisk- inn í frystigámum utan og vera al- vöru bananalýðveldi sem gefur frá sér verðmætin án þess að full- vinna þau. Þetta skrambans lýðveldi er svo kostnaðarsamt því það eru alltaf einhverjir að veikjast eða lenda í slysum. Svo þarf að mennta bömin ------------, til að þau geti orðið virkir skatt- greiðendur og haldið hringavit- leysunni áfram. Þetta er svo frámunalega heimskulegt að við skulum frekar fjársvelta sjúkra- stofnanir. Látum þetta lið bara drepast fyrst það er að asnast til að veikjast á annað borð. Og til hvers að mennta lýðinn þegar okkur vantar fleiri verkamenn? Þjóð meðal þjóða Eftir að við fengum sjálfstjóm- ina höfum við reynt að vera þjóð meðal þjóða sem getur séð um sig og sína. Við stofnuðum almenn- ingsskipafélag og verkamennirnir á eyrinni keyptu hluta- bréf, stoltir menn. Núna er þetta skipa- félag eign fárra og siglir undir hentifána og hendir stoltum gömlum mönnum sem hafa gefið því líf sitt. En það verður hver að hugsa um sig og þeir hæfustu lifa. Við getum huggáð okkur við að þegar sá hæfi deyr þá situr ekkjan á hakanum og sá vanhæfi malar gull á eftirlaununum. Við stofhuðum líka nokkra banka til efl- ingar atvinnulífinu í landinu. Þessir bankar hafa lengi verið eign ríkisins en skyndilega er ríkið ekki þjóðin heldur óvinur þjóðarinnar númer eitt. Það er nauðsynlegt að bjarga fjármunum okkar úr höndum þessa skrímslis. Það er reyndar nokkuð öruggt að þegar búið er að selja þjóðinni hennar eigin eign þá verður gert eitthvað hókus pókus og bankam- ir enda í eigu einkavina ein- hverra. Þegar svo kreppan kemur... En þótt við getum ekki gefið Einkavinum ehf. stofnanir þá skulum við samt breyta þeim í Kjallarinn Asta Svavarsdóttir bókmenntafræðingur hlutafélög. Það er vel- megunarkreppa í Asíu og Suður-Amer- íku og hvenær hún kemur til Evrópu er bara tímaspursmál. Þá er mjög snjallt að hafa selt allt úr landi í formi hlutabréfa svo þegar kreppan kemur þá verðum við gjald- þrota og seld hæst- bjóðanda. Það væri framfór því ísland hefur alltaf verið ódýrasta hóran í Evr- ópu. - „Hver vill koma og eyðileggja landið með stóriðju og græða á ódýra vinnuafli? Við skul- um gefa ykkur raf- magnið í kaupbæti. Hver og hver og vill og verður?“ Við gætum líka samiö sem fyrst við Evrópubandalagiö. Við höfum ekkert að bjóöa annað en fiskinn. En stóra mennimir í Evrópu hafa fullan skilning á okkar sérstöðu og gefa okkur allt fyrir ekkert. Þeir koma öragglega ekki til með að vilja aðgang að fiskimiðunum. Og ætli það sé ekki best? Allt fallega og ríka fólkið flytur til Evrópu og island breytist í risavaxna ver- stöð. - Hvaða fávita datt líka í hug að setjast hér að á mörkum hins byggilega heims? Ásta Svavarsdóttir Með og á móti Framtíð hrossastofnsins í fóstur- vísum, sæðisfrystingu og sæðing- um hryssa? Kristinn Guönason á Skarði, formaöur Féiags hrossa- bænda. Þetta er alls ekki klónun „Þama er um að ræða nútíma aðferð sem notuð verður með hefðbundinni að- ferð. Auövitað er framtíð stofnsins ekki fólgin í þessu einu. í Gunnarsholti eru fersksæðingar og það sem við bindum kannski mestar vonir við er frysting á sæði til geymslu. Þar eru mestu mögu- leikar stöðvarinnar og við vonumst til að geta nýtt bestu grip- ina betur en gert hef- ur verið. En auðvitað fer þetta allt eftir því hversu hyggnir við erum að nota þessa tækni. Allt sem gert hefur verið fram til þessa hefur heppn- ast vel. Frystingarnar eru í tilraunaskyni og virtust lofa góðu. Núna fara þær aftur af stað af krafti í aprílbyrjun. Það er hugsun okkar í þessu sambandi að þegar hestur sem nokkur eftirsjá er 1, er að yf- irgefa landið, að þá teljum við gott að geta geymt í landinu sæði úr honum Eins höldum við að ef við getum stundað vitrænan útflutning á hrossasæði mun þaö gera það að verkum að síður fari úr landinu mjög góðir gripir, að menn eigi þá gripina frekar hér heima. Það er alls ekki verið að tala um klón- un á dýrunum. Og það er langt í frá aö eftir smátíma verði flest hross á íslandi undan sömu foreldrunum, Við ætlum að fá kostnaðinn til baka með betra verði á hrossunum. Innan okk- ar raða má segja að sé einhugur um þetta mál. Að sjálfsögöu hljótum við í þessari búgrein að nýta þessa tækni okkur í hag rétt eins og aðrar greinar landbúnaðar gera.“ íslensk hross úr tilraunaglösum „Ég er algjörlega andvígur öllum til- raunum með sæðingar, fósturvísaflutn- inga, frystingar á sæði og hvað þetta allt saman heitir. Ég tel að hrossaræktendur og hestamenn á íslandi séu að fara út á hálan ís. íslenski hesturinn hefur áratug- um saman verið markaðssettur erlendis sem norrænn, hrein- ræktaður og nánast frjálsborinn hestur. Við höfum selt drauminn um þenn- an hest og drauminn um ísland með frá- bærum árangri þannig að hestar eru fluttir út þúsundum saman árlega. Hest- urinn skiptir veru- legu máli í landbúnaði á íslandi og eins í landkynningu og ferðaþjónustu. Haldi menn að hægt sé að framleiða íslenska hestinn á tilraunastofum á sama tíma og við leggjum áherslu á vistvæna ferða- þjónustu og vistvænan landbúnaö, þá held ég aö meim verði að fara að hugsa sinn gang. Það er ótrúleg skammsýni hjá hrossa- ræktarsamtökunum, sem eru skuldum vafm og hafa ekki getað sinnt verkefnum eins og markaðssetningu á hestinum, að þau skuli steypa sér i enn frekari skuldir út af algjörlega ónáuðsynlegum vísinda- tilraunum seih munu ekki færa hrossa- bændum eða íslenska hestinum nokkurn ávinning. Þeim tæpu 20 milljónum sem varið hefur verið í þessa uppbyggingu væri mun betur varið annars staðar. Með sæðingum og fósturvísaflutningum er í mörgum tilvikum verið að aðstoða ófrjóa og getulitla stóðhesta að eignast afkvæmi. Það er byijað í stórum stíl. Við gætum með þessu móti fest í sessi óæskilega erfðaeiginleika sem hingað til hafa ekki verið vandamál í hrossastofninum. Eftir að það fór að spyrjast út að hryss- ur á íslandi ættu að fara að eiga mörg af- kvæmi á ári með leigumæðrum og stóð- hestar mörg hundruð afkvæmi með hjálp dýralækna hef ég orðið var við mjög sterk viðbrögð erlendis. Hrossaræktend- ur og aðdáendur íslenska hestsins segjast ekki trúa því að íslenskir hrossabændur geri þetta glappaskot.“ -JBP Anders Hansen, hrossaræktandi ó Árbakka í Land- sveit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.