Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 2
BÍLAR Árið í fyrra metár hjá Brimborg: Flytur í nýtt húsnæði MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 í mánuðinum Gísli Jón Bjarnason er sölustjóri hjá Brimborg hf. sem selur bíla frá Daihatsu, Ford og Voivo. Hann segir að árið i fyrra hafi veriö metár hjá Brimborg með afar góðri sölu í Dai- hatsu, auk þess sem Ford og Volvo hafi verið á svipuðu róli og árið þar á undan. „Mesta salan var í Daihatsu Sirion sem við fengum ekki fyrr en í ágúst. Hann fékk alveg ffábærar við- tökur. Terios hefur gengið ákaflega vel og Gran Move er á mikilli upp- leið. Applause hefur haldið sínum hlut en Charade hefur aðeins liðið fyrir Sirion. Move erum við hættir að hafa á lager en munum hugsan- lega taka þráðinn upp aftur þegar nýr Move kemur á þessu ári. í þess- um mánuði eigum við svo von á nýj- um Cuore, 5 dyra bíl, beinskiptum og sjálfskiptum og mjög vel búnum. Ég gæti trúað að sá bíll ætti eftir að koma á óvart. Heildarsalan í Ford var svipuð og áður. Ka og Fiesta hafa gengið mjög vel, Mondeo hefur verið mjög jafn en frekar róleg sala í Explorer og ástæð- an er sú að hann passar illa inn í tollakerfið íslenska þar sem hann er með öfluga vél og lendir því í 65% vörugjaldi. Hann er ekki fáanlegur með dísilvél. Við erum að fá nýjan Explorer, aðeins breyttan og á góðu verði. Svo er auðvitað bíllinn sem við bindum miklar vonir viö, Ford Focus, sem við ætlum að kynna um næstu helgi. Sá bíll hefur farið sigur- fór um heiminn og verður spennandi að kynna hann hér á landi. Það hef- ur háð okkur dálítið að við höfum ekki verið með sjálfskiptan Ford fyr- ir innan við tvær milljónir en við fáum Focusinn síðar á árinu sjálf- skiptan á mjög fínu verði. Á síðasta ári kynntum við líka nýjan F-series-bíl og hann hefur gengið mjög vel. Við höfum ekki haft hann á lager en sérpantað hann en í apríl fáum við bíla á lager. Eftir sýn- inguna í lok síðasta árs, þar sem við kynntum þennan bíl, höfum við selt 21 bíl. Um mitt sumar fáum við svo nýjan Ranger crew cab, fjögurra dyra 5 manna skúffubíl með 2,5 lítra turbo-dísilvél og verður hann á frá- bæru verði. Volvo stóð sig vel í fyrra. Við kynntum nýjar vélar í 40-línunni, „low pressure" og „high pressure" 160 og 200 hestafla turbovélar. Mjög góð sala hefur einnig verið í fjór- hjóladrifnu Volvo V70-bifreiðinni enda sérlega vel búinn og skemmti- legur bíll. í þessum mánuði ætlum við að kynna hér flaggskipið Volvo S80 sem hefur fengið gríðarlega góða dóma í öllum bílablöðum bæði fyrir útlit og aksturseiginleika, fyrir utan allar þær öryggisnýjungar sem Vol- vo kemur með í sífellu. Mikill áhugi er á þessum bil og við erum þegar búnir að selja tíu bíla að óséðu. Hann er raunar á góðu verði, kostar sjálfskiptur frá 3,7 milljónum." Svo gerast stórir hlutir hjá ykkur þegar þið flytjið upp á Bíldshöfða í nýtt húsnæöi: „Já, við tökum það húsnæði form- lega í notkun 6. mars með kynning- unni á Ford Focus en sennilega verð- ur flutningum ekki lokið fyrr en í lok mánaðarins. Stefnan er að vera komin upp á Bíldshöfða fyrir mán- aðamótin mars-apríl. Reyndar er ekki endanlega ákveðið hvort Brim- borg verður áfram með einhverja starfsemi í Skeifunni, notaða bíla kannski eða eitthvað enn annað. En það munar miklu í samskiptum milli deilda og þjónustu við við- skiptavini að vera komin með allt í sama húsið. Ég vonast til að við get- um til dæmis söluskoðað bíla við- skiptavinanna meðan þeir eru á staðnum þegar starfsemin er öll komin á Bíldshöfðann." -SHH „Nýtt húsnæði bætir samskiptin milli deilda og þjónustu við viðskiptavini," segir Gisli Jón Bjarnason, sölustjóri hjá Brimborg hf. Nýr Legacy og sterk jeppalína Sjáum fram á aukningu á árinu, segir Sigþór Bragason „Síðasta ár var mjög gott hjá okkur í heild,“ segir Sigþór Braga- son, sölustjóri hjá Ingvari Helga- syni, sem selur Nissan og Subaru. „Hvað Nissan varðar þá bættum við stööu okkar á markaðnum og jukum markaðshlutdeild okkar um eitt og hálft prósent, sem var jafnframt besta sókn á markaði í Evrópu. Helgi Ingvarsson fram- kvæmdastjóri veitti einmitt á dög- unum viðtöku viðurkenningu fyrir þetta á fundi með yfirstjórn sölu- mála Nissan i Evrópu. En það er einkum jeppasalan sem stendur upp úr eftir síðasta ár. Við kynntum nýjan Patrol í byrjun ársins og það mynduðust biðlistar strax og bíllinn kom og eru enn, ári síðar. Þetta hefur þýtt það að við höfum aldrei náð því að eiga Patrol á lager. Það eru eink- um dýrari gerðirnar, á verðbilinu 3,5 til 4 milljónir króna, sem hafa selst best. Patrol-jeppinn nýtur mikilla vin- sælda meðal þeirra sem vilja breyta bílnum og setja undir hann stærri dekk. Þetta er einn af fáum jeppum sem er enn eftir með heila hásingu að framan. Við sjáum líka aukna hlutdeild í breytingum, við eigum í dag allt til sem þarf á lag- er, drifhlutfoll og annað. Um 80 til 90% bílanna fara í einhverja breyt- ingu. Terrano kom með sjálfskiptingu á liðnu hausti og þessa dagana er hann í mikilli sókn. Nissan Almera kom á liðnu ári með betri búnaði og með minni háttar útlitsbreytingu jafnframt Við sjáum fram á gott ár, bjóðum góða og sterka jeppalinu, sterkustu jeppalinuna á markaðnum. Við sjáum þvi fram á aukningu á þessu ári miðað við árið í fyrra," segir Sigþór Bragason, sölustjóri hjá Ingvari Helgasyni. því að vera á betra verði. Við kynntum líka nýjan pickup frá Nissan á síðasta ári, bæði Dou- bleCab og KingCab, vel búna bíla með búnaði sem jafnast á við best búnu fólksbíla. Nissan Micra fékk líka minni háttar andlitslyftingu á árinu. Þetta er bUl sem heldur sér stöðugt í sölu og við höfum ekki þurft að auglýsa hann frá því að hann kom fyrst á markað á árinu 1993, hann selur sig einfaldlega sjálfur.“ Nýr Legacy „Subaru hélt sinni sölu á síðasta ári og við héldum enn „heims- meistaratitli" okkar í sölu á Subaru því ekkert land í heimin- um hefur náð öðrum eins árangri í sölu á þessum bíl og við,“ segir Sigurþór, „en þessum titli höfum við haldið í mörg ár. í byrjun þessa árs kynntum við nýjan Subaru Legacy, alveg nýjan bíl frá grunni. Helstu nýjungamar eru betri fjöðrun, ný og endurbætt vél og síðast en ekki síst betri hljóðeinangrun. Legacy-eigendur hafa haft sam- band við okkur og sagt þetta vera mestu breytingu á bílnum frá upp- hafi og ekki síðra að verðið hélst nánast óbreytt. Þetta er bíll sem hefur fengið feikigóðar viðtökur, einkum sjálfskipti bíllinn. Aflmeiri Impre og Forester Impreza kom með minni háttar úlitsbreytingu, en meiri breytingu hvað varðar öryggi og búnað al- mennt. Hann er einnig með endur- bætta vél, líkt og Legacy. Forester turbo er ný útgáfa sem er að koma á markað þessa dag- ana. í þessari turbogerð er vélin verulega aflmeiri eða 170 hestöfl á móti 120 áður, ásamt því að bíllinn er allur sportlegri og betur búinn. Impreza turbo er einnig veru- lega aflmeiri en sá bíll sem fram að þessu hefur verið á markaði, núna 218 hestöfl og í þessari gerð er Impreza ótrúlega vel búinn bíll, enda verið valinn „bestu kaupin á markaðnum" af fjölda erlendra tímarita, enda stungið af sportbíla á borð við Ferrari í erlendum próf- unum. Terrano kemur svo í Executive- útgáfu í lok apríl. Þessi gerð verð- ur aðeins framleidd í þrjá mánuði í takmörkuðu upplagi, og mikið lagt upp úr glæsileika í innrétt- ingu, króm og ál verður þar áber- andi. í heild horfum við fram á gott ár, bjóðum góða og sterka jeppalínu, sterkustu jeppalínuna á markaðnum. Við sjáum því fram á aukningu á þessu ári miðað við árið í fyrra," segir Sigþór Braga- son. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.