Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 8
R Yaris opnar okkur dyr að stærri markaði - segir Skúli Skúlason, sölustjóri Toyotaumboðsins Sér/'rwðingar í rafgpyinum BlLDSHÖFÐA 12*112 REYKJAVÍK SlMI 577 1515 • FAX 577 1517 Bill Gates og GM Svo er sagt að Bill Gates tölvumilli hafi einhverju sinni ætlað að bera Microsoft saman við General Motors. Samanburð- urinn var eitthvað á þessa leið: Ef þróun bílaiðnaðar hefði verið með viðlíka hætti og þróun tölvu- iðnaðar síðustu áratugina mynd- um við nú vera með V32-vélar í bílunum fremur en V8 og há- markshraðinn væri 16 þúsund km/klst. Eða maður gæti í stað- inn valið sparbíl sem vægi ekki nema 15 kg og færi með 0,4 lítra á hundraðið. Hvora gerðina sem við veldum væri verðið ekki nema i kringum 3000 krónur. Fulltrúar GM voru fljótir að svara: Gott og vel - en hver vill bíl sem hrynur tvisvar á dag? SVARTIR SENUÞJÓFAR FRÁ TUDOR Nýjar gerðir rafgeyma með mun meiri starfskrafti en eldri gerðir. Einn þeirra passar örugglega í þinn bíl. „Ef við byrjum á að skoða árið í fyrra ber það einna hæst að við kynntum í byrjun ársins nýjan bíl, Avensis, sem náði strax góðri fót- festu á markaðnum og sló raunar öll met því við seldum 640 bíla á síðasta ári sem er tvöfalt meira en áður hafði þekkst í þessum stærð- arflokki bíla,“ segir Skúli Skúla- son, sölustjóri Toyotaumboðsins, P.Samúelssonar, þegar við byrjuð- um á að inna hann eftir gangi mála á liðnu ári. „Við munum bæta við Avensis Wagon í apríl, sjálfskiptum, með 1800-vél og væntanlega einnig með tveggja lítra vél í Terra-gerð. Hvað jeppana varðar þá sló stóri jeppinn, Land Cruiser 100, einnig öll met því við erum þegar búnir að selja 54 af þessum glæsilegum jeppum frá því að við kynntum þá í apríl-maí í fyrra. Þetta er mjög vel búinn bíll og eru þeir flestir sérpantaðir af kaupendum, enda er hægt að velja mörg stig búnað- ar. Þar á meðal má nefna tölvu- stýrða flöðrun, mismunandi klæðningar og annan búnað. LandCruiser 90-jeppinn hefur einnig selst mjög vel og hefur raunar selt sig sjálfur. RAV4 kom aftur inn á markað- inn á síðasta ári, mun betur bú- inn. Hann er nú kominn með brettakanta, álfelgur, 75% tregðu- læsingu, ABS-læsivörn og fjar- stýrðar samlæsingar og er síðast en ekki síst á betra verði. Það var verðlækkun sem munaði um og skilaði sér strax i góðri sölu.“ Mest seldi bíllinn 12. árið í röð „Corolla náði þeim merka áfanga í fyrra að vera söluhæsti bíllinn á landinu 12. árið í röð,“ segir Skúli. „Þá seldum við alls 1038 bíla, sem var aukning frá ár- inu áður, og raunar slógum við ell- efu ára gamalt met með heildarsöl- unni því alls seldum við 2.421 bíl í fyrra en gamla metið var 2.404 bíl- ar. Við höfum heldur ekki selt fleiri bíla frá upphafi fyrirtækis- ins. Söluaukningin á milli ára var um 30 af hundraði og þar með héld- um við vel í við aukninguna á markaðnum í heild sem var um 34%.“ En hvað um þetta ár, hvað er stakt miðað við rúmtak vélarinnar." Að sögn Skúla mun Toyotaum- boðið halda áfram að kynna tvinn- bflinn Prius, sem gengur bæði fyr- ir bensínvél og rafmagni, en einn slíkur var kynntur hér á landi á liðnu hausti. Umboðið hefur nú fest kaup á einum svona bíl sem væntanlegur er til landsins í vor. Með kaupunum vill umboðið kynna þennan kost hvað varðar framtíðarbíla, en framleiðsla hefst á Prius fyrir Evrópumarkað á ár- inu 2000 og þá verður þessi framúr- stefnulegi bíll orðinn valmöguleiki á markaði hér á landi. Nýjung í sölu notaðra bíla „Við hér hjá Toyota erum þessa dagana að brydda upp á nýjung sem við höfum trú á að eigi eftir að skila sér tfl viðskiptavina okkar, það er nýtt fyrirkomulag í sölu notaðra bíla sem við nefnum ör- yggi og ábyrgð. Til að koma þessu á höfum við fest kaup á umfangs- mikilli skoðunarstöð fyrir bíla og komið upp aðstöðu til eftirlits og viðgerða á notuðum bílum. í fyrsta lagi er um að ræða sölu- flokkun á notuðum bílum. Bestu bílamir, sem eru 4ra ára eða yngri og hafa komið reglulega í þjónustu og líta jafnframt vel út, lenda í sér- flokki og hljóta eins árs ábyrgð. Öllum bílum í sérflokki fylgja bæði sumar- og vetrardekk. Næsta stig er gæðaflokkur fyrir bíla sem eru 4-6 ára, í góðu ástandi, traustir bíl- ar sem líta vel út. Þessir bílar eru með 6 mánaða ábyrgð. Loks er um að ræða sparflokk en í þeim flokki eru eldri bílar á hagstæðu verði. Allir þessir bílar hafa farið í gegn- um itarlega söluskoðun og niður- staða hennar liggur frammi hjá sölumönnum. í öðru lagi er um að ræða 14 daga skiptirétt á notuðum bílum. Ef notaður bíll sem viðskiptavinur okkcir hefur fest á kaup hjá okkur uppfyllir ekki væntingar hans og kröfur þá bjóðum við honum að skipta og fá annan betri í staðinn. Loks er boðið upp á ókeypis skoðun eftir 1000 kílómetra akstur, eða einn mánuð frá undirritun af- sals. Með þessu viljum við tryggja að viðskiptavinir okkar séu ávallt ánægðir, hvort sem þeir hafa keypt af okkur nýjan eða notaðan bíl. Fyrirtækið hefur ávallt lagt mikla áherslu á góða þjónustu við við- skiptavini og við sjáum að í fram- tíðinni muni samkeppnin fyrst og fremst snúast um þjónustu. Því leggjum við mikla áherslu á að þjálfa okkar starfsfólk reglulega tfl þess að það verði ávallt í stakk búið til að takast á við breytta og betri framtíð," segir Skúli Skúla- son, sölustjóri Toyota. -JR \ alla bí/a 'anc/sins „Með tilkomu Yaris, nýja smábílsins frá Toyota, sjáum við nýtt sóknarfæri inn á markaðinn," segir Skúli Skúlason, sölustjóri Toyotaumboðsins, P. Samúelssonar. fram undan hjá Toyota á næst- unni? „Við byrjuðum árið með þvi að auka mjög breiddina hvað varðar Land Cruiser 90-bílinn,“ segir Skúli. „Þar bjóðum við nú fleiri kosti og mætum þannig óskum markaðarins betur hvað varðar breytingar. LX-bíllinn lækkaði í verði, jafn- framt því að við bjóðum hann nú betur búinn. Þar á meðal má nefna gangbretti og rafdrifna spegla. Þetta er bíll sem hentar vel til breytinga og hér geta menn eignast bíl á 33 tomma dekkjum á góðu verði, eða fyrir um 3,4 mflljónir fyrir fullbreyttan bfl, en óbreyttur LX kostar 2.985.000. GX-bílinn fluttum við áður inn með aukasætum aftast en bjóðum þau í dag sem aukabúnað og á lægra verði, eða kr. 85.000. Sú breyting er líka að GX er nú með svipaðan búnað og best búni bíll- inn, VX, var með áður, brettakönt- „Yaris-bílarnir eru allir með stafrænt mælaborð fyrir miðju og verða sér- lega vel bunir, sérstak- lega Sol-útgáfan sem mun verða með búnað sem stenst samjöfnuð við það besta í þessum stærðarflokki bíla. Hvað verðið áhrærir er hægt að segja strax að það verður gott og mun koma á óvart." um og klæðningum á hliðum, en á óbreyttu verði sem er raunlækkun. VX-billinn er nú með leðurinn- réttingu og rafdrifin sæti sem stað- albúnað og kostar kr. 3.725.000 sjálfskiptur. Þessar breytingar á valmögu- leikum á LandCruiser 90 hafa skil- að sér vel og mælst vel fyrir þvi alls seldum við 40 bíla strax í janú- ar og svipaður gangur hefur verið það sem af er febrúar,“ segir Skúli. Yaris, nýr smábíll „En það er stór stund fram und- an hjá okkur á næstunni," segir Skúli. Á næstu vikum munum við kynna nýjan lítinn og lipran bíl frá Toyota, Yaris, sem tilheyrir flokki bíla sem við höfum ekki getað boð- ið um langt árabil. Sá bíll mun ör- ugglega skipa sér strax í fremstu röð. Þetta er alveg ný hönnun hjá Toyota og, það sem meira er, þetta er bíll sem er hannaður fyrir há- vaxið fólk. Yaris er með mest inn- anrými í sínum flokki þannig að plássið er nóg. Aftursætið er líka á sleða sem þýðir að ef enginn far- angur er með í för er hægt að renna aftursætinu aftur og fá þannig enn meira rými. Yaris-bíl- arnir eru allir með stafrænt mæla- borð fyrir miðju og verða sérlega vel búnir, sérstaklega Sol-útgáfan sem mun verða með búnað sem stenst samjöfnuð við það besta í þessum stærðarflokki bflá. Hvað verðið áhrærir er hægt að segja strax aö það verður gott og mun koma á óvart. Öryggisbúnaður bíl- anna verður einnig mjög góður og vélin alveg ný, 1000 cc, en mjög afl- mikil, eða 68 hestöfl, sem er sér-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.