Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 14
BÍLAR gd® Fimmta kynslóð Cadillac Seville: MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 Amerískur lúxusbíll - sérlega hljóðlátur og aflmikill Fjórða kynslóð Cadillac Seville leit fyrst dagsins ljós í janúar 1991 og nú er það fimmta kynslóðin sem á að færa glæsileika amerísku lúx- usbílanna um allan heiminn. Það var því engin tilviljun að frumsýningunni vai- valinn staður utan Bandaríkjanna, í Frankfurt, á alþjóðlegu bílasýningunni IAA 1997. Þar með varð fimmta kynslóðin fyrsti Cadillakkinn sem frumsýndur hefur verið utan heimalandsins. Með þessu vildi lúxusbiladeild General Motors undirstrika að með þessum bíl ætlar hún að ná veru- legri sölu utan Bandaríkjanna en í dag er reiknað með að 20% af heild- arframleiðslu Cadillac Seville fari á markaði utan Bandaríkjanna. Liður í því var að kynna bílinn meö stýr- inu hægra megin samtímis á bíla- sýningum í London og Tokyo haust- ið 1997. Fjórða kynslóðin kom í sölu á árinu 1992 og seldust að jafnaði um 37.000 bílar á ári sem gaf bílnum efsta sætið meðal amerísku lúxus- bílanna ár eftir ár. Hljóðlátasti fólksbíllinn Til að standa undir nafni var þessi nýi Seville smiöaður með það í huga að þetta yrði hljóðlátasti glæsivagninn í umferðinni í dag. Burðarvirki yfirbyggingarinnar var styrkt sem nemur 50% til að ná burt öllum titringi og núningi sem myndar hin minnstu hljóð og deyfa önnur. Meðal annarra tækniatriða má nefna sjálfstillandi sætin sem að- laga sig sjálfkrafa að því hvernig ökumaður og farþegi í framsæti sitja og gefa þannig hámarksþæg- indi. Einnig hefur Bose sérhannað hljómkerfi fyrir bílinn sem á engan sinn líka. Rúmgóður Mikið hefur verið lagt upp úr því að gera Cadillac Seville enn glæsi- legri en fyrirennarana. Með því að nýta hvert smáatriði í hönnuninni til hins ýtrasta er bíllinn enn rúmbetri en áður og innanrýmið er sérlega rúmgott þótt heildarlengd bilsins sé aðeins 4,99 metrar, 20 sentimetrum styttri en næsta kyn- slóð á undan. Hjólahafið var samt lengt um 2,5 sentímetra og sporvídd- in var aukin um 5,2 sentímetra, bæði að framan og aftan. Tvær gerðir Eins og áður er Cadillac Seville i boöi í tveimur gerðum, Seville SLS, sem er glæsilegur lúxusvagn, og STS, sem er enn aflmeiri og betur búinn. Báðar gerðirnar eru með V8 Northstar vél, 4,6 lítra. Þetta er þriðja kynslóð Northstar-vélarinn- ar, enn aflmeiri en áður. I SLS-bíln- um er hún 279 hestöfl við 5200 snún- inga, snúningsvægið er 407 Nm við 4400 snúninga. í STS hefur þessi sama vél verið finstillt þannig að hún gefur enn meira afl, 305 hestöfl við 6000 snúninga og snúningsvæg- ið er hér 400 Nm við 4400 snúninga. Seville SLS og STS eru því meðal aflmestu glæsivagnanna í umferð í dag og þeir aflmestu meðal þeirra sem eru framhjóladrifnir. Aflið er flutt til framhjólanna um fjögurra þrepa sjálfskiptingu en raf- eindastýrður skiptibúnaður, PAS eða „Performance Algorithm Shift- ing“, lagar sig að aksturslagi öku- mannsins. Vegna þess hve vélin er aflmikil er sérbúin spólvörn tilbúin að hindra að hjólin spóli. Tölvustýrð fjöðrun Þessi nýja kynslóð Seville er með fjöðrun sem tryggir hámarksþæg- indi við hvaða akstursaðstæður sem er. Að framan er ný kynslóð MacP- hersons-gormafjöðrunar með sveifluörmum og liðum úr áli en að aftan er ný fjölliðafjöðrun sem er bæði með stuttum og löngum eltiörmum. Mesta breytingin er að í stað hefðbundinna höggdeyfa er Seville búinn rafeindastýrðri höggdeyfingu (Continuously Variable Road-Sens- ing Suspension). STS-bíllinn er enn- fremur búinn StabiliTrak, nýrri spyrnustýringu og rásfestustjórnun sem kynnt var á árinu 1997 og er að- eins að finna i bílum frá Cadillac. Hvað öryggið varðar eru allir Seville-bílar með hliðaröryggisloft- púðum í baki framsætanna, for- strekkjurum á öryggisbeltum og þriggja punkta öryggisbelti í öllum fimm sætunum. -JR Það skortir ekkert á glæsileikann i Cadillac, hér er mælaborðið í STS- bílnum. Ljósir litir eru allsráðandi en viðarklæðningin undirstrikar glæsiieikann enn frekar. EVROPUMEI ANNA I AR Magnaður kraftur og ósvikin þœgindi alla leið. Alvöru jeppar með hátl og lágt drif, sjálfstæða grind og hagkvæmni í rekstri. Sestu inn...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.