Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 20
B i U,R MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 Sérkennilegar trygginga- skýrslur Það er víst enginn endir á því hvað menn setja á blað þegar þeir eru að falast eftir bótum frá trygg- ingafélögunum. Hér eru nokkur nýleg sýnishom af því: - Ég sagði lögregluþjóninum sem tók skýrslu um óhappið að það væri ekkert að mér en þegar ég kom heim og tók af mér hatt- inn kom í ljós að ég var höfuð- kúpubrotinn. - Ég hélt að gamli maðurinn myndi ekki ná yfir á vegarhelm- inginn þar sem ég ók á hann. - Ég kastaðist út úr bílnum þegar hann byrjaði að velta. Ég lenti ofan í skurði þar sem nokkrar kýr fundu mig loksins. Viltu aka eins og auli? - lengi er hægt að gera vont öku- lag verra Viltu í alvöru aka eins og auli? - Hér koma nokkur góð ráð: - Aktu alltaf 20-39 km undir lög- hraða, alveg sérstaklega ef þú ert kominn með nokkra bíla á eftir þér. - Aktu á hægri akrein ef þú ætl- ar að aka hægt. - Ef þú ætlar að beygja til vinstri skaltu aka á akreininni lengst til hægri alveg þangað til kemur að því að beygja. - Ef þú ert úti að aka með hund- inn þinn láttu hann þá sitja í kjöltu þér og hafa hausinn út um gluggann hjá þér. - Reyndu að flytja á toppgrind- inni flest sem þú þarft að flytja - og festa það sem allra minnst, ef þú festir það þá nokkuð. - Ef þú ert að flytja stóra hluti á toppgrindinni skaltu reyna að halda þeim fóstum með vinstri hendinni út um gluggann. - Hægðu verulega á þér ef ein- hver ójafna er á veginum. Gefðu svo í aftur. - Reyndu að komast í sveigjan- legan vinnutíma svo þú getir ekið hægt og rólega þegar allir eru að flýta sér. - Reyndu að nota farsímann sem allra mest meðan þú ert að aka svo þú þurfir ekki að taka eft- ir umferðinni i kringum þig. Þó að enginn vilji hringja í þig skaltu samt halda símanum við eyrað og þykjast vera að tala við einhvern. - Sveiflaðu þér yfir á næstu akrein til að aka ekki á fyrirstöðu á þinni akrein - svo sem eins og kókdós eða bréf utan af súkkulaði. - Þegar fólk bíður eftir að kom- ast að á þvottaplaninu skaltu gæta þess að fara ekki að úða sápunni á bílinn fyrr en þú ert kominn að slöngunni. Því fleiri sem bíða því vandlegar skaltu úða bílinn með sápunni. Svo manstu náttúrlega að láta hana standa á bílnum í 10 mínútur áður en þú ferð að þvo. Nýr Opel Vectra var frumsýndur í byrjun ársins í tilefni af 100 ára afmæli Opel á árinu og hefur þegar fengið góðar viðtökur, segir Hannes Strange. „Sal- | an á Isuzu Trooper fór fram úr okkar björtustu vonum og enn er bið eftir þessum vinsæla bíl þótt við séum þegar búnir að afgreiða vel á annað hundrað bíla." DV-mynd Hilmar Þór Isuzu Trooper og Opel Astra hafa fengið frábærar viðtökur - seg „Ef við lítum til baka til síðasta . árs koma fyrst í hugann þau merku tiðindi sem við fengum í ársbyrjun að Isuzu myndi kynna nýja dísilvél ■ með minna rúmtaki sem gerði okkur ;■ kleift að bjóða Trooper á mun lægra verði en áður vegna þess að nú lend- ir hann í lægra þrepi vörugjalds," sagði Hannes Strange, sölustjóri Bíl- ' heima, umboðs Isuzu og Opel, þegar : við leituðum eftir því markverðasta ’ sem gerðist á liðnu ári og hvað væri ' fram undan. „Þessi nýi Trooper kom að vísu fyrst til okkar í lok júlí og þá mynd- ; aðist strax langur biðlisti sem stóð :• allt árið og það er fyrst núna á síð- : ustu vikum sem okkur hefur tekist ' að greiða úr þessu að einhverju leyti. Viðtökumar sem bíllinn fékk voru ; framúrskarandi og salan góð, sem : við njótum enn. Þetta er mikill og sterkur bíll á góðu verði. tVið erum alls búnir að afgreiða 166 Trooper-bíla, stærsta hlutann á síð- ustu vikum. Salan fór vel af stað á : fyrstu vikum þessa árs og núna ligg- ; ur fyrir að 210 bílar eru þegar í pönt- un og verða afgreiddir á næstu vik- um og mánuðum. Almennt er mikil ánægja með bíl- inn. Við eru tilbúnir með allt sem þarf til að breyta bilunum en mest er : um að þeir séu settir á 33 tomma ; dekk. Fyrir þá sem vilja gánga enn lengra eru drifhlutfóll sem hæfa breytingum í 38 tomma dekk á leið- : inni frá Spáni.“ Hvað varðar aðra bíla frá Isuzu, svo sem Double Cab-bílinn, þá hefur að sögn Hannesar dregið úr sölu á pickup-bílum sem virðist vera al- mennt á markaðnum vegna betra verðs á jeppum almermt, en ódýrari jeppamir eru fáanlegir ágætlega bún- ir á svipuðu verði og þeir pickup-bíl- ar sem voru ráðandi á markaðnum og það sama gildir um slíka bíla frá Isuzu. „Við frumsýridum nýja Opel Astra í september, bíi sem hlaut fádæma góða viðtökur, enda vel buinn og failegur bíil," Astra tekið vel „Við fmmsýndum nýja Opel Astra í september, bíl sem hlaut fádæma góða viðtökur, enda vel búinn og fal- legur bíll. Salan á honum tók strax vel við sér og er enn í fullum gangi. Opel á líka 100 ára afmæli á þessu ári og verður þess minnst með ýms- um uppákomum allt þetta ár. Brydd- að verður upp á ýmsum nýjungum og afmælisins minnst með ýmsum hætti,“ segir Hannes. „Meðal þess fyrsta sem minnir okkur á þetta af- mælisár var frumsýning á nýjum Opel Vectra á dögunmn. Þótt bílnum hafi ekki verið breytt mikið eru þær ir Hannes Strange, breytingar til góðs, enda er bíllinn glæsilegur og vel búinn. Fjöðrunin var endurbætt og aksturseiginleikar eru betri en áður.“ Nýr fjölnotabíll í sumar „Hvað aðrar nýjungar frá Opel á þessu ári varðar þá horfum við björt- um augum á nýjan fiölnotabíl, Opel Zafira, sem er væntanlegur í septem- ber. Þetta er bíll sem byggist að hluta á sama grunni og Opel Astra, mjög rúmgóður og fiölhæfur fiölskyldubíll. Zafira var frumsýndur á bílasýning- unni í París á síðasta hausti og fékk þá strax góða dóma fyrir fallegt útlit og fiölhæfni. Billinn verður kynntur fyrir íslenskum blaðamönnum á næstu vikum þannig að þess er ekki langt að bíða að við fáum meira að heyra af honum hér heima. Saab 9-5 station í sumar Frá Saab frumsýndum við Saab 9-5 á síðasta ári. Þetta er splunkunýr bíll sem Saab ætlar sér til sóknar á nýj- um og breiðari markaði en áður. Við kynntum bílinn í mars og hann hlaut strax góðar undirtektir og salan tók vel við sér miðað við það á hvaða verði hann er en þetta er bíll sem kostar 3,2 til 3,3 milljónir króna. Að okkar mati er þetta góð viðbót á markaðinn hvað varðar glæsilega og sölustjóri Bílheima vel búna bíla. Saab 9-5 station var frumsýndur í Evrópu á liðnu hausti og við eigum von á honum hingað til okkar á miðju sumri. Þetta er óhemju vel bú- inn og glæsilegur bíll sem kemur til með að verða á góðu verði miðað við búnað en hann mun kosta á bilinu 3,4 til 3,5 milljónir króna. Saab 9-3 var kominn áður, einnig vel búinn bíll á ágætu verði, en átti undir högg að sækja því hörð sam- keppni er á þeim hluta markaðarins sem hann keppir á.“ Bandarískir bílar frá General Motors hafa ekki verið áberandi á markaðnum hér á landi að undan- förnu, hvað er fram undan í þeim málum? „Meðan núverandi vörugjöld eru í gildi er þess ekki að vænta að þetta breytist," segir Hannes. „Við munum væntanlega ekki koma til með að eiga slíka bíla á lager en munum að sjálf- sögðu sérpanta þá fyrir þá sem vilja. Á undanförnu ári voru þó nokkuð margir bílar sérpantaðir, aðallega pickup-bilar en einnig Suburban og Blazer. Það tekur 90 daga að fá þessa bíla til landsins frá pöntun. Við hjá Bíiheimum horfum björt- um augum fram á þetta ár. Salan hef- ur farið vel af stað og við sjáum fram á að bæta okkur enn það sem eftir er ársins þannig að í heild má reikna með þvi að við eigum eftir að gera enn betur en á því síðasta," sagði Hannes Strange. -JR BQSCH Bílavarahlutir TBIDONffc________ Bflavarahlutir JaiÉMM Bílaperur ESPflOmetall Vinnuvelar * Hillukerfi Verkfærl, efnavara og rekstrarvörur Vepslun „|ólaleg„, Vatnshosur Hosuklemmur Tímareimar Kúplingsbarkar og og strekkjarar undirvagnsgormar. Bensíndælur Topa vökvafleygar Bansínlok vigtabúnaður Bensínslöngur Þurrkublöð Álbarkar Rafmagnsvarahlutir varahlutír .J miklu úrvali Þjónustumiðstöð í hjanta borgarinnar Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verkstæðið aðkeyrsia frá Háaleitisbraut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.